Tíminn - 15.02.1977, Side 15

Tíminn - 15.02.1977, Side 15
Þriðjudagur 15. febrúar 1977 15 Punktar Hörður aftur með Val HÖRÐUR Hilmarsson, fyrrum landsliösmaöur i knattspyrnu úr Val, iék aö nýju meö Valsliöinu um helgina i innanhússknatt- spyrnumótinu. Höröur, sem lék meö KA-liöinu sl. keppnistimabil, mun leika meö Valsliöinu i vetur. Víkingar meistarar Vikingar uröu islandsmeistar- ar i innanhússknattspyrnu um helgina, þegar þeir unnu sigur (5:2) á Þrótti. Kári Kaaber lék aöalhlutverkiö hjá Vikingum, en hann átti mjög góöa leiki I vörn — stóö ávallt á marklinu og bjargaöi þar oft á ótrúlegan hátt, á siöustu stundu. Vikingar sigruöu (5:3) Skagamenn i undanúrslitunum, en þá sigraöi Þróttur Val óvænt — 9:7. Öruggur sigur íslands islenzku borötennislandsliös- menn okkar áttu ekki I erfiöleik- um meö Færeyinga, þegar þeir léku landsleik gegn þeim I Laug- ardalshöllinni á föstudagskvöld- iö. island vann sigur I 42 leikjum, en Færeyingar I 5. islenzku og færeysku landsliös- mennirnir tóku siöan þátt I opnu móti á iaugardaginn, og þaö var Gunnar Finnbjörnsson sterkast- ur, sigraöi Stefán Konráösson I úrslitaleik. BJÖRGVIN BJÖRGVINSSON.sést hér skora mark fyrir landsiiöiö gegn „Slask” þegar liöin leiddu saman hesta sfna á Akureyri um helg- ina. — (Tímamynd Gunnar) Ahugalitlir Islendingar auðveld bróð fyrir „Slask" — Pólverjarnir unnu stórsigra ó landsliðinu í handknattleik ó Akureyri og í Hafnarfirði Landsliöiö i handknattleik átti ekki möguleika gegn Klampel og félögum hans í pólska liðinu „Slask", þeg- ar liðin mættust á Akureyri og í Hafnarfirði um helg- ina „Slask,,-liðið vann yf- irburðasigra í báðum leikj- unum — fyrst 25:15 á Ak- ureyri á laugardaginn og síðan 24:17 í Hafnarfirði á sunnudaginn. Pólverjar tóku leikinn strax i sinar hendur á Akureyri — náöu 6 marka forskoti (16:10) i fyrri hálfleik og sigruðu siöan örugg- lega með tiu marka mun — 25:15. Klampel var afkastamestur — skoraði 10 mörk. Leikmenn „Slask” léku oft skinandi hand- knattleik og vöktu hraðupphlaup þeirra mikla hrifningu hjá áhorf- endum, sem fylltu áhorfenda- bekkina i „skemmunni”. Ahorfendur voru aftur á móti óánægðir meö Islenzka liöiö, sem olli miklum vonbrigðum. Leik- menn liösins gerðu sig seka um villur, sem byrjendur hefðu skammazt sin fyrir — þeir gripu knöttinn mjög illa sendingar leik- mannanna voru oft ónákvæmar, og glopruðu þeir knettinum oft til Pólverjanna eða þá út af vellin- um. Byrjunin i fyrri hálfleik var mjög hægfara, en þá skoruðu Is- lendingar ekki nema eitt mark fyrstu 13 minúturnar. Sóknarlot- ur þeirra voru yfirleitt stuttar og leikmennirnir skutu i tima og ó- tima. Mörkin skiptust þannig: — Jón Karlsson 4 (3), Ólafur Ein- arsson 3, Geir 2, Þórarinn 2, Ag- úst 1, Björgvin 1, Þorbergur 1 og Þorbjörn 1. Sagan endurtók sig í Hafnarfirði Sama sagan endurtók sig siðan i Hafnarfirði, þar sem landsliðið tapaði með 7 marka mun — 17:24. Þar var leikur liðsins litt sann- færandi og allt virtist i molum hjá leikmönnum. Geir og Björgvin skoruðu þá hvor sin 4 mörkin en aðrir sem skoruðu voru: Agúst 3, Þorbjörn 2, Viggó 2, Þórarinn 1 og Viðar 1. Þaö var greinilegt á leik islenzka liðsins, að þreyta er farin aö segja til sin hjá strákunum, sem hafa æft stift upp á siðkastið, en þó að tekið sé tillit til þess, sýndu þeir ekki nógu góð tilþrif. ólafur slasaðist i Moskvu Eins og viö sögöum frá á laugardaginn, þá sló MAI frá Moskvu Dankersen út úr Evrópu- keppni