Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 14.08.1964, Blaðsíða 3

Frjáls þjóð - 14.08.1964, Blaðsíða 3
FRJÁLS ÞJÓÐ Málgagn Þjóðvarnarflokks Islands Útgefandi: Huginn h.f. Ritnefnd: Bergur Sigurbjörnsson (ábm.), Bjarni Benediktsson Einar Bragi, Gils Guðmundsson, Haraldur Henrysson, Her- mann Jónsson, Einar Hannesson, Einar Sigurbjörnsson, Vé- steinn Ólason. Framkvæmdastj óri: Þorvarður Örnólfsson. Auglýsingar: Herdís Helgadóttir og Guðný Guðmundsdóttir Afgreiðsla: Ingólfsstræti 8. Sími 19985. Pósthólf 1419. Áskriftargjald kr. 150,00 fyrir l/z ár, í lausasölú kr. 6,00. Prentsmiðjan Edda h.f. FRJÁLS ÞJÚD Senn eru tólf ár liðin síð- an Frjáls þjóð hóf göngu sína. Fjárhagur blaðsins hefur aldrei verið rúmur, heldur jafnan skorið því stakk, sem var þrengri en skyldi. Að blaðinu stánda hvorki auðmenn né gróða- félög. í nokkur skipti hefur Frjáls þjóð leitað til velunn ara sinna um fjárhagslegan stuðning, jafnan með góð- um árangri. Nú hefur fyrir skömmu verið dregið í ferðahappdrætti blaðsins. »¥ið sölu happdrættismiða að þessu sinni kom í Ijós með áþreifanlegri hætti en nokkru sinni fyrr, að blaðið á ófáa góða stuðningsmehn um land allt, sem hafa fús- lega lagt fram sinn skerf til að sjá hag þess borgið. Frjáls þjóð þakkar af alhug öllum kaupendum happ- drættismiða veittan stuðn- ing. Þá er blaðið ekki síður þakklátt fyrir fjölmörg við- urkenningar- og hvatning- arorð, sem því hafa borizt. Hvort tveggja er því ómet- anlegur stuðningur og mik- ilsverð örvun í því starfi, sem framundan er. Þeim, sem hlutu vinninga í ferða- happdrættinu, óskar Frjáls þjóð góðrar ferðar. Vinn- ingur annarra stuðnings- manna blaðsins er í því fólg inn, að það getur með vax- andi afli og atorku háð bar- áttu sína á vettvangi ís- lenzkra þjóðmála. RÉTTARRÍKI? Ekkert lát verður á um- ræðum um skattamálin, hvorki í blöðum né manna á meðal. Er það mjög að vonum, þar eð þúsundir skattþegna sjá fram á það, að verði ekkert að gert munu mestallar tekjur þeirra fram,til áramóta hirt ar upp í opinber gjöld. Launþegar eru að vonum bæði sárir og reiðir, enda sér fjöldi þeirra engin láð til að framfleyta fjölskyld- um sínum næstu 5—6 mán- uði, meÖan skattheimtan bitnar á þeim af mestum þunga. Að sjálfsögðu magn ar það reiði manna, að á hverri síðu skattskrárinnar blasa við dæmi þess, hvern- ig ýmsir þeir, er einhvern rekstur hafa með höndum, sleppa við að bera réttmæt- an og eðlilegan hluta hinna sameiginlegu byrða. Afleið ingin er að sjálfsögðu sú, að álögurnar lenda með hálfu meiri þunga en ella á hinum, sem ekki hafa geð eða aðstöðu til að „hag- ræða“ framtölum sínum. Astandið í þessum mál- um er svo alvarlegt, að það verður ekki þolað. Aðgerða leysi af hálfu stjórnarvalda væri endanleg staðfesting á því, að við Iifum ekki leng- ur í nokkurn veginn siðuðu réttarríki. Þess ber nú að krefjast, að ríkisstjórnin gefi þegar út bráðabirgða- lög, sem kveði á um það, að frestaÖ skuli innheimtu á að minnsta kosti helm- ingi af álögðum sköttum launafólks, jafnframt því sem undirbúin verði nauð- synleg breyting laga um skatta og útsvör. Síðan verði skattaálagn- ing ársins 1964 endurskoð- uð og lagfærð. Samfara þessu þarf að sjálfsögðu að hefjast tafarlaust handa gegn skattsvikunum, koma upp raunhæfu og öflugu eftirliti með skattframtöl- um að hætti þeirra þjóða, sem taka þessi vandamál föstum tökum. Þá er og nauðsynlegt að Frjáls þjóð — föstudaginn 14. ágúst 1964. * ÍTALSKA STJÚRNARKREPPAN OG EFNAHAGSBANDALAGID Síðustu vikurnar hefur komði skýrt í ljós það sem marga grunaði við stofnun Efnahagsbandalags Evrópu. Öfl innan miðstjórnarinnar reyna mjög ákveðið að hafa áhrif á stjórnarstefnu