Tíminn - 26.02.1977, Side 13
Laugardagur 26. febrúar 1977
13
15.00 t tónsiniðjunni Atli
Heimir Sveinsson sér um
þáttinn (16)
16.00 Fréttir. Veöurfregnir.
16.10 B-hluti heimsmeistara-
keppninnar i handknattleik:
tsland-Portúgal / (Jtvarp
frá Klagenfurt i Austurrlki
Jón Asgeirsson lýsir slöari
hálfleik.
16.45 tslenzkt mál Dr. Jakob
Benediktsson talar.
17.05 Létt tónlist
17.30 Framhaldsleikrit barna
og unglinga: „Kötturinn
Kolfinnur” eftir Barböru
Sleigh (Aöur útv. 1957-58)
ÞýöandiHulda Valtýsdóttir.
Leikstjóri Hulda Valtýs-
dóttir. Leikendur I fjóröa
þætti: Helgi Skúlason,
Kristin Anna Þórarinsdótt-
ir, Steindór Hjörleifsson,
Guörún Stephensen, Edda
Kvaran og Jóhann Pálsson.
18.00 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Gerningar Hannes Giss-
urarson sér um þáttinn
20.10 Sinfónia nr. 2 I C-dúr
op. 61 eftir SchumannSuisse
Romande hljómsveitin leik-
ur, Wolfgang Sawallischstj.
Frá útvarpinu i Bern.
20.45 „Afmæiisdagurinn”
smásaga eftir Finn Söeborg
Þýðandinn Halldór Stefáns-
son les.
21.10 Hljómskálamúsik frá út-
varpinu I Köln Guömundur
Gilsson kynnir
21.40 Allt i grænum sjó Stoliö,
stælt og skrumskælt af
Hrafni Pálssyni og Jörundi
Guömundssyni. Gestur
þáttarins ókunnur.
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir Lestur
Passiusálma (18)
22.25 Danslög
23.55 Fréttir. Dagskrárlok
sjónvarp
17.00 Holi er hreyfing. Norsk-
ur myndaflokkur um léttar
likamsæfingar einkum ætl-
aöar fólki, sem komiö er af
léttasta skeiöi. Þýöandi og
þulur Sigrún Stefánsdóttir.
(Nordvision — Norska sjón-
varpiö)
17.15 tþróttir. Umsjónarmaö-
ur Bjarni Felixson.
18.35 Emil I Kattholti. Sænsk-
ur myndaflokkur. Krabba-
veiöar og aörar ánægju-
stundir. Þýöandi Jóhanna
Jóhannsdóttir. Sögumaöur
Ragnheiöur Steindórsdóttir.
19.00 tþróttir
Hlé
20.00 Fréttir og veöur
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.30 Hótei Tindastóll. Bresk-
ur gamanmyndaflokkur. 2.
þáttur. Þýöandi Stefán
Jökulsson.
20.55 Filafjölskyldan. Siöari
hluti breskrar heimilda-
myndar um hátterni fila I
þjóögaröinum viö Many-
ara-vatn I Tansanlu. Þýö-
andi og þulur Gylfi Pálsson.
21.20 Amerlkumaður I Paris
(An American in Paris).
Bandarisk dans- og söngva-
mynd frá árinu 1951. Leik-
stjóri Vincente Minelli. Tón-
list George Gershwin. Aöal-
hlutverk Gene Kelly og
Leslie Caron. Jerry Mulli-
gan er bandariskur listmál-
ari, sem býr i Paris. Hann
veröur ástfanginn af ungri
stúlku, en hún er trúlofuö.
Jerry kynnist auöugri konu,
sem styöur viö bakiö á efni-
legum listamönnum, og
kemur hún honum á fram-
færi. Þýöandi Dórá Haf-
steinsdóttir.
23.10 Dagskrárlok.
Hættulegt ferðalag
eftir Maris Carr
okkur þótti öllum vænt um hann. Hann hefði orðið
himinlifandi að sjá þig komna hingað. Mig langar bara
til aðsegja þér, að þér er óhætt að treysta á okkur Will.
