Fréttablaðið - 28.03.2006, Blaðsíða 22
[ ]Hafragrautur er hollur samkvæmt Vísindavef Háskóla Íslands. Engin ný sannindi en nú hefur fengist opinber vísindaleg fullvissa í þessu máli.
Estrid Þorvaldsdóttir er
nemandi í listfræði og ítölsku
við Háskóla Íslands. Hún og
tveggja ára dóttir hennar,
Elísabet Estridardóttir fara
allt sem þær þurfa að fara
hjólandi þessa dagana.
Estrid átti bíl þar til fyrir um mán-
uði þegar hún losaði sig við hann
og fékk sér hjól í staðinn. „Afi minn
og amma styrktu mig svo ég keypti
mér nýtt hjól og því fylgdi nýr
barnastóll og karfa,“ segir Estrid.
Estrid og Elísabet búa á stúd-
entagörðum við Eggertsgötu og
fara á hverjum morgni á hjólinu í
leikskólann Mýri þar sem Elísabet
eyðir deginum á meðan mamma
hennar er í skólanum. „Stundum er
ég í tímum í Myndlistarskóla
Reykjavíkur og þá hjóla ég líka
þangað.“
Þær mæðgur hafa síðasta mán-
uðinn farið út um allan bæ á hjól-
inu. „Við förum allt sem við þurf-
um að fara á hjólinu. Við fórum til
dæmis í Bónus á laugardaginn en
það kemst bara einn innkaupapoki
í körfuna sem mér finnst reyndar
fínt því þá fer ég bara oftar,“ segir
Estrid.
Hjólið var keypt í Markinu og
Estrid er mjög ánægð með það.
„Það er bara rosa gaman að hjóla
og ég spyr Elísabetu líka alltaf
reglulega hvort henni finnist ekki
gaman og hún segir alltaf jú. Það
er örugglega mjög gaman að vera
svona lítill og vera aftan á hjóli á
ferð.“
Estrid segir að það sé mjög gott
að vera á hjóli í Reykjavík. „Borgin
verður allt öðruvísi þegar maður
fer um hana hjólandi og það tekur
enga stund að fara á milli staða.“
Hjóla út um alla borg
Estrid Þorvaldsdóttir og Elísabet Estridardóttir hjóla í leikskólann hennar Elísabetar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
AppleSlim Xtra stuðlar að heilbrigðri
meltingu, örvar niðurbrot fitubirgða,
dregur úr vökvasöfnun og sykurlöngun.
Náttúruleg innihaldsefni:
Eplaedikskraftur, vítamín og steinefni ásamt
öflugum sindurvörum.
AppleSlim Xtra
árangursrík lei› til a› grennast
kemur línunum í lag
Epli á dag
Fæst í apótekum
E
in
n
t
v
e
ir
o
g
þ
r
ír
3
60
.0
26
SÓMABAKKAR
Nánari uppl‡singar á somi.is
*Gildir a›eins ef panta› er fyrir meira en 3.000 kr.
PANTA‹U Í SÍMA 565 6000 / FRÍ HEIMSENDING*
Hjólreiðar eru þægilegur ferðamáti auk þess að vera góð hreyfing. Margir fara
allra sinna ferða hjólandi og hafa börnin aftan á hjólinu. Miklu máli skiptir að
hugað sé vel að öryggi barnanna en þau verða að vera í góðum barnastólum
og með hjálma eins og hinir fullorðnu. Í flestum hjólreiðaverslunum má fá góða
stóla fyrir börnin og úrvalið er mikið.
Hjólað með börnin
MIKILVÆGT ER AÐ GÆTA FYLLSTA ÖRYGGIS ÞEGAR HJÓLAÐ ER MEÐ BÖRN.
Hamax Kiss
Comfort frá
GÁP. 8.900 kr.
Hamax Sleepy
Comfort frá GÁP.
9.900 kr.
Hamax Sleepy
Comfort frá GÁP.
9.900 kr.
OK Baby 10+ frá
Erninum. 10.990 kr.
OK Baby Ergon frá
Erninum. 7.990 kr.
Hamax Sleepy
Cushon frá Mark-
inu. 9.900 kr.
28. mars Að koma fram af öryggi.
kl 18:00 – 19:30 Edda Björgvinsdóttir
04. apríl 10 grunnreglur.
kl. 19:00-23:00 Þorbjörg Hafsteinsdóttir
06. apríl Eru geðlyf töfralausn eða martröð?
kl 18:00 – 19:30 Benedikta Jónsdóttir
06. apríl 10 grunnreglur.
kl. 19:00-23:00 Þorbjörg Hafsteinsdóttir
11. apríl Sætuefnið Aspartam
– Er Diet kók betra en venjulegt kók?
kl 18:00 – 19:30 Haraldur Magnússon
Heilsubætandi
Útsölustaðir m.a: Yggdrasill, Fjarðarkaup, Maður lifandi í Borgartúni og Hæðarsmára,
Lífsins Lind í Hagkaupum, Lyfjaval í Mjódd og Hæðarsmára og Lyfja á Selfossi.
S: 462-1889 • heilsuhorn@simnet.is • www.simnet.is/heilsuhorn
Póstsendum
um land allt
Oft getur verið erfitt að finna
rétta gerð af líkamsrækt til að
vinna á eymslum í baki.
Regluleg hreyfing er mjög mikil-
væg því án hreyfingar verða vöðvar
og bein aum. Bestu bakæfingarnar
eiga að vera mjúkar og rólegar.
Gott er að gera kvið- og bakæf-
ingar á hverjum degi til að styrkja
bakið og halda sveigjanleika þess.
Að ganga eða hjóla reynir ekki of
mikið á bakið auk þess sem það er
auðvelt að koma þeirri hreyfingu
fyrir í daglegu lífi. Sund er ein
besta líkamsræktin fyrir bakið því
það styrkir vöðvana á meðan vatnið
heldur við líkamann, en hafa skal í
huga að ekki henta öll sundtök og
sundaðferðir til þessa og fer það
eftir fólkinu.
Ef regluleg hreyfing er ekki nú
þegar hluti af daglegu lífi og fólki
líður illa í baki ætti það að leita til
sérfræðinga um hvernig sé best að
byrja að hreyfa sig. Hafa skal í
huga að byrja hægt og rólega og
vinna sig upp í meiri hreyfingu.
Unnið á
bakverkjum
Sund er einstaklega hentug líkamrækt fyrir
bakið.