Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 07.02.1966, Side 4

Mánudagsblaðið - 07.02.1966, Side 4
4 Mánudagsblaðið j, Mánudagur 7. febrúar 1669 Mysticus skrífar: Undir koddanum Grein Jónasar Það er vist oft sagt um mig, að ég sé taugaveiklaður og hafi allt of miikið ímyndunarafl, en mér finnst þetta vera vitleysa. Ég hef alltaf haft næma at- hyglisgáfu, og ég hugsa mikið, en mér finnst það nú ekki vera nein taugaveiklun. En pabbi er búinn að bíta sig í það að ég sé svo voðalega slæmur á taug- um, og hann hefur stundum drifið mig í rannsókn til tauga læknis, þó að mér væri það þvert um geð. Og læknirinn rausaði einhver ósköp um taug arnar í mér og allt mitt sálar- líf. Hann var að tyggja upp þennan gamla Söng um það, hvað ég væri taugaveiklaður og það gæti versnað ef ég færi ekki varlega. Hann var alltaf að staglast á því, að líklega mundi ég hafa hallúsínasjónir, en ég veit nú bara ekki hvað Um áramótin gaf Hagtrygg- ing h.f. ú\ almanak, sem sér- staklega er helgað umferðarör- yggi. Þar eru leiðbeiningar og áminningar til ökumanna varð- andi akstur eftir árstíðum. 1 janúar og febrúar eru leið- beiningar um vetraraksturinn, þær eru gagnorðar og skýrar. Þótt þær séu fáar er þar minnzt á ýmis meginatriði, sem komið geta í veg fyrir fjölda slysa. Um þessar mundir hafa orðið fjölmargir árekstrar vegna erfiðleika vetrarakst- ursins, erfiðleika, sem ökumenn hefir skort bæði leikni og þjálf un til þess að ráða við. Reynsl- an sýnir ótvírætt að mörgum ökumanni mun hollt að kynna sér þessi mál nokkru nánar og fara því hér á eftir 6 vetrar- ökureglur úr almanaki Hag- tryggingar. 1. Akstur í hálku krefst sér- stakrar þekkingar og þjálfun- ar, notið snjódekk og keðjur. 2. Stillið hraða í hóf, hafið rúmt bil milli bifreiða í akstri. 3. Treystið ekki hemlum í hálku, notið þá með sérstakri varúð. það orð þýðir, þessir læknar geta aldrei talað mælt mál. Kannske er þetta nafn á ein hverri bakteríu. Svo lét lækn- irinn mig hafa einhverjar tauga mixtúrur, en ég fann nú lítil áhrif af þeim, nema hvað mér fannst ég alltaf verða syfjaðri eftir að ég tók þær inn.. Nei, ég hef ekki mikla trú á þess- um læknum, þó að þeir setji upp einhvern spekingssvip. Ég tek vel eftir hlutunum, frá því ég var krakki hef ég tekið eftir mörgu, sem aðrir gefa engan gaum. Þegar ég var um fermingu kom stór leð- urblaka á gluggann hjá mér nótt eftir nótt. Ég varð svo hræddur, að ég varð að sofa inni hjá pabba, en þá hætti leðurblakan að koma. Pabbi sagði, að þetta væri tóm vit- leysa, á Islandi væru ekki til 4. Virðið ætíð umferðarrétt og hafið vakandi auga á veg- farendum. 5. 1 borgarakstri er heilla- ráð að gera sér grein fyrir hvaða leið skuli valin milli á- fangastaða, áður en lagt er af stað. 6 Breytið aldrei um akrein eða akstursstefnu að óyfirveg- uðu ráði. Samkvæmt skýrslum lögregl- unnar verða rúm 20% af bif- reiðaárekstrum vegna þess að umferðarréttur er ekki virtur og tæp 20% orsakast af því að of stutt bil er á milli bifreiða í akstri. Ranglega breytt um akstursstefnu orsakar 10% um- ferðaróhappanna og of hraður akstur er lika veigamikil or- sök árakstra. 