Tíminn - 09.02.1977, Page 7

Tíminn - 09.02.1977, Page 7
Miövikudagur 9. febrúar 1977. 7 \ Og hér er loönan komin á land á leiöí verksmiöjuna. Timamynd: Karl KS-Akureyri — Siöastliöinn fimmtudag landaöi Guömundur Jónsson G.K. rösklega 600 lest- um af loönu hjá Krossanesverk- smiöjunni. Afla þennan fékk skipiö um 50 milur út af Hval- bak, og var þvf æði langt stim til Krossaness. Astæðan fyrir komu skipsins noröur var sú, aö leki er meö stcfnisröri og á aö gera viö þaö hjá Slippstööinni h/f á Akureyri, en þaðan var skipiö afhent eigendum sinum síöastliöiö sumar. 1 stuttu viðtali lét skipstjór- inn, Hjörvar Valdimarsson, hið bezta yfir skipinu og taldi þaö henta vel til loðnuveiða, væri bæði gotf sjóskip og lipurt i snúningum. Hjörvar kvað mikla loðnu vera á miðunum, og vænti þess að vertiðin gæti orðið góð, svo framarlega að gæftir yrðu góðar. Guðmundur Jónsson hef- ur alls fengið 1700 lestir af Loðnuvinnsla í Krossanesverksmiðju loðnu, en hefur aðeins verið mjög skamman tíma að veið- um. Þess má geta að Hjörvar var áður með aflaskipið Börk frá Neskaupstað, sem undan- farin ár hefur verið eitt afla- hæsta skip loðnuflotans. Að sögn Harðar Hermanns- sonar, verkstjóra i Krossanesi, hefur verksmiðjan nú tekið á móti 4,400 lestum af loðnu, og þróarrými var á fimmtudag fyrir 600-800 lestir. Afköst verksmiðjunnar eru um 200 lestir á dag miðað við að unnið sé frá 8 á morgnana til kl. 11 á kvöldin. Þess má og geta, aö Krossanesverksmiðjan vinn- ur allan úrgang frá útgerðarfé- lagi Akureyringa h/f og er það aðalhráefnisgjafi verksmiðj- unnar. ^------------------------ íslendingar drukku 48 þúsund lítra af mjólk í fyrra MÓ-Reykjavik. Mjólkurfram- leiðslan jókst Htils háttar á slö- asta ári, en neyzla nýmjólkur minnkaöi. Hins vegar jókst neyzla á nokkrum tegundum mjóikurvara á árinu. Þetta kemur fram i yfirliti, sem Framleiösluráö landbúnaöarins hefur tekiö saman um fram- leiðslu mjólkur og sölu áriö 1976. Innvegiö mjólkurmagn var 112.007.656 kg og var þaö 482 þúsund kg meira en árið áður. A árinu voru seldir tæplega 48 millj. ltr. af nýmjólk, það var tæplega 2 millj. ltr. minna en áriö 1975, eöa 3,8%. Af rjóma seldust 1,1 millj. ltr., en það var 8,3% minna en árið áöur. Skyr- salan dróst lltiö eitt saman, eöa um 2,7% en af þvi seldust 1,6 millj.. kg. Aukning hefur oröiö veruleg I sölu á Jógurt, eöa um 11%, og ennfremur I bláberja- skyri, sem vegur upp á móti samdrættinum I sölu á venju- legu skyri. A síöast liðnu ári voru seldir 1,8 millj. ltr. af undanrennu, en þaö er veruleg aukning frá árinu áöur. Af súkkulaðimjólk voru seldir 727 þús. ltr. og af ávaxtamjólk 79 þús. ltr. Smávegis aukning varð i sölu súrmjólkur, eða rúm 3%. Mjólkurbú Flóamanna tók á móti 38,1 millj. kg af mjólk á ár- inu, þaö var aukning um 0,24% frá fyrra ári. Mjólkur- samleg KEA tók á móti 22,8 millj.kg, aukningin þar var 1,92%. Aukning i sölu á smjöri A siðastliönu ári voru fram- leidd 1.834 tonn af smjöri, þ.e. 314 tonnum meira en árið 1975, eða 20,6%. Selt var beint til neyzlu 1.591 tonn, það var aukn- ing um 6% frá fyrra ári. Birgöir af smjöri i lok ársins voru 559 tonn á móti 328 tonnum áriö áð- ur. Ekki ætti að koma til smjör- skorts i vetur. Verulegur sam- dráttur varð i framleiöslu osta, af 45% osti var framleitt 33% minna en 1975 og af 30% ostum 2,7% minna. Sala á ostum var mjög svipuð bæði árin, samtals var selt af þessum ostategund- um 1.157 tonn. Lítið eitt var flutt út á árinu, aöeins 314 tonn á móti 588 tonnum áriö 1975. I Viö þurfum ekki aö auglýsa I lit til þess aö fegra litsjónvörpin frá Blaupunkt I augum yöar. Þaö stendur svart á hvitu aö tæknileg fullkomnun Blaupunkt sjónvarpanna er óumdeilanleg. Meö þvi aö nota hina fullkomnustu tölvu- og lasergeislatækni hefur Blaupunkt tekist aö fækka einingum 1 litsjónvarpstækjum slnum um 30% — Þær eining- ar, sem fækkaö var um viö fullkomnari framleiöslu og eru ekki lengur fyrir hendi — geta ekki bilaö. Augljóst. Tæknimenn Blaupunkt voru einnig fyrstir meö ISA-Ijóskerfiö þ.e. sjálfvirkt leitunarkerfi ef bilun á sér staö. Þaö gefur til kynna f hvaöa einingu bllunln er. Óþarft er þvi aö flytja tölvur á heimiliö til þess aö leita aö bilun I sjónvarpinu. Tækiö segir sjálft til um hvar bilunin er og viögerö er augnabiiks verk. 1 Blaupunkt litsjónvörpunum er einnig öryggi fyrir óvenjulegum spennubreyt- ingum. A 1/50 úr sekúndu rofnar straumurinn til tækisins ef slikt á sér staö. Þaö kem- ur I veg fyrir skemmdir sem af spennubreytingu stafa og oft hafa oröiö hér. Auövitaö er „Inline” myndlampi og ,,kalt kerfi” og viögeröarkostnaöur I lág- marki. Staögreiösluafsláttur eöa sérstaklega hagstæöir greiösluskilmálar. / <§gmna’L Sfygdman kf _

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.