Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 07.02.1966, Page 5

Mánudagsblaðið - 07.02.1966, Page 5
Mánudagsblaðið 5 FRAMHALDSSAGA STOUN 60Ð EFTIR E PHILLIPS OPPENHEIM 18 að spyrja, hvað ráðið hefur val inu ?“ „Eg ímynda mér, að tilviljun hafi ráðið mestu um það,“ svar aði herra Johnson. „Mig lang- aði að setjast að í Englandi um hríð, og öllum, sem ég talaði við, kom saman um, að Nor- folk væri ákjósanlegur staður.“ 1 þessu bili kom Gregory inn. „Þettat, er sonur minn, Gre- gory,“ sagði Sir Bertram. „Gre- gory, þetta er nýi leigjandinn okkar, herra Johnson.“ „Það gleður mig að kynnast yður,“ sagði herra Johnson. En Gregory var sem þrumu lostinn. Þessi maður, sem rétti honum höndina og lét eins og hann hefði aldrei seð hann fyrr, gat það verið sami mað- urinn, sem einu sinni hafði bjargað honum úr klóm Wu Abst, kínverska sjóræningjans. Þá hafði hann verið í kínversk um búningi og samið sig að háttum Kínverja, þótt ekki væri hann með fléttu. „Eg tala lítið í ensku, hafði hann sagt, en ég skil allt.“ Það var varla um að villast og þó — „Vissulega höfum við hitzt áður?“ sagði hann að lokum. Herra Johnson hristi höfuð- ið hægt, eins og hann væri að reyna að koma honum fyrir sig. „Ekki svo ég muni,“ sagði hann svo. Aftur varð stutt þögn. Undr- unarsvipurinn hvarf ekki af andliti Gregorys, en um síðir rétti hann hinum höndina. ,,Eg bið yður að afsaka þenn an álfaskap minn,“ sagði hann kurteislega. „En ég er enn hálf ruglaður. Hittumst við áreiðan- lega ekki fyrir hálfu öðru ári í Kína — Wu Ling — fyrir- tækið Johnson og Co.“ Gesturinn hristi höfuðið. Hann brosti góðlátlega, en skarpskyggn athugandi mundi hafa kallað brosið tvírætt. „Þér villist á mér og einhverj um öðrum,“ sagði hann hæ- versklega, „ég heiti vissulega Johnson, en það er ekki óal- gengt nafn, og ég er alveg viss um, að þetta er fyrsta skiptið, sem við höfum hitzt.“ „Þá er það misminni hjá mér“, sagði Gregory og reyndi að láta sem ekkert væri. „Leyfið mér að bjóða yður velkominn, herra Johnson. Rawson,“ sagði hann við þjóninn, „láttu mig fá glas af sherry. Mér veitir sannarlega ekki af því"! „Eg sagði syni mínum í morgun," sagði Sir Bertram, eft'. að þeir voru setztir að borðum, „að ég teldi það mjög ámælisvert af umboðsmanni okkar, herra Burroughs, að hafa ekki sagt yður, áður en þér tókuð stóra húsið á leigu, hvað þar hefði gerzt ekki alls fyrir löngu.“ „Já, ef til vill hefði það verið betra,“ sagði herra Johnson. „Samt sem áður hefði það engu breytt um þá ákvörðun mína að setjast hér að. En vel á minnzt, höfðuð þér nokkur per- sónuleg kynni af þessum fyrir- rennara mínum, sem hlaut svo sorgleg afdrif." „Við vorum málkunnugir,“ sagði Sir Bertram, „en kunn- ingsskapurinn náði aldrei lengra en gengur og gerist milli nágranna. En ef hann hefði ekki látizt svo snögglega, hefðum við sennilega kynnzt betur. Svo vill til, að herra Endacott var bróðir gamallar vinkonu minnar, de Fourgenet greifafrúr, sem á heima í Litla húsinu. Það var þess vegna, að ég held, að hann kaus að setj- ast að í nágrenninu.“ „Og var ekki frænka hans í fylgd með honum?“ spurði herra Johnson. „Jú, mjög aðlaðandi stúlka,“ svaraði Sir Bertram. „Vitaskuld fór hún héðan skömmu síðar. En mér skilst, að búizt sé við henni í heimsókn innan skamms.