Mánudagsblaðið - 07.06.1965, Blaðsíða 4
4
Mánudagsblaðið
Mánudagur 7. júní 1964
LARÉTT:
1. BIis
8 Fiskur
10 Fangamaa-k
12 Skrök\Ta
13 Fangamark
14 Kvæði
16 Klæðleysi
18 Drykkur
19 Gæfa
20 Hiti
22 Kvenmannsnafn
23 Ósamstæðir
24 Allslaus
26 Hreyfing
27 Leikfanga
29 Dottinn.
LÓÐRÉTT:
2 Ósamstæðir
3 Allsieysi
4 Skref (fornt)
5 Líkamshluti
6 Tónn
7Ránfuglinn
9 Brynnti
11 Flík
13 Hús
15 Keyrði
17 Samhljóði
21 Söngi
22 Náttúra
25 Hár
27 Fangamark
28 Verzlur irroál
HAPPDRÆTTS
HÁSKÓLA
ÍSLANDS
AÐAL SKRIFSTOFAN VERÐUR
LOKUÐ ÁLAUGARDÖGUM
YFIR SUMARMÁNUÐINA.
HAPPDRÆTTI
HÁSKÓLA
ÍSLANDS
TJARNARGÖTU 4.
Jöklar hf. í alþjóðasiglingum
Ný fatahreinsun
Fljóthreinsun hf. opnaði 2. júní
Á undanfömum mánuðum
hefur orðið veruleg breyting á
rekstri frystiskipa félagsins frá
því sem áður var.
Stofnendur h.f. Jökla voru
allir frystiþúsaeigendur innan
SH 1945 og var félagið stofn-
að til að þjóna hraðfrystihúsun
um á sem hagkvæmastan hátt
m.a. með hröðum afskipunum
hvar sem var á landinu og lág
um farmgjöldum. Þessu hlut-
verki sínu hefur félagið þjón-
að í 18 ár eða þar til 1. apríl
B.I., þegar Sölumiðstöð Hrað-
frystihúsanna gerði samning
við Eimskipafélag Islands h.f.
um flutninga á allri framleiðslu
frystihúsa innan S.H. á flutn-
ingsgjaldi sem er langt fyrir
neðan eðlilegan rekstursgrund-
völl frystiskipa. Stjóm h.f.
Jö'kla tók þá ákvörðun að fara
ekki í farmgjaldastríð á óraun-
hæfum samkeppnisgrundvelli,
heldur leita fyrir sér um hag-
nýtingu frystiskipanna í al-
þjóðasiglingum. Á árinu 1964
vom gerðar tilraunir á þessu
sviði og lestaðir alls fimm
frystifarmar frá Ameríku til
Evrópu.
Þar sem á þessari leið hafði
þegar fengizt nokkur reynsla,
ákvað stjórn Jökla h.f. eftir
ofangreinda samningsgerð S.H.
og Eimskips að leggja höfuðá-
herzlu á frystiflutninga annars
vegar frá Ameriku til Evrópu
og hinsvegar flutninga til Is-
lands frá Evrópu. Jafnframt
þvi að taka að sér flutninga
frá Evrópu til Ameríku eftir
því sem fært og hagkvæmt þyk
ir.
Jöklar hafa í fömm fjögur
skip, auk leiguskipa. Þar af ern
þrjú nýtízku frystiskip m.s.
Langjökull, m.s. Drangajökull
og m.s. Hofsjökull, sem öll em
í siglingum milli Ameríku, Ev-
rópu og Islands, og m.s. Vatna
jökull, sem er í reglubundnum
siglingum milli íslands og Ev-
rópu. Hið nýja fyrirkomulag i
siglingum skipanna felur í sér
aukna þjónustu við íslenzka
innflytjendur í flutningum frá
Evrópu.
M.s. Hofsjökull kemur nú
fullhlaðinn stykkjavömm og
bifreiðum frá Evrópu. Skipið
fór síðast frá landinu 3. marz
s.l. til Bandaríkjanna og hefur
síðan lestað tvo farma af fryst
um kjöfafurðum -frá Bandaríkj
unum til Evrópu og flutt einn
farm af bifreiðum til Ameríku
frá Englandi.
M.s. Langjökull er nú að
losa í Eyrópu annan farminn
sem hann flytur frá Bandarikj-
unum og Kanada frá því, að
hann tók síðasta fiskfarminn
fyrir S.H., sem var í lok fe-
brúar s.l. Eftir fyrri ferð-
ina lestaði skipið í Danmörku
á fimmta hundrað tonn af fryst
um fiskflökum til Ameríku og
fyllti sig í Evrópuhöfnum af
stykkjavöru til Islands.
M.s. Drangajökull kom í s.l.
viku fil Evrópu með sinn fyrsta
frystifarm frá Ameríku.
Segja má að byrjunarfram-
kvæmdir Jökla í alþjóðasigling
um hafi til þessa tekizt vonum
framar. Byggist framkvæmdin
á því, að skipin sigli hringferð
um Norður-Atlantshaf með við
komu á Islandi á vesturleið,
þegar unnt er að koma því við.
