Tíminn - 30.04.1977, Qupperneq 11

Tíminn - 30.04.1977, Qupperneq 11
Laugardagur 30. april 1977 11 Afbrot, lögbrjótar og nvjar leiðir Grein sú, sem hér fylgir er eftir dómsmálaráðherra Norðmanna, Inger Louse , Valle, og birtist nýlega i norsku riti sem fjallar um refsimál, Kriminal omsorg. Þar sem mér finnst margt af þvi sem norski ráöherrann segir um þessi mái eiga er- indi við okkur tslendinga, hcf ég leyft mér að þýða greinina, og vona að þar komist það til skiia er ráð- herrann drepur á. Þessi mál eru einnig i sviðsljosinu á tslandi, þótt oft sé um þau fjaltaö af litilli þckkingu og enn minni skiln- ingi. Helgi Gunnarsson, forstööu- maður á Litla Hrauni Þegar maður ræðir refsingar og afbrot við venjulegt fólk, þá hefur það oft mestan áhuga á þessum hefðþundnu afbrotum og hafa þá yfirleitt þá afstöðu til málanna, aö dómar séu alltof mildir oe vfirvöldin of slapphent á þessum körlum, og fangeisis- refsingar séu alltof stuttar. Þessi afstaða kemur aðallega fram þegar rætter um afbrota- unglinga, unglinga sem stela, unglinga sem aka of hratt og þá stundum drukknir, unglinga sem ónáða fólk á götum úti o. s. frv. Þessi afstaða fólks stafar yfirleitt af hræðslu við þessa unglinga og er það útaf fyrir sig skiljanlegt sjónarmið og skal ekki rakið meira að sinni. Eins og við vitum er fortfð þeirra manna sem gista fang- elsin, að minnsta kosti flestra, sú, að þar má tala um andlegan og likamlegan skort i misstór- um mæli frá barnæsku, þetta fólk hefur máttupplifa vöntun á ýmsum sviðum og þá einkum skort á umhyggju og ástúð, sem flestir foreldrar vilja gefa börnum sinum. Skortur á fé- lagslegu og andlegu sambandi við sfna nánustu, og umhverfið i heild setur sin merki á þetta fólk að meira eða minna leyti, Þegar foreldrar og umhverfið bregzt þessum börnum, verða þau að vera mjög sterk til að þola þau andlegu áföll sem þessu fylgja. Að flest af þessu fólki liður af öryggisleysi og vöntun á sjálfs- trausti verður okkur fljótlega ljöst, er við förum að kynnast þvi, og þetta setur á þaö ákveðið svipmöt. Þá er skólagangur þessara manna oft ein hrak- fallasaga, kunnátta þeirra i námsgreinum er yfirleitt langt fyrir neðan meðallag i tilsvar- andi aldursflokki utan fangels- anna, þö er oft hér um að ræða að greind beggja flokkanna get- ur verið svipuð og oft ekkert lakari hjá þeim sem inni sitja. Bæði meðan á fangelsisvistinni stendur, og fyrir hana og á eftir glima svo þessir menn við sál- ræna og félagslega erfiðleika. Fyrir utan þá efnahagsóreiðu sem fylgir þeim eins og skugg- inn. Þá ganga áfengi og eiturlyf eins og rauður þráður gegnum lif þeirra. Það liggur þvi djúpstæð and- stæða i þvi að þjóðfélagið setur i gang sitt refsikerfi i formi sjálf- stæðissviptingar gagnvart hópi þjóðfélaginu sem er verulega hjálparþurfi. Þetta hefur þau á- hrif að erfiðleikar þessa hóps aukazt verulega. Þessi mótsetn- ing liggur i þvi að löggjafinn hygst ná tilgangi sinum þeim að skapa löghlýðni hjá almenningi, þannig að þeir sem verða fyrir refsingunni verða ekki þolendur þess markmiös löggjafans, heldur þeir sem ekki gerast lög- brjótar. Þeir sem refsað er, verða þvert á móti afgangshóp- ur, sem ekki er hægt að með- höndla eins og flest fólk og verða utangarðs i þjóðfélaginu. Litum við á orsakimar sem liggja til þessarar utangarðstil- veru, sjáum við fljótt að þetta fólk þyrfti fremur á hjálp að halda en refsingu. Ef hinn mannúðlegi tilgangur refs- ingarinnar á að nást, stöndum við frammi fyrir þeirri alvar- legu staðre'ynd. Hvernig getur refsing orðið til hjálpar