“ Borðhaldinu var að ljúka. Dýrindis portvín, gamalt, var borið fram og drukkið að mestu í þögn. Sir Bertram stóð á fætur. Við skulum flytja okkur inn í bókaherbergið, herra John- son,“ sagði hann. ,Þar eru vindlar og kaffi.“ Þeir gengu saman út úr her- berginu. Gestur dagsins skoðaði með áhuga öll listaverkin, sem voru á leið þeirra gegnum for- salinn. Gregory beindi athygli hans að frægu málverki á veggnum gegnt stiganum og tafði hann þar, þangað til þeir urðu um stund viðskila við Sir Bertram og Henry. „Ég verð að spyrja yður enn einu sinni,“ sagði hann lágt, en með ákefð. „Eg verð að spyrja yður að þessu, herra Johnson. Munið þér eftir manni — hug- rökkum manni, því það var hann — sem verzlaði upp eftir Yun-Tse fljótinu meðal þorps- búanna ?. Wu Ling kölluðu þeir hann ?“ „Wu Ling?“ endurtók herra Johnson. „Kínverji?" „Hann vildi svo vera láta,“ sagðí Gregory. „En hann hefði getað verið allra þjóða kvik- indi. Hann hefði jafnvel getað heitið Johnson.“ Leigjandi Stóra hússins brosti góðlátlega. „Wu Ling,“ sagði hann, „er mjög fallegt nafn. En yfirleitt tek ég þó mitt eigið nafn fram- yfir. Mitt er og hefur alltaf ver ið Johnson — Peter Johnson — Peter Johnson frá New York.“ Gregory gekk á undan inn í bókaherbergið. Honum fannst það auðheyrt á öllu, að meira væri ekki upp úr herra John- son að hafa. „Afsakið," sagði hann. „Yf- irleitt er ég mannglöggur, og ég diélt mér gæti ekki skjátl- azt í þessu. En það gleður mig að heyra, að við séum nágrann- ar, herra Johnson. Hér er fað ir minn og bróðir hans.“ Þeir drukku kaffi og ræddu saman um stund, en síðan stóð Henry Ballaston upp og bauð þeim að koma inn í minna bóka- herbergið. þar sem hann hafði aðsetur. „Þetta er nú helgidómurinn minn“, sagði hann hróðugur. „Bróðir minn lætur mig hafa umsjón með öllu, sem viðvíkur rekstri Ballástoneignanna og hér afgreiði ég málin, áður en ég fæ þau f hendur herra Burro- ughs, umboðsmanni okkar.“ Gesturinn litaðist forvitnislega um. Hátt var til lofts, en lít- ið um fburð, bókahi'liur meðfram veggjunum og öðru megin við gluggann óvenjustórt skrifborð. Hinumegin, á hillu sem felld hafði verið inn í vegginn, stóð falleg kínversk skál, full af rauðum rósum. Sín hvoru meg- in við skálina — Líkami og Sál. Hr. Johnson horfði af annarri myndinni á hina — hljóður, svipbreytingalaus, niðursokkinn 1 sínar eigin hugsanir. Allir heimsins lestir og vonzka glottu til hans frá myndinni til vinstri við þessar drúpandi rósir; en frá myndirini tií1 hægri, var sem andaði heilagur góðvilji og frið- 1 ur. Hr. Johnson mælti ekki orð, hreyfði ekki neinni gagnrýni, en þögn hans var mælsk á sinn ; hátt. Gregory hafði ekki augun af honum og grunaði margt. Það var Henry Ballaston, sem rauf þögnipa. „Yður finnst þessar litlu Búddamyndir okkar merkilegar, herra Johnson?" spurði hann. En það var eins og herra Johnson heyrði ekki til hans. „Báðar héma!“ tautaði hann fyrir munni sér. ,,Báðar!“ „Báðar?“ hváði Sir Bertram. Herra Johnson ránkaði við sér. „Heyrið þið nú“, sagði hann. „Þessar myndir eru áreiðanlega mjög verðmætar. Ég sá myndir af þeim, þegar ég var á ferð um Austurlönd. Þeim var stoliö úr musteri, einhversstaðar í Kína, ef ég man rétt. Þetta eru Búddamyndir, er það ekki?