Fréttablaðið - 28.03.2006, Blaðsíða 43
ÞRIÐJUDAGUR 28. mars 2006
SMS
LEIKUR
!
TAKTU
ÞÁTT!
VINNINGAR VERÐA AFHENDIR HJÁ BT SMÁRALIND. KÓPAVOGI.
MEÐ ÞVÍ AÐ TAKA ÞÁTT ERTU KOMINN Í SMS KLÚBB. 99 KR/SKEYTIÐ.
FRUMSÝND 30. MARS
11. HVER VINNUR!
VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR FYRIR TVO Á DATE MOVIE
DVD MYNDIR • PEPSI • GEISLADISKAR
BOLIR OG MARGT FLEIRA
UM ÁSTINA, RÓMANTÍKINA
OG ANNAN EINS VIÐBJÓÐ!
ÞÉR MUN STANDA AF HLÁTRI!
FÓTBOLTI Fabio Capello, stjóri
Juventus, segir að Patrick Vieira,
miðjumaður liðsins, hafi ekkert að
sanna þegar hann mætir sínum
gömlu félögum í stórleik Meist-
aradeildarinnar í kvöld.
„Augljóslega verður þetta sér-
stakur leikur fyrir Patrick. Hann
hefur samt ekkert að sanna. Hann
fór fyrir liði Arsenal með frábær-
um árangri í mörg ár og hjálpaði
því að vinna til titla. Arsenal og
Vieira ákváðu bara að skilja síð-
asta sumar og ég er viss um að
stuðningsmenn liðsins skilja það,“
sagði Capello.
Vieira sjálfur segist hlakka
mikið til endurkomunnar. „Þegar
maður spilar á ný gegn sínum
gömlu félögum líður manni ekki
eins og fyrir hvaða leik sem er,
þetta verður mjög sérstakt. Ég
átti margar frábærar stundir á
Highbury og býst við góðum við-
tökum frá stuðningsmönnunum,“
sagði miðjumaðurinn franski, sem
hefur átt gott tímabil með Juventus
á Ítalíu.
„Leikmenn Arsenal spila frá-
bæran fótbolta, ekki ósvipaðan og
AC Milan á Ítalíu. Þeir njóta fót-
boltans út í æsar og eru með stór-
kostlega einstaklinga innanborðs.
Þeir byggja sinn leik upp á tækni
frekar en á sálfræði en ég tel að
við höfum það sem þarf til að
leggja þá að velli,“ sagði Patrick
Vieira að lokum. - hþh
Átta liða úrslit Meistaradeildarinnar hefjast í kvöld þar sem leik Arsenal og Juventus ber hæst:
Vieira snýr aftur á Highbury
PATRICK VIEIRA Snýr aftur á Highbury
í kvöld en hann yfirgaf Arsenal síðasta
sumar. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES