Tíminn - 16.04.1977, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.04.1977, Blaðsíða 9
Laugardagur 16. april 1977 9 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Auglýs- ingastjóri: Steingrfmur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur f Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur I Aóalstræti 7, sími 26500 — afgreiðsluslmi 12323 — auglýsingaslmi 19523. Veröllausasölu kr. 60.00. Askriftar- gjald kr. 1.100.00 á mánuði. Blaöaprenth.f. Tillögur Nordals Hér i blaðinu hefur verið vikið að þvi nokkrum sinnum að undanfömu, hvort ekki væri rétt að lækka vextina, en gefa sparifjáreigendum kost á verðtryggingu i staðinn. Rökin fyrir háum vöxtum em þau, að þeir séu nauðsynlegir vegna sparifjár- eigenda. Vissulega má ekki gleyma sparifjáreig- endum i þessu sambandi, þvi að enga hefur verð- bólgan leikið grálegar en þá. Hér kemur það til at- hugunar, hvort ekki megi tryggja hag sparifjár- eigenda betur með þvi að gefa þeim kost á verð- tryggingu. í grein, sem Jóhannes Nordal banka- stjóri birti i Fjármálatiðindum fyrir nokkrum misserum, vék hann að þessu eftir að hafa rætt um lög, sem voru þess efnis, að fjárfestingarsjóðir endurlánuðu með sömu kjörum og þeir verða að sæta sjálfir. Jóhannes Nordal sagði, að i framhaldi af þessari lagasetningu þyrfti að fara fram endur- skoðun almennra lánskjara, og kæmi þá einkum tvennt til athugunar. Um það fórust honum orð á þessa leið: ,,í fyrsta lagi endurskoðun á lánskjörum lif- eyrissjóða, en verðtrygging á fé þeirra er brýn nauðsyn, ef þeir eiga að geta tryggt félögum sinum viðunandi lifeyri i framtiðinni. Er ekki óeðlilegt að lánskjörum þessum verði breytt með hliðsjón af hinum nýju lánskjörum fjárfestingarlánasjóða. í öðru lagi er timabært að athuga að nýju, hvort ekki sé rétt að koma á flokki verðtryggðs sparifjár i innlánsstofnunum. Með þvi móti mætti bæði bæta hagsparifjáreigenda sem svo mjög hefur hallað á að undanfömu, og um leið efla sparifjármyndun og getu bankakerfisins til að mæta brýnum rekstr- arfjárþörfum atvinnulifsins.” Hér var vissulega hreyft mikilsverðu máli, og ef til vill þvi stærsta, sem gæti hamlað gegn verð- bólgunni og verstu afleiðingum hennar, en þar er átt við meðferðina á sparifjáreigendum. Enn hef- ur þó ekki orðið úr framkvæmdum sem skyldi, og á það vafalaust sinn þátt i þvi, að sparifé i bönkum hefur raunverulega farið minnkandi siðustu misserin, miðað við vaxandi þarfir atvinnuveg- anna. Er þvi ekki kominn timi til, að þeim hug- myndum, sem felast i framangreindum ummæl- um Jóhannesar Nordals, verði sinnt betur? Sérkröfurnar víki Það er yfirleitt ekki oft, sem Þjóðviljinn skrifar skynsamlega um efnahagsmál siðan Alþýðu- bandalagið kom aftur i stjórnarandstöðu. Þó gerð- ist þetta i gær, þegar komizt var að þeirri niður- stöðu i forystugrein blaðsins, að náist samkomu- lag um kjarabót til handa láglaunafólki, verði sér- kröfurnar að biða betri tima. Það myndi mjög greiða fyrir samningum, ef um þetta atriði næðist sem fyrst samkomulag milli aðila vinnu- markaðarins. Reynslan hefur oft orðið sú, að sér- kröfurnar hafa valdið mestum erfiðleikum og tafið samkomulag. Það sjónarmið atvinnurekenda er vel skiljanlegt, að þeir séu tregir til að samþykkja almenna hækkun fyrr en samkomulag hefur orðið um sérkröfurnar. Eins og ástatt er nú, er það vissulega rétt hjá Þjóðviljanum að sérkröfurnar ættu að biða betri tima. Þ.