og hven- ær er hún til ills? Við sem störf- um að þessum málum verðum að vona að við getum fundið lausn á þessu vandamáli með við- hlitandi árangri. Fangelsisrefs- ing er, þegar litið er á árangur löggjafans af henni annars veg- ar og einstaklinga, sem fyrir henni verða, hins vegar, ófull- nægjandi lausn á alvarlegu vandamáli, þ.e. afbrotum, en kostar hins vegar þjóðfélagiö mikla peninga. Þannig er talið að fangi sem situr inni i Noregi kosti þjóðfélagið sem svarar 10.000 kr. isl. á sólarhring. Við- urkenning á þessu vandamáli hefur komið hvað eftir annað fram bæði i Noregi og á alþjóða- ráðstefnum hingað og þangað i heiminum, en enn sem komið er hefur engin fullkomin lausn fundizt á þessu máli. Spurnmg- in hlýtur þvi að vera sú hvort hægt mundi vera að ná betri árangri með þviað byggja upp kerfi sem væri sveigjanlegra i framkvæmd heldur en það sem við notum nú, og reyna jafn- framt að ná betri árangri með frelsissviptingunni, þar mætti hugsa sér aukið skilorðseftirlit o.fl. Eittaf þvi erfiðasta sem við er að fást á þessu sviði er að styðja fangana sem afplánað hafa sinn dóm út i lifið á ný, eða út i atvinnulifið eins og stundum er sagt. Þetta er ofthægara sagt en gert vegna þess að þess- ir menn sem styðja þarf út 1 at vinnulifið, hafa margir hverjir litið komizt i snertingu við það einkum þeir unglingar sem nú sitja i fangelsum og þetta gerir þennan stuðning ekki léttari. Þar að auki fækkar stöðugt þeim störfum sem ófaglærðir menn vinna I þjóöfélögunum en sérhæfingin eykst að sama skapi og oft er likamskröftum þessara manna það áfátt eftir langa óreglu, að þeir eru litt færir til likamlegrar vinnu. Við höfum nú á siðustu árum byrjað að færa skólana inn i fangelsin ef svo má segja. Þann er þvi slegið föstu að þjóðfélag- inu sé skylt að gefa þessum mönnum aögang að námi, likt og þaö gefur öðrum þegnum sin- um kost á að mennta sig. Menn ættu samt ekki að vænta neinna kraftaverka af þessari tilraun en halda henni ákveðið áfram. Nú hefur i ýmsum löndum verið talað um að koma upp vinnumiðlunarskrifstofu fyrir fanga, sem látnir eru lausir á skilyrðum, eöa þeim sem fá reynslulausn, og einnig er meiningin að öll félög á vinnu- markaðinum séu tengd þessari vinnumiðlun á einhvern hátt. En samhliöa þarf að byggja upp stuðning við þessa fanga með fleiri þáttum og gera það með myndarskap, annars munum við ekki ná neinum árangri. Ef við ekki náum árangri með endurhæfingu eru öll markmið sem við kunnum að stefna að i þessum málum ónáanleg og það fyrirhittir ekki aðeins lögbrjót- inn heldur og allt samfélagið sem honum er ætlað að lifa og starfa i. Þetta er ekki spurning um manneskjulega meðferð, vinna að þvf einnig að reyna éin- Mér finnst að við ættum að vinna að þvieinnig að reyna ein- hverjar nýjar aðferðir, sem komið gætu i stað fangelsisút- tektar og þar vil ég minnast á það sem Englendingar netna Communty Service eða sem kalla mætti samfélagsþjónustu. Þessi aðferð fellst i þvi að lög- brjótnum er hjálpaf meðþvi að hann er látinn vinna ákveðinn klukkustundafjölda i fristund- um sinum og þá án nokkurrar greiðslu við ýmis hjálparstörf i þjóðfélaginu t.d. við lagfæring- ar á ibúðum eldri fólks og fatlaöra eða við að aðstoða sjúka og hjálparþurfi. Auk þess mætti hugsa sér, að þeir yrðu látnir taka til hendi við ýmis konar þrif á viðkomandi bæ eða þorpi. Það vinnst ýmislegt við að láta lögbrjótinn greiða sam- félaginu til baka með vinnu sinni. i fyrsta lagi: Hann greiðir fyrir brotið. 