Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 14.08.1964, Blaðsíða 4

Frjáls þjóð - 14.08.1964, Blaðsíða 4
Eyðfjörð Fyrir skemmstu dvaldist ég nokkra daga vestur á Snæ- fellsnesi. Eg sat löngum um kyrrt á fornu stórbýli. enda veðri þannig háttað að ég sá aldrei móta fyrir jöklinum. Eg sagði „fornu" stórbýli. Það er sem sé ekki stórbýli lengur. Fyrir þremur árum hætti bóndinn þar búskap og fluttist burt. Hann var aldr- aður ekkill, hafði búið þarna lengi með sóma og átti nú seinast ekki annarra kosta völ en axla sín skinn Hann leigði jörðina manni, sem bjó þar næstu þrjú árin. Sá mað- ur fluttist burt síðastliðið vor og fór í annan landsfjórð ung. Gamli bóndinn gerði þá ítrekaðar tilraunir til að selja jörðina. Athyglisverðasta til- boðið, sem hann fékk hljóð- aði upp á risíbúð í Reykja- vík í skiptum fyrir stórbýlið. Hann hafnaði því, og lái honurn hver sem vill. Vera má, að það verði senn réttur skilningur á gildi verðmæta á íslandi að leggja reykvíska risíbúð og snæfellska stórjörð að jöfnu; en gamli bóndinn hefur ekki enn öðlazt þann skilning. Þökk sé honum fyrir það. En nú er jörðin hans i eyði — nema húsið á henni. Maður, sem vinnui í einu þorpinu á nesinu um stund- arsakir, leigði sér og fjöl- skyldu sinni húsið í sumar. Þau fara þaðan aftur um næstu mánaðamót. Gr'asið bylgjast óslcgið á túninu í júlílok. Nágrannarnir ætluðu þó að slá það við hentug- leika. En jörðin verður að öll um líkindum auð og mann- laus næsta vetur. Og síðan langa hríð, ef svo fer fram sem horfir í íslenzkum land- búnaði. Minnkandi land Eitt sinn var fleira fólk á þessari einu jörð en nú er í öllum hreppnum. Að vísu var hreppurinn, innan núgild andi marka, aldrei sérlega fjölmennur; en þar eru nú líka fleiri eyðijarðii en þessi sem nefnd hefur verið. Einn bærinn er gamalt frægðarset- ur, sem skartar nú myndar- legu og nýju steinhúsi. En jrað eru engin tjöld fyrir rúð- um þess, því jörðin er í eyði. Önnur eyðibýli í sveitinni eru rústir einar, hálfur vegg- ur, tóttarbrot. Búskapur á einni jörðinni enn kvað standa pijög tæpt. Þetta virð- ist vera deyjandi sveit. Hún er því miður ekki einsdæmi. Ýmsar aðrar sveitir eru jafn- vel ennþá verr farnar, enda örðugri til búsetu. En jafnvel í góðum sveitum í þjóðbraut sér vegfarandinn eyðibýli á víð og dreif. Gamall sveita- maður, eins og undirritaður — sem hafnaði þó i höfuð- borginni —- horfir á þau hryggum huga. Við hér í þétt býlinu gerum okkur ekki ella grein fyrir því, hvernig byggð in er að ganga saman víðsveg- ar út um landið. Það er ill jnóun. Landið er að minnka, herpast saman í rembihnút á Reykjanesi. Eg held fátt sé nauðsynlegra en snúa þessuni ferli við. Landnámshugurinn þarf að eflast að nýju með ís- lendingum. Þótt við flytt- umst allir saman f eina byggð yrðum við aldrei nema smáborg. Við höfum. verið stórþjóð fyrir það að byggja víðáttumikið land frá innstu dölum til yztu an- nesja. Nú stefnum við að |)v/ að verða kotriki á einum ó- frjósamasta skaga landsins. Skipkirkja Nú er mikil grózka í kirkju byggingum, einnig á Snæfells nesi. í Ólafsvík cr lil dæmis verið að reisa mikið kirkju- bákn, enda þótt þar sé fvrir sæmileg kirkja sem stendur tóm allán ársins hring. En hún þykir standa of nálægt umsvifum hafnarinnar, jrótt hún hafi mjög frjálst rými á þrjá vegu; þess vegna var tek- ið til að smíða nýja kirkju. Það er eitt af jressum fárán- legu húsum, sem smekkleysið tildrar upp á íslandi um þess ar mundir. Hún á nefnilega ekki að vera kirkja. heldur skip — af því Ólafsvíkingar hafa Iengi verið sjómenn góð ir. Aðalinngangurinn í kirkj- una er um fokkuna. Þakíð á meginbyggingunni ei ekki þak, heldur stórsegl; og kór- inn er í laginu eins og stafn á skipi. Það er sagt, að prest- andstæðinga segir: 1. grein. Samtökin heita Sam- tök hernámsandstæðinga. 5. grein. Héraðsnefndir starfa á milli landsfunda að því að fram- kvæma stefnu samtakanna. Fyrir landsfund boðar hver héraðs- nefnd til almenns fundar her- stöðvaandstæðinga á starfssvæði sinu. Á þeim fundi skal kosin ný hóraðsnefnd, sem velur fulltrúa á landsfund og gegrtir störfum, unz héraðsfundur hefur verið haldinn til undirbúnings næsta iandsfundi. Fyrir hvern landsfund skal miðnefndin boða til almenns stuðningsmannafundar í Reykja- vík og velji hann kjörnefnd, er gangi frá vali fulltrúa fyrir Reykjavík, og gegni að þvi leyti hlutverki héraðsnefndar í Reykja vík. Um 1. grein. í svonefndum varnarsamningi íslands og Bandaríkja Norður-Ameríku er uppsagnarákvæði. Ekki verður talið tilefni til