Mánudagsblaðið - 21.02.1966, Page 5
Mánudagar 21. febráar 1966
Mánudagsblaðið
5
i.
Hann Sveinbjörn móðurbróð-
ir minn var lengi í siglingum
og fór þá víða. Mest var hann
á norskum og sænskum skip-
um. Loksins kom hann alkom-
inn heim, en þá var hann blá-
snauður og orðinn drykkjuræf-
ill í þokkabót. Siðustu árin sem
hann lifði var hann héma í
Reykjavik og bjó í Kamp Knox
í heldur ömurlegum húsakynn-
um. Meiri hluta ársins var hann
fullur í Hafnarstræti eða á
Amarhóli, og marga nóttina
gisti hann i fangageymslu lög-
reglunnar. Stöku sinnum fór
hann í túra á togumm eða vél-
bátum, en svo fór hann í land
til að eyða peningunum í
brennivín eða aðra verri drykki.
Það kom fyrir, að Sveinbjöm
kæmi heim til okkar til að fá
sér mat eða kaffi eða til að
sníkja peninga. Þá var hann
næstum alltaf mikið dmkkinn.
Hann var ekki með nein læti,
en rausið í honum var stundum
ósköþ leiðinlegt. Stundum fór
hann að hálfskæla yfir því að
hann væri í rauninni mislukk-
aður listamaður. Og á slíkum
stundum kenndi hann ósköp
mikið í brjósti um sjálfan sig:
Það kom þó fyrir, að það gat
verið svolítið gaman, þegar
hann var að segja frá ferðum
sinum um heimshöfin og dvöl
í framandí höfnum. Hann hafði
tekið eftir mörgu, þó að hann
væri oft fullur. Það var einu
sinni, þegar hann kom fullur
heim, að hann fór að tala um
skirinpjötluna, sem hann sagð-
ist eiga. Hann hafði keypt
hana fyrir lítinn pening af
gömlum Lappa einhvers staðar
í Norður-Noregi. Og eins og
allir vita em Lappar enn í dag
rammgöldróttir, sagði Svein-
bjöm. Og hann sagði, að Lapp-
ar notuðu svona galdrapjötlur
til að drepa óvini sína. Þeir
byggju til myndir af óvinunum,
stundum úr snjó, stundum úr
leir eða birki og legðu svo pjötl
una á myndina. Þá væri jafn
gott fyrir óvininn að fara að
búa sig undir dauðann.
„Hefurðu aldrei prófað þetta
sjálfur?“ spurði ég. Sveinbjörn
sagði, að það hefði nú einhvem
veginn farizt fyrir hjá sér. En
hann hafði í heitingum um það
að setja pjötluna á mynd af
einhverjum lögregluþjóninum í
Reykjavík, honum var ósköp
mikið i nöp við lögregluna, sem
þó hafði líklega mörgum sinn-
um forðað honum frá því að
verða úti.
Einn daginn fannst Svein-
bjöm dauður í bragganum eftir
vargra vikna kogarasvall. Og
það varð enginn neitt hissa, sem
vissi, hvernig hann hafði lif-
að í mörg ár.
Hann lét ekki mikið eftir sig,
hann Sveinbjörn. 1 bragganum
var talsvert af tæmdum kog-
araglösum, dívangarmur, einn
stóll og fornfálegt koffort. í
koffortinu voru nokkrir skítug-
ir og slitnir fataræflar, nokkr-
ir reyfarar og í horninu lit-
il skrína, sem hann hafði ef-
laust eignazt i einhverri er-
lendri höfn. Það voru heldur ó-
merkilegir hlutir i skrínunni,
nokkrir skrýtnir kuðungar og
Mystícas skrífar:
SKINNPJATLAN
skeljar og svo glerhörð skinn-
pjatla, líklega úr hreindýrs-
skinni. Það var eins og eitt-
hvað hefði verið rissað á pjötl-
una, en það sást mjög ógreini-
lega. Koffortið var látið upp í
ruslakompu innan um annað
drasl.
n.
Eg fór ekki í siglingar eins
og Sveinbjöm frændi minn. Eg
hef alltaf verið veikbyggður og
fremur heilsulinur,. Eg lenti á
skrifstofu hjá heildsölufyrir-
tæki. Heildsalinn sjálfur er að
mörgu leyti ágætur, en hann
Páll, sm er helzti hjálparkokk-
ur hans er ósköp leiðinlegur.
