Tíminn - 08.02.1977, Page 18

Tíminn - 08.02.1977, Page 18
18 Þriðjudagur 8. febrúar 1977 ekki ofmetnast. — Ég er mjög ánægður með strákana, þeir börðust vel og gáfu ekkert eftir, sagði Januz Czerwinski, landsliðsþjálfari, eft- ir landsleikina gegn V-Þjóðverj- um. Januz varaði við of mikilli bjartsýni, sagði hann: — Við megum ekki ofmetnast. róðurinn á eftir að verða þungur i Austur- riki. Það er mikill hugur i strákunum, sem eru ákveðnir I að leggja mikið á sig til að komast tii Kaupmannahafnar næsta vetur. Januz sagði að lokaundirbún- ingurinn fyrir Austurrikisförina væri nú hafinn — hápunkturinn veröur, þegar pólska meistara- liðið „Slask” kemur hingaö, úsamt nokkrum sterkum lands- liðsmönnum úr öðrum félögum. Þá sagöi Januz, að það væri stórkostlegt að finna, hvernig all- ir vilja veita landsliðsmönnunum — því að framundan er erfiður róður", sagði Januz Czerwinski, landsliðsþjóifari stuöning. — Þaö er okkur ómetanleg hjálp, aö vita, að hugur fólksins er með okkur og verður með okkur i Austurriki — þvi miöur er ekki hægt aö taka áhorfendur með. A ð lokum agði Januz, að hann vildi nota þetta tækifæri til að þakka leikmönnum sinum fyrir þann mikla árangur, sem þeir hafa náð að undanförnu. — Þeir hafa sýnt það og sannað, aö það er ýmislegthægt, þegarviljinn er fyrir hendi og þegar allir leggjast á eitt og vinna vel saman. — Það er ekki annað hægt en aö vera bjartsýnn, en það þýöir þó ekki, að við megum slaka á. Þetta er aðeins upphafið á erfiöu íslenzka landsliðið Óskabarn þjóðarinnar Landsliðið fær rausnarlegar gjafir fró Tólknafirði og Ársæli KE 77 við Birgi, var Steindór Guð- mundsson — og hann hringdi siöan aftur til Birgis kl. 17.00 á Það er óhætt að fullyrða, að landsliðiö í handknattleik er um þessar mundir óskabarn þjóðarinnar. Hvar sem er á landinu — á heimiium eða á vinnustöðum, er ekki um annaö talað þessa dagana, en árangur landsliðsins gegn sterkustu handknattleiksþjóðum heims. Enda ekki nema von — fjórir sigrar i 6 landsleikjum á stutt- um tíma, gegn Pólverjum, Tékkum oe V-Þióöverjum. Bezta dæmið um hver hugur fólks er til landsliösins er að á sunnudaginn kl. 10 f.h. var hringt frá Tálknafiröi til Birgis Björnssonar, formanns lands- liösnefndar, og þann spuröur að þvi, hvort það væri ekki í lagi aö fjársöfnun yrði hafin á Tálkna- firði til stuðnings viö landsliðið. Birgir sagöi, að þaö væri vel þegið. Sá, sem haföi samband sunnudaginn og tilkynnti honum þá, aö það væri búið að safna 90 þús. krónum, sem Tálknfirðing- ar myndu senda til H.S.l. Þetta litla dæmi sýnir bezt áhuga manna. Þess má geta til gamans, aö 270 Ibúar eru á Tálknafirði. Þegar að er gáö, þá er hlutfallið þannig, aö ef þessi söfnun — miöað við mannfjölda — heföi farið fram I Reykjavik, þá hefðu safnazt 31 millj. króna í Reykjavik. Sjómenn gefa Þá má geta þess, aö áhöfnin á Arsæli KE 77, sem er 12 manns, hefur gefið 60 þús. krónur til landsliösins. Þ.e. 5 þús. krónur á mann. verkefni, sem er framundan. sagöi þessi siðprúöi og rólegi Pólverji. —SOS Landsleikirnir í tölum ísland-V-Þýzkaland 18:14(9:4) Arangur islenzka liðsins var mjög góður I þessum leik — 18 mörk voruskorúö úr 38 sóknarlot- um. í fyrri hálfleik voru skoruð 9 mörk úr 21 sóknarlotu, en i siðari hálfleik 9 mörk Ur 17 sóknarlot- um, sem er mjög góöur árangur. Arangur einstakra leikmanna varð þessi—- mörk (víti), skottil- raunir og kenttinum tapað: Þorbjörn Guðmundss ... . 