Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 21.02.1966, Side 2

Mánudagsblaðið - 21.02.1966, Side 2
Mánudagsblaðið Mánudagur 21. febróar 1966 Jónas Jónsson frá Hrífíu: Er þetta uppeSdi? Þýzkir neituðu F.Í. — Furðuleg af- staða — Óskiljanlegar ástæður. Æska landsins er væn að yf- irlitum og eljusöm við próflest- ur og marga verklega iðju en hér og þar koma í ljós vaxtar- gallar, líklega mest að kenna ófullkomnum uppeldisháttum. Sögufrægar eru skrúðgöngur mörg hundruð afvega leiddra ungmenna í ekógum landsins um hvítasunnuleytið. En það getur staðið til bóta. Heilsu- samleg reynsla í vetrarkuldan- um. Fyrir nokkrum dögum er ut- anbæjarmaður gestur í einu elzta gistihúsi bæjarins. Hann er annálað prúðmenni, hóglát- ur, kurteis, hjálpsamur bæði við vini og ókunnuga. Hann þekkir ekki áfengi nema af kynnum við annað fólk. Þessi maður, búinn kostum íslenzks prúðmennis verður hér í bæn- um fyrir ósvífinni og hættu- legri líkamsárás á vel kunnu gistihúsi. Þá var utanbæjarmað urinn að ljúka við að búa sig í kvöldsæmkvæmi með tveim góðvinum . Skyndilega koma einn eða fleiri ókenndir rustamenn utan af götunni inn í hótelherbergið. Forsprakkinn gengur beint að gestinum og greiðir honum hvert höfuðhöggið af öðru. Eft ir örustutta stund er gesturinn alblóðugur um höfuð og axlir. Högg höfðu dunið á enni og augabrúnum. Ekki fannst fyrr en síðar við læknisskoðun að maðurinn hafði ekki misst sjón ina þó að harkalega væri að auganp búið.Mitt í þessum furðulega tryllingi ha*fði árás- aimaðurinn ráðizt á annan mann í herberginu og veitt hon um höfuðhögg, kjálkabrotið manninn og losað um jaxl svo greinilegá að hann kastaðist út á gólfið. Þegar hér var komið náðist í lögreglumann sem kom ódáða manninum í fangelsi. Vafalaust fær hann dóm og einhverjar sektir fyrir misgerðirnar. Það er spor í rétta átt, en ekki nóg. 1 Reykjavík, öðrum kaup- stöðum og víða annars staðar í þéttbýli ganga ofstopa- og skaðræðismenn fram fyrir skjöldu og unna öðrum mönn- um ekki friðar í heimilum þeirra eða á opinberum sam- komum. Barsmíði, ■ höfuðhögg og margháttaðar lemstranir eru meira eða minna daglegt brauð hér á landi. Friðsamir sóma- kærir menn geta átt von á höf- uðhöggum og að verða slegnir blindu inni i þeirra eigin heim- ilum eða á almennum samkomu stöðum, þar sem stjórnlausir auðnuleysingjar gera daglegt líf annarra að hættuspili. Stjómlaus neyzla á,fengra drykkja á mikinn þátt í þess- um menningarspjöllum. Úrræða leysi og gönuskeið í tamningu kynstofnsins eiga þó mestan þáít í óförunum. Ef til vill geta Islendingar lært mest af Kínverjum í þessu efni. Þeir eru elzta og bezt þjálfaða þjóð í heiminum. 1 Kína mundu spellvirkjar eins og þeir sem hér er vikið að voru settir í stofnun, sem væri samsett fyrirtæki með blönduð- um verkefnum: Æfing við margháttaða líkamlega vinnu, bókleg fræði, iðnaðarstörf, sið- speki og háttvísi. Hér er saman ofin: Einangrun um stundarsak ir, skólalíf, margþætt vinna og heilsusamleg meðferð líkamans. Lausnartími er ekki ákveðinn fyrir fram heldur eftir því hve langan tíma nemandinn þarf til að vera gjaldgengur þegn í líf- vænlegu þjóðfélagi. Hér er nefnt eitt fordæmi úr fjarlægu landi, en á Islandi munu