Hann er í rauninni bara fulltrúi,
en hann skrifar sig alltaf skrif
stofustjóra. Þó hefur hann ekki
nema tvær undirtyllur á skrif-
stofunni, mig og hana Sigur-
björgu, sem er miðaldra pipar-
mær. Páll er alltaf settlegur
með spekingssvip og talar eins
og sá, sem valdið hefur. Og
hann er alltaf að fetta fingur
út í eitthvað hjá mér og koma
með föðurlegar áminningar. Og
kýmnigáfa er ekki til í þeim
manni. Já, hann er ósköp leiðin
legur hann Páll, þó að hann
vilji kannske vel, greyið.
En undanfarið hefur mér
staðið svona nokkum veginn á
sama um skrifstofuna. Hugur-
inn hefur ekki verið á þriðju
hæð, þar sem skrifstofan er,
heldur á fyrstu hæð í sama
húsi hjá henni Boggu. Hún af-
greiðir í sjoppunni þar. Eg hef
í mörg ár keypt þar kók, ópal
og sígarettur og kynntist
Boggu gegnum það. Svo fórum
við að fara út saman. Og mér
fannst við vera trúlofuð, þó að
við hefðum ekki mikið talað um
hjónaband eða þess konar hluti.
Eg gekk bara út frá þessu sem
sjálfsögðum hlut, að hún Bogga
yrði konan mín. Og ég var ó-
sköp lukkulegur, og mér datt
ekki annað í hug en að Bogga
væri lukkuleg líka. Svona getur
maður verið vitlaus. En svo
kom þetta. Bogga fór allt i einu
að verða eitthvað svo skrýtin
og dularfull. Hún fór að verða
upptekin á kvöldin og fór öll
hjá sér. þegar ég ætlaði að tala
hreint út við hana.
Og það stóð heldur ekki lengi
á skýringunni. Einn morgun-
inn, þegar ég var að fletta
Mogganum í mesta grandaleysi,
sá ég svart á hvítu, að hún
væri búin að opinbera trúlofun
sína með Tryggva Geirssyni
íþróttakappa. Þetta er leiðinda-
fugl, einn af þessum rígmontnu
sportídíótum, sem hefur sett
ungklingamet í
frjálsíþróttasprikli og heldur
að hann eigi allan heiminn út
á það. Eg var ekki burðugur á
skrifstofunni þann daginn, enda
var umvöndunarsvipur á Páli,
og þann þurfti að finna að
flestu, sem ég gerði. Eg hætti
að kaupa sígarettur í sjoppunni
niðri eftir þetta, og mér var
það raun að sjá Boggu bregða
fyrir innan við afgreiðsluborð-
ið. Svo sá ég það í blöðunum,
að Tryggvi væri farinn til út-
landa, hann ætlaði að keppa á
einhverjum frjálsíþróttamótum
í Þýzkalandi. Það er víst sem
betur fer engin hætta á þvi, að
fslendingar fari að sigra í í-
þróttum nú á dögum, hugsaði
ég með mér. En henni hlýnar
áreiðanlega um hjartaræturnar
bara við að sjá nafn hans í
blöðunum. Og ég fann að ég
var að tryllast af heift og af-
brýðisemi. Þá datt mér allt í
einu nokkuð í hug.
m.
Þegar ég kom heim fór ég
upp á háaloft og fann gamla
koffortið hang Sveinbjarnar
frænda. Eg tók upp skrínuna
stakk skinnpjötlunni á mig. Svo
fór ég að leita í gömlum blöð-
um, og leit aðallega á íþrótta-
síðurnar. 1 nokkurra vikna
gömlu blaði fann ég mynd af
Tryggva, þar sem hann var
glottandi út að eyrum eins og
fáviti. Eg gat orðið vitlaus af
að horfa á þessa mynd. Já, það
er smekkur í lagi að taka þenn
an fugl fram yfir mig. Svo
lagði ég pjötluna yfir myndina
á náttborðinu hjá mér. Ein-
hvem veginn létti mér svolítið
við þetta. Ekki svo að skilja,
að ég byggist við neinum á-
rangri, þetta var auðvitað allt
fylliríisraus í Sveinbirni frænda.
