Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 22.03.1965, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 22.03.1965, Blaðsíða 1
17. árgangur Mánudagur 22. marz 1965 11. tölublað Fáránlegt, silf erðisf ris m- varp7 fyrir þinginu Refdngar fyrir kynlíf undir 18 ára — Fangelsi, varðhaldi og sektum hótað — Yfirhilmingar lög- brot — Þrjár hættulegar stéttir — Furðuleg hræsni og hlálegt óraunsæi — Hvern eru þeir að plata? Ráðherrar yfirspíónar. Það verður gaman að sjá hvernig dó'msmálaráðherra tekst nú til þegar hið yfirgripsmikla frumvarp, sem nú er í þinginu og fjallar um vernd barna og ungmenna, verður að lögum. Frum- varp þetta, þótt víða mjög sæmilegt, er svo fullt af yfirdreps- skap, óframfylgjanlegum reglum, óraunhæfum ákvæðum, að segja má furðu mikla, að þingmenn skuli hvergi hafa haft kjark til að horfast í augu við staðreyndir. SVEFNHERBERGISSPION Nú er svo komið, að þingið, undir stjóm dómsmálaráðherra og með aðstoð barnaverndar- nefndar á að verða einskonar svefnherbergisspíon, huga að næturgamni borgaranna allt að 18 ára, og klekkja á allskyns ástaleikjum hinna upprennandi borgara. Mun barnaverndar- nefnd verða aðalframkvæmda- stjóri ríkisnjósna um kynferðis- hegðan, en þegar veigameiri mál eru í bigerð fellur það í hlut lögreglunnar að þefa uppi hið sanna í málum rekkjuvoða- afbrotalýðs Reykjavíkur. dómsmAlarAðherra ? Nú, takist ekki þessum sið- ferðisdetektívum að koma delin- qventum fyrir dóm, eða mistak- ist þeim gagnaöflun, þá kemur til kasta sjálfs dómsmálaráð- herra að setja upp sólgleraugu sín, og skyggnast inn í kam- ers unglinganna í Reykjavík — um og eftir miðnætti. FERMINGAR A FÆÐIN G ARDEILD Þegar um árabil hefur tíðk- azt, að menntaskólastúlkur 16 —18 ára hafa barnazt, fætt og alið á brjósti börn sín milli kennslustunda, þegar fæðingar- deildin tekur á móti óléttum fermingarstúlkum, og skóla- nefndir leigja dýrustu veitinga- hús höfuðstaðarins til nætur- svalls, og 8—10 ára börn fjöl- menna á bítlakonserta, sem standa til kl. 2 á nóttunni, liggja þingmenn oltkar undir forustu ríkisstjómarinnar, við þá iðju, að banna kynmök, sekja þá sem af sér brjóta og jafnvel þá, sem vita að „glæp- urinn“ hafi verið framinn, og segja ekki pólitíinu frá því. \ FRUMVARP NO. 284 I frumvarpí til laga no 284 stendur meðal annars: „Ef maður leiðir barn eða ung- menni allt að 18 ára aldri á siðferðilega glapstigu, varðar það sektum, varðhaldi eða fang elsi allt að 4 árum. Það varðár sektum, varðhaldi eða fangelsi ef maður verður áskynja um brot smkv. 1. mgr., og lætur ógert að afstýra því, ef honum er það fært, eða gera hlutað- eigandi löggæzlumanni eða barnaverndunarnefnd viðvart.“ EINSTAKT TÆKIFÆRI Þarna hafið þið það, piltar og stúlkur. Nú er sjansinn að ná hefndum yfir keppinaut i ástum. „Bara hringja svo kem- ur það.“ — kærið keppinautinn — eftir að hafa kíkt á glugg- ann — og forvitið pólitíið kem- ur til aðstoðar. Ekki óskemmti- legt. Það er svo furðulegt hvað mönnum, þingmönnum, í þjóð- félagi, sem er — offisially — 27 prósent óskilgetið (sagt 40 prósent í rauninni) getur dott- ið í hug. Jafnvel frændur okk- ar Svíar, einhverjir sjúkustu kynóramenn jarðarinnar eru Framhald á 6. síðu. Guðrún Asmundsdóttir í hlutverki vændiskonunnar í „Þjófum, Iíkum og fölum konum“. —Sjá Ieikdóm á 4. síðu. ,Lokað fyrir íslendinga A styrjaldarárunum, meðan Sigurður Gröndal var yfirþjónn á Hótel Borg, sóttu brezkir og bandarískir hermenn staðinn all- mjög, fengu sér hressingu