Tíminn - 21.01.1977, Qupperneq 10
10
ilMEM
Föstudagur 21. janúar 1977.
KS-Akureyri — Eins og fyrr
hefur komiö fram i fréttum, eru
nú miklar breytingar framund-
an hjá vikublaöinu Degi á Akur-
eyri. Keypt hefur veriö ný off-
set-prentvél, sem blaöiö veröur
prentaö i, og einhvern næstu
daga er væntanlegur til Akur-
eyrar bandariskur sérfræöingur
til þess aö setja upp vélina og
tengja hana til notkunar.
Nýja prentvélin veröur I ný-
byggöu prentsmiöjuhúsi sem
Prentverk Odds Björnssonarer i
þann veginn aö taka I notkun.
Þá hefur Dagur einnig fest kaup
á óinnréttuöu skrifstofuhúsnæöi
aö Tryggvabraut 12, og mun
fiytja þangaö ritstjórn og af-
greiöslu biaösins þegar viöeig-
andi breytingar hafa veriö
geröar.
Dagur veröur því fyrsta
blaöiö utan höfuöborgarsvæöis-
ins sem veröur offsetprentaö.
Dagur hefur komiö reglulega út
frá þvi aö blaöiö hóf göngu sina
áriö 1918, og er eina bæjarblaöiö
sem náö hefur þvi marki.
Dagur hefur undanfarin ár veriö til húsa aö Hafnarstræti 90 á Akureyri
útkomu sinni og sinnt sinum
margvislegu verkefnum sem
best.
Hverju þakkar þú ööru frem-
ur vegengni Dags?
— Aö Degi völdust i öndverðu
hinir ágætustu menn, svo sem
Ingimar Eydal, og Jónas Þor-
bergsson en siðar tók Haukur
Snorrason við ritstjórninni. Þótt
fleiri mætti nefna I þessu sam-
bandi mótuðu þessir þrir menn
stefnu blaðsins og unnu þvi vin-
sæidir og útbreiðslu.
Dagur hefur frá fyrstu tið
verið norölenzkt fréttablað og
norðlenzkt málgagn, ennfremur
opinn vettvangur til skoðana-
skipta um hin fjölmörgu mál,
sem ofarlega eru á baugi hverju
sinni. Þá hefur blaðið verið i
fararbroddi umræðna um ýmis
framfaramál og oft driffjöður
þeirra almennt séð, jafnframt
þvi sem það hefur auðveldað
mannleg samskipti, svo sem
blöð eiga að gera hvert eftir
sinni getu. Fólk hefur metið
þessa viðleitni og einnig það að
útkoma blaðsins hefur verið
regluleg og það hefur getað
treyst þvi.
Erlingur Daviösson á ritstjórnarskrifstofu Dags.
Fyrsti ritstjóri Dags var Ingi-
mar Eydal, en slöan hafa rit-
stýrt blaöinu þeir Jónas Þor-
bergsson, Haukur Snorrason og
nú siöustu 20 árin Erlingur
Daviösson.
1 tilefni þessara mérku tlma-
móta hjá Degi, sneri frétta-
maöur Timans á Akureyri sér
til Erlings Davíössonar ritstjóra
og baö hann aö svara nokkrum
spurningum.
Hvaöa áhrif hafa þær nýjung-
ar, sem þiö eruö aö tileinka ykk-
ur á útgáfu Dags?
— Það kemur ekki til meö að
hafa veruleg áhrif á útgáfu
blaðsins þótt sett sé upp ný off-
setprentunarvél, nema prentun-
in verður væntanlega betri, og
blaöið á að geta litið betur út.
Hins vegar er þetta stórt stökk i
prentiðnaöinum, og breytingin
veröur mest i iðnaðarvinnunni,
þar sem offsetvél gefur ýmsa
nýja möguleika.
Dagur hefur lengi átt blaða-
pressu, sem vissulega var hraö-
virk á sínum tima en er nú oröin
gömul og óhentug. 1 stað hennar
keypti Dagur nýja offsetvél —
eins og fyrr sagði — og bindum
við miklar vonir viö þessa nýju
vél. Aðrar vélar til offset-
prentunar kaupir Prentverk
Odds Björnssonar. Þar sem
P.O.P. flutti alla sina starfsemi
I nýtt húsnæði viö Tryggva-
braut, — en eins og fyrr sagöi
veröur offset-vél Dags staösett
þar, — réðist blaðstjórnin I
kaup á nýju húsnæði, sem er að-
eins steinsnar frá Prentverkinu.
Þetta eru nú helztu breyting-
arnar.
Eru uppi hugmyndir um
stækkun blaðsins eöa fjölgun út-
gáfudaga?
— Dagur hefur alla tlð verið
norðlenzkt vikublað sem þó
hefur komið oftar út ööru
hverju. Stækkun á blaðinu og
fjölgun útgáfudaga er auövitaö
alltaf á dagskrá. En þar sem
veröur að standa á eigin fótum
verður fjárhagsafkoman aö
Norðlendingar
fá
bráðlega
offset
prentað
blað
Rætt við Erling Davíðsson, ritstjóra
Dags á Akureyri, en Dagur er fyrsta
blaðið utan höfuðborgarsvæðisins
sem verður offsetprentað.
