Tíminn - 26.02.1977, Blaðsíða 8

Tíminn - 26.02.1977, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 26. febrúar 1977 Ingólfur DaviBsson grasa- fræöingur hefur mikiö skrifaö. Mest er þar fyrirferöar ýmis- legt sem gert er ræktunarfólki til leiöbeiningar, allt frá smá- greinum tilhandbóka. Segja má aö siöustuáratugi hafi hann lát- laust haldiö uppi slikri kennslu fyrir almenning. EJn þó aö grasafræöin sé fræöigrein Ingólfs og aöalviö- fangsefni hans sé þaö sem ræktunina varöar, vissu þó margir aö þar var hugsandi maöur meö fjölbreytt hugaöar- efni og átti þaö til aö leika sér aö ljóöagerö. Og fyrir nokkru gaf hann út kveriö Vegferöarljóö. Þaö er bók sem á ýmsan hátt er svo skemmtilega sérstæö aö ástæöa er til aö stanza viö hana. Þó aö Ingólfur Daviösson rimi og stuöli aö þjóölegum hætti er vandalitiö aö benda á ýmsa hnökra frá sjónarmiöi þeirrar bragfræöi sem gilti framan af öldinni. Vegferöarljóö eru eins- konar minningabók. Efniö er aö langmestu leyti þaö sem kallaö er tækifærisljóö. Sumt er blátt áfram samiö til aö auka ögn á fjölbreytni þegar ákveöinn hópur gerir sér dagamun til hátföabrigöa. Þannig eru t.d. nokkur smáljóö tengd hús- mæörakennaraskólanum, en þar var höfundur lengi kennari. Minningabók og um leiö hug- leiöingar um samtiöina. Bernskunnar er m.a. minnzt á þennan hátt: Ég hátta I rauöa rúmiö mitt en koldimmt inni er. Pabbi viltu halda I hönd- ina á mér Hver svarar mér i hömrunum viö Hulduhólinn? Mamma min, hvar sefur sólin i svartnættinu fyrir jólin? Nú kvaka gestir við gluggann minn En maöurinn heldur sama eöli hvaö sem aldri liöur. Þvl er alltaf spurt: Hver skapaöi lifiö og jaröar- hnöttinn minn? Reyndu aö bregöa ljósi á lifsins æöstu svif Hvaöan komum viö? Ingófur kveöur um bakhliö menningarinnar og vikur reyndar oft aö þvi sem neikvætt er i aldarfari. Þar má telja þessa áminningu: Menn sitja af sér ævina á ógnarþungum rass, unz æöastifla kemur og hjartaö segir pass. Nei, halla þér aö hestum postulanna. Svo sem vænta má i minningabók er talsvert komiö aö skólagöngu höfundar og þá einkum Hafnardvölinni sem er helgaöur alllangur bálkur og merkur á sinn hátt. En gegnum Ingólfur DavIAsson þetta allt má segja aö gangi sem rauöur þráöur þaö sem höfundur oröar svo viö hús- mæðrakennaraskólann: Látum oss finna lifsins yl. Og þvi er eölilegt aö hjá slfkum fylgist það aö aö verjast mengun og bókmenntir græöa landiö. Viö land- græösluna eru ýms fagnaöar- oröin bundin: Viö skulum halda á Heiðmörk enn — hólana björkin vefur. — Græöa landiö góöir menn — I grenilundum þýtur senn. — Trú á landiö gull i mundu gefur. Þó aö gamansemin sé viöa áberandi f Vegferöarljóöum svo sem viö þykir eiga á skemmti- fundum er alvaran jafnan sam- fara svo aö bókin er vel til þess fallin aö vekja umhugsun, vekja hugsun um þaö hvar viö erum og hvert viö stefnum. Blómin okkar heitir litil og falleg bók sem Ingólfur Daviös- son hefur skrifað og Rikisútgáfa námsbóka gefiö út. Höfundur gerir grein fyrir ritinu á bókar- kápu og segir þar: „Bókþessari i náttúrufræöum ereinkumætlaö aö kynna sæmi- lega læsum 8-10 ára börnum