Fréttablaðið - 28.03.2006, Blaðsíða 46
28. mars 2006 ÞRIÐJUDAGUR34
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
LÁRÉTT: 2 tæma 6 kringum 8 mæli-
eining á hljóðstyrk 9 hjör 11 til dæmis
12 fíflast 14 keilulaga fyllitæki 16 í
röð 17 um e-ð tvennt 18 einkar 20
klaki 21 krafs.
LÓÐRÉTT: 1 gola 3 ógrynni 4 ein-
angrun 5 á móti 7 skikkja 10 sjór 13
sæti 15 dýrahljóð 16 hald 19 kusk.
LAUSN:
HRÓSIÐ
...fær söngkonan Lisa Ekdahl
fyrir frábæra tónleika sem hún
hélt á föstudagskvöldið fyrir fullu
húsi í Háskólabíói.
TÓNLISTIN
Ég hlusta eiginlega á allt frá klassískri
tónlist og yfir í popp. Daglega hlusta ég
nú samt mest á tónlist eins og er spiluð
á Létt 96,7. Ég er mikið fyrir rólega og
þægilega tónlist og held svolítið mikið
upp á Celine Dion og Robbie Williams
en iPodinn minn er troðfullur af alls
kyns tónlist. Það fer svo algjörlega eftir
því hvernig skapi ég er í hvað ég vel að
hlusta á hverju sinni.
BÓKIN
Ég er afar hrifin af spennusögum og af
þeim sem ég hef lesið stendur Mýrin
upp úr. Eftir að ég las hana drakk ég
allar hinar bækurnar hans Arnalds í
mig. Það besta við bækurnar hans er að
þær eru spennandi frá upphafi til enda.
Þær grípa mann strax og það er nærri
ómögulegt að leggja þær frá sér.
BÍÓMYNDIN
Oftast vel ég einhvers konar grínmyndir
til að horfa á og þá finnst mér Dumb
and Dumber klassísk. Ég verð samt líka
að nefna The Notebook af þeim dram-
atísku myndum sem ég fíla. Sagan á
bak við hana er æðisleg. Ég er þó ekkert
sérstaklega mikið fyrir svona ástarmynd-
ir, vinkona mín dró mig á hana en hún
var vel þess virði.
BORGIN
Það er tvímælalaust Reykjavík. Ég bjó
þar alveg þangað til við fluttum hingað
norður fyrir um einu og hálfu ári. Þar
eru allir vinir mínir og mér finnst hún
vera passlega stór. Þar getur maður
fundið allt og svo er borgin líka rosalega
falleg. Ég mun örugglega flytja þangað
aftur í framtíðinni en í augnablikinu er
stefnan tekin á að fara eitthvað út.
BÚÐIN
Zara er í miklu uppáhaldi hjá mér. Þar er
hægt að fá flott föt á góðu verði og auk
þess er þjónustan frábær. Það er engin
Zara hér fyrir norðan en það er einmitt
eitt af því sem vantar sárlega. Ég fer
alltaf til Reykjavíkur til að versla í Zöru.
VERKEFNIÐ
Núna er ég bara að læra og búa mig
undir Ungfrú Ísland sem fer fram hinn
24. maí. Það er smá lægð í þessu
núna en ég er á fullu í ræktinni og legg
áherslu á að huga að hollu mataræði.
Ég þurfti ekki mikið að taka mig á fyrir
Ungfrú Norðurland enda hef ég alltaf
verið í íþróttum. Ég breytti mataræðinu
þó töluvert og get vitnað um það að
manni líður mun betur þegar lögð er
áhersla á gott mataræði.
AÐ MÍNU SKAPI SELMA ÓSK HÖSKULDSDÓTTIR, UNGFRÚ NORÐURLAND
Celine Dion, Mýrin og The Notebook
LÁRÉTT: 2 losa, 6 um, 8 fón, 9 löm, 11
td, 12 atast, 14 trekt, 16 tu, 17 tví, 18
all, 20 ís, 21 klór.
LÓÐRÉTT: 1 kula, 3 of, 4 sóttkví, 5
and, 7 möttull, 10 mar, 13 set, 15 tíst,
16 tak, 19 ló.
