Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 23.06.1969, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 23.06.1969, Blaðsíða 4
4 Mánudagsblaðið Mánudagur 23. júní 1969 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason. Símar ritstjórnar: 13496 og 13975. Auglýsingasími: 13496. Prentsmiðja Þjóðviljans. Flugmenn skaðabófaskyldir - Villikatta-verkfall Þegar þetta er ritað á ríkisstjórnin í illvígum deilum við flug- menn, vegna „veikinda“-verkfalls þeirra, sem boðað var til. Ingólfur Jónsson, samgöngumálaráðherra, hefur tilkynnt að- ilum, að ekki dugi minna en það, að þeir hverfi frá ákvörðun sinni um að neita að fljúga, ella muni koma til enn alvarlegri ráðstafana. I gær, föstudag, voru enn engar fréttir um við- brögð flugmanna, sem svo válega hafa brotið allar reglur og þykjast nú geta storkað öllu yfirvaldi og neytt þjóðina og rík- isstjórn, forseta og löggjafarvaldið til samninga. Hér er um það eitt að ræða að stéttarfélag hefur tekið öll ráð í sínar hendur, kostað þjóðfélagið stórfé og skaðað álit hennar í augum fjölda þjóða. Svo langt er gengið, að fatafyrir- tæki í Reykjavík auglýsir í háði varðandi þetta verkfall og spottar flugmenn fyrir hinar óheyrilegu aðgerðir. Hér er raunverulega um ekki annað að ræða, en uppreisn gegn ríkjandi valdi og lögum. Það skiptir engu máli, hvort um lágtekjufólk eða auðugar stéttir að ræða. Gerðin er hin sama og fordæmið óbreytt. Ef við ætlum að komast á stig stjálfstæðrar þjóðar, verðum við að gera okkur Ijóst, að i óefni stefnir ef flokkur manna eða stétt getur ógnað og hótað ríkisstjórn og þjóðfélagi algerri vinnustöðvun, jafnvel þótt sjálfur forsetinn hafi ákveðið aðra lausn deilumála. Ef flugmenn eða aðrar einstakar stéttir ætla sér, í skjóli ímyndaðs atvinnuframboðs erlendis frá, að hlaupa úr störf- um hér heima, þá verður að tryggja það í allri framtið, að fyrir slíkar ráðagerðir sé tekið að fullu og öllu. Hér er ekki um hótun að ræða heldur hitt, að þjóðfélagið sjálft verður að tryggja sig gagnvart því, að einstakar stéttir setji því afarkosti. Mjálm flugmanna um lág laun, og samanburður þeirra við erlenda starfsbræður, fær engan hljómgrunn hjá íslenzku þjóðinni. Þeir hafa nú, þótt þeir drattist til vinnu, skapað okkur milljónatap, skapað vantraust á þau félög, sem þeir vinna fyrir og orðið háðung í augum erlendra. Og ríkisstjórn íslands og viðkomandi félög munu vissulega láta til skarar skríða og gera þessum flugmönnum þá skyldu að greiða að fullu þann skaða sem þeir þegar hafa valdið. Auglýsing um skoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi Kefíavíkurflugvallar Samkvæmt umferðarlögum tilkynnist, að aðalskoð- un bifreiða fer fram 23., 24., 25., 26. og 27 júní n.k. Bifreiðaskoðunin fer fram við lögreglustöðina ofan- greinda daga frá kl. 10 — 12 og 13 — 16,30. Við skoðun skal bifreiðaskattur greiddur og sýnd skulu skilríki fyrir lögboðinni vátryggingu og öku- skírteini lögð fram, svo og ljósastillingarvottorð. Vanræki einhver að færa bifreið til skoðunar á áður auglýstum tíma verður hann látinn sæta ábyrgð skv. umferðarlögum og bifreiðin tekin úr umferð, hvar sem til hennar næst. Geti bifreiðaeigandi eða umráðamaður bifreiðar ekki fært hana til skoðunar á áður auglýstum tíma. ber honum að tilkynna mér það bréflega. Athuga ber, að þeir er hafa útvarpstæki í bifreiðum sínum skulu hafa greitt afnotagjald þeirra, er skoð- un fer fram. t>etta tilkynnist öllum er hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn á Keflavíkurjlugvelli, 16. júní 1969. Bjöm Ingvarsson. í RAPIMEÐ RITSTJORANUM Reiðmenn, hestar, reiðver, útlit — Gömlu sjentilmenn- irnir — Pilipínó-fslendingarnir og stúlkurnar áköfu — Slæptar morgunkonur