Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 22.03.1965, Síða 5

Mánudagsblaðið - 22.03.1965, Síða 5
Mánudagur 22. marz 1965 Mánudagsblaðið 5 væri að .... hvort ég gæti nokkuð gert fyrir yður.“ Anaars hugar þerraði ég tár- in á vasaklútnum hans. „Takk. Nei ... nei .. . það er ekkert að. Eg sat bara og grét af þvi mig langaði til að gráta.“ .,Eg skil.“ Hann tók hattinn eins og hann væri að fara. Eg hefði viljað gefa allt, sem ég átti, til þess að fá hann til að vera kyrr. En ég kom ekki upp einu orði. Hann stóð ekki upp strax, heldur spurði, hvernig mér liði í hendinni." „Alveg orðin góð aftur?“ Eg tók af mér hanzkann og sýndi honum höndina: „Já, takk.“ Hann skoðaði hana. „Mér fannst það einfaldara að biðja Embryo að taka úr sporin." „Já,“ sagði ég. Hann spurði, hvort ég hefði pantað mat. „Já,“ svaraði ég aftur. „Hafið þér nokkuð á móti, að ég borði með yður?“ „Nei, gerið þér svo vel.“ að efninu, ungfrú Standing. Eg hringdi til yðar vegna þess — eins og ég sagði — að mig langaði til að tala við yður. Eg hafði ekki langan tíma til stefnu, og ef ég átti að ná í yður, áður en ég færi frá Lon- don, varð það að gerast í dag.“ Hann hafði ekki augun af mér. „Mig langar til að tala við yð- ur, ef þér hafið tíma til að sinna mér?“ Hann lagði lagði fyrir mig spurninguna eins blátt áfram og hann væri að biðja mig um að rétta sér salt- ið. „Eruð þér ákaflega svöng?“ Eg var að hugsa, hvort mér hefði heyrzt rétt, eða hvort' mig dreymdi, eða hvort ekið hefði verið yfir mig og ég væri dauð. Annað eins og þetta hafði aldrei komið fyrir mig. Aldrei í lifinu hafði ég verið á réttum stað á réttum tíma. En síðustu spurninguna skildi ég, þó að ég skildi ekki neitt ann- að, og ég svaraði, að ég væri ekki svöng. „Það er ég ekki heldur, en hvað segið þér við þeirri uppá- stungu minni .... “ „Takk“. Það varð óþægileg þögn. Hann varð fyrri til að rjúfa hana: „Það hljóta að vera örlög, að við skyldum hittast svona," sagði hann eins og til að halda uppi samræðum. „Eg var ein- mitt — hm — að hringja í systraheimilið. Mig langaði til að tala við yður.“ „Mig?“ spurði ég forviða. „Hvers vegna?" Það var eins og honum létti, og bros lék i augum hans. „Þér .. . komið alltaf beint Rétt í þessu kom Bert að borðinu okkar. Hann brosti út að eyrum og setti disk með rjúkandi heitum mat fyrir fram an mig. „Eg vona þetta smakkist yð- ur vel, ungfrú. Og hvað get ég gert fyrir yður, Mister War- ing? Það sama?“ Jake stóð á fætur. „Bert,“ sagði hann. „Þér mun ekki líka þetta, sem ég ætla að segja, en reyndu að fyrirgefa okkur. Við þessi unga . .stúlka og ég höfum_dálítið, sem Sannleikur í gifsi ramhald af 2. síðu. rakaður er tvennt ólíkt, oft- ast. Guðbjörg Þorbjarnardóttir lék mynduglega hlutverk hús- freyjunnar.leikurinn heilsteypt- ur og leikkonan var ein af fá- um sennilegum persónum sviðs- ins. Gunnar Eyjólfsson, Finn- bogi, náði nokkuð vel hikinu úr slöppu hlutverki, en endirinn, vegna ofangreindra úrfellinga, beinlínis gerir persónuna að engu. Gunnar, eins og margir aðrir, virðist hafa leikið með ólund. Ævar Kvaran náði hressi legu yfirbragði úr hlutverki doktorsins, en þar tekst höf- undi vel upp. Arngrímur, lögfræðingurinn, var ágætur í höndum Vals Gíslasonar, en þessir hálfgerðu vaudeville-til- burðir Árna Tryggvasonar