undur hins græna gróöurs, i von um aö þeim veröi ljóst, aö miklu leyti i samtalsformi barna, for- eldra og kennara. Rætt er um ýmsar jurtir, sem flestir þekkja og ennfremur um garöa og al- geng gróðurlendi og lifverur i þeim t.d. i fjöru, holti og skógi, vor, sumar, haust og vetur.” Þetta er allt rétt og sögu- formið sem haft er i þessari fræöslu er eflaust heppilegt. Það minnir mig t.d. á það þegar hún amma min var að segja okkur aö hvert kvikindi heföi sinu hlutverki aö gegna og væri þannig til nokkurra nytja. Viö trúöum þeim fræöum litt um skeiöen mér viröist aö vistfræöi slöustu tima leggi nú rika áherzlu á þessa kenningu. Bókin er prýdd mörgum teikningum og auk þess eru I henni átta litprentaðar siöur meö myndum af blómum og grdöri. Ekki efa ég aö þaö sé rétt sem höfundur segir á bókarká'pu aö eldri börn en áöur voru nefnd geti haft gagn af bókinni og aö hún geti oft auðveldað for- eldrum og öörum aö tala um þessi undirstööufræöi viö börnin svo aö menntandi sé. Mér viröist aö Ingólfur Daviðsson sé alltaf sjálfum sér likur, skyggn á undur lifsins og fegurð þess. Hann heyrir fleiri gesti en farfuglana kvaka viö glugga sinn. Hinn skyggni maöur ber virðingu fyrir lifinu. Og þaö er öllum hollt aö hafa sálufélaga viö hann. H.Kr. Mikil umsvif í Norræna húsinu Frá dönsku sýningunni. Islenzk ull I dönskum höndum, en sýningin er hin athyglisveröasta. Mjög mikið verður um að vera i Norræna húsinu um þessa helgi og það eru einkum kon- ur, er þar láta að sér kveða og með ýmsum hætti. Dapurleg áklæðasýning t bókasafni Norræna hússins stendur dagana 20.-28. febrúar áklæöasýning á vegum Félags Islenzkra vefnaöarkennara, en alls eru sýnd þar um 27 verk. Þær sem þátt taka í sýningunni, eru Agnes Daviösson, Elinbjört Jónsdóttir, Jóhanna Ingimars- dóttir, Oddný Magnúsdóttir, Sigrföur Halldórsdóttir, Sigur- laug Jóhannesdóttir og Steinunn Pálsdóttir, en þær munu allar vera vefnaöarkennarar aö mennt. Þab veröur aö segjast eins og er, aö þetta er heldur dapurleg- ur vefnaöur hjá þeim ágætu konum. Ný tföindi viröast vera vægast sagt lengi á leiöinni, og meira aö segja poppöldin er liö- in hjá okkur hinum og glaöværir litir og form eru partur af öllu okkar umhverfi. Þó veröur sýning þessi aö telj- ast vönduö en svo grandvör get- um viö oröiö I listum, aö lifs- andinn deyr inn i grákaldan hversdagsleikann. A hinn bóginn ber aö fagna þeirri hugmynd, eöa viöleitni sem þarna er sýnd, aö safna saman vinnu vefara, þá geta menn spáö í stööuna, gert dá- litla úttekt á sjálfum sér og öör- um, en þaö er ein leiöin til fram- fara. Viö lifum á nokkrum tfma- mótum núna hvaö mynstur varðar. Tölvutæknin hefur hald- iö innreiö sfna I vefnaö og prjónaskap. Til dæmis fær Hekla á Akureyri innan skamms tölvustýröar prjóna- vélar. Þá geta þeir mataö tölv- una á þeim mynstrum, sem þeir vilja iáta prjóna og mun þaö auka möguleikana mikið, þvl áöur uröu þeir aö kaupa mynstrin dýrum dómum frá Þýzkalandi. Mynstur í vefnaöi eru mikil verömæti, þegar vel tekst til, og þaö er lffsnauösyn fyrir Islendinga aö eiga fólk sem finnur upp mynstur og ger- ir