4 -5-1 GeirHallsteinss......4 -7-0 Björgvin Björgvinss..3 -5-0 Ölafur Jónsson........3 -5-0 ÞórarinnRagnarss.....1 -1-0 ViöarSímonars........... KD-2-0 Axel Axelsson........ 1 -3-0 ÓlafurEinarsson......1 -3-2 Jón Karlsson......... 0 -2-0 Þá voru tvisvar sinnum dæmd- ar tafir á Islenzka liðið — þannig að knötturinn tapaðist. Mörkin voru skoruð þannig: 6 af línu, 5 með langskotum. 4 eftir gegnumbrot 2 eftir hraöaupphlaup og eitt úr vlta- kasti. Axel Axelsson átti 3 llnusend- ingar, sem gáfu mörk, ólafur Jónsson tvær og Geir Hallsteins- son eina. Ólafur Benediktsson varði vel i leiknum, eða alls 10 skot — 5 lang- skot, 3 skot af línu, l eftir hraö- upphlaup og 1 eftir gegnumbrot. ísland-V-Þýskaland 10:8(6:5) Tölulega séð var leikurinn ekki nógu góður — 10 mörkin voru skoruö úr 33sóknarlotum. 6 mörk I fyrri hálfleik úr 19 sóknarlotum og 4 mörk úr 14 sóknarlotum I þeim siðari. 1 byrjun leiksins skoraði islenzka liðið aöeins 2 mörkúr fyrstu 11 sóknarlotunum og I byr jun slðari hálfleiksins ekki Framhald á bls. 17 BJÖRGVIN BJÖRGVINSSON ,,„ sést hér, þar sem hann „kringlar” úr horni. Þessum leikna linumanni tókst þó ekki að skora, þvf að þarna sá hinn snjalii markvörður V-Þjóðverja, Rauer, við honum og var®*' —Timamyndir Gunnar) Langþráður sigur Þá var kátt í „Höllinni • II — ÍSLAND, ÍSLAND... hljómaði kröftuglega i Laugardalshöllinni á Iaugardaginn, þegar Islend- ingar náðu að vinna langþráðan sigur yfir V-Þjóöverjum á heima- velli — 18:14. tslenzka landsliðið var heldur betur i essinu sinu og leikmenn liðsins sýndu oft stór- glæsilega spretti og hreinlega léku sér að V-Þjóðverjum eins og köttur að mús — sigur þeirra var aldrei i hættu og óskadraumurinn rættist. Geysileg fagnaðarbylgja fór um Laugardalshöllina, þegar sigurinn — fyrsti sigur yfir V- Þjóðverjum á heimaveili varð staðreynd. Islendingar fóru rólega af staö, og var leikurinn jafn I byrjun, en Við erum ákveðnir í að leggja hart að okkur" — og ætlum okkur til Kaupmannahatnar ", sagði Björgvin Björgvinsson — Þetta er mesta vinna/ sem ég hef nokkru sinni lagt á mig í sambandi viö landsliðsæf ingar, sagöi Björgvin Björgvinsson/ línumaðurinn knái, sem hefur leikið 91 landsleik fyrir island og tekiö þátt í undirbúningi fyrir HM- keppnina í Frakklandi 1970 og A-Þýzkalandi 1974, og einnig tekiö þátt í undir- búningnum fyrir Olympíu- leikana i Munchen 1972. — Ahuginn hefur aldrei veriö meiri hjá strákunum, og tel ég það landsliösþjálfaranum Januz Czerwinsky að þakka, en það hef- ur alltaf veriö draumurinn, að fá erlendan landsliðsþjálfara. Björgvin sagði, að landsliðs- mennirnir væru ákveðnir I að reyna að lyfta handknattleiknum hærra en hann hefur áður verið