“ „Stolið!" tautaði Sir Bertram. „Stolið!" endurtók Gregory. „Þetta er mjög fróðlegt að heyra“, sagði Hetiry. ,,Þær kom- ust í okkar eigi á mjög óvenju legan hátt. En þér haldið, að ui phaflega hafi þeim líklega verið stolið". „Ég er nokkurn veginn viss um það,“ sagði hr. Johnson. „Ég sá Ijósmynd af þeim f amerísku tímariti fyrir um það bil ári. Þá stóð risastór Búddamynd milli þeirra. Þar stóð, að þeim hefði verið stolið, og að þær af einhverjum ástæðum, væru óhemju verðmætar. Það var ung- ur Ameríkani, sem rændi þeim úr musterinu, en hann fannst skorinn á háls í lestinni frá Peking suður á bóginn. Enginn virtist vita, hvar myndimar væru niðurkomnar". Þeim létti brœðrunum, Sir Bertram og Henry, en Grégory var enn á báðum áttum. „Það er víst óhætt að segja, að þessum myndum hafi ekki verið stolið," sagði Henry. „Okk ur áskotnuðust þær á þann hátt, að slíkt væri útilokað. En sagan er mjög fróðleg“. Hr. Johnson sneri sér frá, án þess að svara. Meira var ekki rætt um myndimar. Þeir sýndu honum nokkra fleiri dýrgripi ættarinnar, og stundu síðar kvaddi hann og fór. „Ösköp venjulegur, náungi“ sagði Sir Bretram, „og meinlaus, held ég“. „Já, það komu þær stundir, að ég hélt annað“, sagði bróðir hans, ,,en yfirleitt er mér nær að halda að svo sé“. Gregory vissi ekki, hvað hann átti að halda. Hann horfði á eftir bílnum, þangað til hann var kominn í hvarf, en gekk svo á eftir hinum inn i húsið. 19. KAPÍTULI Lögreglustjórinn var við og tók herra' Johnson með mestu virktum. „Ég heiti Holmes“, sagði hann og leit á nafnspjaldið, sem hann hélt á í hendinni. „Hvað get ég gert fyrir yður, herra John- son?“ ,,Ég er nýseztur hér að og hef tekið Stóra húsið á leigu“. „Stóra húsið! Já, einmitt. Svo þér búið þar. Það er ekki langt síðan þar varð sorglegt óhapp, sem kostaði okkur mikinn tíma og fyrirhöfn“. „Svo er mér sagt,“ tautaði hr. Johnson. Lögreglustjórinn hallaði sér aftur á bak í stólnum. „Því miður verð ég að játa, að þarna bættist Norfolklögregl- unni mál, sem henni hefur ekki tekizt að leysa. En við tökum það ekki mjög nærri okkur, þvi Scotland Yard tók að sér mál- ið stuttu eftir að glæpurinn var framinn". , „En ég ímynda mér“, sagði herra Johnson, „að ykkur þætti * töluverð fremd í að upplýsa mál, sem Scotland Yard hefur orðið að hverfa frá.“ Lögreglustjórinn virti hann fyrir sér efablandinn. „Komið þér með nýjar upp- lýsingar?“ spurði hann. „Holmes“, sagði hr. Johnson. ,,Ég verð að biðja yður að skoða sem trúnaðarmál allt það, sem ég nú segi yður og ekki kemur glæpnum beinlínis við“. „Vitaskuld". „Sá sem myrtur var, Etndacott, og ég höfðum saman félag um mjög stórt fyrirtæki, sem hafði bækistöðvar í Kína, Alexandríu og New York. Ég stofriaði það fyrir tuttugu • érum, en síðustu tfu árin rákum við það í sam- einingu. Fyrir um það bil ári leystum við það upp, og hann sneri aftur til Englands vellauð- ugur“. ..Voruð þér félagi hans?“ spurði lögréglustjórinn undrandi. „Hér í nágrenninu véit enginn neitt um samband mitt við Endacott" hélt herra Johnson á- fram. „Ég hef haldið því leyndu. En nú er ég kominn að þeim upplýsingum, sem ég get i té látið. Um ‘ það bil mánuði áður en Endacott fór frá 'Austurlönd- um, var kínverskt musteri í nánd við Peking rænt, og stolið þaðan tveim hkneskjum úr tré, en þau áttu sér undarlega sögu. Tveir ungir menn frömdu rán- ið — annar var Englendingur, hinn Ameríkani. Ameríkumað- urinn komst upp í jámbrautar- lest. Stigamenn gerðu árás á lestina og myrtu Ameríkanann, en önnur myndin komst á ákvörð unarstað. Englendingurinn var. gripinn ' af musterisprestunum, en þeir, samkvæmt trú sinnt, mega ekki úthella blóði. svo þeir seldu hann í hendur alræmds sjóræningja með fyrirmælum um, að honum skyldi fleygt fyrir krókódíla. Ég heyrði söguna. þegar ég var í verzlunarerindum upp með Yung-Tse-ánni, og ég bjargaði honum úr höndum ræningjans og flutti hann niður að ströndinni. Þessi ungi maður var Gregory Ballaston.