Tíminn - 15.02.1977, Blaðsíða 6

Tíminn - 15.02.1977, Blaðsíða 6
'-.víSS 6 Þribjudagur 15. febriiar 1977 Af hverju þessi óánægja? ^ ........ ....................... i ....J Þaö getur tæpast hafa fariö fram hjá neinum aö undanförnu aö i þjóöfélaginu rikir talsverö óánægja, óþolinmæöi og urgur. Það er eins og öngþveitis- mennirnir hafi ekki þurft annaö en benda i einhverja átt og hrópa vandlætingarorö. Oöar en varir hefur þaö veriö á hvers manns vörum: Spilling hér, misferli þar, ranglæti hér, svik þar! Vafalltiö er fólk nú orðiö varkárara i sleggjudómum en var um skeið, en forsendur þess hve hrópyrðin hlutu góöan hljómgrunn geta ekki veriö aör- ar en almenn þjóöfélagsleg óánægja. Ef tilviller manneskjan alltaf óánægö aö einhverju leyti. Má vera aö almúginn urgi ævinlega eitthvaö undir niðri. En fyrr má nú vera. Nú er Alþingi út- hrópaö sem ónytjustofnun og trúöleikahús, verkalýðshreyf- ingin kölluö skrifstofustofnun og forystumenn á öllum sviöum þjöölifsins vændir um svikráö og siöleysi. Winston Churchiil sagöi aö lýöræöiö væri aö visu vont stjórnskipulag, en aörar aðferö- ir væru þó hálfu verri. Og voru orö aö sönnu. Þótt pólitik sé ef tii vill vond, þá er einræðið þó verra. Veldur hver á heldur, en þótt sjórnmálamenn kunni aö vera misjafnlega slæmir, þá eru þeir þó betri en harðstjóri. Það má vera aö Alþýöusambandið gæti gert betur, en hvar væri almenningur staddur ef þess heföi ekki notiö viö á umliönum árum? Sjálf óánægjan breytt- ist A árum „viðreisnarstjórnar- innar” var mikil óánægja meöal almennings og jókst þegar á leiö. A fyrsta og ööru ári Vinstristjórnarinnar virtist breyting veröa á, en sótti siöan i sama horfiö aftur. En sjálf óánægjan haföi breytzt. Fyrr var krafizt félagslegra úrræöa, átaka i byggðamálum og sjálf- stæörar stefnu I utanrikismál- um og l samskiptum viö erlend auöfélög. A siöustu árum beinist óánægjan aö ööru. Nú beinist sér hans sess l islenzkum stjórn- málum? hún aö ofþenslu rikisbáknsins og skattþunganum: hún lýsir andúö á framlögum rikisins til menningarmáia, trygginga og framkvæmda. Siðast en ekki sist beinist hún þó aö vonum aö óðaveröbólgunni og þvi hve seintstjórnvöldum genguraö ná . tökum á henni. Þaö sem með öörum oröum haföi veriö óánægja frá vinstri er oröiö hægri sinnuö óánægja. Þar sem áöur var krafizt hraöari fram- fara er nú heimtað aöhald og viðspyrna. Talandi dæmi þessa eru kröfurnar um herta dóma, lög og reglu sem svo er kallaö, og „variö land”. Það er sannarlega kominn timi til þess aö menn horfist 1 augu viö þá staöreynd hve mjög hugarfariö hefur breytzt I iand- inu aö þessu ieyti. Þetta hafa öngþveitismennirnir séð og skil- ið, og þeir hafa lagt sig aila fram um aö notfæra sér þaö. Það má ekki mikiö út af bregöa að hér geti ekki komiö upp Gli- strup-hugarfar. Svara með ósviknu tungutaki Vinstri menn, félagshyggju- menn og umbótafólk verða aö gera sér grein fyrir því hvaðan stormurinn stendur. Hann stendur enn, sem löngum fyrr, i fangið. Og menn veröa aö gera sér grein fyrir þvi hvernig á aö standast sveipina. Verstu við- brögðin væru þau aö neita aö horfast i augu viö veruleikann. Ofþensla rikisbáknsins er áhyggjuefni, en henni veröur ekki svarað með þvi aö svelta menningarstofnanir eöa ráðast af offorsi aö