Tíminn - 19.03.1977, Blaðsíða 13

Tíminn - 19.03.1977, Blaðsíða 13
,'Laugardagur 19. marz 1977 13 þáttinn (18). 16.00 Fréttir. 16.15 Veöurfregnir. tslenskt mál Gunnlaugur Ingólfsson cand. mag. talar. 16.40 Létt tónlist 17.30 tJtvarpsleikrit barna og unglingar „Hlini kóngsson” eftir Ragnheiöi Jónsdóttur (Fyrstútv. fyrir 18. árum). Leikstjóri: Gisli Halldórs- son. Leikendur: Kristin Anna Þórarinsdóttir, Guömundur Pálsson, Knút- ur R. Magnússon, Gisli Halldórsson, Arni Tryggva- son Guðrún Asmundsdóttir, Steindór Hjörleifsson, Helga Valtýsdóttir og Hulda Valtýsdóttir. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki Tilkynningar. 19.35 Ekki beinlinis Böövar Guömundsson ræðir við Gunnar Frimannsson og Þóri Haraldsson um heima og geima. — Hljóöritun frá Akureyri. 20.15. Sónata nr. 4 i a-moll eftir Beethoven Oleg Kagan og Svjatoslav Rikhter leika á fiðlu og pianó. — Frá tón- listarhátiöinni I Helsinki s.l. sumar. 20.35 Fornar minjar og saga Vestri-byggöar á Grænlandi Gisli Kristjánsson flytur ásamt Eddu Gisladóttur þýðingu sina og endursögn á bókarköflum eftir Jens Rosing. — Fyrsti þáttur. 21.00 Hljómskálatónlist frá út- varpinu i Köln Kynnir: Guðmundur Gilsson. 21.30 „Morgunkaffi”, smásaga eftir Solveigu von SchouBz ! éra Sigurjón Guðjónsson þýddi. Guðmundur Magnússon leikari les. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (36). 22.25 Otvarpsdans undir góulok Flutt verða ýmiss konar danslög af hljómplöt- um, en framan af verða Haukur Morthens og Ragn- ar Bjarnason aðalsöngvar- ar og stjórnendur. (23.55 Fréttir). 01.00 Dagskrárlok. sjonvarp Laugardagurinn 19. mars 17.00 íþróttir Umsjónarmað- ur Bjarni Felixson. 18.35 Emil i Kattholti. Loka- þáttur. Bylurinn mikli. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. Sögumaður Ragn- heiður Steindórsdóttir 19.00 tþróttir. Hlé. 20.00 Fréttir og veöur. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Hótel Tindastóll. Bresk- ur gamanmyndaflokkur. Þýðandi Stefán Jökulsson. 21.00 Úr einu I annað. Umsjónarmenn Berglind Asgeirsdóttir og Björn Vignir Sigurpálsson. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 22.00 Lifsþorsti(Lustfor Life) Bandarisk biómynd frá ár- inu 1956, byggö á samnefndri sögu eftir Irving Stone, og hefur hún komið út i islenskri þýðingu Þórarins Guðnasonar. Leik- stjóri Vincente Minelli. Aöalhlutverk Kirk Douglas, Anthony Quinn og Pamela Brown. Myndin lýsir ævi hollenska listmálarans Vincents van Goghs (1853—1890) og hefst, þegar hann gerist prédikari i belgisku kolanámuhéraði. Honum ofbýður eymdin og hverfur aftur heim til Hol- lands. Þar byrjar listferill hans. Þýðandi Óskar Ingi- marsson. 00.00 Dagskrárlok. Hættulegt ferðalag mm eftir AAaris Carr við gætum komið á fót einhverju fyrirtæki. Þau eru allt öf örugg með sig, hugsaði Penny um leið og hún yfirgaf þau. Þegar ég vaknaði í morgun, hafði ég ekki minnsta grun um að ég mundi hitta Roy og að hann reyndist vera Tapajoz. Hún taldi sig geta skilið að Roy væri ákaf ur, en alls ekki hvers vegna Júlíu var svo mikið í mun að þau giftu sig sem fyrst. Hún mundi ekki lyfta fingri til hjálpar öðrum, nema hafa einhvern hagnað