bikarhafa. Ólafur Jónsson slasaöist i leiknum, þegar hann fékk högg i siöuna. Þaö er ekki enn vitaö hvaö meiöslin eru al- varleg. — K.S./SOS Vigdís og Sigfús Ægir komu á óvart — urðu sigurvegarar í tvenndarkeppni í opnu móti í badminton Sigfús Ægir Arnason og Vildis Kristmannsdóttir unnu sigur i tvenndarkeppni á opnu móti I badminton um helgina. Þau sigruöu Ilarald Korneliusson og Hönnu Láru Pálsdóttur I úrslitum — 15:11 og 15:10. Skagamennirnir Jóhannes Guöjónsson og Hörður Ragnarsson urðu sigurvegarar i tviliðaleik — sigruðu Harald og Steinar Peter- sen 18:15, 6:15 og 15:2.1 tviliðaleik kvenna sigruðu þær Hanna Lára og Lovisa Sigurðardóttir þær Ernu Franklin og Kristinu Kristjáns- dóttur — 15:4 og 15:7. SIGURGANGA CELTIC HELDUR ÁFRAAA 1 Skotlandi voru aöeins ieiknir þrir leikir i aöaldeiid- inni, tveimur varö aö fresta. Celtic vann sigur yfir Partick á heimavelli, meö mörkum frá Glavin og Dalglish, og er for- ysta Celtic nú oröin fjögur stig. Hibernian vann sigur yfir Kilmarnock á útivelli 1-0, en Rangers varð að láta i minni pokann fyrir Dundee United á heimavelli sinum, Ibróx Park. Fljótlega i fyrri hálfleik hafði Rangers náð tveggja marka forystu með mörkum frá Jackson og _ MacDonald, en fyrir hlé náði Sturrock að minnka muninn fyrir Dundee — nú varð Partick fórnarlamb Glasgow-liðsins Utd. I seinni hálfleik jafnaöi svo markvörður Dundee, McAlpine, úr vltaspyrnu, og Wallace skoraði sigurmark þeirra svo, þegar tiu minútur voru til leiksloka, eftir mikinn einleik, sem sagt 3-2 fyrir Dundee United. í fyrstu deildinni heldur sig- urganga St. Mirren áfram, lið- ið hefur aðeins tapað einum leik i deildinni allt keppnis- timabilið. A laugardaginn vann St. Mirren sigur á St. Johnstone, 5-0 á útivelli og skoraði Torrence „hat-trick” fyrir St. Mirren. Liðið hefur nú fjögurra stiga forystu 1 skozku deildinni. ó.O. JON OG SIAAON í ESSINU SÍNU r — og Armenningar halda enn forystunni í 1. deildarkeppninni í körfuknattleik Armenningar halda enn forystunni i baráttunni um Islandsmeistaratit- ilinn i körfuknattleik — þeir rufu 100 stiga múr- inn með þvi að vinna léttansigur (104:70) yfir Breiðabliki um helgina. Armenningar með þá Simon Ólafsson og Jón Sigurösson fremsta I flokki, tóku öll völd i leiknum I byrjun og yfirspiluðu Blikana algjörlega. Það var al- drei spurning um hvort liöiö myndi bera sigur úr býtum, held- ur hvort Armenningar myndu ná að skora yfir 100 stig sem þeir gerðu. Jón og Simon voru drjúgir viö aö skora — skoruöu hvor sin 26 stigin I leiknum. Njarövikingarsigruöu stúdenta Ijöfnum leik, ogvarþaðekki fyrr en undir lokin, að sigur Njarðvik- inga — 80:69 var I öruggri höfn. Gunnar Þorvaröarson var stiga- hæstur hjá Njarövlkingum með 26 stig, en Sveinn Sveinsson átti enn einn stórleikinn meö stúdentum og skoraöi 27 stig. Einar Bollason skoraöi einnig 27 stig, þegar KR-ingar mættu Fram — og Vesturbæjarliðiö marðisigur (96:79) yfir hinu unga Fram-liöi, sem veitti KR-ingum harða keppni lengstum framan af. Guðmundur Böövarsson var stigahæstur hjá Fram, meö 28 stig. íR-ingar sigruöu Valsmenn (82:72) I fjórða leiknum i 1. deild- arkeppninni i körfuknattleik. ÍR- ingar náöu 10 stiga mun fljótlega i leiknum og þeim mun héldu þeir út leikinn, án þess aö Valsmenn ógnuöu verulega. Jón Jörundsson skoraði flest stig fyrir IR-liðiö, eða 24, en Kristján Agústsson var afkastamestur hjá Val með 25 stig.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.