á íslandi. — Við erum nokkrir I hópnum sem förum að syngja okkar slðasta sem keppnismenn, hvaðúr hverju. Við erum ákveðn- ir I að leggja okkar af mörkum, hvað sem það kostar, til aö hand- knattleikurinn verði áfram sú Iþróttagrein, sem ber hæst á Is- landi, sagöi Björgvin. — Þið eruð þá tilbúnir að halda áfram, ef þið nú I Austurriki tryggið ykkur farseðilinn til Kaupmannahafnar? — Já, alveg tvimælalaust — viö helgum landsliðinu okkar krafta, þar til málið er komið I örugga höfn. „Halda merki Islands hátt á lofti" ÞORBJÖRN GUÐMUNDSSON er einn af okkar ungu handknatt- leiksmönnum, sem hefur sýnt hvað mestar framfarir að undan- förnu og hann er einn af þeim leikmönnum, sem mun taka við af eldri leikmönnunum I landslið- inu. — Þorbjörn, nú tekur þú I fyrsta skipti þátt i ströngum æfingum með landsliðinu. Hvað viltu segja um það — er þetta ekki erfitt? — Jú, allir mlnir frltimar fara I landsliðsæfingar. Þetta er vinna og aftur vinna — enda þýðir ekk- ert að hugsa um annað, ef árang- ur á að nást. Ég sé ekki eftir þeim tlmum, sem hafa farið I æfingarnar — þar hef ég lært mikið af eldri og reyndari leik- mönnunum, sem eru allir reiðu- búnir til að hjálpa og allir leggj- ast á eitt — þ.e. aö halda merki tslands hátt á lofti. —SOS þegar staðan var 2:2 var sett á fulla ferð, og þegar fyrri hálfleik lauk, voru tslendingar búnir aö ná 5 marka forskoti — 9:4. Flest mörk íslands voru falleg, en eitt mark er þó minnistæðast — það var þegarGeir Hallsteinsson fékk knöttinn frá Ólafi Benediktssyni á punktalinu á vallarhelmingi tslands — timinn var að renna út, þegar Geir sendi knöttinn yfir endilangan völlinn. Knötturinn hafnaði i netamöskvum V- Þjdðverja við glfurleg. fagnaðar- læti. tslenzka liöið byrjaði með marki (10:4) i siðari hálfleik og eftir það var ekkert vafamál, hvor aðilinn myndi bera sigur úr býtum. V-Þjóðverjargerðu allt til að minnka muninn — tóku Geir Hallsteinsson úr umferð, en allt kom fyrir ekki. tslendingar voru of sterkir fyrir þá. Allir leikmenn islenzka liðsins áttu skinandi leik. ólafur Benediktsson stóð allan tlmann I markinu og varöi glæsilega. Þá var Geir Hallsteinsson potturinn og pannan 1 sóknarleiknum'. Olaf- ur Jónsson, Þorbjörn Guðmunds- son og Björgvin Björgvinsson voru einnig mjög góðir. Það fer ekki á milli mála, að Januz Czerwinsky, landsliös- þjálfari, hefur gert stóra hluti á skömmum tlma — þessi snjalli Pólverji er búinn aö byggja upp mjög sterka heild, þar sem allir leikmenn liðsins leika þýöingar- mikil hlutverk og gefa ekkert eft- ir, fyrr en I fulla hnefana. Leikur liðsins er að verða heilsteyptur, þó að ýmislegt komi fram, sem þarf að lagfæra. Það er mjög ánægjulegt að sjá hvað varnar- leikurinn er oröinn sterkur, og er óhættað segja, aö ölafur H. Jóns- son eigi stóran þátt i þvl — þessi kraftmikli leikmaður stjórnar varnarleiknum af mikilli snilld, og kraftur hans og baráttugleði smitar út frá sér. Viö höfum nú eignazt landslið, sem getur staðizt hvaða þjóð sem er snúning. —SOS.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.