tryggingakerfinu. Réttarkerfi landsins var löng- um harla máttlitiö og úreit, og úrbætur kosta fé, vinnu og framtak. Skattarnir eru alls ekki fyrst og fremst of þungir, heldur er skattakerfið götótt og aö sumu leyti óréttlátt. Opin- berar framkvæmdir eru einatt dýrar og stundum er sjálfsagt gáleysislega fariö meö fé, en þær eru, enn sem komiö er, grundvöllur byggöaþróunar og þeirrar iönþróunar sem eftir er sótt og nauösynleg er. Þaö getur sem sé vel verið aö Islenzkur „Glistrup” muni tala máli sem almenningur skilur, en það verður aö svara honum fullum hálsi og meb ósviknu tungutaki. Til þess skortir ekki röksemdir. Um þessar mundir eru öng- þveitismennirnir að þvi er virö- ist aö leita fyrir sér. Dóms- málunum hafa þeir glutraö nið- ur I ofstopa sinum, og eru nú góö ráö dýr. Ekki kæmi það á óvart að næst veröi samvinnu- hreyfingin fyrir ófrægingarher- ferö og gerð hrið aö land- búnaðinum einu sinni enn, og skal þó engu spáö um tilfyndn- ina. Þaö sem er einna alvarlegast við þennan urg i fólki er kæru- leysið, félagslega deyföin og hiröuleysiö sem af hlýzt. Ong- þveitisöflunum veitist létt að notfæra sér þetta hugarástand og spila meö fólk i krafti þess eins og fram hefur komiö. Stjórnmálaflokkarnir eru sagð- ir allir eins, stjórnarstofnanir hver annarri verri, og almanna- samtökin liðónýt. Hugarfar af þessu tagi elur af sér háskalega breytni: Hvaö eru skattsvik, vinnusvik, smygl, fikniefna- neyzla og jafnvel önnur afbrot enn verri ef þetta hugarfar á rétt á sér? Hér er vegið að sjálf- um grundvelli samfélagsins, og þaö sem meira er, hér er vegið aö þeirri frumforsendu þjóöar og þjóöernis aö allir tslendingar eiga samleið og þurfa aö bera hver annars byröar aö ein- hverju leyti. Það sem mestu skiptir Stjórnvöld, forystumenn og stofnanir mega ekki undir nein- um kringumstæöum reyna aö humma þessa óánægju fram af sér. Þau veröa aö lita I eigin barm og grandskoöa hvort þau bera ekki einhverja ábyrgð á þvi hvernig komið er. Abyrgö þeirra er auðvitað mikil. Þegar reynt er aö gera sér grein fyrir þvi hvaö valdi þessari þjóðféiagslegu óánægju fer ekki hjá þvi aö menn staö- næmist við óöaveröbólguna. Hún er þaö vandamál sem lang- mestu skiptir. Vissulega hefur árangur náöst nú á siðustu ár- um, en betur má ef duga skal. Abyrgö verkalýðsforystunnar og vinnuveitenda er ekki siður mikil. Ef til vill er ábyrgö sjálfrar rikisstjórnarinnar helzt i þvi fólgin að hún hefur um of reynt aö sigla milli skers og báru I staö þess að berja i boröiö ogknýja sinn vilja fram i þessu efni. Alla vega veröur þvi ekki trúað aö stjórnin eigi sér ekki fastan vilja og ásetning. Það er vonlaust aö tala um Ur- bætur I málefnum elli- og ör- orkulifeyrisþega meöan óða- veröbólgan hamast. ÞaÖ er fáránlegt að krefjast þess að vinnuveitendur sýni hagsýni, veröieggi vörur hóflega eða aö verkalýðurinn beiti sanngirni meðan óðaveröbólgan riöur húsum. Þaö er út i hött aö ætlast tilnýtni og sparsemi meöan hún rítör I landinu. Iönþróun og f jár- festing veröa aldrei af fullu viti i þessu ástandi.Félagslegt átak i húsnæöismálum, sem er lykil- orö varðandi samfélagsumbæt- ur á Islandi, nær ekki tilgangi meöan svo er. ÞaÖ er stundum á oröi haft aö tsland sé oröiö láglaúnaland. Hafa menn hugleitt hversu mik- iöþað fé