Tíminn - 15.02.1977, Page 10
10
ÞriOjudagur 15. febrúar 1977
PAPÝRUSJURTIN er hávaxiö
sef, sem I fornöld var notuö til
margvíslegra hluta, þ.á.m.
papplrsgeröar. Aöallega eru
það Forn-Egyptar, sem þekktir
eru fyrir aö skrifa á papýrus, en
þeir læröu aö búa hann til af
Klnverjum, þeirri fornu
menningarþjóö, sem þegar
kunni listina á þriöja árþúsund-
inu fyrir Krist.
öllu meira var ekki vitaö um
papýrus fyrr en dr. Hassan
Ragab, egypzkur verkfræöingur
fékk þá hugmynd aö Egyptar
hæfu aftur framleiöslu á papýr-
us eins og gert var I landinu til
forna. Sá hængur var þó á, aö
þrátt fyrir aö ómetanlegar
heimildir hafi varöveitzt á
papýrusrúllum er hvergi getiö
um þaö hvernig papýrusinn var
búinn til. Þaö lítur út sem mjög
mikilvægt hafi veriö fyrir
valdamenn aö halda þvi leyndu.
Annað var að papýrusjurtin
sjálf var algjörlega horfin frá
Egyptalandi. Einu sinni óx hún I
hinum frjósama Nílardal og var
tákn Suður-Egyptalands. Varö
þvl dr. Ragab aö fara alla leiö til
Suður-Súdan og Eþlóplu til aö
ná íhana. Lét hann planta henni
á fjórum stööum I landinu.
Minnsta plantekran er fyrir ut-
an gamlan húsbát, sem liggur
viö vinstri bakka árinnar Nil I
Kairó. Báturinn heitir — Papýr-
us Stofnunin — og hefur Ragab
rekiö starfsemi sina þar eftir aö
honum tókst aö ráöa gátu
papýrussins.
Mikil nytjajurt
„Forn-Egyptar notuöu papýr-
usinn til margs annars en aö
skrifa á”, segir dr. Ragab. „Úr
honum voru m.a. búin til reipi,
mottur, dýnur, sandalar fyrir
prestana, léttar körfur, stólset-
ur og rúm. Þá var sá hluti jurt-
arinnar, sem vex undir yfir-
boröi vatns notaöur til matar”.
Dr. Ragab sker um 50 sm.
langan bút af papýrusstöngli og
skrælir hann þar til aöeins er
eftir haröur kjarninn. Síöan
skiptir hann honum eftir endi-
löngu I mjóa strimla. Hver
stöngull gefur tylft strimla.
Þessir strimlar eru slöan unnir
þannig aö þeir geymast svo
lengi sem veröa vill. Papýrus-
uppskeran stendur aöeins þrjá
slöustu mánuði ársins, og þvi
mikilvægt aökunna aöferö til aö
auka geymsluþol papýrussins.
Þaö varö eitt fyrsta verk dr.
Ragabs aö finna þetta út.
Strimlarnireru fyrst bleyttir I
vatni, flattir út og þurrkaöir.
Þetta er endurtekiö þar til öll
óæskileg efni hafa veriö fjar-
lægö og eru þeir þá látnir þorna
alveg I sólinni og settir I
geymslu.
Þá er komiö aö gerö sjálfrar
papýrusarkarinnar. Ragat
tekur fram búnt af strimlum og
sker þá niöur I þrjátlu senti-
metra lengjur, en þaö er venju-
leg stærö á þeim rúllum, sem til
eru frá fornöld. Þarnæst leggur
hann þær I bleyti og slðan á
plötu, sem klædd er baömullar-
dúk. Strimlarnir eru lagöir þétt
saman og þegar hann hefur
myndaönæstum því ferhyrning,
leggurhann aöra röö þversum á
hina. Yfir þetta er látin plata
meö baömullardúk og allt sett I
pressu. Vatniö er pressaö út og
trefjarnar I strimlunum
þrýstast hver inn I aöra. Af og til
er skipt um plötu og eftir nokkra
stund er örkin oröin þurr. Hér
getið þiö séö — segir Ragab og
tekur örkina upp og sveigir og
beygir — hún jafnast á viö þykk-
an papplr og má skrifa á hana
meö hvaöa skriffærum sem er,
m.a.s. ritvél.
Til hvers er svo eiginlega
hægt aö nota þessa uppgötvun?
Þaö er ekki mikið. Papýrus er
allt of dýr I framleiöslu til aö
borgi sig aö framleiöa hann til
daglegra nota. En hann er afar
'ýy'W
GATA
PAPÝRUSSINS
Papýrusjurtina má nota til ýmissa hluta. Hér situr dr. Ragab á
likani af papýrusbátnum Ra I.sem Thor Heyerdahl fór á yfir At-
lantshafiö.
Sýnishorn af framleiöslunni. Þaö sést vel hvernig trefjarnar
•iggja.
RAÐIN
hentugur til aö búa til úr fallega
skrautmuni. I þeim tilgangi eru
um fimmtlu skrifarar starfandi
viö stofnunina. Þeir hafa þaö aö
atvinnu aö fara á fornleifasöfn
in meö pappír og blýanta og
rissa upp teikningar og mynd-
letur (hieroglyphics) frá forn-
um handritum og teikna þaö svo
aftur á nýjar papýrusrúllur.
Þetta er svo selt til ýmissa
safna, stofnana og einstaklinga
um allan heim auk þess sem
ferðamenn sem koma þarna ár-
iö um kring kaupa heilmikiö.
Tekjurnar af þessari sölu
renna m.a. til stofnunar lltils
safns, en takmark Ragabs er aö
safna sýnishornum af bæöi upp-
runalegum og nýjum papýrus-
rúllum. Fyrirmyndin er auövit-
aö fræga safniö I Alexandríu,
sem var á sinum tlma stærsta
og merkilegasta bókasafn I
heimi meö átta hundruö þúsund
papýrusrúllur þegar Júlíus
Cesar og hermenn hans brenndu
þaö niður áriö 48 f. Krist. Aðeins
brot af þeim, eöa I kringum
fjörutiu þúsund handrit hafa
varöveitzt en slfellt er veriö aö
framleiöa ný I litla húsbátnum á
ND.
(Þýtt *g endursagt JB)