af því sjálf. Hvað gat það orðið henni í vil að reka svona á eftir Roy? Ef til vill var hún afbrýðisöm vegna þess að Mike hafði komið með hana hingað, en henni hlautþóað vera Ijóst, að Mike hafði ekki minnsta áhuga á henni, sem hann reyndi ekki að dylja gremju sína yfir að hún hafði óhlýðnast skipunum hans. Júlía gat ekki verið jafn örugg um Mike og hún vildi vera láta. Bara að hún vildi hætta að skipta sér af hlutum, sem komu engum við nema Roy og henni sjálfri. Smekklaust af henni, að gefa í skyn, að Roy vantaði peninga að minnsta kosti svona sama daginn og þau Roy sáust í fyrsta sinn. Aðstæðurnar voru nógu erfiðar fyrir, þó Júlía væri ekki að blanda sér í málin. Grace var að baða barnið, þegar Penny leit inn til hennar og staldraði við um stund. Sú litla hafði stækkað til muna og var hin hraustlegasta. Vincent segir, að hún sé hraust og heilbrigð á allan hátt, sagði Grace stolt. — Hún er líka svo þæg og góð. — Neil ætti að vera ánægður yf ir því Penny brosti og strauk dúnmjúkan koll barnsins. — Hvað á hún að heita. — Faðir þinn hét George, ekki satt? Við Neil vorum að hugsa um að láta hana heita Georgiönu. Ef föður þíns hefði ekki notið við, væri þetta sjúkraskýli ekki hérna og hvað hefði þá orðið um mig og barnið? Þá hefðir þú varla verið hérna heldur. Grace horfði þakk- látá hana. — Við Neil getum aldrei fullþakkað þér. — Marfa, Neil og Fanný hefðu sjálfsagt bjargað þessu. Börnum tekst yfirleitt að komast í heiminn, hvernig sem þau fara að þvf. En mér þótti vænt um að geta hjálpað þér, Grace. Þú varst hugrökk og hjálpaðir mikið til sjálf. Ég verð að játa að ég hafði áhyggjur vegna þess að þú hafðir dottið. Það hefði getað valdið vanda. — Þú vissir ekki, að ég get verið hörkutól, þegar eitt- hvað er í húfi, sagði Grace og brosti. — Að eðlisfari er ég mesti klauf i, brýt hluti, hrasa og helli niður ef hægt er. Neil stríðir mér mikið með því. — Farðu varlegar næst, sagði Penny alvarleg. — Þú varst heppin í þetta sinn. Penny eyddi síðari hluta dagsins á veröndinni og fylgdist með Paul og öðrum innfæddum pilti, sem reyndu að koma skipulagi á blómabeðin umhverfis torgið milli kofanna. Fanný kom öðru hverju út og skip- að þeim fyrir og Penny dáðist að því hvað hún var ákveðin. Ekki var að sjá að steikjandi hitinn hefði minnstu áhrif á hana og hún var ein þeirra fáu í búðun- um, sem ekki lagði sig á heitasta tíma dagsins. Það var henni að þakka hvað allt var hreint og þrifalegt i búðunum, því í rauninni höfðu þeir innfæddu engan áhuga á garðyrkju og án Fannýjar væri áreiðanlega alltá kafi í gróðri. Hvergi annars staðar sást lífsmark og Penny var fegin að Roy hafði ekki leitað hana uppi eftir samtalið við Júlíu. Hún gerði ráð fyrir að Mike hefði f undið honum eitthver verkefni, því hún hafði séð á eftir þeim yf ir að verzluninni fyrir góðri stundu. Hún horfði á Fannyju og velti fyrir sér hvað hún ætti að gera varðandi heimboðið til þeirra Wills um kvöldið. Þau höfðu ekki boðið Roy. Átti hún að fara án hans? Eða átti hún að f inna sé afsökun? Hvort sem hún gerði, særði hún einhvern. Guði sé lof að kofarnir beggja megin við hana voru tómir. Með því móti var hún