Fréttablaðið - 28.03.2006, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 28.03.2006, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 28. mars 2006 Eimskip eignast helming hlutafjár í breska landflutningafyrirtækinu Innovate Holdings fyrir lok apríl. Samkomulag er milli aðila um að Eimskip eignist félagið að fullu síðar en stjórnendur Innovate munu halda áfram störfum. „Innovate Holdings er leiðandi fyrirtæki í frysti- og kæliflutning- um í Bretlandi og vill vaxa frek- ar,“ segir Baldur Guðnason, for- stjóri Eimskips. „Hluti af okkar stefnu er að vaxa með innri og ytri vexti.“ Velta Innovate er áætluð fimmtán milljarðar króna á þessu ári en fyrir stuttu tvöfaldaðist félagið að stærð með kaupum á sambærilegu fyrirtæki. Fyrir- tækið rekur 25 vörugeymslur á ellefu stöðum á Bretlandseyjum og er geymslugetan 370 þúsund tonn, eða fimmtíuföld geymslu- geta Eimskips á Íslandi. Meðal viðskiptavina Innovate má nefna Tesco, Sainsbury´s, Nestlé og Northern Foods. Baldur segir að Eimskip hafi haft mikinn áhuga á að fara inn á breska markaðinn sem stendur framarlega á þróun á kældri mat- vöru. Með þessu geti félagið aukið þjónustu við sína viðskiptavini en jafnframt boðið öðrum fyrirtækj- um á borð við Bakkavör og Ice- landic upp á sambærilega þjón- ustu. Kaupverð hlutanna fæst ekki gefið upp en Glitnir annaðist ráð- gjöf vegna kaupanna. Jafnframt hafa stjórnendur Eimskips greint frá því að þeir séu að ganga frá kaupum á land- flutningaleiðinni í Færeyjum sem hefur verið í höndum opinberra aðila. - eþa STJÓRNENDUR Í AVION GROUP Skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu um kaup Eimskips á helmingshlut í Innovate, bresku landflutningafyrirtæki. Eimskip kaupir helming í Innovate Vinnur að kaupum á færeysku landleiðinni. Tap af rekstri Avion Group á fyrsta ársfjórðungi reikningsárs- ins, sem lauk í lok janúar, nam 9.942 milljónum Bandaríkjadala sem samsvarar um 715 milljónum króna. Afkoman var í takt við væntingar stjórnenda en hafa ber í huga að hagnaður fyrirtækisins myndast á seinni hluta ársins. Tap félagsins minnkaði snar- lega á milli ára og varð rekstrar- hagnaður samstæðunnar fyrir afskriftir (EBITDA) jákvæður um 8,21 milljón dala en var neikvæður að upphæð 5,2 milljónir dala á fyrsta fjórðungi árið 2005. Fram- legðarhlutfallið, það er EBITDA af rekstrartekjum, var 2,6 prósent. Tekjur félagsins á tímabilinu námu um 321 milljón dala og juk- ust um 84 prósent frá fyrsta árs- fjórðungi í fyrra. Kostnaður var 332 milljónir dala og jókst um 71 prósent. Rekstur dótturfélaga Avion er nokkuð sveiflukenndur. Varð mikið tap af starfsemi Excel Air- ways í Bretlandi en gott jafnvægi í rekstri Air Atlanta og Eimskips, en bæði fyrirtækin skiluðu aukn- um rekstrarhagnaði fyrir afskrift- ir á milli ára. - eþa Avion Group skilar bættri framlegð Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS* [Hlutabréf] ICEX-15 5.957 +2,38% Fjöldi viðskipta: 596 Velta: 4.823 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 61,00 +3,39% ... Alfesca 4,03 +3,33%... Atorka 6,05 -1,63% ... Bakkavör 52,20 -0,38% ... Dagsbrún 7,01 +0,72% ... FL Group 21,90 +4,29% ... Flaga 3,17% ... Glitnir 17,60 +3,53% ... KB banki 830,00 +2,47% ... Kögun 75,00 +0,13% ... Landsbankinn 25,40 +2,01% ... Marel 70,80 -3,01% ... Mosaic Fashions 17,90 +4,07% ... Straumur-Burðarás 17,30 +2,37% ... Össur 113,50 +0,89% MESTA HÆKKUN FL Group +4,29% Mosaic Fashions +4,07% Glitnir +3,53% MESTA LÆKKUN Marel -3,01% Atorka -1,63% Avion -0,48% * KLUKKAN 14.15 í gær.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.