Þ. Vladimar Lomeiko: Hvi var tiUögum Carters hafnað? Dyrunum er samt haldið opnum t rússneskum fjölmiölum er nú lagt kapp á aö gera grein fyrir þeirri afstööu Sovétmanna aö hafna tillög- um Carters um samdrátt kjarnorkuvopna, en jafn- framt látiö koma fram, aö enn sé öllum dyrum haldiö opnum. Eftirfarandi grein Lomeikos mun allgott sýnis- horn þess, hvernig rússnesk- ir fréttaskýrendur túlka þetta mál. SOVÉZKIR leiötogar höfn- uöu bandarisku tillögunum I Saltviöræöunum vegna þess aö þær miöuöu aö einhliöa ávinningi fyrir Bandarikin. Þetta er álit margra kunnugra fréttaskýrenda og kjarni margra fréttaskýringar- greina, sem birzt hafa um viöa veröld, m.a. I bandarisk- um blööum. New York Daily News ritar t.d. aö jafnvel þeir, sem séu hliöhollir þeirri afstööu, sem Bandarikin hafa tekiö i umræöunum um eftirlit meö vopnabúnaöi séu sammála ásökunum Sovétmanna um aö bandarísku tillögurnar heföu veitt Bandarikjunum einhliöa ávinning. New York Times bendir á, aö margir vestrænir stjórnarerindrekar hafi sagt bandarisku tillögurnar ósveigjanlegar og óraunhæf- ar. Fréttaskýrandi ABC sjón- varpsfyrirtækisins sagöi, aö bandarisku tillögurnar heföu sett Sovétrikin I óhæga aö- stööu. Samtimis reyna sumir á Vesturlöndum fyrst og fremst bandarisk blöö, aö rangfæra afstööu Sovétrlkjanna til viöræönanna, en lýsa tillögum Bandarlkjanna sem ,,stór- skrefi i átt til friöar”. Til þess aö sjá hlutina I slnu rétta ljósi skulum viö llta á sögu þessa máls og taka siö- ustu viöburöi til Ihugunar. FYRSTI sovézk-bandarlski samningurinn um takmörkun árásarvopnabúnaöar var undirritaöur i Moskvu i mai 1972. Samkomulagiö, sem gert var i Vladivostok I nóvember 1974, fól I sér aö ákveöinn var hámarksfjöldi kjarnorkueld- flauga sem hvor aöili um sig mátti hafa. Báöir aöilar samþykktu aö efna til annarra viöræöna (Salt-2) til þess aö semja gagnkvæmt aögengi- legan samning á grundvelli þessa samkomulags. Neikvæö afstaöa Bandarikjamanna taföi viöræöurnar, en þeir neituöu aö taka allar tegundir buröareldflauga meö inn I samninginn og stóöu fast á þvi aö telja meöallangdrægar sovézkar sprengjuflugvélar til ,,árásar”-vopna. Engu að slður voru viðræöurnar komn- ar á lokastig og þeim heföi máttljúka meö þolinmóöri leit aö gagnkvæmt aðgengilegri lausn á þann hátt aö öryggi hvorugs aðilans heföi beöiö tjón. Stjórnin I Moskvu batt vonir um frekari árangur Salt-2 viöræönanna viö heimsókn Vance, einkanlega þar sem Moskvusamningurinn frá 1972 rennur út I október n.k. Sovézki utanríkisráöherrann, AndreiGromiko, lagöi áherzlu á þaö, aö af sovézkri hálfu væri gengiö út frá þvi, aö Salt- samninginn ætti aö byggja á þeim grundvelli, sem