vera margir menn færir um að gefa góð ráð til úrlausn ar andlegum sjúklingum í þjóð- félagi sem er að sníða sér nýj- an stakk. Sölubörn sem vilja selja Mánu- dagsblaðið i úthverfum geta fengið það sent heim Þýzk flugyfirvöld hafa nú synjað Flugfélagi íslands um lendingarleyfi í Frankfurt am Main, en þangað hugðist fé- lagið taka upp flugferðir í vor. Eins og frá var skýrt í frétt- um, sótti Flugfélag Islands snemma í október s.l. um leyfi til áætlunarflugferða milli Reykjavíkur og Frankfurt, með viðkomu í Glasgow í báðum leiðum. Brezk flugyfirvöld brugðust mjög vel við þessari málaleitan og veittu leyfi til flugsins fyrir sitt leyti og einn- ig var Flugfélaginu veitt heim- ild til farþegaflutninga milli Glasgow og Frankfurt. ENGAR FLUG- SAMGÖNGUR Þar sem engar flugsamgöng- ur eru nú milli Islands og Þýzkalands, en mikil viðskipti og samskipti milli landanna á öðrum sviðum, þótti einnig mega vænta þess, að jákvætt svar við umsókn Flugfélagsins bærist frá Þýzkalandi. Með þetta í huga, var í flugáætlun félagsins fyrir sumarið 1966, ákveðin ein ferð í viku milli Reykjavíkur, Glasgow og Frankfurt. Flogið skyldi á mið- vikudögum fram og aftur. Strax eftir að ferðaskrifstofum hafði verið tilkynnt um þessa áætlun, tóku að berast farpant anir í ferðirnar. SYNJAÐ Fyrir nokkru barst svo svar frá þýzkum flugyfirvöldum þar sem umsókn Flugfélagsins um lendingarleyfið í Frankfurt er synjað. Þessi viðbrögð þýzkra yfir- valda hafa valdið félaginu von- brigðum og orsakað að hinu fyrirhugaða Þýzkalandsflugi hefur verið aflýst. Flugfélag Islands opnaði sölu skrifstofu í Frankfurt fyrir tæpu ári síðan og hefir starfs- fólk hennar síðan unnið mark- visst að kynningu Islands sem ferðamannalands. Ástæðan fyrir því að Flug- félag Islands valdi Frankfurt, sem viðkomustað í fyrirhuguðu Þýzkalandsflugi, er í fyrsta lagi lega borgarinnar, sem er mjög miðsvæðis í hinum þéttbýlu iðnaðarhéruðum landsins, en er að auki mikil verzlunar- og viðskiptaborg. Frankfurt er ein helzta flug- miðstöð í Mið-Evrópu, og er enda eina borgin I Vestur- Þýzkalandi, sem til greina kem- ur fyrir Flugfélag íslands að fljúga til eins og á ste ndur. PHILIPS siónvarpstæki Fyrst um sinn munum við halda áíram að selja hin heimsþekktu Philips sjónvarpstæki með baðum kerfunum með aðeins kr. 3000,00 útborgun og eftirstöðvunum eftir samkomulagi. Erum að taka heim tæki með 25" skermi í mjög fallegum teak-kassa. Einnig fyrirliggjandi borðloftnet fyrir ís- lenzku sjónvarpsstöðina. Véla- og. raftækjaverzlunin h.f. Bankastræti 10 — Sími: 1 28 52. I c. ttta r INDESIT ísskápar Fyrst um sinn munum við halda áfram að selja hina vinsælu INDESIT ísskápa með aðeins kr. 2000,00 útborgun og eftirstöðvar eftir samkomulagi. Véla- og raftækjaverzlunin h.f. Bankastræti 10 — Sími: 1 28 52. ÍBÚDARHÚS % úr timbri útvegum við frá Póllanrfi Stærðir 51 fermeter, 72 fermetrar og 115 fermetrar. Mjög hagstætt verð. Húsum þessum fylgir parket-gólf rörlagnir og raflagnir. Uppsetningu annast erlendir sérfræðingar og verður húsunum skilað tilbúnum til að flytja í þau. Leitið upplýsinga. Ásbjörn Ólafsson h.f. Grettisgötu 2 — Sími 2 44 40. t j >

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.