tilraunir meö þau, hvort held- ur það er í vefstólum, eöa á prjónum, og þaö er m.a. þess vegna sem viö hljótum aö fylgj- ast meö vefnaöarsýningum af mikilli athygli. Vefnaöarkennarar og félag þeirra eiga þakkir skildar fyrir þessa sýningu, eöa framtakið og veröur fróölegt aö fylgjast meö framvindu mála hjá þeim. Hugmyndasamkeppni um Eyjabyggð 1 anddyri Norræna hússins er komiö fyrir sýningu á hug- myndum, sem fram komu f nor- rænni hugmyndasamkeppni um skipulag Vestmannaeyja. Alls bárust um 35 tillögur, en sigurvegari varö Elin Corneil, arkitekt, sem býr í Kanada, en er annars ættuö af Noröurlönd- um. Hlaut hún 60.000 Dkr. i verölaun. Islenzkur starfshópur hlaut 2. verölaun og Noröurlandabúar hlutu 3. verölaun, en auk þess voru fimm aðrar tillögur keypt- ar. Þessir uppdrættir eru nú til sýnis f Norræna húsinu, og hefur sýning þessi veriö mikiö sótt, einkum af hópum, sem notiö hafa leiösögu fararstjóra. Þetta er mjög skemmtileg sýning, en helzt heföi átt aö láta sýningarskrá fylgja, gestum til leiöbeiningar, þvf almenningur á ekki svo gott meö aö átta sig á aðalatriðum, jafnvel þótt kunnugir séu i Vestmannaeyj- um. Þó er rétt aö geta þess, aö auösýnilega hefur veriö mikil vinna i aö útfæra hugmyndir, og margar listilega geröar teikn- ingar og yfirlitsmyndir er þarna aö sjá. Ásta Sigurðardóttir Rauösokkar munu ásamt ýmsum öörum, gangast fyrir sýningu á myndum eftir og af Astu Siguröardóttur skáldkonu, listakonu og fyrirsætu, sem nú er látin fyrir nokkrum árum. Asta Sigurðardóttir var kunn listakona á sinni tiö, bæöi sem rithöfundur og myndlistarmað- ur og hún var frægt model, sem margir myndlistarmenn, sem sföanhafa oröiö frægir, spreyttu sig á aö teikna, móta eöa mála i myndlistarskólanum. Minningarsýning þessi stend- ur þó aðeins fáa daga, þar eö von er á norrænni barnabóka- sýningu (bókaskreytinngum), sem opnar um aöra helgi, og veröur sýning Astu þá tekin of- an. Meöal muna, sem sýndir veröa eftir Astu Siguröardóttur, eru spil, sem hún teiknaöi og þykja einkar merkileg. Asta Siguröardóttir birti all- margar sögur eftir sig i blöðum og tfmaritum og áriö 1952 gaf hún út Drauminn.sem var sér- prentun á samnefndri sögu. Smásagnasafniö Sunnudags- kvöld til mánudagsmorguns kom út áriö 1961, en þaö var safn sagna eftir hana úr ýmsum tfmaritum og blööum, en eftir 1961 mun hún hafa ritað sögur i blöö, en þær hafa ekki komiö út f bókarformi. Asta var fædd á Litla-Hrauni i Hnappadalssýslu áriö 1930. Hún andaöist 1972. Vináttusýning við is- lenzka fjárbændur Um helgina opnar Hand- arbejdets Fremme, sem er félag i Kaupmannahöfn, sýn- ingu á handavinnu úr isl. ull frá Gefjuni. Þaö er Iönaöardeild Sambandsins, sem aö sýning- unni stendur, auk fyrrnefndra aöila. Þarna fá menn aö sjá danskar lopapeysur úr Isl. ull, veggteppi og fleira, og er þetta talin mjög góö sýning, sem fjall- aö veröur nánar um hér I blaö- inu. Handarbejdets Fremme er stofnaö áriö 1928, og félagið hef- ur áöur sýnt vinnu I Reykjavfk, en þaö var fyrir 25 árum síöan. Jónas Guömundsson fólk í listum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.