Tíminn - 15.02.1977, Page 7
Þriöjudagur 15. febrúar 1977
7
Áður
óþekkt lög
eftir
Kaldalóns
Nýlega komu út áttunda og ni-
unda heftiö I söngvasafni Sig-
valda Kaldalóns tónskálds og
læknis. 1 heftum þessum er að
finna 27 einsöngslög, 26 kórlög,
valsinn „Þrá,” „Ljóð án orða”,
sem eru í útsetningu Carl Bill-
ich. Langflest þessara nýút-
komnu sönglaga hafa aldrei
heyrzt áður, og er þvi hér um
áður óþekkt framlag Sigvalda
Kaldalóns til söngiðkunar að
æða. Páll Halldórsson organ-
leikari annaðist nótnaritun, en
Hallgrimur Jakobsson kennari
skrifaði texta. Setning fyrir-
sagna og prentun er unnin af
Litbrá.
Aður hafa komið út sjö hefti
með 143 sönglögum Sigvalda,
hið fyrsta þeirra kom út árið
1916 og það sjöunda árið 1971.
Eins og kunnugt er, var Sig-
valdi Kaldalóns læknir að
mennt og gegndi hann embætti
héraðslæknis frá Ármúla við
Isafjaröardjúp, Flatey á
Breiðafirði og Grindavik. A
þessum stöðum samdi Sigvaldi
mörg sinna beztu laga, en ferill
hans sem tónskálds nær yfir
meira en 40 ára tímabil, eða frá
þvi rétt eftir aldamótin og fram
undir siðustu æviár, en Sigvaldi
Kaldalóns lézt árið 1946, sextiu
og fimm ára að aldri.
A fyrstu árum sinum sem tón-
skáld samdi hann til dæmis hið
vinsæla lag „A Sprengisandi”,
og lagiö „Heimir” er einnig I
hópi þeirra laga, sem fyrst
komuúr. Lög eins og „Vorvind-
ur” og „Island ögrum skoriö”
eru frá þvi um 1930, en af siðari
lögum hans má nefna „Suður-
nesjamenn” og „Hamraborg-
in”.
A þeim tima er Sigvaldi fer að
semja sin lög, var fátt um Is-
lenzk sönglög og féll þvl ferskur
og frjór hugur Sigvalda vel að
þörfum söngþyrstrar þjóðar. Og
liðlega sjötiu árum eftir aö Sig-
valdi byrjar að fást við laga-
smiði, birtast enn eftir hann ný
sönglög og tónverk, sem fæst
hafa heyrzt áður, og eru þessi
áður óþekktu tónverk hans 56 að
tölu. Er ekki að efa að lög þessi
eiga eftir að heyrast á næstunni
nú, er þeim hefur veriö komið á
framfæri, en útgáfa tónverka
þessara er jafnframt lokaþáttur
útg. nýrra sönglaga eftir Sig-
valda Kaldalóns, og eru útkom-
in tónverk hans 204 talsins. út-
gefandi er Kaldalónsútgáfan.
uiog
suður um helgina
Gerið skammdegið skemmtilegt!
Leitið upplýsinga hjá skrifstofum
og umboðum um land allt.
FLUCFÉLAC ÍSLANDS
tNNANLANDSFLUG
Suður til Reykjavíkur vilja flestir
fara öðru hverju. Nú er það hægt
fyrir hóflegt verð. Þar geta allir
fundið eitthvað við sitt.hæfi til að
gera ferðina ánægjulega. Margir hafa
notað helgarferðirnar og kunnað vel
að meta.
Flugfélag fslands býður upp á
sérstakar helgarferðir allan veturinn
fram undir páska: Ferðina og dvöl á
góðum gististað á hagstæðu verði.
Út á land, til dæmis í Sólarkaffið
fyrir vestan, á Sæluvikuna á Sauðár-
króki eða þorrablót fyrir austan, til
keppni í skák eða í heimsókn til
kunningja. Víða er hægt að fara á
skíði.
„60% ALLRA
PLOTUSPILARA
KOMA FRÁ
BSR bds 95 plötuspilari.Verð kr. 39.900.
+ tónhöfuð.
Hagstætt hlutfall milli
gæöa, tæknilegra eigin-
leika og verðs er skýr-
ingin á þessum einstaka
framleiöslu- og sölu-
árangri.
Margir helstu hljóm-
tækjaframleiðendur
veraldar nota BSR plötu-
spilaraverk í framleiöslu
sína og selja undir eigin
vörumerkjum.
Við kaupum beint frá BSR
SAMUALDAR NESCO
HUÓMTÆKJASAMSTÆÐUR
Leiðandi fyrirtæki
á sviði sjónvarps
útvarps og hljómtækja
VERZLUN OG SKRIFSTOFA: LAUGAVEGI 10. SÍMAR: 27788,19192.19150.