Tíminn - 15.02.1977, Side 5
ÞriAjudagur 15. febrúar 1977
5
Verð-
mæti
aflans
4,4 mi
arðar
A félagssvæöi Otvegsmanna-
félags Suöurnesja, en þaö nær
yfir Grindavik, Hafnir, Sand-
geröi, Garö, Keflavik, Njarö-
vfkur og Voga, varð hagnýttur
fiskafli áriö 1976, sem hér segir:
Botnfiskafli 76.486 lestir, en var
74.543 lestir 1975.
Sildarafli 3.260 lestir, en var
3.689 lestir 1975
Loönuafli 46.201 lestir en var
43.295 lestir 1975
Humarafli '.403 lestir en var
929 lestir 1975.
Verömæti aflans, upp úr sjó,
var 4.4 milljaröar króna 1976 á
móti 2.7 milljöröum 1975.
Útflutningsverömæti aflans
1976 veröur um 11 milljaröar
króna, en þaö þýöir aö á Suöur-
nesjum eru framleidd 20.7 allra
útfluttra sjávarafuröa lslend-
inga, hvaö snertir verömæti á
s.l. ári.
40% Suðurnesjamanna starfa
við sjósókn og vinnslu sjávar-
afla. Til samanburöar má
nefna, aö miöaö viö allt landiö
er þetta hlutfall 12.5% á Vest-
fjöröum 41% i Vermannaeyjum
og á Snæfellsnesi 43%, en á
þessum stööum er þetta hlutfall
hæst á landinu.
Suöurnesjamenn gera út 6
skuttogara^af minni geri^, og er
sérstök ástæða til aö vekja
athygli á þ'vi, aö skipstjðrar og
áhafnir þessara skipa hafa sýnt
lofsveröan dugnaö og viöleitni
til þess aö foröast dráp á smá-
um þorski.
Vertiöin 1977 hófst aö þessu
sinni meö meiri þrótti en oft áö-
ur hin slðari ár. 31. janúar s.l.
höföu 90 bátar hafiö róöra, en
þar aö auki eru gerö út 18 skip til
loönuveiöa frá Suöurnesjum.
1 janúar s.l. varö aflinn, sem
hér segir:
5.525 lestir I 949 róðrum, en
var á sama tlmabili 1976 3.280
lestir I 586 róörum. Af þessum
afla lönduöu togarar 1172 lest-
um, I 12 löndunum, en I janúar
1976 lönduðu þeir 1134 lestum, i
13 löndunum.
A myndinni t.v. Gunnar Friöriksson, forseti SVFI, Sigurgeir Sigurösson, bæjarstjóri, Guömundur
Jón Helgason, form. Alberts, Magnús Erlendsson, forseti bæjarstjórnar. Jónatan Guöjónsson,
form. svd. Bjarna Pólssonar og Hannes Þ. Hafstein, framkv.stj. SVFl.
Stórgjöf bæjarstjórnar Seltjarnarness
til slysavarna- og björgunarstarfs
A fundi bæjarstjórnar Sel-
tjarnarness-kaupstaöar hinn 9.
þ.m. var samþykkt samhljóða
aö styrkja svd. Bjarna Pálsson
og bjsv. Albert meö kr.
1.550.000,- framlagi.
Slysavarnadeildin Bjarni
Pálsson var stofnuö áriö 1968 og
skömmu siöar björgunarsveitin
Albert innan deildarinnar, sem
þegar i upphafi fékk aöstööu
fyrir starfsemina i Ahaldahúsi
bæjarins. Þar er tækjageymsla
og herbergi til fundahalda og
annarrar félagslegrar starf-
semi. Næstu daga mun bjsv. Al-
bert taka i notkun mjög full-
komna björgunar- og sjúkrabif-
reiö en viö fjáröflun þeirra
kaupa hafa félagar björgunar-
sveitarinnar notiö góös liösinnis
fjölda stuöningsmanna á Sel-
tjarnarnesi.
Slysavarnafélag Islands
þakkar bæjarstjórn Seltjarnar-
ness þetta höföinglega framlag
til slysavarna- og björgunar-
starfs svo og öllum ibúum
bæjarins fyrir góöar móttökur
þegar félagar úr slysavarna-
deildinni og björgunarsveitinni
hafa leitaö liðsinnis þeirra.
dutci,
devil’s j '"fW'Wcuuri,
'u^"^ Ld^hocolat
'ondais
®INTERNATIONAL
MULTIFOODS
Fœst í kaupfélaginu