Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 14.08.1964, Side 6

Frjáls þjóð - 14.08.1964, Side 6
Jóhannes Frh. af bls. 1. Frjálsri þjóð. Eitt boð kom í ibúð Ágústs, krónur 180 þús. frá Jóhannesi Lárussyni. Sam- kvæmt fyrirspum í réttinum var Ijóst, að Jóhannes hefði eignazt íbúðina þama á staðnum, ef Ágústi hefði engin aðstoð bor- izt. Sé tekið tillit til affallanna, ■sem Ágúst varð að þola af víxl- inum, og vaxta, sem hann hefur þegar greitt af þeim 65 þús. kr. sem hann aldrei fékk, er ljóst, að Jóhannes hefði þennan um- rædda dag eignazt ibúð Ágústs fyrir tæplega 100 þús. kr. með aðstoð eins af rikisbönkunum, Búnaðarbanka íslands, og að- stoð yfirborgarfógeta. Þessu var bægt frá í bili — en aðeins í bili, nánar tiltekið 10 daga. Þessi Búnaðarbankavíxill, víx- ill sem bankinn keypti á út- gáfudegi, og áður en Ágúst fékk nokkra peninga í hendur, gat þannig og getur enn, fyrir til- stuðlan Búnaðarbankans orðið til þess að Ágúst missi aleiguna. Og þó stendur dæmið þannig, að f raun og veru skuldar Ágúst lítið eða ekkert af víxlinum, ef allur kostnaður hans vegna þessa víxilmáls væri reiknaður. Enn má því við bæta, að Skattstofa Reykjavíkur og fram- talsnefnd metur að engu ákvörð un Saksóknara um að telja ó- sannað, að Jóhannes hafi tekið afföllin, því að þessir aðilar hafa nú í þriðja skiptið veitt Ágústi 13000 króna frádrátt á tekjum vegna affallanna til Jó- hannesar, og sjálfsagt fært Jó- hannesi þessa upphæð til tekna. I þessu svívirðilega ljósi stend ur íslenzk réttvísi í dag, og er þar fyrst og fremst um að kenna hinni vítaverðu rannsókn máls- ink. Yfirborgarfógeti hafði orð á því í réttinum, að hann hefði ekki tíma til að lesa blöðin. Ef ekki með arðráni Frh. af bls. 2. um sínum, milljónerunum, með arðráni, það gat hann veitt þeim með skattráni, með því að skattræna almenn ing, en lofa milljónerunum að skattsvíkja fyrir opnum tjöldum, en hlífa þeim auk þess með löggjöf við því að greiða skatt af því lítilræði, sem þeir bókuðu út í bláinn á skattskýrsluna sína. Nú hafa þeir að vísu uppgötvað, að þessi leið var fær, þegar vald- ið var allt í höndum „sjálf- stæðisflokksins". En skyldu þeir læra af því? Það. tekur því ekki í þessu sambandi, að minnast á Al- þýðuflokkinn. Hann er eins og hver önnur tragekomedía í mannlífinu. hefði Þótti viðstöddum það skiljan- legt með tilliti til þess, að h^nn yrði að sinna útkalli eins og brunaliðsmaður frá Jóhannesi Lárussyni og öðrum slíkum pappírum og reiða hrís réttvís- innar að fátækum mönnum, sem eiga bágt með að standa skil á affallavíxlunum á tilskildum gjalddgaa. Niðurstaða uppboðsins að þessu sinni varð sú, að frestur fékkst til annars og síðasta upp- boðs, eins og það heitir á laga- máli, en aðeins í 10 daga. Marg- it blaðaljósmyndarar og blaða- menn voru á uppboðsstað (þó ekki frá Mbl. og Vísi) og líkaði yfirborgarfógeta sýnilega illa sú sérstaka athygli, sem þetta mál vakti. Enda mun þetta mál, sannast sagna, brenna heitt og lengi á baki allra þeirra, sem tekið hafa þátt í að bregða þar fæti fyrir aldraðan verkamann. Næst þegar uppboð fer fram munu lögð fram gögn er sanna það, að Ágúst Sigurðsson skuld- ar raunverulega ekkert af víxil- kröfunni. Uppboðið á að fara fram 20. þ.m. kl. 2 e. h. Framtal forstjórans Framh. af bls. 8. inn er nauðsynlegur bílakost- ur „Fyrirtækisins" og dregst frá tekjum þess, en bætist ekki við tekjur forstjórans. Utanlandsferðir forstjórans eru nauðsynlegar kynnis- ferðir á kostnað fyrirtækisins og dragast frá tekjum þess. Kona forstjórans fer með sem skrifstofustúlka á kostnað fyrirtækisins. (Það hljóta að vera meiri umsvifin í þessari utanlandsverzlun!) Fastir dag peningar frá „Fyrirtækinu" (enn einn frádráttarliður þess) gera hjónunum kleift að „kaupa utan á sig af ferða kostnaðinum". (Ætli þurfi ekki að telja dagpeningana til skatts eða neitt af kaupi frúarinnar?) Snjöllust þykir mér þó skýringin á laxveiði forstjórans: „Svo til árlega koma hingað erlendir forstjór ar í heimsókn til Fyrirtækis- ins, og hefur því reynzt óhjá- kvæmilegt, að Fyrirtækið ætti veiðiréttindi í góðri á og Svo mikill kurr er nú meÖ al helztu liðsodda Sjálfstæð isflokksins, að háværar kröf ur hafa þegar komið fram um það, að Gunnar Thor- oddsen verði látinn víkja úr rá'ðherraembætti fyrir síð asta afrek stjórnarinnar í skatta- og útsvarsmálunum. Gunnar Thoroddsen vili á hinn bóginn láta ,,hengja“ Jónas H. Haralz fyrir þessi mál. Við teldum ekki óeðli- legt, að