Það skapar erfiðleika, hvað
erfitt er að fá hagkvæma fluts
inga frá Evrópu til Ameríku
og svo til enga frá íslandi.
Samkeppni um frystiflutn-
inga frá Ameríku til Evrópu
er mjög hörð og miklar sveifl-
ur á þeim flutningum. Er því
að svo stöddu erfitt að spá
neinu um framtíðina og verður
reynslan ein að sýna árangur-
inn.
Fatahreinsun í því formi sem
flestir þekkja í dag hefir ætíð
verið mjög flókin, tímafrek og
dýr. Fyrir nokkrum árum byrj-
aði bandaríska fyrirtækið Borg-
Warner að framleiða sjálfvirk-
ar þurrhreinsunarvélar, er geta
hreinsað fjögur kíló af fatnaði
eða öðru taui á aðeins fimm
mínútum. Þessar þurrhreinsun-
arvélar, sem framleiddar eru
undir hinu kunna heimilistækja
nafni NORGE, hafa síðan far-
ið sigurför um heiminn.
Miðvikudaginn 2. júní opn-
aði Fljóthreinsun h.f. að
Gnoðavogi 44 fatahreinsun með
Norge útbúnaði.
KROSSGÁTA
Kaupmenn og kaupfélög
Fyrirliggjandi bamableyjur. — Mjög hagstætt verð.
Kr. Þorvaldsson & Co.
Heildverzlun. — Grettisgötu 6. Símar: 24478 og 24730.
Kaupmenn og kaupfélög
BLÁAR OG BRÚNAR barna- og drengjagallabuxur
fyrirliggjandi.
Kr. Þorvaldsson & Co.
Heildverzlun. — Grettisgötu 6. Símar: 24478 og 24730.
Norge þurrhreinsunarvélam-
ar eru þegar viðurkenndar fyr-
ir gæði og vandvirkni, enda
hafa hundruð Norge þurr-
hreinsunarstaðir verið opnaðir
í Ameríku og Evrópu og eru nú
t.d. um 20 slíkir staðir í Kaup
mannahöfn einni. Fjögur fyrir-
tæki í Bandaríkjunum fram-
leiða nú sjálfvirkar þurrhreins-
unarvélar, en Norge hefir feng
ið viðurkenningu fyrir að fram
leiða beztu tækin, og þessvegna
valdi Fljóthreinsun h.f., þessa
gerð.
Einn megin kosturinn við
þessa nýtízku þurrhreinsun er
sá, hve ódýrt og handhægt er
að hreinsa í vélunum. Það tek-
ur vélina fimmtíu. mínútur að
skila fötunum hreinum og i
flestum tilfellum þarf ekki að
pressa þau á eftir. Norge þurr-
hreinsunartækin nota hreinsun-
arefni sem hafa verið marg-
reynd og viðurkennd af sér-
fræðingum. Eitt af hinum
mörgu efnum sem notuð eru i
hreinsilöginn gerir það að verk
um að fötin koma þannig úr
vélunum, að ekki þarf að
pressa þau. Meðan fötin eru í
þurrhreinsunarvélunum, getur
húsmóðirin fylgzt með hreinsun
ipni í gegnum glugga sem er
á þeim.
Þessi tæki eru ekki ósvipuð
sambyggðri þvottavél og þurrk
ara, en í staðinn fyrir vatn og
sápu notar vélin sérstakan
hreinsunarlög.
Hreinsunarlöginn má nota
endalaust, þar sem hann fer
stöðugt í gegnum hreinsunar-
ketil þar sem hanri er sigtáður
og endurbættur með kemískum
efnum. Þetta gerir það að verk
um að öll óhreinindi eru jafn-
óðum hreinsuð úr efninu.
Eins og fyrr getur þá tekur
það aðeing fimtíu mínútur að
hreinsa í vélunum, en á sama
tíma eru hreinsunarstigin mörg.
Fötin eru sett í sívalning, sem
snýst með misjafnlega miklum
hraða á þessum fimmtíu mínút-
úm meðan hreinsunarvökvinn
fer tvær umferðir í gegnum
það sem verið er að hreinsa,
auk þess sem fötin eru undin
og þurrkuð.
Með tilkomu þessara nýtízku
þurrhreinsunartækja geta hús-
mæður fengið mikið magn af
fötum, gluggatjöldum, rúmá-
breiðum og hlífðarklæðnaði
hreinsað á stuttum tíma og um
leið á afar ódýran hátt. Það
kostar aðeins kr. 114,00 að
hreinsa fjögur kíló hjá Fljót-
hreinsun h.f., og fatnaðurinn er
afgreiddur sama daginn og get-
ur viðskiptavinurinn einnig beð-
ið eftir fötunum.
Fljóthreinsun h.f. er til húsa
að Gnoðavogi 44, rétt við Há-
logaland I mjög skemmtilegu og
björtu húsnæði. Með tilkomu
hinna nýju Norge véla, þá er
engin gnfa eða lykt á staðnum.
Auglýsið
!
MánNf'fapshlmSinii