Tíminn - 19.03.1977, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.03.1977, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 19. marz 1977 ALSJALFVIRK SIMAAFGREIÐSLA Baltasar, i bakgrunni nokkrar teikninga hans — Tlmamynd Gunnar. Baltasar sýnir á Kjarvalsstöðum Spánskir dansar verða ivaf á sýningunni SJ-Reykjavík — í dag hefst aö Kjarvalsstööum sýning á málverkum og teikningum eftir Baltasar. Baltasar er kunnur myndlistarmaöur og hefur m.a. unniö aö kirkjuskreytingum og teiknaö i Morgunblaöiö. 50 oliumálverk eru á sýning- unni frá árunum 1975-77 og auk þess 40 teikningar gerðar á ár- unum 1965-66 af öllum ábúend- um Grimsnesshrepps og eru þæreign Guöna Jóns Guðbjarts- sonar. Ollumálverkin eru til sölu og kosta 150-350 þúsund kr. Eitt stórt málverk Návistin (Djákninn á Myrká) kostar þó 600 þús. Sýning Baltasars lýkur 3. apr- il. Meöan sýningin- stendur verða sex sinnum sýndir spánskir dansar frá 1450-1650 aö Kjarvalsstöðum. Dansarar eru Guöbjörg Björgvinsdóttir, Ingi- björg Björnsdóttir, sem hefur umsjón meö sýningunni, Odd- rún Þorbjörnsdóttir, Björn Sveinsson, ólafur ólafsson og örn Guðmundsson. Hljóöfæra- leikararnir Helga Ingólfsdóttir leika á sembal og Mireya Baltasarsdóttir á tambúrin og Þórir Hrafnsson á blokkflautu. Danssýningarnar veröa 20. marz kl. 5, 24. marz kl. 9 26. marz kl. 5 31. marz kl. 9 2 paril kl. 5 og 3 april kl. 5. TIL ÚTLANDA TEKIN UPP ÞEGAR JARÐSTÖÐIN KEMUR í GAGNIÐ sagöi Halldór E. Sigurðsson við undirritun samninga í gær HV-Reykjavik I gærdag voru undirritaöir samningar um byggingu og rekstur jarðstöðv- ar, til að annast fjarskipti Is- lands við önnur lönd, milli Is- lands og Mikla norræna rit- simafélagsins. Fyrir tslands hönd undirritaði samninginn Halldór E. Sigurösson, sam- göngumálaráðherra og að und- irritun aflokinni flutti ráöherr- ann stutt ávarp, svohljóðandi: Hér hefur nú verið lokiö undirritun samnings milli ts- lands og Mikla norræna rit- simafélagsins um að reisa og reka á Islandi jarðstöö er annist fjarskiptasamband um gervi- hnött milli Islands og annarra landa. Að minu mati er hér um merkan atburð aö ræða og tel ég þvi viðeigandi að rifja upp að- draganda þessa samnings, og nokkur helztu atriði hans. Eins og skýrt var frá i frétta- tilkynningu samgönguráðu- neytisins hinn 4. júni sl., skipaði ráðuneytið þanndag nefnd til að taka upp viðræður viö Mikla norræna ritsimafélagið um fjar- skiptasambands milli tslands og annarra landa. Orsök þess aö nauðsynlegt var að hefja þessar viðræður við félagiö var sú, að þaö hafði haldið uppi sæsimasambandi milli tslands og umheimsins, ritsimasambandi frá árinu 1906 og talsima að auki siðan i janúar 1962, og hafði samnings- bundinn einkarétt til að annast þau mál til ársloka 1985. t upphafi viðræðnanna við Mikla norræna ritsimafélagið 1.-7. júli i Kaupmannahöfn var .félaginu gerð grein fyrir þeirri ákvöiAun islenzkra stjórnvalda að koma sem fyrst á sambandi við umheiminn um jarðstöð og gervihnött. t þvi sambandi var kannað, hvort félagið gæti fall- izt á styttingu samningstimans, og var þvi eindregið hafnað af fulltrúum félagsins, sem vildu þess i stað leggja viöbótarsæ- streng er annað gæti aukinni fjarskipaþörf tslands og töldu þeir þannig samningsskyldum félagsins fullnægt. t viðræðum í Reykjavik 7.-10. Samningarnir undirritaðir I gær. Halldór E. Sigurösson, samgöngumálaráðherra undirritar fyrir hönd isiands, Poul Lausen fyrir hönd Mikla norræna ritsfmafélagsins. Einnig undirritaði PEV Jörgensen, varaforstjóri Mikla norræna samningana, en Lausen er aðalforstjóri þess. Standandi á mvndinni er Brynjólfur Ingólfsson ráðuneytisstjóri. Tfmamynd Guðjón september f.á. urðu aðilar sam- mála um að byggja jarðstöð á Islandi sameiginlega og yrði hlutdeild félagsins i sameign- inni álika upphæð (10 riiillj. d.kr.) og félagið hefði ætlað til viðbótarsæstrengs milli tslands og Færeyja. Viðræðunefndir aðila gengu siðan endanlega frá drögum að nýjum samningi á fundinum i Kaupmannahöfn 25.-29. október f.