í nafni skopsins voru út i blá- inn, og rödd sína verður Árni að laga nú eða aldrei. Bessi Bjarnason og Margrét Guð- mundsdóttir léku ágætlega hlut verk sín, Bessa tókst þó ekki að blása nema litlu lífi í leik- inn, þótt hann reyndi, enda stutt á sviði. Tjöldin voru sennileg og þokkaleg. Eg hefi litla löngun til að segja meira um þetta verk í einstökum atriðum. Misheppnað var það, en orsakir eru vissu- lega ekki aðeins höfundar, held ur hjá leikhúsinu sjálfu og starfsfólkinu. Þjóðleikhúsið er sjúkt um þessar mundir. Með- an L. R. ræður ekki við aðsókn ina að „Gönguförinni“— verk Jökuls Jakobssonar er sýnt í 200. skipti, allar líkur á nýju kassastykki ef dæma má við- tökurnar á verki Dario Fo, berst leikhús þjóðarinnar í bökkum, tælir skólabörn inn í tóman salinn fyrir ærið fé, ella pínir áfram hvert „floppið" of- an á annað. Engar líkur benda til þess að leikrit Agnars fái gang, svo manni verður á að spyrja hvernig standi á því, að leik- húsnefnd Þjóðleikhússins, skip- uð jafn stórmerkum mönnum eins og Nobelsskáldi, stórleik- ara.ráðherra, útvarpsstjóra o.s. frv., skuli hvergi sjá missmíði á þessum árangri ár. eftir ár, þótt „kassa“stykki nokkur hafi komið á milli. Þetta er sjúkt, ekki annað en andleg stöðnun, sem leikhúsið verður að losna við. Við skulum vona, að einhver við Hverfisgötuna vakni nú A.B. við þurfum að tala um, áður en við borðum. Við verðum að tala saman," ítrekaði hann og horfði á mig. „Geymdu matinn, þangað til við komum aftur. Það verður ekki svo langt.“ Bert tautaði eitthvað um, að maturinn eyðilegðist, en svo yppti hann öxlum og sagði: „Nú, jæja, fyrst þið viljið hafa það svona, þá þið um það. Eg skal taka frá borð handa ykkur.“ „Þakka þér fyrir Bert.“ Og þegar Bert var farinn, sneri hann sér að mér. „Eg vona, að yður finnist ég ekki ágengur, en ég hef ekki langan tíma, og ég geri ráð fyrir, að þér verð- ið að fara á vakt annað kvöld ?“ Eg kinkaði kolli. Hann hélt áfram: „Mér datt það í hug. Og ég fer norður í land á morgun." Svo var til ætlazt, að ég hefði þriggja vikna frí, áður en ég tæki við mínu nýja starfi, en vegna veikindaforfalla var ég beðinn um að koma strax og fá heldur fríið seinna. Það var þess vegna, sem ég varð að tala við yður í dag. Ættum við ekki annars að fara út og ganga þar sem við getum haft ró og næði?“ Ég stóð upp og undraðist, að fæturnir skyldu geta borið mig. Eg heyrði sjálfa mig segja, eins og ekkert væri: „Já, það skulum við gera,“ og ég óskaði þess, að yfirsyst- irin hefði heyrt til mín. Hún var svo oft búin að brýna fyrir mér, að góð hjúkrunarkona léti sér ekki bregða við neitt, sem að höndum bæri. Yfirsysturnar hlutu að vera betri kennarar en mig eða þær grunaði, því að á yfirborðinu var ég alveg róleg, þótt undir niðri væri ég það ekki. Hjartað í mér sló hratt, og ég hafði suðu fyrir eyrunum. Tilveran var á þess- ari stundu fólgin i þeirri ynd- islegu tilfinningu, að ég var með honum, af því að hann hafði óskað þess. Við gengum niður að ánni. Við töluðum um ferðina og veðrið. Við létum vera bil á milli okkar og skoðuðum allt, sem fyrir bar, en forðuðumst að lta hvort á annað. Við geng- |um niður að skipakvíunum. Loftið var blandað seltu og ‘kolareyk, og skip í öllum mögu legum stærðum lágu hér bund- in. Rétt áður en við komum að einu af