meira út af fyrir sig. Þegar hún gekk yfir að matsalnum um kvöldið, var hún enn ekki búin að ákveða hvað gera skyldi Fanný heilsaði henni fagnandi og ekki bætti það úr skák. — Það verður svo gaman í kvöld, Penny. Paul gaf mér nýja uppskrift af ávaxtasalti, sem ég ætla að hafa á boðstólum. Vonandi verður það gott. — Það verður það áreiðanlega fyrst þú býrð það til svaraði Penny og settist í sæti sitt. Hún vonaði að Roy vildi láta vera að sýna eignarrétt sinn yfir henni við þessa máltíð. Mike virtist í betra skapi núna og brosti meira aðsegja þegar hann settistgegnthenni. Roy kom ekki f yrr en góðri stund seinna og enginn hafði minnzt einu orði á að hann vantaði. — Hann er að Ijúka verki fyrir mig sagði Mike, eins og ekkert væri sjálfsagðara. — Hænsnin sluppu út og hann er að laga girðinguna. Hann leit ekki á Pennýju sem fór að gruna hann um að hafa falið Roy verkið beinlínis til að hann yrði af máltíðinni með hinu fólkinu. — Hann hefði líklega getaðtekið sér matarhlé, sagði Penny og horfði ögrandi á Mike. Hann var hugsandi á svip. — Hann borðar annað hvort með Júlíu í skýlinu eða á eftir okkurMike greip vínglasiðog tæmdi það í einum teyg. — Han virtist ekki hafa neitt á móti því að halda áfram með girðinguna áðan. Svo þarf hann víst að ræða eitthvað við Júlíu. Penny slakaði á. Nú gat hún farið til Fannyjar á eftir, fyrst Roy var upptekinn annars staðar. Skyndilega gerði hún sér grein fyrir að hún hafði verið eins og fest upp á þráð og gramdist það. Ef til vill hafði hún bara imyndað sér að hitt fólkið sýndi henni andúð? Skrýtið, en í hádeginu, þegar Roy hafði verið hérna, hafði and rúmsloftið verið allt annað. Nú voru allir rétt eins og þeir áttu að sér. Mike náði henni í trjágöngunum. Hann var klæddur Ijósum buxum og skyrtu, fráhnepprti í hálsinn. Andlit hans var dökkbrúnt og það var kímnisglampi í augun- um. Pennýju fannst hann líta óvenju vel út þá stundina. — Það dimmir ekki f yrr en eftir hálftíma, sagði hann glaðlega. — Langar þig ekki að ganga niður að ánni? — Jú garnan. Hún leit á hann, svolítið feimin og ekki alveg viss um hvernig hún átti að bregðast við þessu óvænta tilboði. — Ég hef gott af því að ganga svolítið, þegar ég sit eða ligg allan daginn. — Vincent sagði mér, að þú ætlaðir að hjálpa þeim i sjúkraskýlinu áfram. — Já, hann hefur svo mikið að gera. Það er það - minnsta sem ég get gert. Hef ur þú nokkuð á móti því? — Nei, síður en svo. Mér finnst það tilvalið. Hann brosti svo skein í hvítar tennurnar í brúnu andlitinu. — Það kemur íveg fyrir aðþú misstígir þig oftar. — Ég vissi ekki að ég hefði misstigið mig. Er svo mikið um f reistingar hérna, eða hvað? Ekkert næturlif, ekkert nema heimboðin hjá Fannýju. Ég hlakka til að bragða nýja salatið hennar í kvöld. En ef ég held áf ram að gera ekkert nema sofa og borða, sprengi ég utan af mér fötin. Þau voru komin að stígnum, sem lá niður að ánni. Mike nam staðar og leit f ast á hana. — Ég held að varla sé hætta á þvi. Þú lýtur mun betur út núna en þegar ég sá þig fyrst. Skuggarnir undir augunum eru horfnir og þú er ekki eins döpur á svipinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.