Svör við spurningum á síðu 8
1. Viktor Júsjenko.
2. Randy Quaid.
3. Reading.
[ VEISTU SVARIÐ ]
Þorskhnakkar-Lúðusteikur-Hlýrasteikur
Keilusteikur-Löngusteikur-Túnfiskur
Humar
á Tilboði
Laxafiðrildi-flök
Forréttahlaðborð-Kartöfluréttir-surimi
Fiskbúðin Vör
Höfðabakka 1 s: 587-5070
Ljósmyndarinn Matthías Árni
Ingimarsson fær að öllum líkind-
um birta mynd sem hann tók af
Jakobínarínu á SXSW-rokkhátíð-
inni í tónlistartímaritinu Rolling
Stone og kemur hún fyrir sjónir
lesenda í apríl.
Matthías var nývaknaður í
Kaliforníu þegar Fréttablaðið náði
í skottið á honum enda átta tíma
mismunur. Þokubakki lá yfir rík-
inu en Matthías stundar nám við
Brooks Institute of Photagraphy
og býr í Ventura sem liggur á milli
Santa Barbara og Los Angeles.
„Ég var að taka myndir fyrir
Morgunblaðið af íslensku hljóm-
sveitunum sem spiluðu þarna,“
úskýrir Matthías en hann er mikill
tónlistaáhugamaður og reynir að
fylgjast vel með gangi mála.
„Þegar ég kom heim fékk ég sím-
hringingu frá Rolling Stone sem
vildi athuga hvort ég ætti mynd af
Jakobínarínu,“ bætir hann við og
það reyndist ekki mikið mál að
láta tímaritinu í té eina mynd enda
mikill heiður. Þá eru meiri líkur en
minni að mynd Matthíasar af tón-
leikum PJ Harvey komi í rokk-
tímaritið Mojo á næstunni.
Margir kannast eflaust við
Matthías af öðrum vettvangi en
hann lék lengi með meistaraliði
Hauka í handknattleik og stóð iðu-
lega vaktina í vörninni. Skórnir
hafa heldur ekki verið lagðir alfar-
ið á hilluna því Matthías heldur
sér við með því að æfa einu sinni í
viku og spilaði meðal annars leik í
hinni víðfrægu höll Staples Center
þar sem Los Angeles Lakers leika
sína heimaleiki. -fgg
Með mynd í Rolling Stone
MATTHÍAS ÁRNI Tók myndir af ungl-
ingahljómsveitinni Jakobínarínu en hún
birtist í aprílhefti tónlistartímaritsins
Rolling Stone.
MYND/MATTHÍAS
Nokkrir heppnir gestir Kaupþings
í Lúxemborg fá að reyna sig í víta-
spyrnukeppni gegn fyrrum mark-
verði Manchester United og danska
landsliðsins, Peter Schmeichel, en
hún verður haldin í tengslum við
heimsmeistararkeppnina í Þýska-
landi sem hefst 9. júní. Hinir
útvöldu fengu nýverið sendan veg-
legan svartan íþróttapakka frá
bankanum þar sem á stóð „You‘ve
made the squad“ eða „Þú komst í
liðið“ en þar er verið að vísa til
þess að hinir heppnu hafi verið
valdir í lið markmannsins goð-
sagnakennda. Pakkinn innihélt
muni sem tengjast knattspyrnu á
einn eða annan hátt og má þar
nefna glæsilega takkaskó enda
nauðsynlegt að vera vel skóaður
áður en tekist er á við markvörð-
inn.
Að sögn Helgu Thors hjá skrif-
stofu forstjóra Kaupþing banka
hefur undirbúningurinn fyrir ferð-
ina staðið nokkuð lengi yfir. „Það
starfa í kringum 120 manns hjá
Kaupþingi í Lúxemborg og þar er
lögð mikil áhersla á persónulega
þjónustu,“ segir Helga og bætir við
að starfsemin þar sé í stöðugum
vexti. „Þetta verða gestir frá helstu
viðskiptalöndum Kaupþings og því
er um mjög alþjóðlegt lið að ræða,
rétt eins og gengur og gerist í knatt-
spyrnuheiminum,“ útskýrir hún.