minni hliðunum, staldr- aði hann við og leitaði í vasa- bókinni sinni. „Eg held ég sé með passana með mér. Já, héma er hann. Hann gildir til fimmta næsta mánaðar. Eg þekki flesta varð- mennina hérna. Við skulum spyrja, hvort ég fái leyfi til að sýna yður staðinn." „Já, það skulum við gera,“ sagði ég og vissi ekki, hvaðan á mig stóð veðrið. Eg var ekki alveg viss um, hverju ég hafði búizt við, en að mér yrði sýnd- ar skipakvíarnar í London, því hafði ég sízt átt von á. Það var eins og hann hefði lesið hugsanir mínar, því hann sagði: „Ástæðan til, að ég fékk yð- ur með mér hingað, var, að hér er svo rólegt og við getum talað saman í næði.“ Svo brosti hann til mín. „Og ef yður leið- ist það, sem ég hef að segja yður, getið þér alltaf setið og horft á skipin. Eg geng út frá því, að þér hafið gaman af að horfa á skip. Við s'kulum tala við varðmanninn þama.“ Varðmaðurinn þekkti hann strax. „Góðan daginn, doktor. Þeir hafa þó ekki sent eftir yður núna? Ekki hef ég frétt, að neitt væri að.“ „Nei, mig langaði bara til að fara inn fyrir og rýna þess- ari ungu stúlku umhverfið." „Gerið þið svo vel. Það eina, sem ég bið um, er að þið farið út um þetta hlið aftur.“ Þegar við vorum komin inn fyrir spurði ég: „Komið þér hér oft? Hafa skipin ekki sína eigin lækna?“ „Jú, og hafnarstjórnin hefur líka sérstakan lækni á sínum vegum.“ „En hvers vegna hafið þér þá passa?“ „Vegna þess að Martins er næsta sjúkrahús, og það er oft kallað í okkur, ef meiri háttar slys ber að höndum, eða þegar einhvem þarf að leggja inn á sjúkrahús. Eigum við ekki að ganga hér út eftir. Þar er bekkur, sem einhver hefur látið gera handa hafnar- verkamönnunum, en engum þeirra kemur til hugar að nota. Þeir vilja miklu heldur vera í kringum skipin, þegar þeir eiga frí.“ Steinbekkurinn sneri að ánni. Við settumst, og Jake horfði löngunaraugum í kringum sig. „Eigið þér eftir að sakna þessa?“ Hann leit á mig og sagði: „Já.“ Eg ko mmér ekki til að horfa á hann, meðan hann leit á mig. Eg horfði út yfir ána. „Hafið þér unnið í Norður- Englandi áður, eða eruð þér kannske þaðan?" „Nei, hvomgt." Við sátum þögul, og þögnin var mér kvöl. Eg varð að segja eitthvað. Svo leit út sem hann hefði gleymt, að hann hafði beðið mig að koma með sér af því að hann þyrfti að tala við mig. Eg spurði hann nán- ar um nýju stöðuna hans. „Ætlið þér að vinna við einn spítala ?“ „Nei, marga. Eg hef verið útnefndur ráðgefandi skurð- læknir við heila spítalasam- steypu. Það er mjög góð staða, SUMARAUKI Til þess oS auSvelda íslendingum aS lcngja hið stutta sumar meS dvöl í sólarlöndum bjóSa Loftleiðir ó tímabilinu 15. sept. til 31. okt. og 1. apríl til 31 maí eftirgreind.gjöld: GeriS svo vel a3 bera þessar tölur saman við fluggjöldin ó öðrum órstímum, og þó verður augljóst hva ótrúleg kostakjör. eru. boðin ó þessum tímabjlum. Fargjöldin eru hóð þeim skilmólum, að kaupa verður farseðil bóðar Iciðir. Ferð verður að Ijúka innan eins mónaðar fró brottfarardegi, og fargjöldin gilda oðcins fró Reykjovík og til baka. Við gjöldin bætist 7Vi% söluskattur. Vegna góðrar samvinnu við önnur fíugfélög gcta Loftleiðjr útvegað farseðla til allra flugstöðvo. Sækið sumaraukann með Loftleiðum. Rósalie Framhaldssaga Eftir L. ANDREWS 26

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.