annars en að ætla að Bandaríki Norður-Ameríku flyttu á brott her sinn, ef íslar.d segði samningnum upp. Heiti sam- takanna er jrannig rangnefni. Samtökunum ber 'að velja nýtt heiti. Gott nafn væri Varnarsamtök íslendinga Um 5. grein. Eins og fram kemur í þessari grein, eru Samtök hernámsandstæðinga ekki byggð upp af félögum „hernámsandstæðinga'" eða „stuðningsmanna." Sem slík eru samtökin ekki annað en héraðsnefndir, sem kosnar eru af tilkvöddum hópi „her- stöðvaandstæðinga", og lands nefnd, kjörin á landsfundi af fulltrúum, kosnum af til- kvöddum hópum ,,herstöðva- andstæðinga" eða „stuðnings manna". í landinu starfa engin al- tnenn félög, sem vinna gegn erlendri ásælni. Á því verður Heimsþing esperantista, hið 49. í röðinni, var haldið í Haag dagana L—8 ágúst. Þingið sóttu hálft þríðja þús- und esperantistar frá fjöru- tíu löndum. I sambandi við jringið starfaði him. árlegi sumarháskóli á vegum Al- menna Esperanlosambands- ins, Jrar sem háskólapiófessor- ar og kennarar frá ýmsum löndum heims fluttu fyrir- lestra á esperanto jafnhliða aðalþinginu voru haldin í Haag S4. alþjóðaþing blindra esperantista og 9. alþjóðamót Jfft að ráða bót. Og það virðist verkefni næsta landsfundar Samtaka hernámsandstæð- inga. Tilveruskilyrði samtak- anna kunna meira að segja að vera komin undir því, að samtökin hafi forgötigu um stofnun félaga í byggðum landsins, sem orðið geta starfsvettvangur fólks, sem vinna vill saman gegn er- lendri ásælni á íslandi Reykjavík, 26. júli 1964. Haraldur Jóhannsson barna og unglinga, sem tala esperanto. í lok þingsins til- kynnti dómnefnd, að íslend- ingur, Baldur Ragnarsson, hefði hlotið viðurkenninguna „Esperantohöfundur ársins" fyrir þýðingar sínar á esper- anto úr íslenzkum fornbók- menntum og á tveimur Ijóða- bókum Þorsleins frá Hamri. Eftir Baldur Ragnarsson hafa áður komið út tvær frum- samdar ljóðabækur, önnur á esperanto, hin á íslenzku. (Frá Sambandi íslenzkra esperantista.) HEIMSHORNASYRPA urinn ætli á námskeið í Stýri mannaskólanum í haust. Hermennska f fyrri viku var bandarískt herskip á siglingu á Tonkin- flóa, undan ströndum Kína og Norðurvíetnams, þúsundir mflna frá heimahöfn sinni. Allt í einu kváðu við skot i húminu. Sjóliðarnir urðu voðalega hræddir, eins og her mönnum sæmir, og hugðu síðustu stund sína komna. En þeir sluppu með óttann; eng- in kúla hæfði skipið, enginn maður meiddist. En í Wash- ington var gefin út tilkynn- ing um jrað, að árás hefði verið gerð á Bandaríkin; og henni var svarað hiklaust og af miklu hugrekki: flugvélar stórveldisins hófu þegar í stað sprengjuárásir á tuttugu og fjóra staði í kotríkinu. lögðu lítinn flota þess að mestu leyti í rústir — sagði Ríkisút- varpið — og sprengdu í loft upp níu tíundu hluta af olíu birgðum landsins. Morgun- blaðið lýsti þegar stuðningi sínum við árásirnar og kvað nauðsynlegt að sýna komm- únistum í tvo heimana. Nú hefur bandarísk nefnd kann- að málið og gefið út yfirlýs- ingu þess efnis, að það hafi ekki verið ætlun víetnömsku fallbyssubátanna að ráðast á þetta bandaríska herskip — sem þeir hæfðu heldur ekki! Væntanlega bjóða þá Banda- ríkin Norðurvíetnam bætur fyrir olíuna; og vitaskuld geta þau ekki verið þekkt fyrir annað en senda Hó Sjí Mín herskip í stað þeirra sem sökkt var fyrir honum. Eða gilda kannski önnur lögmál um hermennsku en venjuleg mannleg samskipti:> Athafnir Greinar Jóns Baldvins hér í blaðinu að undanförnu hafa vakið rnikla athygli Eg hef ekki hitt neinn mann, sem ekki finnist höfundur hafa lög að mæla. En það er ekki nóg að finnast greinar athyglisverðar eða viður- kerina sannindi jreirra. Orðin eru kannski til alls fyrst, en athafnirnar verða þá að fylgja þeim. Við vinstrimenn og sósíalistar og ])jóðfrelsis- menn getum ekki lengur hörft upp á jrað aðgerðalaus- ir að landið skríði undir okk ur í pólitískum skilmngi. Við getum ekki lengur látið það viðgangast, að afturhald þess ara hundrað steinge’rvinga í Sósíalistafélaginu setji okkur stólinn fyrir dyrnar, heldur verðum við að hefjast handa, fylkja vinstraliðinu á nýjum grundvelli á meðan von er um árangur, og gefa alþvðu aftur þá trú á heilbrigða vinstri stefnu sem hún er að glata jjessi árin. Steingerv- ingar eru vitni fortíðar og dauða og eiga heima djúpt i jörð. Framtíðin og lífið heyr- ir öðrum. Blásteinn Varnarsamtök , , .115(1 srnee lil snsr í lögum Samtaka hernáms- Esperantohöfundur ársins er Baidur Ragnarsson 4 Frjáls þjó'ð — föstudaginn 14. ágúst 1964.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.