Nýja húsnæöiö sem Dagur hefur fest kaup á er efri hæö Tryggvabraut 12 og flytur blaöiö þangaö á
næstunni meö alla slna starfsemi. Tlmamyndir Karl.
ráöa ferðinni aö verulegu leyti,
þó fullur vilji sé hins vegar fyrir
hendi til að stækka blaðið og auka
útkomudaga.
Er þaö rétt, aö Dagur sé lang-
útbreiddasta vikublaö, sem
gefiö er út utan höfuðborgar-
svæöisins?
— Upplag blaösins er nú hálft
sjötta þúsund og áskrifendum
fjölgar stööugt. Blaöiö hóf
göngu slna 1918 og hefur alla tiö
siöan komið reglulega út. Mikil
og sivaxandi útbreiðsla er
auðvitað ánægjuefni þeim er aö
sliku blaði standa. Það er hins
vegar ekki mitt að tiunda út-
gáfu annarra víkublaöa.
Alltur þú ekki hæpið aö gefa út
fjögur blöö I ekki stærri bæ en
Akureyri er, hvaö fjárhagsieg-
an grundvöll snertir?
— Hópar fólks með sameigin-
leg áhugamál sem telja sér
nauösyn að gefa út blöð, þurfa
að eiga þess kost, ef þeir hafa
dugnað og áhuga til þess.
Blöðin keppa auðvitaö um
hylli fólksins og gengur mis-
jafnlega. En blaðadauði er mér
siður en svo ánægjuefni, og vona
ég að sem flest vikublöö á lands-
byggðinni geti haldið áfram
Er þaö rétt sem oft heyrist, aö
Dagur sé eitt fárra blaða hér-
lendis sem rekið sé meö
hagnaöi?
— Jú, þetta hefur maður
heyrt, en ég veit ekki hvers
vegna þetta hefur verið sagt.
Hitt veit ég, aö við höfum ekki
alltaf veriö réttu megin við
strikið þegar upp hefur verið
gertum áramót, þótt sum önnur
vikublöð hafi e.t.v. átt i enn
meiri fjárhagserfiðleikum.
Nú hefur Dagur t.d. stofnað til
mikilla skulda vegna nýjustu
fjárfestinga. En við treystum
þvi að blaðið standi nægilega
traustum fótum til þess að
gegna hlutverki sinu og helzt
betur en áður.
Liklega hafa ýmis merkileg
atvik skeö á ritstjórnarferli þln-
um Erlingur?
— Já, tæplega fer hjá þvi.
Merkilegast er þó e.t.v. það að
ég minnist þess ekki að nokkru
sinni hafi komið til árekstra við
starfsfólk prentsmiðjunnar á
þvi aldarfjórðungsskeiði sem ég
hef átt samskipti við það. Hið
sama gildir um starfsfólk mitt á
skrifstofum Dags. Liklega er
þetta nokkuö óvenjulegt, en um
leið hið skemmtilegasta I starf-
inu.
Nú hefur þú ritað bækur jafn-
framt þvl sem þú gegnir rit-
stjórastarfi. Hvernig finnuröu
þér tlma til þess aö skrifa blaöið
og svo bækur á ritstjórnarskrif-
stofu þar sem aldrei er friöur?
— Sumir þurfa algjört næði til
að skrifa, aðrir ekki. Svo gefur
nú forsjónin okkur 52 sunnu-
daga, jafn marga laugardaga
og enn nokkra fridaga að auki.
Spurningin er þvi ekki um
dugnað og þess háttar, heldur
um skipulag á vinnutima og fri-
tima.
Mitt starf hefur verið að
skrifa og mitt tómstundagaman
hefur einnig veriö aö skrifa, og
þvi hafa nokkrar bækur orðið
til nú siðustu árin.
Viltu segja nokkuö aö siöustu
um framtiö Dags, viö þessi
timamót?
— Ekki gengur maður þess
dulinn, að framiöin færir bæði
skin og skugga, svo sem jafnan
hefur verið I útgáfunni. Fjár-
hagshliðin verður eflaust erfið
fyrst i stað, en ný prentsmiðja
og möguleikar i sambandi við
hana gefa fyrirheit. En það sem
mestu máli skiptir fyrr og siðar
er þaö, að blöð þjóni hinum
margþætta tilgangi slnum I
þágu fólksins, séu I senn frjáls-
lynd og heiðarleg i málflutningi
og vinni meö umbótaöflunum á
sviði framfara og menningar —
séu jákvæð og hvetjandi, og
horfi ekki I gegnum þrönga
sjónpipu stjórnmálaflokkanna.
— Vikublöðin hafa mikilvægu
hlutverki aö gegna fyrir sina
landshluta, og Dagur mun enn
reyna aö halda vöku sinni.'