1 öðru lagi er þetta leið til að koma honum aftur I sáttvið það samfélag sem hann áður var upp á kant við. Þetta . verður þó að fara hægt af stað og yrði nánast um tilraun að ræða en það breytir ekki þvi, að við verðum að taka upp þær nýjungar sem koma fram á þessum sviðum sem öðrum. Og full ástæða er til að hinar svo- kölluðu menningarþjóðir láti til sin taka á þessum sviðum. Kl. 16.00 á laugardag, 30. april, opnar Jónas Guömunds- son, rithöfundur og listmálari málverkasýningu að Kjarvals- stöðum. Sýningin stendur til 8. mai, sem er sunnudagur. Á sýningunni eru rúmlega 70 myndir, mest vatnslitamyndir, og eru þær málaöar á þessu og siðasta ári. Þá eru einnig nokkur eldri verk með á sýningunni, þar af nokkur sem eru i einkaeign. Jónas Guðmundsson heldur innan skamms til V-Þýzka- lands, þar sem sýning á verkum hans verður i Galleri Clasing, en honum var boðið að halda þar einkasýningu. Veröur su sýning opin i tvo mánuði og er árleg „vorsýning”, sem stofnunin heldur til kynningar á þýzkum eöa erlendum listamönnum. Jónas Guðmundsson með myndum sinum. Efri myndin er af Drafnarstig og sýnir Skáholt og Mörk, og greina má hús Eld- eyjar — Hjalta. Neðri myndin er ollumálverk af Eldeyjarbanka. Jónas sýnir að Kjarvals- stöðum Happdrætti til styrktar Alþýðuleik húsinu Starfshópur, er starfar á vegum Alþýðumenningar, Reykjavik, hefur ákveðið að efna til happ- drættis til stuðnings Alþýðuleik- húsinu. Þeir sem skipa þennan starfs- hóp hafa fylgzt af miklum áhuga með starfsemi Alþýöu- leikhússins og hrifizt mjög af sýningum þess á Krummagulli og Skollaleik, sem leikhúsið hef- ur þegar sýnt viðs vegar um landið. Góð aðsókn og mjög góð- ar undirtektir hafa sannað gildi leikhússins. Félagar Alþýðuleikhússins hafa fullan hug á að halda starfi sinu áfram, og I ágúst er fyrir- hugað aö leggja upp I leikför noröur og vestur um land og halda uppi sýningum allt fram á vor 1978. Þessar fyrirætianir steyta þó viða á skerjum og er það, sem fyrr, fjárhagslega hliðin sem mestui . vandkvæð- um veldur.Vantarenn talsvert á að endar nái saman, þrátt fyr- ir þaö, að fjölmargir aðilar hafi stutt leikhúsiö af miklum rausnarskap. Með happdrættinu vill starfs- hópurinn gefa sem flestum kost á að leggja sitt af mörkum til að tryggja starfsgrundvöll leik- hússina. Jafnframt vill starfs- hópurinn knýja á um að hið opinbera veiti ieikhúsinu verö- skuldaöan fjárhiagslegan stuðn- ing. Vinningar eru málverk eftir kunna listamenn og bækur aö eigin vali. Steindórskvöld hjá Framtíðinni Stúkan Framtiðin heldur ár- lega svokölluð Steindórskvöld, sem kennd eru við Steindór Björnsson frá Gröf, og verður Steindórskvöldið þessu sinni I Templarahöilinni mánudaginn 2. mai og hefst klukkan hálf-niu. Þetta er opinn fundur. Steindór Björnsson frá Gröf stofnaði styrktarsjóö stúkunnar á fimmtlu ára afmæli hennar 1968, og eftir hans dag var gerð skipu- lagsskrá, og var þá látinn renna I hann jaröarfararsjóöur, sem Steindór haföi stofnað löngu áður, ásamt fleiri mönnum. Steindór hafði teiknaö minn- ingarspjöld fyrir þennan sjóð og Sjúkrasamlag Reykjavikur, og eru þau nú notuö litið breytt fyrir „hjálparsjóð til minningar um Steindór Björnsson frá Gröf” eins og sjóöurinn heitir nú. Fást þau I Bókabúð Æskunnar á Laugavegi 56 og hjá Kristrúnu Steindórsdótt- ur, Kleppsvegi 102. A Steindórskvöldinu eru ávallt einhver skemmtiatriði, auk kynn- ingar á ævistarfi Steindórs.-Verða nú til sýnis dæmi um ljóöaþýðing- ar hans og ljóöagerð hans og nokkurra ættmenna hans. Syst- urnar sjá um kaffið, en gjaldiö fer I sjóðinn.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.