er sem verðbólgan lað- ar tU sin I óþarfafjárfestingar frá launaumslögum lands- manna? Oðaveröbólgan er mál númer eitt. Arangurinn I slagnum viö þessa forynju mun ráða þvi hvert traust almenningur festir við stjórnkerfi lýöveldisins. Cató hinn eldri lauk ræðum sfn- um yfir Rómverjum jafnan á eina lund og lagöi til aö Karta- góborg yröi lögö i eyöi. Hann þóttist sjá aö ella ættu Rómver j- ar engrar glæstrarframtiðar aö vænta. óöaverðbólgan er sú Kartagó sem Islendingar veröa að leggja aö velli hvað sem það kostar ef vel á að fara. ER KVEIKJAN í LAGI? KVEIKJUHLUTIR i flestar tegundir bíla og vinnuvéla frá Bretlandi og Japan. NOTIÐ tAÐBESlA t HIiClSSIv-------------- Skipholti 35 • Símar: 8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæöi • 8-13-52 skrifstofa 16 braut- skráðir úr öldunga- deild Hinn 29. janúar siöastliöinn fór fram lokaathöfn haustannar í öld- ungadeild Menntaskólans viö Hamrahliö. Þar fengu nemendur einkunnir slnar og stúdentar voru skráöir á braut. Raunar hófst kennsla á vorönn 14. janúar, ann- irnar skarast þannig smávegis, prófum I öldungadeild er dreift á lengri tima en í skólanum sjálfum og siðan þarf nokkurn tima til yfirferöar úrlausna og einkunna- gjafar, þannig aö ekki er unnt aö ljúka önninni formlega fyrr en I janúarlok. Aö þessu sinni voru 14 stúdent- ar skráöir á braut, en tveir nem- endur deildarinnar höföu lokiö prófum nógu snemma til þess aö geta fylgzt meö nemendum skól- ans og tekiö viö skirteinum slnum 22. desember. Aöur höföu 109 nemendur lokiö stúdentaprófi frá deildinni meö þessum 16 til viö- bótar er f jöldinn þvi kominn upp i 125. Hinir nýju stúdentar skiptast þannig á kjörsviö: Félagssviö..............7 Nýmálasviö..............4 Náttúrusviö.............3 Eölissviö...............2 Af stúdentunum eru 10 konur en 6 karlar. Hinn elzti er 52 ára, sá yngstiþritugur. Hæstar einkunnir hlaut Elisabet Siguröardóttir, og er próf hennar hæsta próf, sem tekið hefur veriö viö skólann á , þessu skólaári. Lögtök Eftir kröfu tollstjórans i Reykjavik og að undangengnum úrskurði verða lögtök látin fara fram án frekari fyrirvara, á kostnað gjaldenda en ábyrgð rikissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu þessar- ar auglýsingar, fyrir eftirtöldum gjöld- um: Aföllnum og ógreiddum skemmtanaskatti og miöa- gjaldi, svo og söluskatti af skemmtunum, vörugjaldi af innlendri framleiöslu, timabundnu vörugjalda v/jan.-sept. 1976 skipulagsgjaldi af nýbyggingum, sölu- skatti fyrir október, nóvember og desember 1976 svo og nýálögöum viöbótum viö söluskatt, lesta-, vita- og skoöun- argjöldum af skipum fyrir áriö 1976, gjaldföllnum þunga- skatti af disilbifreiöum samkvæmt ökumælum, almenn- um og sérstökum útfiutningsgjöldum, afiatryggingasjóös- gjöldum, svo og tryggingaiögjöldum af skipshöfnum ásamt skráningargjöldum. Borgarfógetaembættið i Reykjavik, 9. febrúar 1976. Útboð Tilboö óskast I aö leggja Vesturbæjaræö 1. áfanga fyrir Hitaveitu Reykjavlkur.ásamt tilboöum I aö hækka kant- stein og endurleggja gangstétt á kafla Hringbrautar. Otboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, gegn 10.000.- kr. skilatryggingu. Tilboðin veröa opnuö á sama staö, þriðjudaginn 15. marz n.k. kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.