Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 23.06.1969, Blaðsíða 6

Mánudagsblaðið - 23.06.1969, Blaðsíða 6
6 Mánudagsblaðið Mánudagur 23. júní 1969 ekki að taka vélina út úr neinttm hlífðarumbúðum. Það þarf ein- göngu að þrýsta á hnapp, og strax er hægt að byrja að sauma. Þegar hugleitt er, hversu marg- ar tæknilegar endurbætur og nýj- ungar eru í ELNA LOTUS, virðist verðið ótrúlega lágt. Svo leikur heldur enginn vafi á, að hér er um að ræða nytsama og handhæga saúmavél, sem á áreiðanlega eftir að verða vinsæl meðal kvenna, sem áhuga hafa á saumaskap og eru liprar í höndunum, vegna sann- gjarns verðs og nýrrar byggingar og tækni. CAMEL FILTER CAMEL REGULAR AUÐVITAÐ CAMEL CAMEL CAMEL CAMEL Bl'ómanafnið héfur merkingu. Þessi gerð ELNA véla hefur ekki eingöngu fengið LOTUS nafnið, vegna þess, að það er skáldlegt og fallegt, heldur einnig vegna þess, að hún opnast og verður að litlu furðuverki alvegeins og lotusblóm- ið. ELNA LOTUS opnast, þegar þrýst er á hnapp. Blöðin verða að handhægu saumaborði, og þegar lokinu ofan á vélinni er lyft, opn- ast innbyggður kassi fyrir fylgi- hluti, sem rúmar allt, sem með þarf. Sem sagt engin taska. Það þarf ÞRIÐJA ELNA-BYLTINGIN Nú er í fyrsta sinn kynnt nýj- ung, sem allar konur, sem eru lipr- ar í höndunum og hafa áhuga á áð sauma, munu taka fegins hendi. Þær munu hrífast af þesari nýjung, hvort heldur þær eru 12 eða 100 ára. Þær fáu konur, sem reyndu vélina við reynslukynninguna, sögðu: „Hún er óviðjafnanleg". Og óviðjafnanleg er hún sannarlega — nýja ELNA LOTUS saumavélin. Hér fylgir með nákvæm grein- argerð, þar sem staðreyndir einar sýna lið fyrir lið, hversu mikil nýj- ung ELNA LOTUS saumavélin er, og hversu frábrugðin hún er öllum öðrurn saumavélum og einnig öðr- um gerðum ELNA véla. Þetta er ekki í fyrsta skipti, scm ELNA er í fararbroddi með tceknilega nýjung í smíði saumavéla. Arið 1940 fann Ramon Casas upp fyrstu rafmagnssaumavélina, sem bera mátti í tösku. Hún hafði fríarm, innbyggða vél og lampa. Það var ELNA. Hin alkunna ljós- græna gerð. Árið 1952 setti Elna aftur nýja gerð saumavéla á mark- aðinn, hina fyrstu sjálfvirku sauma vél, sem saumaði bæði venjulega sauma og skrautsaum. Og 1969 kom hin nýja ELNA LOTUS á markaðinn. — Allt er þegar þrennt er. ELNA LOTUS leyndarmál, sem vel hefur verið gcett í 5 ár. í 5 ár hefur Elna samsteypan í Cenf í samvinnu við Ramon Casas og Compagnie d'Esthétique Ind- ustrielle unnið að smíði algerlega nýrrar gerðar saumavéla. Þessi nýia gerð saumavéla átti að geta orðíð við hverri einustu ósk nútímakon- unnar, hvað við komi saumaskap. Það átti að vera vandalaust að sauma í henni og stillingar einfald- ar. Vélin átti að vera fyrriferðarlítil, og auðvelt að flytja hana á milli. Eftir ótal tilraunir var ELNA LOTUS loks smíðuð, en endanlegu útliti vélarinnar, ásamt hinum fjöl- mörgu tæknilegu endurbótum, sem í henni eru, var haldið vandlega leyndum. Aðeins fámennur hópur starfsmanna, sem trúað var fyrir srníði vélarinnar, vissi um ELNA LOTUS. Nú fyrst er ELNA LOTUS kynnt almenningi á sama tíma í Bandaríkjunum og Evrópu, þar á meðal íslandi. Hver skyldi halda, að þetta vceri nýtízkn zig-zag saumavél? Eyrsta „ferðasaumavél" í heimi kemur nú á markaðinn. Hún er mjög lítil fyrirferðar, en getur samt saumað allt það, sem nýtízku zig-zag saumavél. þarf að gera. Hún er mjög auðveld í notkun og ekki fyrirferðarmeiri en ferðaviðtæki. Það er alveg ótrúlegt, hvernig nútíma tækni og hönnun geta gjör- breytt hugmyndum okkar um, hvernig heimilistæki eigi að líta út og starfa. Hin nýja ELNA LOTUS saumavél, sem nú kemur á markaðinn, Iítur að minnsta kosri aðeins að litlu leyti út eins og fóik almennt hugsar sér saumavélar. Hún er Iítil. nýtízkuleg (smart) og handhæg í meðförum. Þetta er minnsta „fulorðinsvél", sem sézt hefur. Aðeins 30 cm á lengd, 2S cm á hæð og 10 cm á breidd. — Mál eins og á sýningarstúlku. — Og svo er hún lauflétt, 6,5 kg. Þeg- ar fólk sér slíka smávél og heyrir hrósyrði framleiðandans, kann að vera, að það efist og spyrji, hvort vélin geti líka saumað stærri flík- ur, eins og t.d. kjóla, kápur og gert meiri háttar viðgerðir. En það get- ur hún. Ef vélin er mæld, kemur það nefnilega á óvart, að fjarlægð- in að innanverðu, milli arms og nálar, er nákvæmlega sú sama og á stóru vélunum, það eru aðeins ytri málin, sem eru minni en nokkru sinni, vegna þess, að vélar- hlutunum hefur verið þjappað saman. Hún getur allt. Venjulegan saum — fram og aftur. Zig-zag, líka fram og aftur. Hún festir tölur og faldar hriappa- göt. Hún sáumar lokaðan fald og tungufald (múslingafald) vatterar og festir rennilása. Það hefur aldrei verið eins auðvelt. Hin nýja ELNA LOTUS hefur einungis tvo stillihnappa, svo eng- in hætta er á að ruglast í stilling- unni. Allsherjar stillingarnar haía það í för með sér, að alger óþarfi er að stilla spennu og þrýsting fót- arins sérstaklega fyrir hverja efnis- þykkt. Fylgihlutirnar eru nú miklu einfaldari, færri, en hver hlutur fjölhæfari. T.d. má nota sama fót við næstum allar tegundir saums. Auk þes er spennan á tvinnanum nú alltaf sú sama og stillist sjálf- krafa. Vélin saumar jafnauðveld- lega þykk efni og þunn. KAUPMENN! Látið Mánudagsblaðið kynna neytndum vörur þœr sem þið hafið á boðstólum.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.