ein- stakra ríkja. í SFbladet 16. júlí s.l. skrifar Kai Moltke at- hyglisverða grein um tilraun- ir ráðamanna Efnahagsbanda lagsins og efnahagsmálaráð- heria V-Þýzkalands — Kurt Schmuecker — til að fá rík- isstjóm Aldo Moros, sem nú hefur orðið að fara frá, til að snúa frá umbótasinnaðri vinstristefnu í efnahagsmál- um að samdráttarstefnu sem óneitanlega minnir allmjög á okkar illræmdu Viðreisn. Þýzki ráðherrann talaði ekki neina tæpitungu Hann sagði: „Ítalía mun því aðeins fá fjárhagsaðstoð frá hinum löndunum í Efnahagsbanda- laginu, að hún vilji taka upp stefnu er miði að því að tak- marka neyzluna.“ Sendiherra Ítalíu í Bonn gekk síðar á fund Gerhard Schröders til að afhenda mótmæli stjórnar sinnar vegna þessara um- mæla, sem komu á"óvart, og voru mjög óþægileg eins og ástatt var í ítölskum stjórn- málum. Þá birti forseti efnahags- ráðs Rómarbandalagsins þann 20. júní s.l. jafnvægisprógram er efnahagsráðið hafði lagt fyrir stjórn Aldo Moros mán- uði fyrr. Er þar krafizt rót- tækra breytinga á stjórnar- stefnu ítala. Moltke lýkur grein sinni með þessum orðum: í ítölsku stjórnarkreppunni hefur Markaðsbandalagið þannig með ískyggilegu móti tekið að gefa fyrirskipanir bæði á sviði efnahagsmála og stjórn- mála — nú við endalok „hins ítalska kraftaverks nýkapítal- ismans“.' Menn reyna blátt áfram að kippa grundvellin- um undan yfirlýstri umbóta- stefnu ítölsku stjórnarinnar (samsteypa mið- og vinstri- flokka) til hagsbóta fyrir jafn vægispólitík auðhrínganna. Þessi jafnvægispólitík er bein mótspyrna gegn kröfunni um að breyta efnahagskerfi ítal- íu, þar sem fátæktin tröllríð- ur talsverðum hluta þjóðar- innar. Þetta er hið rétta baksvið ítölsku stjórnarkreppunnar, og sú spurning vaknar í fullri alvöru: Hver sigrar hvern? og hvaða nýjum breytingum mun þetta ástand hrinda af stað í ítölskum stjórnmálum, sem enn einu sinni eru stödd við vatnaskil.“ Fasteignaskatt f^amíial'd af bls. 5 hjákvæmilegt að taka upp vísitölukerfi vegna endur- greiSslu lána, sem jafnframt yrcSi vísitala á sparifé. ÞaS er bæSi ranglátt og hættu- legt þjóðfélagsheildinni, að „jöfrar viðskipta- og fram- kvæmdalífsins“ geti vaðið í banka, lánastofnanir og rík- issjócS og haft á brott meS sér fjármuni .almennings og endurgreitt síðan í miklu vercSminni krónum, ecSa greitt þá alls ekki eins og ábyrgðalán ríkissjóðs. Slík vísitala yrði að gilda fyrir öll lán, einnig víxla til stutts tíma. Þó að orðiS sé til alls fyrst, er nú tími of margra orSa liSinn og tími athafn- anna runninn upp, og stöSva á þá hringavitleysu, sem viS búum nú viS. Bergur Sigurbjörnsson. koma skattheimtunni sem allra fyrst í það horf, að skattar verði greiddir jafn- óðum og teknanna er aflað, en ekki löngu síðai Svíar, Bandaríkjamenn og ýmsir fleiri hafa tekið þann hátt upp, og hefur reynslan þeg- ar sannað kosti þeirrar að- ferðar. Skip vor munu framvegis lesta mánaSarlega í: Kaupmannahöfn, Gautaborg, Gdynia og Antverpen, og á 1 4 daga fresti í Hamborg, Rotterdam og Hull. UmboSsmenn vorir í Kaupmannahöfn eru: E. A. BENDIX & O, LTD., Store Kongegade 47, Köbenhavn K. sími Minerva 3343 telex 5643, símnefni TRAFFIC. Næstu lestunardagar erlendis eru: Hamborg Laxá 15.8 Hull Laxá 20.8 Hamborg Selá 29.8 Hull Selá 3.9. Hamborg Laxá 12.9. Hull Laxá 17,9. Antverpen Selá 31.8. Gdynia Rangá 31.8. terdam Selá 1.9. Gautaborg fyrstu viku 12345 Rotterdam Laxá 18.8. Kaupmannahöfn og Rotterdam Selá 1.9. Gautaborg fyrstu viku Rotterdam Laxá 15.9. september. ★ ★ AthugiÖ hin hagstæSu flutningsgjöld. Allar upplýsingar á skrifslofu vorri. ★ ★ HAFSKIP H.F. HAFNARHÚSINU — SÍMI 2 11 60. 3

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.