á 17. ári — Flugfreyjur, útlit og snyrting — Stanzað við Loftleiðir — Til eftirbreytni — í morgunheimsókn — Á þjóðvegunum þessa dagana má sjá mikið af hestamönnum, þessa ágætu sportdýrkendur, sem halda við siðum feðranna, taka hross s/n og hnakk, slá við beizli og ríða síðan beint af aug um út í náttúruna. En hestar eru, eins og menn, misjafnir að gæðum, misjafnlega hirtir og reiðmennskan af ýmsum gæð- um. En hér er ekki ætlunin að fara inn á þá sálma. í vikunni brá ég mér á Þjóð- minjasafnið, þennan gamla veld isstól forsetans okkar, og skoð- aði þar m.a. gömul reiðtygi, og ýmislegt annað, sem gaman er að skoða. Það var sko aldeilis munur á gömlu hestakörlunum og þeim sem nú prýða sportið. Þá voru efnaðri menn og konur og hrossabúnaður þeirra ein hreinasta skrautsmíð, ekki bara enskir hnakkar slitnir og venju- Ieg. leðurbeizli. — Þeir, í gamla daga, ekki alls fyrir löngu, kunnu að búa sig á hest og búa hesta sína. Á Þjóðminja- safninu eru enn til minjar þeirra tíma. Gömlu hnakkarnir, djúpir og vandaðir, söðulklæði, reiðar fagurlega skreyttir, svo fagur- Iega, að fáir menn, sem sitja hesta í dag, myndu trúa, ef ekki væri sönnun til, á svörtu og hvítu í sölum safnsins, í kjallar- anum. Svipur voru miklar og skrautlegar, sumir hefðarmenn t.d. Grímur Thomsen á Bessa- stöðum, riðu við gyllta spora í Ieðurstígvélum hnéháum. Reiði kvensöðlana var allur útflúrað- ur í látinu og á blöðkurnar voru oft fagurlega gerðar mynd- ir, fangamark eigenda o. s. frv. Prúðmennska og glæsimennska var kjörorðið allt frá fornöld, meðal efnamanna og höfðingja, en alþýðan reið á þófa, eða í gæruskinni og þótd ómerki- legt. Lag gömlu hnakkanna var sýnilega hentugra en enska lag- ið nú, minnir nokkuð á kósakka- hnakka eða svokallaða western saddles, (cowboyhnakka) enda má heita að báðir aðilar hafi bókstaflega búið í hnökkunum. Prúðmennska og glæsibragur að sið heldri manna í þá daga tíðk- ast ekki lengur, þótt undirstrika megi, að nú eru menn miklu betur búnir á hestum en fyrir nokkrum árum, þegar „rétta"- menningin var í algleymingi og enginn þóttist hestfær nema full ur og útataður í réttarleðjunni. Blóðugt nef og brotnar tennur þóttu, síðari árin, vera vottur þess, að menn höfðu „riðið í rettir' og heilsað hressilega upp á náungann. Hestamenn í dag eru all-flest- ir prúðmenni, en innan um má finna dóna og hnakkróna, sem valda þessu göfuga sporti skömm og hneisu, Ieiðindum og vansa. Hestamannafélög lands- ins ættu vissulega að brýna fyr- ir mönnum sínum að ekkert ó- prýðir þetta sport eins mikið og ofdrykkja og sóðaskapur. ★ Ef menn eru snemmindis á ferð á helgarmorgnum getur oft að líta hópa af flóttalegum og útpískuðum Filipinomönnum í einkennisbúningi bandaríska flotans. Þetta eru litlir menn, oft veikbyggðir, og óskaplega þreytulegir. Og í kjölfar þessara verndara okkar má oftast sjá siglandi íslenzkar valkyrjur á 15—17 ára aldrinum. Þessar ungu hjartagóðu stúlkur hafa tekið að sér það göfuga hlut- verk, að sinna þesum einmana Filipínóum, sem nú eru langt burm frá sólríkri Wakiki- ströndu í rosanáttúru íslands. Enginn skyldi átelja litlu stúlk- urnar fyrir manngæzkuna, en sá er bara gallinn, að þær virðast svona snémma morguns, ekki vera upp á sitt bezta. Margar eru rauðeygar, aðrar þrútnar og fötin krumpin, auk þess, sem þær hafa oft á sér það kæru- leysisbragð og kergju, sem einna helzt minnir á fullkomna upp- gjöf. Það var tekið eftir því, þegar herinn kom aftur að loknu stríði, um 1951, gripu gömlu afdönkuðu stríðsmeyjarnar hart og títt við, settu á sig stríðs- málningu, fóru í beztu fötin og hófu aftur sína gömlu iðju frá stríðsárunum. Þetta var allt skilj anlegt og sjálfsbjargarviðleitni þeirra var, að