1 þessum 6 stuttu atriðum er því varað við og leiðbeint um orsakir þess sem valda um 60% umferðaróhappa í vetrar- akstri. Það er því vel þess virði fyrir alla ökumenn að kynna sér þessar fáu en veigamiklu reglur, varðandi vetrarakstur- inn. neinar leðurblökur, þetta væru bara skuggar. En ég vissi nú betur, ég sá leðurblökuna svo greinilega. Það var eitthvað þremur ár- um seinna, að ég heyrði andar- dráttinn undir rúminu mínu. Þegar ég ætlaði að fara að sofna á kvöldin heyrði ég hann greinilega. Stundum var hann hægur, en stundum komu djúp sog, og það var eins og korr- aði í einhverjum. Ég kallaði stundum á hjálp, en þegar pabbi kom og skoðaði undir rúmið, sagði hann að þar væri ekki neitt, mig hefði bara dreymt þetta. En þegar hann var farinn kom andardráttur- inn stundum aftur. Einu sinni þegar gekk á þessu, herti ég upp hugann og gáði undir rúm ið. Ég sá nú ekki neitt greini- lega, en þó fannst mér bregða fyrir skugga eins og eitthvað væri að skjótast undan rúm- inu. Þetta hætti ekki fyrr en ég fékk mér annað rúm. Þetta var ekki skemmtilegt með leðurblökuna og andar- dráttinn, en núna finnst mér það bara barnaleikur á móts við það, sem er undir koddan- uni mínum. Það er núna rúmur mánuður síðan ég tók fyrst eftir þessu. Þegar ég var lagzt- ur út af eitt kvöldlð fann ég ekki betur en að eitthvað væri að iða undir koddanum. Ég var ekki mjög hræddur fyrst og gáði undir koddann, en gat ekki séð neitt þar. Ég varð ekki var við meira það kvöldið. En næsta kvöld fann ég aftur að það var eitthvað á seyði undir koddanum. Hann fór aftur að iða, og það var eins og verið væri að muldra eitthvað undir honum. Stundum var eins og þetta hljóð væri langt niðri, stundum fannst mér það vera alveg við eyrað á mér. Og ég gat ekki áttað mig á þessu hljóði. Mér fannst það ólíkt öllu, sem ég hafði áður heyrt. Stundum fannst mér það einna líkast muldri í manni með djúpa bassarödd, en oftar fannst mér það þó líkast hljóði í einhverju dýri, þó ekki neinu dýri, sem ég hafði áður þekkt. Eftir því sem lengra leið varð ég æ sannfærðari nm, að þetta væri eitthvert dýr. Mér fannst ég líka stundum finna lyktina af dýrinu, ramma, annarlega og framandi. Þegar ég gáði und ir koddann sá ég ekki neitt, en þó fannst mér dýrið vera á- fram á næstu grösum. Þegar ég var aftur lagztur á kodd- ann, byrjaði það oftast að muldra að nýju. Eins og nærri má geta svaf ég ekki vel við þessar aðstæður, en ég hafði á- kveðið að reyna að harka þetta af mér. Stundum var ég að hugsa um að fá mér annan kodda, en ég lét ekki verða af því. Einn morguninn þegar ég skoðaði undir koddann, fann ég langt brúnt hár undir honum. Mér fannst ég aldrei hafa séð svona hár áður, en pabbi bara hló, og sagði að þetta væri hár af mér sjálfum. Eg sagði ekki margt, en ég var svo sem ekki í neinum vafa um það, hvaðan hárið væri komið. Ég fann, að það var af því sama undarlega lyktin og ég hafði stundum áð- ur fundið undan koddanum. Eg sagði taugalækninum frá þessu með hárið, en hann fór bara aftur að rausa um þessar hall- úsínasjónir. Læknar skilja ekki neitt, eins og ég hef alltaf sagt. Næstu nótt var dýrið hávær- ara en nokkru sinni fyrr. Mér fannst hljóðið í því, hljóta að heyrast um allt húsið. Og það var alltaf að kippast til undir koddanum, stundum svo harka- lega, að það brakaði í höfða- gaflinum. Og lyktin af því var svo römm, að ég nærri því tók andköf. Loksins stóðst ég ekki mátið lengur. Eg kveikti ekki en ég rak höndina langt inn undir koddann. Og samstundis rak ég upp hátt skelfingarvein, að mér er sagt, að það hafi heyrzt í næstu hús. Eg rak höndina í eitthvað kafloðið og iðandi og um leið magnaðist muldrið um allan helming, það fyllti herbergið eins og foss- niður eða brimhljóð. Pabbi kom þjótandi inn og spurði, hvað gengi á. „Sjáðu!