á., sem siðan voru lögö fyrir rikisstjórn tslands og stjórn félagsins. Bæði rikisstjórn ts- lands og stjórn félagsins hafa síðan fallizt á samningsdrögin og heimilað samningsgerð sam- kvæmt þeim. I hinum nýja samningi veröur að telja eftirgreind atriði veiga- mest: 1. Rikisstjórnin og félagið reisa og reka í samvinnu jarfcstöð á Islandi, sem er að meirihluta eign tslands og er stefnt að þviað sliktsamband komistá i ársbyrjun 1979, jafnframt verða núverandi sæstrengir tilEvrópu og Ameriku nýttir i þágu fjarskipta við tsland til ársloka 1985. 2. Eignarhluti félagsins veröur 10 millj. d.kr., sem er áætlað að nemi 37.5% af heildar- kostnaði. Tekjum er skipt þannig, að félagið mun hafc eðlilega nýtingu sæstrengj- anna til 1985, og getur afskrif- að á eðlilegum tima framlag sitt til stöðvarinnar. Hins vegar er tekjuhluti félagsins bundinn við ákveöið mark, og það sem ofan við það mark er, rennur til tslands óskipt. 3. Eignaraðild félagsins er mið- uð við afskriftartima stöövar- innar eða 13 ár, eða til ársloka 1991 og verður stöðin þá að fullu eign tslands án nokkurr- ar greiðslu til félagsins. Eftir árslok 1985 hefur rikis- stjórnin hins vegar inn- lausnarrétt á hluta félagsins i jarðstöðinni. 4. Sjónvarps- og dagskrárrásir verða aö öllu leyti á vegum Islands. Sjónvarpinu gefst nú kostur á að fá fréttamyndir frá útlöndum samdægurs. 5. Til ársloka 1985 eru gjald- skrár samningsmál beggja eignaraðila, en eftir þaö er ákvörðunin i slikum málum alfarið i höndum íslendinga. 6. Við opnun jarðstöðvarinnar er gert ráð fyrir að teknar verði i notkun 24 talrásir til Evrópu, en áætlað er að heild- arrásafjöldinn verði kominn upp i 148 árið 1986. Gervihnattarfjarskipti á veg- um INTELSAT eru ákaflega ör- ugg, eða svo mjög, að öryggis- stuðullinn er talinn 99.99%, enda eru vara gervihnettir hafðir til- tækir I biðstöðu á lofti svo aðeins þarf að ræsa þá, ef með þarf. Þegar jarðstöðin tekur til starfa fjölgar linum til útlanda og verður þá tekin upp alsjálf- virk simaafgreiðsla. Óvist er, að simataxtar til út- landa verði lækkaðir meðan lin- ur um jarðstöðina eru fáar og auk þess er gengi isl. kr. fljót- andi og hefur sigið að undan- förnu. Tvennt er að minu mati sér- legt gleðiefni i sambandi við þessa samninga, sem nú hafa verið gerðir: 1. Fjarskiptasamband kemst á við umheiminn meö beztu tækni og fyllsta öryggi sem nútiminn hefur yfir að ráöa. 2. Siðasti hluti samstarfs ls- lands og Mikla norræna rit- simafélagsins verður mef þeirn hætti að báðum er ti! sóma, þar sem samningui þessi er byggður á skilningi beggja og velvilja viðsemj enda okkar. Ég lýk þvi máli minu með þv: að þakka samninganefndar mönnum okkar og félagsins fyr ir vel unnin störf. Fyrsta lands- mót ísl. barnakóra Tónmenntafélag tslands efnif til fyrsta landsmóts islenzkra barnakóra dagana 19.-20. marz n.k. Mótið ferfram I Reykjavik og munu ellefu kórar með um 360 nemendum viös vegar að af landinu taka þátt i þvi. Tilhög- un mótsins verður I aöalatriöum á þá leið að laugardaginn 19. marz munu kórarnir hittast til æfinga eftir hádegi i Háskólabi- ói, en um kvöldið verður kvöld- vaka i Vogaskóla. A sunnudag- inn veröa svo opinberirtónleikar i Háskólabiói og hefjast þeir kl. 13.00 Tónleikarnir verða hljóö- ritaðir i Háskólablói og verður siöan útvarpaö. Kórarnir koma fram hver I sinu lagi og einnig sameiginlega og frumflytja m.a. nýtt lag eftir Jón Asgeirs- son tónskáld, sem hann samdi sérstaklega af þessu tilefni viö kvæöi Tómasar Guðmundsson- ar „Garðljóð”. t fréttatilkynn- ingu sem stjórn tónmenntafé- lagsins hefur sent frá sér segir — Markmiðið meö mótinu er aö efla tónmennt i skólum landsins og örva kórsöng sér- staklega. Kórstarfsemi á viða erfitt uppdráttar Ekki er gert ráð fyrir kórsöng I stundaskrá grunnskóla og starfsemin þvi háö velvild og skilningi skólayf- irvalda á hverjum stað, semsum hver hafa litið svig- rúm. Þrátt fyrir þessa erfiö- leika hefur áhugi á kórsöng vaxið mjög á siðustu árum. Þaö er þvi eitt af baráttumálum Tónmenntakennarafélagsins aö kórstarfinu veröi afmarkaður starfsgrundvöllur með ákvæð- um um lágmarks kórtimafjölda I stundaskrá grunnskóla. Það er von þeirra sem að landsmótinu standa, aö það gefi góða mynd af þætti kórsöngs I skólastarfinu og auki skilning á nauðsyn þess að tilveruréttur skólakóra verði viöurkenndur i reynd.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.