Fréttablaðið - 28.03.2006, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 28.03.2006, Blaðsíða 39
[UMFJÖLLUN] TÓNLIST Þessi er rétt handan við hornið, en Guð veit að ég er búinn að bíða spenntur eftir að heyra þessa. Það hefði verið mjög auðvelt fyrir Yeah Yeah Yeahs að missa kúlið með fljótfærni, en til allrar lukku hafa hljómsveitarmeðlimir gefið sér nægilegan tíma til þess að leyfa hljómi sínum og lagasmíðum að þroskast aðeins, áður en hlaup- ið var af stað í að fylgja hinni frá- bæru Fever to Tell eftir. Show Your Bones er góð en ekki gallalaus plata. Flest lögin eru eitursvöl en inni á milli leyn- ast lög sem reyna mjög á þolin- mæðina. Nefni Honeybear og Warrior sem dæmi um lög sem gott hefði verið að sleppa. Þar missa þau sig út í nokkuð kauðaleg riff, sem flestir hafa heyrt nokkrum þúsund sinnum á lífs- leiðinni. Önnur lög eru nokkuð skotheld. Ég er ekki viss um að Gold Lion hafi verið besta valið fyrir fyrstu smáskífu. Það gefur þó ágætis vís- bendingu um hvert sveitin virðist vera að stefna. Þar er rafmagns- gítarinn nær alveg látinn víkja fyrir kassagítar, og í öðrum lögum skreyta tónlistina einfaldar hljóm- borðslínur. Ekkert risastökk í þróun, en sýnir þó að Yeah Yeah Yeahs er ekkert að reyna að vera sama sveit á plasti og á sviði. Lagið Phenomena er gott dæmi um þetta, þar sem nokkrum frábær- um söngtökum er hlaðið hverri ofan á aðra. Hafi Karen O ekki verið opinberlega mesti kventöff- ari rokksins, þá verður hún það núna. Önnur lög eru svo greinlega smíðuð fyrir útvarp að ég trúi ekki öðru en að þetta verði gott sumar fyrir sveitina. Við verðum eflaust flest raulandi lagið Cheated Hearts áður en sumarið er úti. Eins og frumraun sveitarinnar þarfnast þessi ítrekaðrar hlustun- ar áður en lögin sökkva inn. Mig grunar þó að þessi plata eigi eftir að ná álíka langt inn að beinum mínum og platan á undan. Meira er ekki hægt að biðja tónlistar- menn um. Fyrir það eitt er þessi plata algjört afrek. Tekst að standa undir öllum væntingum. Tónlist er að verða spennandi aftur. Vorið er greinilega að koma. Birgir Örn Steinarsson Karen stelur senunni YEAH YEAH YEAHS. SHOW YOUR BONES NIÐURSTAÐA: Önnur breiðskífa Yeah Yeah Yeahs gerir allt sem hún á að gera. Stenst allar væntingar og á bara eftir að auka hróður sveitarinnar. Hjónin Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson halda sálma- tónleika í Fríkirkjunni hinn 9. apríl klukkan 20.00. Á efnisskránni eru túlkanir þeirra á sálmum auk annarra tón- smíða sem þau hafa flutt í gegnum árin. Þau munu njóta aðstoðar val- inkunnra tónlistarmanna auk þess sem Sigríður Eyþórsdóttir (Santi- ago) og Þorsteinn Einarsson (Hjálmar) munu hefja tónleikana og flytja nýtt óútgefið efni sem þau eru að vinna að. Miðasala er hafin á midi.is og í verslunum Skífunnar og BT. Miðaverð er 2.200 krónur og eru aðeins um fjögur hundruð miðar í boði. ELLEN, EYÞÓR OG ÞORSTEINN Ellen Kristjánsdóttir, Eyþór Gunnarsson og Þorsteinn Einars- son koma fram á sálmatónleikum í Fríkirkjunni 9. apríl. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Sálmar í Fríkirkjunni 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI ���������������������������������������������������������� ��������������������������� ������������������������� ���������������� �� �������������� �������������� �������������������������� ���������������������� ������������������������������������ ��������������������������������� ���������������������������������������� �������������� �������������� F í t o n / S Í A

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.