Tíminn - 30.04.1977, Page 10

Tíminn - 30.04.1977, Page 10
10 Laugardagur 30. april 1977 Anna Sigríður Björnsdóttir sýnt grafík um allt land til þess að kynna grafík- list Þrátt f yrir annars mik- inn myndlistaráhuga hér á landi, var eins og aðeins fáar útvaldar mynd- listargreinar ættu upp á pallborðið hjá þjóðinni: Olíumálverk uppi á vegg og myndastyttur úr kopar. Mjög sjaldgæft var, að listmálarar sýndu vatnsliti, teikningar eða graf ík á sýningum sínum, öll áherzlan var lögð á olíumálverkið. Því skal ekki neitað, að oliulitir eru sterkur tjáningarmiðill í mynd- list, en eigi að síður þá eru önnur efni áhrifa- mikil, einkum og sér í lagi þar sem þjóðirnar hafa þróað með sér sveitir manna, sem þeim sinna. Ein þessara listgreina, sem ekki áttu upp á pallboröið hjá almenningi og yfirvöldum, var grafikin. Við sáum það á stórri sýningu á Kjarvalsstööum, þar sem yfirlit var gefiö yfir graf- Iska vinnu i landinu á þessari öld, að svo að segja allir mynd- listarmenn okkar, eða málarar, hafa gert grafik: fjölfaldaðar myndir, og hefðu vafalitið gert fleiri ef áhugi hefði verið fyrir hendi hjá þjóöinni, og vafalaust hefðu margir þeirra náð langt i A sýningunni er viðtækt myndaúrval af verkum frú önnu Sivrlðar. Ein listakona, sem lagt hefur i mikla vinnu til þess að kynna almenningi grafik, er Anna Sigriður Björnsdóttir, sem verið hefur með farandsýningu viöa um land að undanförnu. Hún hefur ekki aðeins sýnt myndir sin?ir i fjölmennari þéttbýlis- kjörnum, heldur svo að segja hvar sem er. Var á Hvamms- tanga um páskana og núna hangir sýning hennar i Mennta- skólanum við Hamrahlið, þar sem ungmenni, grá i gegn af latinu vetrarins, geta hvilt huga sinn um stund og dáðst að fag- urri list. Við hittum Onnu Sigriði Björnsdóttur að máliv á dögunum og inntum hana eftir kynningarstarfi hennar á grafik og ýmsu öðru er listina varðar. Hún hafði þetta að segja, m.a.: — Kveikjan að þessari farandsýningu var ef til vill Fiskur undir steini, sem sýndur var i sjónvarpinu. Þar var það gefið til kynna, að ibúar hinna smærri staða og fjarlægari hefðu litinn áhuga á menningar- málum, enda ekki úr miklu að moða. Ég hafði um árabil verið haldin þeirri áráttu að gera myndir, teikningar, málverk og grafikmyndir. Atti ég um þessar mundir talsvert safn af Grafikmynd eftir önnu Sigriði Björnsdóttur. Ein þeirra er til- heyra ferðasýningunni. þessari listgrein, svo ekki sé meira sagt. Anna Sigríður Björnsdóttir Nú hefur á hinn bóginn orðið á þessu talsverð breyting. Vatns- litur á greiðan aðgang að þjóðinni og er sýndur á sýningum myndlistarmanna i vaxandi mæli. Tækni sem þróazt hefur erlendis, meðan viö sátum hjá, hefur skotið hér rótum, en ef til vill hefur sóknin hjá grafikerum verið öflugust. Komiö er upp i landinu fjölefli grafiklistamanna, sem hafa verið óþreytandi að kynna almenningi verk sin og vinnu. Haldnar hafa veriö stórar og skemmtilegar sýningar, þar sem einn eða fleiri grafiklista- menn hafa sýnt verk sin — og almenningur hefur ekki látið sitt eftir liggja. Smám saman hefur þessari listgrein vaxið fiskur um hrygg, og fullyrða má, að tekizt hafi að koma á tengslum milli þjóöarinnar og