Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 22.03.1965, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 22.03.1965, Blaðsíða 3
Mánudagur 22. marz 1965 Mánudagsblaðið 3 Blaó fynr alla Ritstjóri og ábyrgðai-maður: Agnar Bogason. Kemur út á mánudögum. Verð kr. 8,00 í lausasölu. Áskrifenda- gjald kr. 325,00. Simi ritstjómar: 13496 og 13975. Auglýsingasími 13496. — Prentsmiðja Þjóðviljans. Vandamál iðnaðaríns Undanfarið hefur iðnaðurinn verið mjög á dagskrá hjá dag- blöðunum, m. a. birtist í leið- ara Morgun blaðsins s.l. föstu- dag grein um hag iðnaðarins. 1 þeirri grein, eins og víðar, er rætt um aukaatriði en farið þægilega framhjá kjarna máls- ins. Þar kemur fram sem aðal- vandamál iðnaðarins erfið sam- keppnisaðstaða tveggja greina, þ.e.a.s. fataiðnaðarins og kex- ins. Hér er farið í kringum höfuðvandamálið og reynt að dreifa málinu í óskyldar áttir. Aðalvandamálið hjá iðnaðinum er auðvitað fjármagnsskortur- inn — rekstrarfjárskorturinn — þessi heimatilbúni lánsfjár- skortur. Prysting sparifésins — þessi ,,Venezueliska“ hagspeki er náttúrlega komin á það stig að þegar er farið að hrikta í stoðum og ábýrgðarmennirnir eru farnir að hugsa til hreyf- ings efns og sjá má á fréttum bessa dagana. SEÐLABANKINN Talið er að frysta féð í Seðla bankanum nemi nú á annan milljarð. Hver getur skilið þann tilgang að mitt í öllu góðærinu er reynt að skapa óþarfa erfið- leika fyrir heilar atvinnugrein- ar með þessari heimatilbúnu lánsfjárkreppu. Hví ekki að veita fé þessu út í atvinnulíf- ið ? Er það hagstæðara fyrir þjóðarbúið að Seðlabankinn kaupi lóðir og gömul hús fyrir tugi milljóna og allir bankarn- ir reisi milljónahallir og opni 5 útibú í smá kaupstað. Það er að minnsta kosti einkenni- leg hagspeki. LANASTOFNANIR FÉVANA Iðnaðurinn og lánastofnanir hans hafa eins og oft áður ver- ið hornreka og orðið hapðast fyrir barðinu á frystiaðgerðum fjármálayfirvaldsins Lánastofn anir iðnaðarins eru og hafa ver ið algg.iörlega févana undan- farna mánuði og hafa því ekki getað leyst úr vandræðum iðn- aðarins Ráðherra landbúnaðar- ins hefur hinsvegar haldið dyggilega á málum og marg- faldað alla lánpsjóði landbún- aðarins fyrir utan allar niður- greiðslur SVIKIN LOFOR.Ð Það vantar ekki góðan hug og hástemmt lof alþingismanna og stjórnarvalda þegar minnzt er á iðnaðinn Prumvarp Sveins Guðmundssonar um heimild til endurkaupa á vöruvíxlum var á sínum tíma samþykkt sam- hljóða á Alþingi — en síðan ekki söguna meir Þegar kom að framkvæmdinni var skrúfað fyrir. FÖST LÁN Stjórnarvöldin höfðu einnig góð orð um það fyrir nokkrum árum að breyta lausaskuldum iðnaðarins í föst lán eins og gert hefur verið fyrir landbún- að og sjávarútveg en ekkért hefur komið út úr því ennþá frekar en með aðra fyrir- greiðslu. Ef þetta væri fram- kvæmt, gæti það hjálpað iðn- aðinum töluvert. KJARNI MÁLSINS Svo segja „silkihúfurnar“: „Iðnaðurin þarf að vélvæðast auka tækni sína og hagræðingu til þess að geta mætt frekari samkeppni erlendis frá.“ En um leið er kippt í spottann hinum megin frá — algjör synjun um nokkra fjárhagsað-1 stoð til vélakaupa og frekari' hagræðingar. — Þetta er því miður sannleikurinn og þetta er kjarni málsins. Hér eru mörg iðnfyrirtæki sem hafa enga eða mjög tak- markaða tollvernd og eru samt fyllilega samkeppnisfær við er- lendan varning. Flest þessi fyr- irtæki hafa reynt af vanefnum að koma sér upp eigin húsnæði síðustu ár. En lán til slíkra bygginga hafa verið algjörlega ófáanleg. Það var fyrst á síð- asta ári að gefin var heimild til að lána úr iðnlánasjóði til bygginga en sjóðurinn er eins og fyrr segir algjörlega févana og getur því ekki annað þessu verkefni. Plest þessi fyrirtæki hafa því orðið