Tíminn - 30.04.1977, Síða 17

Tíminn - 30.04.1977, Síða 17
Laugardagur 30. april 1977 17 Passiukórinn á Akureyri, stjórnandi er Roar Kvam. Tónlistarhátíð á Akureyri 5-8. maí Messías eftir Hándel fluttur í fyrsta skipti utan Reykjavíkur KS-Akureyri. — Tónlistarfélag Akureyrar i samvinnu viö Passíukórinn, mun efna til tón- listarhátíöar á Akureyri dagana 5.-8. maf næstkomandi. A há- tiðinni, sem ber y firskriftina „Tónlistardagar í mai 1977” eru þrennir tónleikar, sem alla má teija einstæða viðburði á Noröuriandi. A fyrstu tónleikunum, sem haldnir verða 5. maí I Akureyr- arkirkju, flytja söngvararnir Sieglinde Kahmann, Rut Magn- ússon, Sigurður Björnsson, Haildór Vilhelmsson og píanó- leikararnir Óiafur Vignir Albertsson og Guðrún Kristins- dóttir söngskrá með innlendum og erlendum iögum, en há- punktur tónleikanna er flutning- ur á „Astarsöngvavölsunum”, lagaflokki op. 26 eftir Brahms, en I flutningi þeirra taka þátt m.a. framantaldir 6 listamenn. Hjónin Sieglinde Kahmann og Sigurður Björnsson koma nú I fyrsta skipti fram á tónleikum á Akureyri, en þau hafa á undan- förnum árum hlotið margs kon- ar viðurkenningu fyrirsöng sinn við þekktustu óperuhús I Evrópu. Föstudaginn 6. mai mun Sin- fóniuhljómsveit Islands koma norður og leika i Iþróttaskemm- unni undir stjórn Hubert Sou- dant, en einleikari á þeim tón- leikum mun verða sellóleikar- inn frægi, Erling Blöndal Bengtsson. A efnisskránni verð- ur ein vinsælasta tónsmiö allra tima, Sellókonsert I H-moll eftir Dvorak, en einnig verður 2. sin- fónia Brahms flutt. Þetta verður I fyrsta skipti, sem einhverjir beztu tónleikar vetrardagskrár Sinfóniuhljóm- sveitarinnar eru endurfluttir á Akureyri jafnframt þvi, að nú eru réttfjögur ár liðin frá þvi að hljómsveitin kom sfðast til Akureyrar. Sunnudaginn 8. mai hefst I Ibróttaskemmunni flutningur á einu þekktasta stórvirki tónbók- menntanna, óratóriunni Messi- as eftir Handel. Flytjendur eru: Passiukórinn á Akureyri, 25 manna kammersveit sk'ipuö fé- lögum úr Sinfóniuhljómsveit- inni, kontinnu- og einleikarar eru: Helga Ingólfsdóttir á sembal, Nina G. Flyer á selló, Lárus Sveinsson á trompet. Einsöngvarar eru: Halldór Vil- helmsson, Michael Clarke, Rut Magnússon, Sigrún Gestsdóttir og Sigurður Björnsson. Konsertmeistari er Guöný Guðmundsdóttir og stjórnandi Roar Kvam. Hér er um að ræöa lang-stærsta tónverk sem flutt hefur verið á Akureyri, og fyrstu heildaruppfærslu á Messiasi utan Reykjavikur. Passiukórinn hefur æft Messias I nærfellt ár, en félagar kórsins eru rösklega 50 talsins. Meö þessari tónlistarhátiö vilja Tónlistarfélagið og Passíu- kórinn gefa Akureyringum og Norðlendingum tækifæri til að njóta tónlistarflutnings, sem jafna má viö þaö bezta sem boð- iö er upp á hérlendis. Héreru aöalmenn i tonlistarlifi Akureyrar. Taliö frá vinstri: Jón Hlööver Askelsson, form. Tónlistarfélagsins, Jón Helgi Þórar- insson, form. Passiukórsins og Roar Kvam, stjórnandi Passiu- kórsins. 1. maí Fyrsta kattasýningin á íslandi F.I. Reykjavik. — Guðrún A. Símonar mun halda kattasýn- ingu i Kristalsal Ilótel Loft- leiöa sunnudaginn 1. mai nk. kl. 2-6. Þetta er fyrsta kattasýning- in á tsiandi og veröur hún opin aðeins þennan eina dag. Sýndir verða Siamskettir í tveim litum, afbrigði af persneskum ketti, einnig þriiitir, tvilitir og einlitir kettir. AUs verða sýndir miili 25 og 30 kettir. Til skemmtunar veröur söng- ur og munu Guðrún A. Simonar og Þurlöur Pálsdóttir syngja kattadúettinn eftir Rossini. Þá mun Guðrún A. Simonar syngja lag eftir Skúla Halldórsson viö texta eftir Guöjón Bjarna Guð- laugsson, en lagið var sérstak- lega samið fyrir Siamsköttinn Kikki. Þá munu nokkrir söngfé- lagar Guðrúnar syngja nokkur lög. Margt fleira verður á dag- skrá, svo sem sýningar á katta- mat i dósum, ólum fyrir ketti, þurrmat, sandi og leikföngum. Börn eiga að koma I fylgd með fullorðnum. Síamskötturinn Kikki mun verða á kattasýningunni 1. maí á- samt fjölskyldu sinni, frú börnum og barnabörnum. Hér á mynd- inni er hann ásamt vinkonu sinni LIsu. Innkaupastjóri óskast Stór stofnun með fjölþætt verkefni óskar eftir að ráða innkaupastjóra. Æskileg menntun viðskiptafræðipróf, eða mikil starfsreynsla. Umsóknum ásamt upplýsingum um aldur, menntun, fyrri störf og hvenær umsaakjandi getur hafið starf óskast skilað til afgreiðslu blaðsins sem fyrst og eigi siðar en 10. mai n.k. merktum „Mai.-10-1977”. AUGLÝSIÐ í TÍMANUM Orlofshús V.R. DVALARLEYFI Frá og með 2. mainæstkomandiverðf,afgreidd dvalarleyfi i orlofshúsum Verslunarmannafélags Reykjavikur að Ölfusborgum i Hveragerði, Illugastöðum i Fnjóskadal, Svignaskarði og Húsafelli i Borgarfirði. Þeirsem ekkihafaáður dvalið i orlofshúsunum á tímabil- inu frá 2. mai til 15. sept., sitja fyrir dvalarleyfum til 9 mai næstkomandi. Leiga verður kr. 9.000 á viku og greiðist við úthlutun. Dvalarleyfi verða afgreidd á skrifstofu V.R. að Hagamel frá og með mánudeginum 2. mal næstkomandi. Úthlutað verður eftir þeirri röð, sem umsóknir berast, gegn framvisun féíagsskirteina. Ekki verður tekið á móti umsóknum bréflega eða simleiðis. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur NÝTT SÍMANÚMER Flugleiðir — Innanlandsflug Frá og með 1. maí 1977 verður símanúmer okkar 2-66-22 FLUGLEIÐIR Innanlandsflug - /

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.