Að sögn Helgu er bankinn með
viðburðaskrifstofu í London og þar
kannaðist einhver við markvörð-
inn góðkunna. „Síðan var bara
hringt í hetjuna, sem fannst þetta
mjög fyndin hugmynd og ákvað að
slá til enda hafði hann aldrei gert
neitt þessu líkt,“ segir Helga en
samkvæmt heimildum blaðsins
eru nokkrir gestanna farnir að
sparka á markið því Schmeichel
hefur lofað þeim sem ná að skora
úr þremur vítum glæsilegum vinn-
ingi.
Peter Schmeichel er einhver
fremsti markvörður allra tíma.
Hann hóf ferilinn hjá danska knatt-
spyrnufélaginu Brøndby en fór
þaðan til enska risans Manchester
United og vann þar fimm meist-
aratitla auk þess sem hann leiddi
United til sigurs gegn Bayern
München í Meistaradeild Evrópu
árið 1999 í mögnuðum úrslitaleik.
Hápunkturinn á ferlinum var
eflaust þegar Schmeichel stóð á
milli stanganna hjá danska lands-
liðinu þegar Danir urðu Evrópu-
meistarar árið 1992.
freyrgigja@frettabladid.is
KAUPÞING Í LÚXEMBORG: BÝÐUR ALÞJÓÐLEGU LIÐI GESTA Á HM
Schmeichel reynir
að verja vítaspyrnur
PETER SCHMEICHEL Ófáir sóknarmenn urðu að lúta í lægra haldi fyrir markverðinum danska, sem var ótrúlega sigursæll á ferli sínum.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
FRÉTTIR AF FÓLKI
Hljómsveitin The Bad Plus heldur vart vatni yfir heimsókn sinni til landsins
á bloggsíðu sinni. Sveitin spilaði á
Nasa fyrr í þessum mánuði og komst í
kynni við þjóðarrétt Íslendinga; hákarl
og brennivín. Piltunum þótti mikið til
Black Death-flöskunnar koma og drukku
stíft á litlum bar ásamt Jónsa, söngvara
Sigur Rósar. Eitthvað var þeim þó í nöp
við hákarlinn en lyktin ein nægði til að
fæla þá frá. „Risastór og vöðvamikill
forsögulegur náungi átti hins vegar
ekki í miklum erfiðleikum með að
sporðrenna fisknum,“ skrifa félagarnir á
heimasíðu sinni. Eftirtektarverðast þótti
hljómsveitinni þó hversu nálægðin við
„fræga fólkið“ er mikil. „Minnti okkur á
Minneapolis þar sem við höfum rekist á
Prince allnokkrum sinnum.“
Tökur á stórmyndinni Stardust fóru fram í nágrenni Hafnar í Hornafirði
um helgina en fjörutíu manna tökulið
kom hingað til lands í þeim tilgangi að
fanga íslenskar vetrarhörkur. Veður-
guðirnir voru tökumönnum hliðhollir
og gekk allt mjög vel að sögn Helgu
Margrétar Reykdal, framkvæmdastjóra
True North, sem hafði veg og vanda af
komunni. Leikstjórinn Matthew Vaughn
var himinlifandi með aðstæðurnar hér
á landi en undirbúningur fyrir myndina
heldur áfram þar vestra. Ólíklegt þykir
að tökuliðið komi hingað á ný en eins
og greint var frá í Fréttablaðinu eru
vandræði með innflutning á hestum.
Fyrir kvikmyndaáhugamenn má þó láta
þess getið að leikarinn Mark Strong
var meðal þeirra „smástirna“ sem sóttu
landið heim um helgina
en hann hefur leikið
smáhlutverk í kvik-
myndum á borð við
Tristan & Isolde sem
frumsýnd var í Laug-
arásbíói með mikilli
viðhöfn, Óskarsverð-
launamyndinni
Syriana og Oliver
Twist eftir Roman
Polanski. - fgg