vissu Ieyti, aðdá- unarverð. Og nú er ný generasjón tekin við, fallegri, stæltari og sýnilega öllu harðskeyttari við drykkju og ástir en mæður þeirra. Þann- ig þróast og þroskast þjóðin, sýnir sig á framfaraleið, enda betur alin og öllu betur undir- búin til að sinna þessari atvinnu sinni. Það er ekki ónýtt að skoða þessar litlu tátur í gervileður- stígvélunum sínum, sitja i hnöppum á Umferðarmiðstöð- inni á þessum morgnum, þreyttar en sælar og þó með nokkru hryggðarbragði. Og, jafn vel harðgeðja blaðamenn tárast, þegar þær benda litlu putunum sínum á eftir litlu Filipínóun- um sínum sem eru að hverfa inn í Keflavíkurrúturnar, og segja: Þarna fór minn — þarna fór minn, og tárin flytja augna- skuggana í stríðum straumum eftir rjóðum kinnunum. Og á Fæðing'ardeildinni hvíla sumar þeirra og opna augun brosandi þegar „hjúkkan" kem- ur brosandi með litlu gulu af- kvæmin: Filipínó-Íslendingana; framtíð okkar og von um betra fólk, víðsýnari fslendinga og bjartara líf. ★ Það var einu sinni sagt, að Loftleiðavél hefði lent á réttum tíma og þá hafi brugðið svo við, að enginn starfsmaður mót- tökudeildarinnar hafi verið á vakt. Svo óvænt þótti þessi ný- lunda. En þetta var gamanmál. Loftleiðahótelið er friðsæll og rólegur staður að morgni dags, Jónas aðalbarstjóri í Vík- ingasalnum er þá kominn í koju, glasaglaumi næturinnar er lok- ið og nú sjást aðeins prúðbúnir þjónar með stýrur í augum, kaffiilmur og bacon-lykt fylla þá matsali. Og utan byggingar- innar renna leigubílar í garð. Eg hefi oft velt því fyrir mér hvernig íslenzka flugfreyjan get ur litið svo vel út á þessum tíma sólarhringsins. Það hlýtur að vera hetjudáð. Þessar laglegu og spengilegu stúlkur hoppa bros- andi og kátar úr bílunum í ein- kennisbúningi sínum með bát- ana á kollinum og hvítu slæð- una til skjóls. Mörg ungpían gæti mikið lært af þesum stúlk- um, því of margar stúlkur telja það sjálfsagt, að snyrta sig ekki fyrr en liðið er á daginn, kær- ustum og eiginmönnum til sárra vonbrigða. Konan er fyrst og síðast skrautvera, sem ber sú skylda gagnvart sjálfri sér og karldýrinu að vera alltaf upp á sitt bezta. Því miður virðist hér oft þurfa ball eða cocktailpartý, heimsóknir vina eða bíóferð til þess að hin almenna kona komi nálægt almennum snyrtigræj- um. í mjólkurbúðum og matar- kaupum mæta þær hiklaust með pinnana sína og gormana, í hár- inu, ómálaðar og — fussum svei — berfættar, kjagandi með innkaupatöskur, úfnar og úrill- ar. Þetta er ósköp raunaleg stað- reynd, og vissulega eru til und- antekningar. Þessi skrautlegi þarfindagripur karlmannsins má vara sig á þessu kæruleysi. Menn eru seinþreyttir en svo kemur að þeir gefast upp. Karlmenn, flest ir, eru svo gerðir, að þeir vilja ALLTAF hafa konurnar upp á sitt bezta, jafnvel í eldhúsinu. En séu þesar kröfur hundsaðat, þá má vera, að þeir missi þolin- mæðina og fari að svipast í kringum sig, og það lendir oft í hreinlega óþörfum ófarnaði. En til eru undantekningar, sem betur fer. Eg heimsótti um daginn, kl. 11 f.h. ung hjón. Eg hafði með mér ómerkilegan brennivíns- dreitil, sem mér hafði yfirsézt kvöldið áður og ætlaði að snýkja kaffisopa, svona til málamynda. Og sjá, — frúin kom til dyra, og þvílík sjón. Þótt hún væri með afþurrkunarleppinn í hönd unurn, var enginn vinnukonu- bragur á henni. Fallegar vel sniðnar síðbuxur, svunta smá, hvít peysa, greitt hár og vel snyrt andlit, ijómandi af lífs- gleði, jafnvel þótt krakkakvik- indið hennar öskraði af hreinni mannvonsku og dónaskap. Og maðurinn liennar, sama snyrti- mennið, sitjandi við símann í heimafötum, peysu og jakka og á ilskóm. Eftir nokkra heiðrún- Framhald á 5. síðu.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.