að draga fé úr hinu mjög svo takmarkaða rekstrarfé sínu. Önnur hafa meira að segja farið út á þá mjög óheillavænlegu braut eða réttara sagt neyðzt til að taka mjög óhagkvæmlán hjá hinum svokölluðu „prívat“bönkum er mjög blómstra um þessar mund ir. KAUPHÖLL OG HLUTABRÉF Á FRJALSAN MARKAÐ Ef fjármálin eiga einhvern- tíma að komast á heilbrigðan grundvöll í okkar landi, verður hinn almenni borgari að taka virka.n þátt í atvinnulífinu með því að kaupa frekar hlutabréf atvinnufyrirtækjum í stað þess að leggja féð inn á sparifjár- bók. Þetta þýðir frjáls hluta- bréfamarkaður og þá er ég ekki i nok'krum vafa um að spari- féð mundi beinast í réttar átt- ir.,í staðinn fyrir eins og nú er þegar þvi er úthlutað af mis- vitrum pólitískum úthlutunar- stjórum. Því miður er langt í land að þetta komist á og margur þrándur i götu þessa máls, m.a. þarf löggjafinn að Framhald á 6. síðu. Kakali skrífar: I hreinskilni sagt — Fáránlegt frumvarp um barna„verndtó — Þrælkun barna óþekkt í 40 ár — Heilbrigð vinna bezta uppeldið — Að drepa dug æskunnar. — Kakala hefur borizt eftiri faran-ddi grein, sem við biirt- um hér stytta. Einar Olgeirsson hefur nú tvívegis eða oftar grátið fögrum tárum yfir þvi, hvei-su mjög börn séu þrælk uð á Islandi, en nú er enn eitt frumvarpið um börnin og vinnuna fyrir þingi, og auðvitað í ráði að banna þessum þrælkuðu litlu vesa- lingum að gera nokkuð verk, u.nz þau hafa náð einu eða öðru prófinu. Það er einkar hjartnæmt, að finna hversu fulltrúi þeirrar stefnu, sem ekki að- eins þrælkar börnin og skip ar húsmæðrum í vegavinnu, uppskipun, götuhreinsun og annað álíka, fjdlist hryllingi og meðaukvun nú þegar þetta kjánalega og óhugs- aða frumvarp er til umræðu. Menn myndu skilja, ef grát- kerlingar þingsins eða hug- sjónaríkir atvinnukratar myndu flíka tilfinningum síntim um þingsalina i þessu tilfelli, en að sjá fulltrúa Stalíns og manna, sem- eru ekki aðeins reiðubúnir að þrælka börn heldur alla aðra nái flokkur hans völdum, fella tár í hræsni sinni við umræðurnar. Börn hafa ekki verið þrælk uð á íslandi í nokkurri merk ingu orðsins síðustu 40 árin. Vinnuharka mun hafa þekkst a.m.k. að örsmáu leyti allt undir árið 1935 eða svo, og þá máske á af- skekktustu sveitaheimilum, en annarsstaðar var hún með öllu óþekkt. Frá árinu 1940 og enn þann dag í dag hefur ,,barnið“ á íslandi lif- að meira lúxuslífi hvað vinnu snertir en yfirleitt nokkursstaðar í heiminum. Frumvarpið, sem nú er til umræðu, gerir alls ekki ráð fyrir þeim aðstæðum sem tíðkast t-d. í sveitum. Marg- ur bóndinn verður að hætta að búa verði synir hans sett ir í verkbann af skammsýn- um ,,góðhjörtuðum“ þing- mönnum, sem ekki þora að tala sannleikann í þessu máli. Þá er það svo, að ef unglingi er bannað að vinna, safna sér einhverju fé og reyna að þurfa ekki að sækja allt til foreldranna, þá er verið að ala upp hér æsku algjörra aumingja, sem ekkert er látin þekkja til at- vinnuháttanna, en vaxa upp til að verða píreygar stáss- meyjar skrifstofulýðsins í höfuðborginni. Eðlilegru fólki er það frami og þörf að vinna, afla sér fjár og standa upp úr hvers dagsleikanum. Námið er gott og heilbrigð vinna á sumr-. in er sú bezta uppeldisað- ferð, sem unglingurinn getur fengið. Vitanlega mælir eng- inn bót nokkurri þrælkun barna eða unglinga, eins og hér tíðkaðist fram að fyrra stríði. Efnahagurinn leyfir ekki þrælkun en efnahagur- inn má heldur ekki binda endi á allan eðlilegan upp- vöxt unglinga, gera þá að þeim slæpingjum, sem þetta frumvarp gerir þá, ef fram fylgt verður. Krókódílstár Einars eru eins hlægileg og yfirleitt ann að, sem vænta má úr þeirri átt. Við skulum gera okkur ljóst, að unglingur, sem vill vinna í dag, þrælar í fyrsta