með hádegismat og jafnan kaffi og konjak á eftir eða whisky-sjúss. Stöðvið innfædda Alltaf fóru þeir prúðmann- lega með áfengi. Hinsvegar skipti í anað horn með „inn- fædda“ sem þá nýlega höfðu fengið smjörþefinn af að hafa Óanægja vegna út- kndra flugmanna Fá útlendir meira kaup en íslenzkir? Meðal flugmanna, atvinnumanna hjá Loftleiðum, eru uppi talsverðar óánægjuraddir vegna ráðningar erlendra flugmanna á vélar félagsins. Flugmennirnir eru ekki svo mjög gegn því að érlendir flugmenn séu ráðnir, því bæði er skortuir á reyndum flugmönnum hjá félaginu og svo hitt, að ýmsir okkar menn hafa farið út í vinnu. Hitt er svo, sem gjarnan mætti fást upplýst, hvort satt sé, að er- lendu flugmennirnir séu á nær helmingi hærra kaupi en þeir íslenzku, en það gengur fjöllunum hærra. Énn aðrir vilja halda því fram, að „standard“ útlendu flugmann- anna sé hvergi nærri eins góður og þeirra íslenzku, og sumir telja, að einstakir þeirra séu meiri stríðsflugmenn en áætlunarflugmenn. Vissulega væri gott að fá úr þvi skorið hversu þessi mál standa, og Loftleiðir hljóta að hafa orðið þess varar, að miklar umræður hafa orðið um hina nýju flugmenn á þessu og fleiri sviðum. fé milli handa. Urðu þeir jafn- an dauðadrukknir um hádegið og uppvöðslusamir og hávaða- samir að sama skapi. Um 2 leytið hvern eftirmiðdag, en á- fengi er selt til 2.30, var það siður Gröndals þjóns að stíga upp á stól og hrópa — Lokað fyrir Islendinga — en það þýddi að innfæddum var mein- aður frekari drykkur. Vesalingarnir Það er ekki laust við að mönnum detti þessi orð í hug, þegar blöðin skýra frá, að nú eigi að fara „að loka fyrir Is- lendinga" 1 ameríska sjónvarp' inu vegna nöldurs komma og vesalingsins hans Ingvars Gísla sonar. Mikil er trú þess þings, sem ekki þorir að láta Islend- inga kynnast jafn „hættulegu“ sjónvarpi og 17—21 árs her- mönnum er talið óhætt. Undan má skilja Ingvar litla. Þetta er kjáni — óþroskaður kjáni. Eru fslendingar fávitar? En að Gylfi ráðherra og aðr- ir „ábyrgir" á þinginu skuli vera að svara þessu í alvöru og stjórnarblöðin að skýra frá þessu er eins óskiljanlegt og það er bjánalegt. Heiðarlegra væri að Ioka alveg, heldur en að láta fara með okkur eins og aumingjalýð — fákunnandí frumstæðan og fákænan, sem varlega verður að 'kynna fyrir 20. öldinni. Máske er það þó satt — með- an Ingvar litli og slíkir ganga lausir. Bráðlega fer að vora og betra fyrir ungu stúlkurnar að rann- saka „léttari" föt, áður en hitabylgjujrnar dynja yfir okkur. Lúxusbygging fyrir iBnabarstúdenta Rrjálaður fjáraustur — Hver ábyrgur? „Harðviður þekur öll loft — hangandi lampar á ca. 1 metra milIibUi — skápar allir klæddir harðplasti og parketgólf eru í hverri stofu, eins og á fínustu veizlu- stöðum. Skorsteinn úr múrsteini til augnayndis, í stað innmúraðs skorsteins, en húsið er steinhús með tvöföldu asbestlofti. Iílósettin alveg draumur í allskyns tíglum.“ Hvað haldið þið? lúxusliöll í Reykjavík? Ónei, og ekki heldur svokallaður tækniskóli, námsskóli í t.d. járnsmiði eða öðrum iðnaði fyrir unga menn. Svona vel búa yfir- völdin — fyTÍr mUljónir — að hinum ungu mönnum, þótt margfalt ódýrari skóli kæmi að fullum notum. Vit- anlega er gaman að búa vel, hafa allskyns lúxus, en meðan þingmenn rífast um styrki og hrópa um féleysi og almenningur er að sligast undir opinberum gjöldum, væri gaman að vita hve miklu og í hverja hið opinbera hefur kastað þessum blóðpeningum okkar.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.