Næsta dag gerðist ekkert,
sem mér var minnisstætt. En
þegar ég leit á forsíðu Mogg-
ans dafeinn þar á eftir lá við,
að mér hnykkti við. Þar stóð
með stórri fyrirsögn: „Islenzk
ur íþrótamaður verður bráð-
kvaddur á leikvangi í Stutt-
gart.“ Og fyrir neðan var
mynd af Tryggva, sama mynd
in, sem ég hafði látið pjötluna
á. Auðvitað var þetta bara til-
viljun. Svo fór ég að lesa frétt-
ina. Tryggvi hafði allt í einu
hnigið niður i spretthlaupi á
leikvanginum, og þegar læknir
kom, var hann látinn. Því var
kennt um, að hann hefði lagt
mjög hart að sér að undan-
förnu, og svo hafði verið ofsa-
hiti, yfir þrjátíu stig. Eg
kýmdi með sjálfum mér.
Kannske glaðhlakkalega glottið
sé nú farið af fésinu á hon-
um. Og svo hugsaði ég um
Boggu. Nú verður allt i lagi
einhverju^ftur. Og mér leið reglulega
vel á skrifstofunni þennan dag.
Eg ætlaði að fyrirgefa henni
allt. Og hún mundi dást að því,
að ég elskaði hana svona mikið
að gleyma svikunum undireins.
Framtíðin var rósrauð.
Eg fór inn í sjoppuna, en auð
vitað var hún þar ekki, það var
ekki von. Næstu vikuna var ég
alltaf annað veifið að líta þar
inn, en hún sást ekki. Svo herti
ég upp hugann og fár heim til
hennar. Mér var sagt, að hún
væri lasin. En þremur dögum
seinna rakst ég á hana á göt-
unni. Hún var náföl óg tor-
kennileg. Hún ætlaði auðsjáan-
lega að strunza fram hjá mér
án þess að heilsa mér. Og þeg-
ar ég ávarpaði hana sagði hún
bara „Góði, láttu mig í friði.“
Eg stamaði einhverjum ástar-
orðum út úr mér. Þá var eins
og hún umhverfðist öll. Fyrir-
litningin og viðbjóðurinn á mér
skein út úr henni. Og hún
hvæsti út úr sér: „Snautaðu
burtu. ■ Eg hef andstyggð á
þér.“ Nú, það var þá svona.
Svona ætlaði hún að launa mér
allt saman. Eg, sem hafði eytt
tugþúsundum á hana og elskað
hana út af lífinu og meira að
segja ætlað að fyrirgefa henni
þessi lúalegu svik. Og bræðin
sauð í mér. Eg varð henni reið-
ari og reiðari, og þegar ég kom
heim sá ég rautt. Eg tók mynd
ina af henni, sem stóð á hill-
unni hjá mér og lagði pjötluna
á hana. Sem snögvast fékk ég
dálítið samvizkubit. Eln svo sá
ég fyrir mér andlitið á henni
fullt af viðbjóði á mér. Og jafn
framt sagði ég við sjálfan mig,
að þetta með pjötluna væri
hvort sem er eintóm vitleysa.
Eg lét pjötluna vera kyrrá á
myndinni. Tveimur dögum
seinna sá ég látið hennar í blöð
unum. Þar stóð auðvitað ekkert
um það hvernig það hefði bor-
ið að höndum. En seinna heyrði
ég einhvern ávæning af þvi,
að hún hefði tekið of stóran
skanpnt af svefnlyfjum. Sam-
vizkubit? Eg veit það varla.
Enn átti ég eritt með að trúa
þvi, að neitt samband gæti ver
ið milli pjötlunnar og þessara
skyndilegu dauðsfalla. Söknuð-
ur? Nei, ekki held ég. Eg gat
ekki gleymt því, hvernig hún
hafði verið í síðasta skiptið,
sem ég sá hana. Og að vissu
leyti hlakkaði í mér. Það fær
hana þá heldur enginn annar,
það er þá alltaf gott. Nema
Trygvi fái hana hinum meg-
in, en það er nú allt eitthvað ó-
ljóst um þá hluti. Eg fann, að
ég var að verða eitthvað skrýt-
inn, hugurinn var alltaf í upp-
námi og ég gat með engu móti
einbeitt mér við vinnuna á skrif
stofunni. Eg lagði einföldustu
tölur vitlaust saman og skrif-
aði algengustu orð rangt.
