Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 22.03.1965, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 22.03.1965, Blaðsíða 2
Mánudagsblaðið Mánudagur 22. marz 1965 þingvallahAti® 1930 TVÆR HVÍTASUNNU- HÁTlÐIR 30 ÁRUM SÍÐAR Fyrir 35 árum var haldin þjóðhátíð á Þingvöllum. Þangað komu 35 þúsund gestir innlend ir og útlendir. Þar sást enginn maður ölvaður. Hátíðin var vandlega undirbúin með góð- hug og framsýni af áhugafólki í byggðum og bæjum á Islandi og af löndum í Ameríku. Þessi hátíð var þjóðinni til gleði og sæmdar. Ein af voldugustu þjóðum Keimsins sendi íslenzku þjóðinni fagra og þýðingar- mikla gjöf. Styttu af Leifi heppna á fótstalli úr einhverri endingarbeztu bergtegund ver- aldar. Á þessum granítfleti stendur ritað með glöggum stöfum: „Leifur Eiríksson Sonur Islandg Fann Ameríku. Frá Bandaríkja þjóðinni til íslenzku þjóðarinnar á þúsund- ára afmæli Alþingis." ALÞIN GIRHÁTlÐIN OG FRÆÆG® LEIFS HEPPNA Hin glæsilega afmælishátíð varð meðal annars orsök til þess að stjórn Bandaríkjanna skar úr langri deilu um það atriði hvort Breiðfirðingurinn Leifur Eiríksson „sonur Is- lands“ á lítilli skútu eða ein- hver annar maður hafi upp- götvað næst stærstu álfu heims ins. Alþingishátíðin eins og hún var var virt og dáð af gestum úr helztu menningarlöndum heimsins. Hátíðin bar loflega vott um manndóm og menningu Islendinga. Síðan liðu 30 ár. Þjóðin efld- ist á margan hátt á þessu tíma bili, en jafnframt komu fram sprungur í uppeldi fólksins. Dreifbýlismenningin hafði í mörgum efnum hörfað undan nýjum tízkubylgjum. Þjóðin var óbreytt en víða skorti festu i uppeldismálum, enda mátti vænta þeirra einkenna með gerbreytingu á heimilis- háttum almennings. Átakanlegt dæmi um sprungur í uppeldis- háttum þjóðarinnar kom fram á Þingvöllum á einskonar af- mælisdögum hinnar miklu Al- þingishátíðar. Ungmenni af landinu suðvestanverðu héldu tvær hvítasunnuhátiðir á Þing- völlum með eing árs millibili. Fyrra árið komu 300 og seinna vorið 400 hátíðagestir á þing- staðinn. Hér voru að verki nýlega fermdir unglingar, sumir nokkr um missirum eldri. Ungmenn- in slógu tjöldum og reyndu of- urölvi með ófullburða tilburð- um að stytta sér stundir með drykkjuskap og þeim dansæf- ingum sem þar mátti við koma Foreldramir vissu ógerla hvar börn þeirra voru niður komin en leituðu um síðir til Þingvalla. Þar var óskemmtileg aðkoma. Tværi kynslóðir á ný- um og hættulegum vegum sem áttu erfitt með að þekkja sína nákomnustu vandamenn. Jónas Jónsson frá Hriflu: Foreldrarnir tíndu upp barna sinna bein" MISHEPPNUÐ AFMÆLISHÁTlÐ ORÐEO ISLENDINGUM DÝR Þetta var ömurlegt en því miður ekki einstakt dæmi. Hlið stæðar „skógar“-hátíðir hafa verið og eru enn haldnar á mörgum fegurstu stöðum lands ins, þegar íslenzk náttúra reyn ir að hrífa börn sin með dýrð sumardaganna. Hér er um að ræða sjúkleika í þjóðaruppeld- inu. Ef erlendir hátíðagestir hefðu heimsótt Þingvöll vorið 1930 og fundið alla íslenzku gestina í .hvítasunnuástandi' síð ari tíma, þá hefði engin menn- ingarþjóð látið sér til hugar koma að Leifur Dalamað ur væri „sonur Islands“ og að hann hefði fundið eina af merkustu heimsálfunum. Fyrir- litning á drýldnum drykkjulýð hefði í augum menntaþjóða komið í stað virðingar og trausts, sem einkenndi dóma um Alþingishátíðina. Það mátti búast við þvi að tvær hvítasunnuhátíðir á Þing völlum hefðu vakið eftirtekt valdamanna landsins. Það mátti búast við að Biskup - landsinst- prestastéttin, menntamálaráð- herra og hinir mörgu samstarfs menn hans við uppeldismálin, dómsmálastjórnin, lögreglan og síðast en ekki sízt foreldrafé- lög, feður og allrafremst mæð- ur, hefðu kvatt sér hljóðs um hinar djúpu sprungur i þjóðar- uppeldinu og krafizt úrbóta og læknisaðgerða svo að heilsusam legt menningarástand