“ hrópaði ég. „Sjáðu undir koddann. Það er þar dýr- ið, voðalega, ég var að reka höndina í það." En þegar pabbi kveikti og skoðaði undir koddann var ekk- ert að sjá, og muldrið var horf ið. Lyktin af dýrinu var ennþá megn, en pabbi sagðist alls ekki finna hana. Hann sagði, að þetta væri bara martröð. En ég var nú ekki á því. Hræðslan rann ekki af mér í þetta skipti, þvert á móti ágerðist hún, því að ég vissi vel, að dýrið myndi koma aftur. Eg settist í stól, og pabbi varð að halda í hönd- ina á mér, það sem eftir var næiur, ef hann sleppti hendinni fór ég að hljóða óskaplega. Og mér fannst höndin vera dofin og tilfinningarlaus, þar sem hún hafði snert dýrið. Um morguninn kom tauga- læknirinn. Hann vildi láta mig segja sér eitthvað meira um dýrið og lézt trúa því, að það væri til, en ég vissi vel að það var allt bara plat. Það halda allir, að þetta roeð dýrið sé bara vitleysa og ímyndun í mér, en ég veit nú betur. Dýrið er jafn raunverulegt og stóllinn, sem ég sit á og þetta dýr er það voðalegasta, sem til er í allri tilverunni. Ég veit ekki hvers vegna það fór að búa einmitt undir koddanum mín- um. Nú er búið að láta mig á Klepp. Það er auðvitað tauga- læknirinn, sem stendur á bak við það, ég vissi alltaf, að hann trúði ekki þessu með dýrið. Ég er ákaflega órólegur, ég er svo hræddur um að dýrið elti mig hingað og komi líka undir kodd- ann minn hérna. Mysticus Framhald af 2. síðu. RITFÆRNI FRAKKA Frakkar urðu leiðtogar meðal endurreisnarríkjanna að taka upp samfellda sókn í veraldleg- um og andlegum málum. 1 bók- menntum og allri meðferð tung- unnar. Þeir hafa aldrei látið það merki falla. Frakkar unna og dásama tungu sína og hver ný kynslóð tekur við af annarri þegar hlynna skal að frönsku máli. Stórar bylgjur og sumar geigvænlegar hafa risið í frönsku þjóðlífi. Þar hermir sagan frá stóram ósigrum og miklu veraldargengi. En frönsk tunga hefur að baki sér ó- skipta og heilhuga þjóð. Segja má að þjóðin sé svo einhuga í þessu efni að gert sé ráð fyrir að í einkabréfum manna eða fréttadálkum blaðanna sé leit- azt við að vel ritfær maður sé hvarvetna að verki. Norrænu þjóðirnar, frændur okkar, hafa ve rið líkt settir og latnesku þjóðirnar. Hin sterku LÁRÉTT: 1 Svefn 5 Ósaðin 8 Tófu 9 Hæð 10 Hestur 11 Hár 12 Tengdur 14 Málmur 15 Blóm 18 Verzlunarmál 20 Söngur 21 Mun 22 Hæð 24 Vclk 26 Byklija 28 Æða 29 Vondur kynni norrænu þjóðanna við Þýzkaland, sem var óeðlflega lengi án sjálfstæðra bók- mennta, leiddi til norrrænnar hjálendu aðstöðu í þessum efn- um. Það var Holberg skáld, sem gekk fýrstur Skandinava fram á vígvöllinn og byrjaði að móta sjálfstæðar bókmennt- ir, norrænar að orðfæri, eins og málum var nú komið, en franskar að tækni. Frændþjóðir Islendinga hafa fram eftir árum fetað í spor Holbergs, en aldrei getað náð fótfestu í sambandi við uppruna sinn. Það er gæfa Islendinga að hafa á þúsund ára ferli aldrei villst af leiðum feðra sinna og mæðra. Skylda hinna ungu Is- lendinga er að nema sér til aukins manndóms, af sögu og uppeldisháttum forfeðranna. Vel má vera að Islendingum kunni að henta að kynnast nokkuð málvöndun og málfág- un þeirrar erlendu þjóðar, sem mesta og fullkomnasta reynslu hefur í þessu efni. LÓÐRÉTT: 1 Logandi 2 Lítur í bók 3 Þakskegg 4 Umdæmisstafir 5 Sleipir 6 Upphafsstafir 7 Tilfinning 9 Flúðir 13 Veiðarfæri 17 Lækurinn 19 Söfnun 21 Húsdýr 23 Heimskaut 25 Meiðsli 27 Ósamstæðir ATHUGIÐ! Þeir sem þurfa að koma auglýs- ingum eða öðru efni í Mánudags- blaðið — þurfa að koma því til ritstj. í síðasta lagi á miðviku- dag næstan á undan útkomudegi blaðsins. Umferiaralmanak SÖLUBÖRN Mánudagsblaðið vantar söluböm, sem búa í úthverfumim. Blaðið verður sent til þeirra sem óska. MANUDAGSBLAÐIÐ — Sími 13975 — 13496. KR0SSGÁTAN 30 Sjór

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.