Við höf um aldrei eignazt börn sjálf og það er svo leiðin-
legt, að ung og falleg stúlka eins og þú skulir vera ein í
heiminum og foreldralaus.
— Þetta er sannarlega indælt af þér, sagði Penny
varkár. Hún vissi ekki hvernig bregðast skuli við svona
mikilli umhyggju frá ókunnri manneskju. — En ég er
vön að hugsa um mig sjálf, sagði hún feimin. — Það
var mikið áfall að frétta lát föður míns, en ég er óðum
að jafna mig. Þú þarft ekki að hafa neina auka fyrir
höfn mín vegna.
— Æ, þarna hef ur mér tekist að gera þig vandræða-
lega. Það er tungan, sem alltaf hleypur með mig í gön-
ur. Fanny brosti. — Allir eru vanir mér og hlusta ekki
á helminginn af því sem ég blaðra og þú skalt bara
reyna að gera það líka. En mér finnst þægilegt að hafa
þig hérna. Við erum samstæður hópur, en fyrir utan
mig og Júlíu eru aðeins tvær hvítar konur eftir hérna.
Grace er gift Neil og á von á barni eftir tvo mánuði.
Hún vonast til að komast héðan fyrir fæðinguna. Hitt
parið, Nellieog Bill eru öldungar eins og við Will. Við
kvíðum því að fara héðan.
— Það getur ekki verið gaman fyrir Grace að vera
hérna í slíku ástandi, sagði Penny alvarleg. — Gæti hún
ekki farið til strandarinnar í tíma?
— Það sagði Mike líka, en hún vill ekki fara f rá Neil
og hann er ómissandi eins og er. Hann vinnur hérna á
plantekrunni. Hér eru líklega sex eða sjö menn fyrir ut-
an Vincent. Hann var aðstoðarmaður föður þins og
hefur hugsað sér að vera hér áfram, þegar hinir taka
við félaginu. Ég er viss um að þér geðjast vel að
honum. Hann er Portúgali og framúrskarandi kurteis
og elskulegur. Hann hefur rekið læknisstofuna síð-
an...Hún snöggþagnaði og setti upp vandræðasvip. —
Þarna sérðu, tungan hleypur með mig aftur. Fyrir-
gefðu, vina mín!
— Gerirekkert, svaraði Penny og brosti.— Fáðu þér
sæti og segðu mér f rá læknisstof unni. Er tækjabúnaður
þar góður?
Fanný dró til stól og settist við hliðina á Penný. — Já,
þótt f urðulegt megi teljast er útbúnaðurinn mjög góður.
Þar er meira að segja lítil skurðstofa, sem komið hef ur
að góðum notum, því miður.... Slys vilja alltaf til öðru
hverju. En þú getur farið þangað og séð hana sjálf.
Vincent verður glaður að hitta þig. Hann
mat föður þinn mjög mikils.
— Mike sagði mér að faðir rninn hefði ekki mikið
verið hérna. Hann kaust víst heldur að vitja sjúklinga
sinna.
— Það var bara eftir að Mike varð yfirmaður hér.
Fyrri yfirmaðurinn var ósammála föður þínum í því
máli og lét hann vera sem mest hér á plantekrunni.
— Þá f innst mér leittað Mike skyldi hafa látið undan
óskum pabba. Annars hefði hann kannski verið á lífi
núna, ef einhver hefði gætt þess að hann ofreyndi sig
ekki.
Fanny Price færði sig til á stólnum — Ég held, að
hann hafi skýrt þetta rangt fyrir þér. Mike gerði allt
sem hann gat til að hjálpa gamla lækninum. Faðir þinn
taldi það lífsköllun sína að hjálpa Indíánunum og hon-
um fannst ekki rétt, að þeir væru án lækniseftirlits.
— Hjálpaði hann þá þeim innfæddu hérna í kring?
Penny varð undrandi. — En ég hélt, að margir ætt-
flokkarnir væru enn óvinveittir hvítum mönnum. Það
er ekki undarlegt þótt fyrri yf irmaðurinn haf i haft sitt
að segja. Pabbi átti líka að vera læknir félagsins.