“ „Greg Ballaston," hrópaði lög reglustjórinn upp. „Hamingjan góða!“ „Hr. Gregory Ballston,“ hélt sögumaður áfram, ,,fann mynd- ina síná heila í gufuskipinu sem hann ætlaði með til Englands, þótt félagi hans væri dauður. Hin myndin, sem ræningjamir höfðu haft á brott með sért kómst í mínar hendur, eftir ó- bein viðskipti við þá. Ég sýndi hr. Ballaston hana í vöruhúsinu mínu. Hann ágimtist hana. Sam- kvæmt hinni gömlu hjátrú, var hans mynd án minnar gagns- laus“. „Gagnslaus til hvers?“ spurði lögreglustjórinn undrandi. „Gagnslaus vegna þess aS báðar áttu að hafa að geyma gimsteinasafn, sem tilheyrði musterinu. Éf ég reyndi að skýra þetta frekar, munduð þér halda að ég væri að segja yður ævin- týri. Ég læt mér því nægja að segja, að samkvæmt gamalli þjóðtrú, sem margir hafa lagt trúnað á, sem til þekkja, var önnur myndin gagnslaite, ef mað- ur hafði ekki hina. Gregory Ballaston fór til Englands og tók með sér sína mynd. Þegar við Ralph Endaoott leystum upp fyr- irtækið, tók Ralph hina mynd- ina með sér, ásamt ýmsum gömlum handritum frá muster- inu, sem komizt höfðu í okkar hendur. AHt þar til er hann var myrtur, eða að minnsta kosti þar til fáum dögum áður, stóð þessi mynd í bókaherbergi hans, þar sem hann fannst skotinn. Nú er þessi mynd í Ballaston- höll“. Holmes lögreglustjóri sat um stund þögull og hugsi. Það var tæplega að undra, þótt hann væri vantrúaður á þessa sögu! „Þetta er mjög kynleg saga, sem þér hafið sagt mér, herra Johnson“, sagði hann um síðir. „Já, hún er sannarlega mjög óvenjuleg“, svaraði hinn. ,,En þér getið auðveldlega sannpróf- að ýmis atriði í frásögn minni. Til dæmis get ég vísað yður á bankann minn f Londom en þar munu þeir staðfesta, að ég var forstjóri fyrirtækisins, sem En- dacott var með mér í, og að ég sé auðugur maður og velkunn- ur og hafi aðstöðu til að vita. hvað ég er að fara f þessum málum. Það lá við að Gregory Ballaston þekkti mig aftur, en þar eð ég hafði í Kína samið mig að háttum innfæddra, var hann ekki viss í sinni sök. Ég tamdi mér mjög snemma kín- verska siðu og kínverskan klæða- burð, því að það er eina leið- in fyrir Vesturlandamenn til að ná árangri í viðskiptum við Kínverja inni í landinu. Ég ber alls ekki illan hug til þessa unga manns, Gregory Ballaston — satt að segja ermér fremur vel við hann — en En- dacott var félagi minn og ég ber ábyrgð á, að myndin lenti f hans vörzlu“. TILKYNNINC Athygli innflytjenda skal hér með vakin á því, að sam- kvæmt auglýsingu viðskiptamálaráðuneytisins dags. 21. janúar 1966, sem birtist í 6. tölublaði Lögbirtinga- blaðsins 1966, fer fyrsta úthlutun gjaldeyris- og/eða innflutningsleyfa árið 1966 fyrir þeim innflutnnigs- kvótum sem taldir eru i auglýsingunni, fram í febrú- ar 1966. Umsóknir um þá úthlutun skulu hafa borizt Lands- banka Islands eða Utvegsbanka Islands fyrir 15. febrú- ar n.k. LANDSBANKI ISLANDS ÚTVEGSBANKI ISLANDS 1

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.