lagi ekki. Vélaöldin krefur ekki afls né heldur þess, að vökur séu óhóflegar. Þvert á móti eru unglingar þessir flestir í stuttri, léttri vinnu, nema þá máske til sveita og geta eignast talsverðan skild ing eftir tveggja þriggja mánaða starf. Það er máske ósk Einairs, að heppilegast sé að þessir unglingar „hópsigli“ eftir hvert bekkjarpróf. Máske hefur hann séð þessa „þrælk uðu“ æsku á millilandaskip- unum héríNoregs eðaDan- merkurferðum, sem feður hleypa þeim í, að loknu prófi, af því krakkarnir eru svo almennilegir að leyfa for eldrunum og stjóminni að mennta sig. Það mun sannast mála, að hófið er hér eins nauðsyn- legt og í flestu öðru. Til eru hópar unglinga, sem aldrei hafa komizt undan pilsi móð ur sinnar nema á búlurnar í bænum og síðan á dans- leiki í nærsveitum og útskrif ast að lokum inn á vínstað- ina, seinni veturna í skyldu- náminu. Einari ætti nú að vera kunnugt um tætta, eða máske öðrum þingmönnum. Það er sjálfsagt að banna unglingum og börnum vissa vinnu, takmarka aldur þeirra við viss störf og beinlínis banna þeim vinnu þar sem hætta gæti verið á ferðum t.d. hafnarvinnuna hér í höf- KENNARATAL Á ÍSLANDI er nú allt komið út, alls 6 hefti í tveim bindum. Kennarar og aðrir, sem áhuga hafa á að eignast Kennaratalið, hafi samband við okkur hið allra fyrsta. Nokk- ur komplett i Rexin-bandi og Skinn-bandi eru fáanleg hjá okkur. KENNARATAL A ISLANDI er eitt allra merkasta ættfræðirit, sem gefið hefur verið út á Islandi, og er sérstætt bókmenntaafrek. I því birtast æviágrip 4184 kennara og myndir eru þar af alls 4105 körlum og konum úr kennarastétt. KENNARATAL Á ÍSLANDI Prentsmiðjan 0 D D I h.f. Grettisgötu 16—18. — Sími 20280. uðstaðnum. En hversu rtiik- ið, sem menn ætla sér að fylffja ,,nútímanum“, þá eru ennþá verk, sem verður að vinna með vinnuafli, og mörg þau verk eru börnum léttari en jafnvel skemtilegustu störf í sveitum fyrir 30 ár- um. Frumvarp þetta gefur æskunni aðeins afsökun til frekari krafna um aukið frjálsræði og aukið ábyrgð- arleysi. Það er skylda okkar að koma til móts við eðli- legar kröfur en það er einn- ig ábyrgð að taka burtu all- ar hömlur. Þjóðin hérna er I einskon- ar trans af þeirri velmegun, sem gengið hefur yfir. Hún er ennþá reiðubúin að trúa kommum, sem lýsa sig slag í slag fylgisveina morðingja og kúgara. Hún er reiðubú- in að trúa þeim, sem dag- lega fangelsa eða taka af lífi fyrri samstarfsmenn, sem hafa sannanir fyrir hryðju- verkum sem unnin eru í nafni kommúnistefnunnar. Einar og félagar hans á þingi fara árlega til að skála méð mönnum, sem unnið hafa mörg mestu illræðis- verk í heiminum, illræðis- verk, sem jafnvel Hielers- stjómin hefði ekki unnið, og var hú;n þó eigi mjúkhent. Þegar svo foringi þessarar stefnu lýsir hrifningu sinni á þingi yfir fruwivarpinu um bamavernd, þá er hann tal- inn góður maður. Það ætti þjóðin að vita, sem stærir sig af menntun, að kommar bíða, eins og eðli er nöðr- unnar, aðeins tækifæris til að grípa völdin, og fyrsta verk þeirra er að leggja með her og lögregluvaldi óbrjót- andi hlekki á allt frelsi, og þrælka síðan alþýðuna, börn og fullorðna, til að vinna fyrir „hugsjónina". Það má vera, að menn haldi að Einar sé betri en aðrir kommar, en svo er ekki. Hann er vissulega ekki verri, en heittrúarmaður af þeirri tegund, sem allt myndi svíkja til að fylgja bræðrum sínum í Moskvu. Frá hans sjónarmiði er Island, stjórn- arskrá þess og annað ís- lenzkt, ekki annað en trafali á Ieiðinni að hefta allan heiminn, og hans hlutverk að brjóta frelsi á Islandi á bak aftur og steypa því í fang sinnar heittelslaiðu Moskm. (Hj. Pét.) tq D5f 1Í im :rií i W rrf srf ts ÍB h

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.