— Hann vanrækti okkur alls ekki. í rauninni betrum-
bætti hann margt hérna. Hjá félaginu starfa margir
innfæddir. Það var bara eðlilegt að kunnátta föður (Díns
kæmi mörgum til góða. Indíánarnir fóru að koma hing-
að frá þorpum í margra mílna f jarlægð.
Penny andvarpaði. — Ég býst við að hann haf i reynt
að gera ailt sjálf ur. Það er ekki f urða þó það reyndist
honum ofraun að lokum.
— Ég held að hann hafi þekkt takmörk sin. Hann
kom á fót tveimur öðrum læknisstofum og sá um að
ráða hæft starfsfólk. Þú getur ekki sagt, að hann hafi
reynt að f ramkvæma hið ómögulega. Allt var nákvæm-
lega skipulagt og hann f jármagnaði það sjálf ur. Félag-
iðgreiddi ekki eyri, en naut þó allra kostanna.
— Heppilegt, að faðir minn var auðugur, sagði
Penny hugsandi. — Mér þykir það leitt, Fanný, en ég
hef aldrei vitað neitt um þetta. Hann skrifaði mér, að
hann hefði gert áætlanir, en skýrði þær aldrei nánar.
Hann var reyndar fremur pennalatur og eins og svo
margir læknar, skrifaði hann afskaplega illa.
— Þú heyrir ekki nema gott um hann hér. Leitt að þú
skyldir ekki koma fyrr og geta hitt hann éður en hann
lézt.
Penný hrukkaði ennið. — Mig langaði svo mikið til
þess, en pabba tókst alltaf að telja mig á að vera kyrr.
Ég held stundum, að hann hafi ekki viljað fá mig
hingað.
Fanný hló. — Þar skjáltlast þér hrapallega. Hann var
alltaf að tala um þig. En ég skil hvers vegna hann vildi
ekki að þú kæmir. Hann var áreiðanlega hræddur um
að þú þyldir ekki loftslagið. Hann minntist einhvern-
tíma á að líf ið í hitabeltinu ætti sök á veikindum móður
þinnar, sem drógu hana loks ti dauða.
— Það er rétt. Þau bjuggu þá í Macapa og ég var í
skóla í Englandi. Ég fór einu sinni til pabba í heimsókn,
áður en hann fór að vinna hér. Það var i síðasta sinn,
sem ég sá hann.
Fanný kinkaði kolli. — Það er erfitt fyrir konu að
taka slíka ákvörðun. Venjulega ræður eiginmaðurinn
og börnin verða eftir hjá vinum eða ættingjum í Eng-
landi.
Penny brosti.— En ég var var ekki óánægð. Frænka
mín var mér mjög góð og ég átti marga vini. Svo gat ég
alltaf huggað mig við að einhvern tíma færi ég til
pabba og skapaði honum reglulegt heimilj. Ég hugsaði
með mér, að þegar hann hefði einu sinni hitt mig, hefði
hann ekki hjarta til að senda mig burtu. Hún andvarp-
aði. — Jæja, en þetta er allt liðið og það þýðir ekki að
trega það. Ég er fegin að ég kom hingað. Ég hefði
aldrei skilið hann eða starfsskilyrði hans, ef ég hefði
verið um kyrrt heima.
— Satt segirðu! Fanný brosti. — Þú ert hugrökk og
skynsöm stúlka. Hún stóð snögglega upp. — Jæja látum
okkur gera þetta svolítið notalegra fyrir þig hérna.
Komdu með mér að sækja rúmfatnað og eitthvað f leira
handa þér. Þú getur skoðað þig svolítið um í leiðinni.
Það borgar sig ekki að treysta á Júlíu. Hún heldur að
mestu til í rúminu.
— Hvernig var eiginlega maðurinn hennar? spurði
Penny forvitin, þegarþær gengu yf ir torgið. Jörðin var
brennheit og sveið fætur hennar gegn um þunna skósól-
ana og Penny var fegin, þegar þær komu inn í skugga
kofanna hinum megin. Annaðhvort hafði Fanný ekki
„Veiztu Gína, ég^ vann köku-
kappátiö og vissi ekki einu sinni,
aö keppni stæöi yfir!”
DENNI
DÆMALAUSI