hinnar grafisku listar. Anna Sigríður Björnsdóttir grafikmyndum, sem i raun og veru lágu aðeins niðri i skúffu, engum til gleði eða gagns. Auðvitað hafði ég tekið þátt i ýmsum samsýningum grafik- listamanna, sem sent höfðu sýningar til útlanda og einnig hér heima. Einkum virtust það þó erlendir menn, sem fengu þessar myndir, sem flestar hurfu i fjöldann. Þegar svo athygli var vakin á þröngum kosti landsmanna á list og menningarefni, þá ákvað ég að setja saman sýningu, sem farið gæti bæ úr bæ. Valdi ég til þess 39 grafikmyndir, enn- fremur plötur og dálitla lesningu, sem kynnti almenn- ingi hvernig grafikmyndir verða til, ef þetta mætti verða til þess að efla áhuga manna i strjálbýlinu fyrir myndlist og þá grafik um leiö. Grafík um landið — Fyrsta sýningin var svo haldin i Keflavik. Hún var vel sótt. Næst var sýningin send upp á Akranes og svo til Grinda- vikur, sem svo óvænt hafði komið i sviðsljósið. Þar voru sýningargestir 151, eða um 9% afibúum staöarins, sem verður að teljast góð þátt- taka, a.m.k. ef borið er saman við fjölda sýningargesta á myndlistarsýningum i höfuð- borginni. Ég stóð sjálf fyrir þessum sýningum. Þar næst skrifaði ég ýmsum sveitarfélögum, sem höfðu menningarmál á stefnuskrá sinni, svo og skólum, menn- ingarnefndum og félaga- samtökum, og bauð þeim að lána þeim sýninguna, sem búið var haganlega um til ferðalaga. Var gert ráð fyrir, aö þeir fengju hana senda, settu hana upp, eftir ákveðnum reglum og sendu hana svo til baka eftir hæfilegan tima. Þessu var vel tekið, og fór sýningin viða og sums staöar var mér boðið að koma og vera viðstödd sýningarnar, þar sem fólk í listum eg skýröi vinnu grafiklista- manna, myndefnið og fleira. Þarna kynntist ég mörgu ágætu fólki, en of langt mál yrði að greina frá þvi öllu. Einna minnisstæöast verður mér þó ferð út i Grimsey i nóvember i hitteöfyrra, en þá var haldin þar hátið á afmælisdegi William Fiske, en hann var velgerðar- maður Grimseyinga. Siðan lá leið sýningarinnar til Akraness, Bolungarvikur, Þing- eyrar, Suðureyrar, Selfoss, Akureyrar, Tálknafjaröar, Bildudals, Flateyrar, Greni- vikur, Húsavikur, Hriseyjar og guð veit hvaö. Lika fór hún um Austfirði og eftir að hafa verið á Hvammstanga, fer hún til Borgarfjarðar eystri. Sýningin hefur yfirleitt verið vel sótt og stundum hefur helm- ingur ibúa á staðnum komið, t.d. á Tálknafirði, og þúsundir manna hafa ritað nafn sitt i sér- staka gestabók, sem sýningunni fylgir. Ég held að sýningunni hafi yfirleitt verið vel tekið. Mér voru send þakkarbréf, og mér er kunnugt um að ýmsir lögðu talsvert á sig til þess að komast á sýninguna, lögðu frá sér flatningshnifinn i miöri önn, tóku sér fri frá störfum til þess að skoða þessar myndir, og það gleður mann auðvitað. Tóku sér fri frá vinnu til að sjá grafík Mjög athyglisvert er aö sjá viðbrögð manna við mynd- listarverkum. Sumir koma af forvitni, aðrir af áhuga. Eflaust finnst mörgum þessar myndir ljótar, og skiptir þá ekki máli hvort þær mega teljast mynd- rænar, eða eru i svokölluðu abstraktformi. Svo viröist sem það sé stemningin i myndunum, sem mest hefur að segja, en allavega er það hollt hverjum listamanni