Sjálfstæðisflokkur- inn víki Gunnari til hliðar og setti Sigurð A. Magnús- son í hans stað, ef tekið er tillit til greinar þeirrar, sem Sigurður skrifar í síðustu „Lesbók“ í þeim herbúðum, og fer hér á eftir: „Það hlýtur að vera leið- indastarf að standa í því að telja öðrum trú um hluti, sem maður trúir ekki sjálfur og veit jafnvel að aðrir fást ekki til að trúa heldur! Þetta hafa leiðarahöfundar eins dagblaðsins í Reykja- vík verið að fást við upp á síðkastið í sambandi við al- ræmda álagningu opinberra gjalda. Okkur hefur verið sagt það mjög ótvíræðum orðum í nefndu blaði, að skattar og útsvör hafi lækk- að, að almenningur standi betur að vígi fjárhagslega en áður og sé hæstánægðuí með útreikninga skattheimt- unnar." (Hér mun vera átt veiðihús. Svo notum við þetta á milli." (Ætli „Fyrirtækið" hafi ekki dregið þennan kostnaðarlið frá í skattfram- tali?) ,,Smáboðin“ heima hjá forstjóranum er sparnaður heldur en fara með gestina á veitingahús, — auðvitað greið ir „Fyrirtækið" þessa nauð- synlegu risnu! Forstjórinn ætlar ekki að kæra skattinn, endurskoðand inn (sem sennilega hefur feng ið meiri opinber gjöld en for stjórinn) taldi að þetta væri eðlileg álagning! Mikið helv.. er þetta klár bissniskall. Hann á sitt eigið fyrirtæki, — lætur það borga sér skítakaup, en lifir svo á við dr. Gunnar G. Schram, ritstjóra Vísis). „Þetta og annað svipað lesa menn í blaðinu meðan þeir handfjalla gjaldseðil- inn hálfringlaðir, því að hann segir allt aðra sögu og miklu ískyggilegri um stór- auknar opinberar álögur, skattpíningu, sem ekki á sér hliðstæðu um mörg undan- farin ár. BLAÐSJÁ Mér hefur lengi verið það hrein ráðgáta, hvaða til- gangi leiðarahöfundar þykj- ast vera að þjóna með slík- um skrifum. Nú er það að vísu rétt, að íslenzkir kjós- endur eru sauðtryggir og einstaklega fylgispakir, en dettur umræddum skriffinn um raunverulega í hug, að menn taki meira mark á fjálgum orðum þeirra en ó- hugnanlegum tölunum á skattseðlinum. Það er út af fyrir sig gott og blessað að geta kastað fram háfleygum hagfræðilegum skýringum, studdum töfraformúlum töl- vísinnar, á hinu nýja skatta- fargani, en sagði ekki nú- verandi forsætisráðherra ein hvern tíma, að buddan væri, þegar öll kurl kæmu til graf ar, öruggasti hagfræðingur- „óhjákvæmilegum kynnis- ferðaútgjöldum, bílakostnaði og risnu", sem ekki er talin honum til tekna, en „Fyrir- tækinu" til svo mikils frá- dráttar, að það „rétt sleppur ágóðalaust". Alþbl. gerir engar athuga- semdir við framtal forstjór- ans, blaðið telur þetta víst allt saman ofur drengilegt og eðlilegt, enda fer forstjórinn að þeim skattalögum sem „Alþýðuflokkurinn" styður! Auglýsið í FRJÁLSRI ÞJÓÐ inn, og hún segir vissulega ömurlega sögu nú á þessum síðustu tímum opinberrar bjartsýni. Hitt er svo annað mál, að ósvífnar falsanir „Þjóð- viljans'Iá sköttum einstakra hátekjumanna eru sízt til þess fallnar að skýra þessi mál og stuðla að raunhæfri lausn þeirra. Það er deilt um hin nýju skattalög, og hver sem nið- urstaðan verður á þeim deilum, þá munu þau trauðla benda á neina leið til bjargræðis þeim fjöl- skyldufeðrum, sem greiða verða meginpartinn af tekj- um sínum í opinber gjöld næstu fimm mánuði. Hvem- ig, sem þessi margumtölúðu lög kunna að hafa Iitið út á pappírnum, þá líkjast þau mest óðra manna æði í fram kvæmd. Það er og verður gráthlægilegt, að óbreyttir daglaunamenn skuli vera hálfdrættingar í opinberum gjöldum við jöfra viðskipta- og framkvæmdalífsins sem raka saman fé, að ekki sé talað um vinnukonuskatta ákveðins bankastjóra og ýmissa annarra stórtekju- manna. Vitaskuld eru það fyrst og fremst hin gegndar lausu skattsvik, sem hér : koma til greina, og það er alltént gleðileg nýjung í nýju lögunum, að nú á að koma upp „skattalögreglu", sem vonandi verður annað og meira en nafnið tómt. Islenzkt þjóðfélag hefur á undanförnum áratugum þokazt æ meir í átt til hrein- ræktaðs braskaraþjóðfélags, og það er löngu kominn tími til að þjarma að brask- aralýðnum og lukkuriddur- unum, sem grasséra í þjóð- Iífinu. Eins og vænta mátti hef- ur Reykjavíkurborg orðjð ærið stórtæk í álögum sín- um, enda ekkert áhlaupa- verk að fylla ráðhúshítina á fáeinum árum. Borgarbúar eiga víst áreiðanlega eftir að finna fyrir ráðhúsinu „sínu“, áður en því ævin- týri er að fullu lokið! s-a-m.“ Leturbr. Frj. þj.). 6 Frjáls þjóð — föstudaginn 14. ágúst 1964. /

x

Frjáls þjóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.