yrði að nýju ríkjandi í landinu. En meðan þeir, sem bera mesta ábyrgð á vanmætti upp- eldising í landinu láta málið ekki til sín taka, mun almenn- um borgurum leyfilegt að benda á gömul heimilisráð sem erlendir og innlendir hafa reynt og hafa gefizt vel um boðun góðra siða i skiptum manna innbyrðis, á vegum ríkiskirkju og ríkisuppeldis. TRÉSMIÐURINN SONUR JÓSEFS OG MARlU Fyrir nærri tvö þúsund árum fann þrítugur trésmiður í sveitaþorpi suður við Miðjarð- arhaf hjá sér sterka löngun til að tala við landa sina um mann leg viðskipti og bræðralag. Nábúarnir bjuggust ekki við miklu af þessum heimamanni. Þeir þekktu með nafni foreldra hans og systkini. Þeir vissu að hann fylgdi iðn föður síns Jósefs. Enga vitneskju höfðu þeir um önnur lærdómsstig þessa tilvonandi meistara.. KENNSLUAÐFERÐ MEISTARANS En sonur Jósefs og Maríu lagði af stað í iðnklæðum sín- um á ilskóm fótgangandi og án allra tignarmerkja til að sigra heiminn. Hann fékk með sér nokkra lítið bókfróða stallbræð ur. Sumir þeirra voru fiski- menn við Geneseratvatn. Krist- ur fór um næstu byggðir með lærisveina sína. Hann boðaði nýja trú og nýja siði með mikl um einfaldleika. Hann talaði um flest af því sem mest kemur mönnunum við: Samlíf þeirra hér á jörðinni og um tilveru þeirra eftir andlátið. Lærisveinar hans lögðu á minnið samtöl og kenningar meistarans. Síðar voru þessi samtöl og ræður bókfest og eft ir langa stund þýddar á öll tungumál veraldarinnar. Engin bók er jafn fjöllesin eins og nýja testamentið. I henni er fólgin sá andi sem hefur á nálega 1900 árum lyft miklum hluta mannkynsins upp úr vonleysi, eymd og grimmd. Margir vondir menn hafa á ýmsum öldum misbeitt Nýja testamentinu og framið illvirki á vegum afbakaðrar valdastreitu. En kenningar og spakmæli trésmiðsins frá Nazaret halda áfram að lyfta heiminum og ekki sízt þjáðum og afvega- leiddum manneskjum úr niður- lægingu á hærra stig til mann- legs þroska. Bók Krists erfyrst og fremst hans orð og andi. Nýja testamentið er ennfremur fullkomnasta rit í heimsbók' menntunum. Á íslenzku er bók Krists að mjög verulegu leyti þýdd á gullaldarmál af Sveinbirni Eg- ilssyni og Haraldi Níelssyni, viðurkennda meistara íslenzkr- ar tungu. ÞJÖÐKIRKJAN SVIPT RlKI SlNU FYRIR HÁLFRI ÖLD Slík bók er gimsteinn jafnt í húsum auðmanna sem öreiga. Fyrir hálfri öld flutti alþingi kristindómsfræðsluna frá prest- unum í skólana. Kirkjan hefir eftir vinsælt verkefni, með- höndlan alls hins yfirskilvitlega og allra helgisiða. Skólarnir hafa lítinn tíma og aðstöðu til að kynna ungmennunum anda kristindóms. „Faðir vorið“ er oft ókenndur texti í huga 80% af fermingarbörnum þegar þau koma á kirkjugólfið. Það er ekki rétt að saka kennarana um þessa vanrækslu. Þeir hafa hvorki aðstöðu né tima til eig- inlegrar kristniboðunar. Þetta hlutverg bíður eftir foreldrum og kennurum. Til þeirrar kennslu verður að verja nægilegum tíma. Þangað kemur kennarinn, búinn eftir íslenzk- um hætti einfaldlega eins og lærisveinar meistarans. Kennar- inn og allir nemendur hefðu sömu útgáfu af nýja testa- mentinu. Nemendur og kennar- ar lesa til skiptis upphátt úr bók Krists og skýra jafnframt hinar einföldu og djúpsæju kenningar. Þar er andi meist- arans fólginn, sá sem hefur sigrað heiminn. Jafnhliða boð- un meistarans er nýja testa- mentið sígild bók, frumtextinn og þýðingin. Hver lesgrein verð ur umtalsefni. Þar sem jafn- framt er brotið til mergjar dag- legt líf hverrar kynslóðar. Þannig gerist kristniboð á öll- um öldum. Frumsýning Þjóðleikhússins á hinu nýja leikriti Agnars Þórðarsonar, „Sannleikur í gifsi“ vakti talsverð vonbrigði, því heita mátti, að aldrei næði sýningin tilætluðum tökum á áhorfendum og bar margt til. Höfundur er nú orðinn ærið vel kunnur íslenzkum leiklistarunn- endum, en verk