IV.
Hann Páll var svo sem ekki
lengi að taka eftir þvi, að það
var eithvað bogið við vinnu-
brögðin hjá mér. Fyrst komu
föðurlegar áminningar með
smeðjubrosi. Svo fór að harðna
í honum. Eg held, að hann hafi
haldið, að ég væri farinn að
drekka, sem þó var alls ekki
rétt. Loksins sagði hann mér
blátt áfram með valdsmanns-
svip, að ef ég tæki mig ekki
á með vinnubrögðin yrði ég að
fara. Fyrirtækið hefði ekki
brúk fyrir mig, ef þetta sleifar-
lag hjá mér ætti að halda á-
fram. Og ég vissi, að Páll gat
ráðið þessu, ef hann vildi. Þó
að heildsalinn væri bezti karl
gat Páll vafið honum um fing-
ur sér. Það mundi nú kóróna
allt saman, ef ég yrði nú rek-
inn úr vinnunni. Og margra ára
gremja í garð Páls brauzt nú
fram. Mér fannst hann alltaf
hafa ofsótt mig, aldrei metið
mig að verðleikum, gert allt,
sem hann gat, til að gera mér
lífið súrt og leiðinlegt. Og hatr-
ið á Páli magnaðist enn meir,
þegar ég fór að hugsa um
þetta heima um kvöldið.
Eg átti enga mynd af Páli.
En í skrifstofunni hékk mynd
af okkur fjórum, heildsalanum,
Páli, mér og Sigurbjörgu. Hún
var tekin í fyrra. Morguninn
eftir tók ég pjötluna með mér
á skrifstofuna. Eg gerði' mig
sykursætan á svipinn, þegar ég
bauð Páli góðan daginn, en
hann tók kveðju minni heldur
dræmt. Svo þegar Sigurbjörg
fór að svara i símann skauzt
ég til og tók myndina. Hún var
úti í horni og stór skápur hálf-
skyggði á hana, svo að litlar
líkur voru til þess, að neinn
tæki eftir því, þó að hún hyrfi
af vfeggnum dálitla stund. Svo
lét ég pjötluna yfir myndina af
hún hyldi hann einan, en ekki
hitt fólkið á myndinni. Það
vantaði nú bara, að hún færi á
heildsalann og Sigurbjörgu,
hvað þá mig. sjálfan. Svo lét
ég myndina með pjötlunni á
niður í skúffu hjá mér. Rétt á
eftir kom Páll inn. Mér sýndist
hann ætla að fara að vanda
eithvað um við mig, en allt í
einu greip hann um brjóstið og
blánaði allur í framan. Svo hné
hann niður. Hann var látinn,
þegar læknirinn kom. Sigur-
björg grét hástöfum, heildsal-
inn var klökkur og ég reyndi
að setja andlitið í alvarlegar
stellingar. Frí á skrifstofunni,
það sem eftir var dagsins.
Eg er allt af að verða skrýtn
ari og skrýtnari. Eg get ekki
lengur hugsað skýrt eða í sam
hengi. Eg veit ekki hvar þetta
ætlar að enda. Það er meira að
segja ekki laust við, að ég sjái
eftir Páli greyinu. Og ég hef
andstyggð á sjálfum mér, og
hún ágerist alltaf. Bezt væri
að vera laus við allt þetta um-
stang, sofna bara út af fyrir
fullt og allt. En ég hef engan
kjark til að fremja sjálfsmorð,
það veit ég upp á víst.
En pjatlan? Auðvitað hlýtur
þetta allt saman að vera vit-
leysa, en það gerir svo sem
ekkert til. Eg skellti pjötlunni á
litla mynd af sjálfum mér. Svo
henti ég mér upp í rúmið í öll-
um fötum. Eg hef vist sofnað.
Hvað er þetta? Eg næ ekki
andanum. Herbergið er fullt af
reyk. Og eldtungurnar standa
inn úr dyrunum. Fljótt, út um
gluggann. Ó, ég kemst ekki,
það er að líða yfir mig.
Mysticus
* BILLINN
Rent an Icecar
Sími 1 8 8 3 3