lagöur var I Vladivostok og svo miklu erfiöi haföi veriö til kostaö aö gera. Þetta er eina leiöin til . Brésnjef og Vance þess að tryggja stööugleika og gankvæma viröingu fyrir hagsmunum hins aðilans innan tvihliöa samstarfs. En hvaö höföu hinar póli- tisku föggur Vance, sem hann kom meö til Moskvu, aö geyma? Hann kom meö tvær „nýjar” áætlanir I staö áframhalds sovézk-banda- risku viöræönanna um þetta mál, sem hefur svo mikla þýö- ingu fyrir tilveru alls mann- kynsins. Báöar tillögurnar voru óaðgengilegar, fyrst og fremst vegna þess, að þær virtu að vettugi samkomulag sem búið var að gera áöur — árangur margra ára erfiöis beggja aöila, og rufu einhliöa hiö almenna styrkleikajafn- vægi. Carter sjálfur sagöi á blaðamannafundi 30.marz, að hann hefði ekki haft neinar upplýsingar þess efnis, að Sovétrikin myndu samþykkja hinar nýju tillögur hans. Hann játaði einnig, að þessar tillög- ur fælu i sér allróttækt frá- hvarf frá fyrra samkomulagi. 1 ÞESSU sambandi vakna margar spurningar, og svör viö þeim eru greinilega ekki stjórninni I Washington I hag. Rétt er aö spyrja til hvers sovézkir og bandariskir sér- fræðingar á sviöi árásar- vopnabúnaöar leituöu lengi aö gagnkvæmt aðgengilegum grundvelli almenns styrk- leikajafnvægis, ef annar aöil- inn gerir þessa viðleitni allt I einu aö engu? Hver var hug- myndin aö baki þvi aö fara meö tillögurnar til Moskvu, úr þvi þaö var fyrirfram vitaö aö þeim yröi hafnaö? Var þaö gert I áróöursskyni, eins og Washington News Star heldur fram? Og ennfremur, — var sá asi, sem var á forseta Bandarikj- anna aö láta i ljós álit sitt á niöurstööum Moskvuviöræön- anna staöfesting á alvarlegri afstööu til jafnflókins vanda- máls eins og Salt-2 viöræön- anna? Jafnvel áöur en Carter hafði fengiö skýrslu Vance um viöræöurnar flýtti hann sér, þótt hann viöurkenndi að hon- um væri ekki kunnugt um rök- semdir sovétstjórnarinnar fyrir afstööu sinni, að leggja dóm sinn á viöræðurnar og talaöi um óeinlægni hins aðilans aö viöræöunum. Og siðast en ekki sizt: Er þaö hægt, á timum eins og nú, þegar þjóöirnar eru svo háöar hver annarri, aö gefa viövörun I formi úrslitakosta þess efnis, aö fari Genfarviöræöurnar út um þúfur séu Bandarikin knú- in til að Ihuga framleiðslu nýs vopnakerfis? Þetta allt ber tæpast vott um gagnkvæma viröingu og heiöarlega af- stöðu, sem óhjákvæmilega er þörf fyrir I samskiptum á jafnréttisgrundvelli. Tilraunir til þess aö beita Sovétrikin brögöum eöa til þess að beita þau þrýstingi geta ekki leitt til jákvæöra viöræöna. Aöeins heiðarleg og ábyrg afstaða á grundvelli jafnréttis, sem ekki skaöar gagnkvæmt öryggi, geta leitt til árangurs varöandi tak- mörkun árásarvopnabúnaöar. Þrátt fyrir þaö, aö núver- andi tillögur Bandaríkjanna séu óaögengilegar, heldur stjórnin I Moskvu dyrunum opnum til viöræöna I þeirri von, að Bandarikin vilji einnig leggja sitt af mörkum til rétt- láts og gagnkvæmt aögengi- legs samkomulags. Af sinni hálfu eru Sovétrlkin reiöubúin til þess.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.