hans eru orðin allmörg og hafa átt ótvíræðum vinsældum að fagna hjá al- menningi. Efnisval hðfundar er nokkuð keimlíkt, utan „Þeir koma í haust“, fjallar um borg- araleg málefni oftast í skop- stíl, einatt skemmtilega en í nokkuð bitrum tón. Sannleikur í gifsi fjallar um góðborgarann, fégræðgi, sam- vizkubit og svo ýmislegt, sem auðkennir okkar nýríka, en ennþá nær alveg kúltúrlausa þjóðfélag. Agnar drepur víða niður penna sínum, stingur á mörg þau kýli, sem einatt um heim allan hrjá hið unga, tra- dition-lausa þjóðfélag, sem skyndilega skreppur úr fátækt í efni, og vill kaupa allt pen- ingum, jafnvel menninguna sjálfa, sem er algjörlega fram- andi þeim eljumönnum eða svindilbröskurum, sem skapa fyrsta ættlið hins nýríka þjóð- félags. Má vera, að Agnari hafi stig- ið „success“-árin, sem hann sjálfur hefur notið undanfarið sem leikritahöfundur, nokkuð til höfuðs, hin gamla vand- virkni hins unga höfundar sé ekki eins og hún var meðan almenn viðurkenning var ekki fyrir hendi, hafi minnkað eða sjálfsgagnrýnin sljóvgazt. Þetta er algengt og því máske mögu- leiki hér. Gallinn á verki Agn- ars, þ. e. aðalgallinn, er sá, að hann vinnur ekki nægjanlega úr þeim atriðum, sem hann með- höndlar, en þar erfitt um vik, því höfundur er einfaldlega ÞJOÐLEIKHUSIÐ íannleikur í gífsi Höíundur Agnar Þórðarson. Leikstjóri: Gísli Alíreðsson. alltof stórtækur — dreþur á alltof mörg atriði, en vinnur ekki að gagni úr þeim. Verfdð í heild skortir áherzlumar á sjálft megintemað, þ. e. for- stjóraskiptin vegna gjaldeyris- svindlsins í stóra fyrirtækinu. En áherzlan verður svo létt — aukaatriðin kæfa oft það, sem ætla mætti að væri kjarninn. Of oft minnir höfundur okkur á mann, sem er svo mikið niðri fyrir, að frásögnin verður gufu kennd og eins hlaupið úr einu í annað. Orðaskipti hans, sam- tölin, eru heldur allg ekki eins leiftrandi og í öðrum verkum, sem ber aðeins að skýra sem fljótfæmi og oftrú á sjálfum sér. Mér barst handrit af leikrit- inu tæpri viku fyrir frumsýn- ingu. Lá þá £ augum uppi, að ef sýning ætti' að takast, þá yrði stykkið að „leikast upp“ eins og kallað er. Á sjálfri frumsýningunni kemst maður svo að raun um það, að miklar breytingar hafa skyndilega orð- ið á verkinu, sérlega síðast þar sem höfundur og leikstjóri hafa beinlínig „steingelt“ Finnboga, aðalpersónuna og þannig rask- að enn meira því jafnvægi, sem ekki þoldi minnstu röskun. Eg er hissa á því, að þeir mennt- uðu leikhúsmenn, höfundur, leikstjórar og „stjömu“leikarar Þjóðleikhússins skyldu ekki hafa betri dómgreind en svo, að skera lok verksins niður við trog, alls ekki til neins annars en að dauðadæma það með öllu. Frúmraun Gísla AlfreðsSon- ar, leikstjórans, spáir hvorki góðu né illu um framtíð hans í leikstjórn. Hún er hinsvegar nokkuð annað og betra. Leik- stjóm Gísla er dæmigerð ís- lenzk leikstjóm hvar leikstjór- inn ekki ræður við leikara, sem vegna vinsælda og fáránlegs stolts, taka ekki leikstjórn. Yf- ir verkinu grúfði ein lélegasta mynd af stjömuleik, karakter- leik, óviðkunnanlegum farsa og ungmennafélagsskopleiks. Leik- stjórinn hefur góðan smekk, það þekkjum við úr öðrum verkum. En hann hefur hvorki þor né aðstöðu til að höndla svipuna. Fullyrða má að t. d. Róbert Arnfinnsson, hinn ágæti leikari og „stjarna" hefur alls ekki sinnt leikstjóm. Stjömu- leikur Róberts varð því verri, að hann skopstældi kunnan borgara í öllum hreyfingum og skóp skoplega, en heldur um- komulausa persónu, er varð leið inlegt er á leikinn leið, enda seinkaði hið íhyglisverða göngu lag hans og seimingur leiknum um hóf fram. Gerfið, einskonar búddiskur skalli, var ósköp ó- frumlegt — sköllóttur og krúnu Framhald á 5. síðu. Róbert Arnfinnsson og Guðbjörg Þorbjarnardóttir.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.