að hitta sumt af þvi fólki, sem ég hefi hitt og heyrt láta skoðanir sinar i ljósi á ein- lægan hátt. 1 höfuðstaðnum er viðhorf manna oft á tiðum mótaö af gagnrýnendum, sem koma fram i fjölmiðlum til leiðsagnar. Viðhorfiö mótast þar yfirleitt ekki á sýningunum heldur miklu fremur i fjölmiðlunum — og er það verr. Menningaráhugi sízt minni úti á landi Ef málin eru skoðuð i ró og næði og þvi velt fyrir sér, hvort menningaráhugi sé minni i strálbýli en i þéttbýli, verður það varla sagt. Gott dæmi um þetta er samsýning sem gagnrýnendur blaða gengust fyrir að Kjarvalsstöðum i desember I fyrra. Þetta er ef til vill skásta samsýning, sem haldin hefur verið hér á landi lengi. Sýningin var rækilega kynnt i fjölmiðlum og stórmenni var viöstatt opnun sýningarinnar. Þrátt fyrir allt, þá var aðsókn listunnenda að þessari sýningu mjög dræm. Fystu dagana eftir opnun sýningarinnar var fjöldi gesta viðlika mikill og á hljóö- látri grafiksýningu norður á Raufarhöfn, sem aðeins var opin i tvo daga. Hvað segja menn svo um „menningaráhug- ann” úti á lándi? sagöi Anna Sigriður Björnsdóttir að lokum. Jónas Guðmundsson Færð á vegum batnar á Norðaustur- og Austurlandi gébé Reykjavik — Veðrið hefur gengið niður á Noröaustur- og Austurlandi, en mjög mikill snjór er á fjallvegum öllum. — Færö fer óöum batnandi á þessum stöðum og viða er veriðaö ryöja heiðar og Sveit óska eftir að koma 12 og 14 ára drengjum á góð sveitaheimili. Sími (91) 8-57-88. skörð, sagði Hjörleifur ólafsson hjá vegaeftirlitinu I gær, og gaf Timanum eftirfarandi upplýsing- ar: A miðvikudag var Lónsheiöi rudd og opnuð og er þvi fært aust- ur á Eskifjörð og til Egilsstaöa. 1 gærmorgun var hafizt handa um að ryðja Oddsskarð, en ekki er ljóst hvenær þvi verki lýkur. Fjaröarheiði er aöeins fær snjó- bilum, en vlðast er fært um Hér- að, næst Egilsstöðum. Allt Suöurlandsundirlendið er vel fært, svo og um Bprgarfjörð og Snæfellsnes. Vegurinn hefur heldur þyngzt vestur i Reykhóla- sveit um Svinadal og fyrir Gils- fjörö, en fært er fyrir stærri bif- reiöar i nágrenni Patreksfjarðar. Fært er milli Flateyrar og Þing- eyrar, og á Breiöadalsheiði hófst mokstur I gær. Vegurinn milli Isafjarðar og Bolungarvikur er ágætur, og eins inn i Súðavik. Snjólaust var á Holtavörðuheiöi og ágæt færö aö Drangsnesi og sömu sögu er aö segja um allt vestanvert Norðurland og Skaga- fjörðinn. 1 gær var byrjað að ryöja veginn milli Fljóta og Siglu- fjarðar. Nokkur snjóþæfö mun hafa verið á öxnadalsheiöi, og er ætlunin aö ryðja hana I dag. í gær var vegurinn frá Akureyri til Dalvikur hreinsaður, en mikill skafrenningur hefur verið austan Akureyrar og vegir litt eöa ekki færir. Byrjað verður á að ryðja Ólafsfjaröarmúla strax og færi gefst, en I dag veröur vegurinn frá Akureyri til Húsavikur rudd- ur. Vegna náttúruhamfara i Mý- vatnssveit, hafa vegir þar veriö ruddir og þeim haldið opnum. Það mun vera fært jeppum og stórum bilum frá Húsavik fyrir Tjörnes og fært til Raufarhafnar. A norðaustur-horni landsins, eru allar heiöar ófærar, en jeppafæri er og fært fyrir stærri bila með sjónum. Aiigiýsid í Tímanum

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.