Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 06.12.1965, Síða 1

Mánudagsblaðið - 06.12.1965, Síða 1
Skarðsbókarhandrítið; Sveik ríkisstjórnin á Lundúna-uppboðinu? Engin fréttatilkynning — Sváfu þeír — Sögusagnir — Fáheyrt ef satt en BlaSfyrir alla 17. árgangur Mánudagur 6. desember 1965 45. tölublað Þegar þetta er ritað, s.l. fimmtudag, hefur engin staðfest frétt gengið um hlutverk íslenzku ríkisstjórnarinnar varðandi kaup á Skarðsbókarhandritinu, sem boðið var upp og selt í Lon- don fyrir skömmu. Útilokað hefur verið að spyrja opinbera aðila, en hinsvegar er borgin, og máske landið allt, fullt af gróusögum um „leynikaup“ og íslenzkan „eftirleik“ i öllum þessum viðskiptum. SOFIÐ Það ætti að henda stjórnar- völdin ofan á allt annað, að þau hafi sýnt þá eindæma ómennsku og daufdumbshátt, að bjóða ekki í eða láta bjóða í Skarðs- bók þessa. Eftir allar heilögu yfirlýsingar okkar mætustu prófessora og allskyns fræði- manna, ætti það að reynast satt, að við hefðum enn einu sinni steinsofið á verðinum. SPARNAÐUR Það er ekki ný bóla, að við verðum okkur til skamm ar, en það er næstum ómögu legt að hugsa sér að ríkis- stjórnin hafi misst af stræt- hers og flota, þá er skiljanlegt að ameríska sjóliðið fer alls ekki að samningum né loforð- um, sem herstjórnin gaf þjóð- inni. Þykir nóg, að þessi tveir Framhald á 6. síðu. isvagninum í þessu máli. 1 öllum þeim óhemju Iúxus, allri þeirri eyðslu og algjöru forsjárleysi í fjármálalífinu, siglingum og flækingi, getum við vart trúað að hin eyðslu glaða ríkisstjórn þjóðhollu mannanna, hafi nú ekki tímt að yfirbjóða einstaklinga á uppboði þessu, annaðhvort beint — eins og hinn upp- boðsglaði fulltrúi listaverka- nefndarinnar hér heima — eða í skjóli einhvers ein- staklings. TIL. VINSÆLDA! Ekki skal að svo stöddu full yrt, að ríkisstjórnin hafi látið undir höfuð leggjast að kaupa þetta handrit. Um uppboðið í London hefur verið all-hljótt hép heima, og Mbl. ekki minnzt á það að ráði. Hinsvegar ætti ríkisstjórnin og einstakir ráð- herrar hennar að vita, að ekki veitir af að hún vinni eitthvað Framhald á 6. síðu. Hugnæmar morgunstundir sjó- !iðu og íslenzkru smátelpnu Kveðjustundir í Sieindórsporti — Þreytt æska — Astin eina — Næturgrið — Hvað gerir ríkis- stjórnin? Ef árrisulum borgurum leiðist á fimmtudagsmorgna, þá má benda þebn á hugnæma leiksýningu, sem fer fram í porti Steindórs, þar sem áætlunarbílar hans bíða eftir að flytja Kefla víkursjóliða og annað starfsfólk á vinnustað. 1 hinu kalda morg unlofti undanfarnar vikur hefur hinn saklausi vegfarandi getað skoðað útrás hínna heitustu ástríðna er íslenzkar smástelpur, allt i 16 ára aldur, eru að skila af sér örþreyttum sjóliðum eftir hasarderaðar næturhamfarir í hinum fögru nýju íbúðar- byggingum hins ört vaxandi höfuðstaðar. Skortur á gatnamerkjum orðin plága í Reykjavík Úrelt keríi I gatnamerkingum 1. des. minnzt Það mun eflaust hafa vakið hlýjar tilfinningar í brjóstum manna, t.d. s.l. fimmtudags- morgun, daginn eftir Fullveldis daginn, þegar íslenzku ljós- hærðu dísirnar kvöddu ame- ríska Filipseyjinga og blámenn- ina og þökkuðu þeim unnin næt urstörf. Þarna kom fram hin sanna trú á jafnréttið, blíðan og brosið, háðið í blóðhlaupn- um augum blámanna og hinna, eftir erfiði næturinnar. Gaman í portinu Litlu stúlkurnar virtust sum- ar hverjar þreyttar, heldur úfn ar og illa reiddar. mislitar í and liti vegna ótryggs varalitar. Einni litlu stúlkunni, (hún virt- ist eitthvað miður sín, senni- lega með hita) köstuðu litlu Filipseyingarnir milli sín, hentu hana á lofti eða því sem næst, smelltu kossi á saklausu var- irnar, klipu þær gjaman í bak hlutann við undirtón ískurs og piskurs. Eitthvað fyrir vesalingana Ein litil telpa tjáði einum vegfaranda, að ekki lifði maður inn á brauði einu saman, og fyrst sumir Islendingar söfnuðu mat og peningum handa bág- stöddum i Norður-Vietnam, þá yrðu þær, sem „héldu með US“, að gera eitthvað fyrir „sína“. Er þetta óneitanlega hin göfugasta hugsjón. Herinn og flotinn Vitanlega er yfirstjórn Kefla víkurflotans ókunnugt um, að þessir sjóliðar eru hér nætur- langt flesta miðvikudaga, en, ein af hinum mörgu herstjóm- um, sem stjórnað hafa syðra lofaði að menn þessir væm komnir í herbúðir á miðnætti. En þar sem okkur er kunnugt um hina miklu „afbrýði“ milli Það er undarlegt hve slælega gengið er fram í götumerking- um í Reykjavfk þ.e. bæði í nýju hverfunum t-d. milli Lönguhlíð ar og Réttarholtsvegar, nær allt nýtt hverfi. Þar eru örfá götumerki, en þau fremur ó- greinileg og klaufalega staðsett, sem fyrir eru. Skapar þetta mörgum bæði erfiði og tíma- eyðslu. Þá er enn hlálegra að skoða nýja Árbæjarhverfið, sem enn er allt í smíðum. Þar er hver gata kyrfi- lega merkt (hinum háðuleg- ustu götunöfnum, sem upp hafa verið fundin), þótt enn búi ekki nokkur fjölskylda í hverfinu. Þessi sýndarvinnu brögð em alveg óþolandi. Götumerkingar i Reykjavík eru úreltar í því formi, sem verið hefur. Þessar nafngift- ir eiga vissulega engan til- vemrétt í nútíma borgar- skipulagi, og er næstum horfið ytra, þótt einstaka að- algata sé látin bera nafn látins þjóðarleiðtoga eða ann ars álíka. Á íslandi þ.e. í höfuðstaðnum, sem vex með hverju ári á auðvitað að númera göturnar svo allir eigi auðvelt með að átta sig hverju sinni. Þetta er bæði þægilegra og um leið skapar það skipulag, sem auðveldar allar framtíðarmerkingar. En, eins og málin standa nú, þá er það skylda borg- aryfirvaldanna að láta merkja þær götur, sem enn eru ómerktar, lagfæra ónýt skilti og staðsetja þau á hentugri stöðum. Sleifarlag- ið er hér eins og í flestu öðm þar sem skriffinnskan og vinnusvikin haldast í hendur. G. P. Myndin er af Þorsteini Ö. Stephensen í hlutverki hins áttræða Sams í leikritinu Endasprettur eftir Ustinov, sem nú er sýnt í Þjóðleikhúsinu. (Sjá gagnrýni á 3. síðu). Bókakaup Skálholtskirkju: Löghald á bókasafn og greiðslur? Raunaleg viðskipti kirkju og leikmanns — Biskup hjá Páfa — Kári hjá Johnson, Ekki virðast hin verald- legu æfintýri biskupsins okk ar blessaða ætla að bera þann árangur, sem afskipti hans af andlegum máluin hljóta að bera. Nú virðist sem bókakaup hans, þau hin miklu, séu orðin að bitbeini lögfræðinga og ýmissa hröfu hafa og sagt &r, að skyndi- lega hafi loku verið skotið fyrir sjóði þá, sem bókaeig- andartum voru ætlaðir, jafn- vel svo harkalega gengið að veraldlegum eignum þjóð kirkjunnar, að hald hafi ver ið lagt bæði á lausafé, skjöl og sjálfa dýrgripina, bæk- urnar. Þetta eru hörmungar- tíðindi ef sönn reynast, því vissulega viljum við að heil- ög kirkja sé utan við hinar ofsalegu deilur, sem hér ger ast um eignarrétt og við- skipti. Sjálfur hirðirinn okkar er ytra, sækir boð kaþólskira í Vatikaninu, en ekki er okkur kunnugt um erindi hans. Má vera, að páfi ætli að þakka biskupi okkar fyrir það er hann og prestar hans sungu yfir Páli biskupi .Jónssyni. er steinkista hans var opn- uð, en bein lúthersku bisk- upanna biðu í skókössum á kirkjutrönpunum á meðan. Ekki tókst blaðinu betur, er það reyndi að ná sam- bandi við mnnninn. sem seldi kirkjunni bókasafn sitt, því oss var ýmislegt tjáð um hans dvalarstað, jafnvel það, að nú sæti hann í Vestur- heimi og teldi sér vart ann- arstaðar frið fyrir ágangi löglærðra. Má nú taka undir með Jóni Trausta, sem seg- ir í einni af sögulegu skáld- sögunum sinum: „Hirðirinn sleginn en hjörðin tvístruð“, en dáleikar miklir með Páfa og biskupi, enda brúka báðir mítuir við hinar helgari at- hafnir. Það undrar marga, að svo furðulega takast viðskipti jafn ágæts manns og biskups ins okkar og vaknar sá grun ur að ekki hafi hin verald- legu element búið svo um hnútana sem skyldi. Vitan- lega eru bókakaupin ekki nema dropi í hafið í öllu við skiptalífi kirkjunnar, en betra væri, að ekki yrðu slík verkefni gerð að gamanmáli og sundrungar i blöðum og mili manna. Ekki fengum við heldur nokkra viðhlítandi skýringu á ferðum bókaseljandans né hvar hann raunverulega er niður kominn, og má eins vera að hann sé utanbæ.jar eins og í Vesturheimi. En allt þetta í kringum bóka- kaupin er svo einkennilegt, að kirkiuhnfðinginn og allir aðrir aðilar munu hafa þar af hina mestu raun. Framhald á 6. síðu.

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.