Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 14.07.1969, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 14.07.1969, Blaðsíða 2
I 2 Mánudagsblaðið Mánudagur 14. júlí 1969 MYSTICUS: Á R Á S I N Ljómandi og nýtízkulegt kynlíf í Nevada (USA) Vændishús blómgast — Skólar víkja — Vaxandi iðnaður Það er löngum hneykslazt yfir því hér á landi, þegar mál eins og þessi eru rædd á prenti. Flest, eða öll stórblöð ver- aldar ræða þessi mál í öllum afbrigðum kinnroðalaust. Time er eitt virtasta og víðlesnasta vikurit heims, og ófeimið að ræða öll þau mál, sem fyrir koma og athygli vekja. Þótt ís- lenzka heimspressan sé feimin, þá þýðum við þetta afsökun- ar- og kinnroðalaust. — Ritstj. Aauglýst vændi Það er skemmtilegt ástand í Nevada, einkum hvað móralinn snertir, ef trúa má frásögn Time, vikuritinu, þann 27. júní. Eins og öllum er kunnugt, þá er í því ríki fjárhættuspilmannska í flestum myndum algjörlega leyfileg. En það er ekki eins vel vitað, að í 15 af sautján sýslum ríkisins, er vændi Ieyfilegt, jafnvel auglýst, og þykir það mikil bragarbót í Bandaríkjun- um, en þar hefur alltaf verið ein- hver tregða og laumuspil í þeim efnum. Vegvísar — Skólar — Pútnahús í skilnaðar- og spilaborginni Las Vegas, sem heimsfræg er, virðist eitthvað erfitt að ná sér í konu- garm, á viðskiptalegan hátt, en upp finningasamir „business"-menn hafa gert sitt ýtrasta til að ráða bót á þessu og, satt bezt sagt, ,v,erður ekki annað en dáðst að ráðsnilld þeirra og hugmyndaauðgi. íbúarnir skiptast raunar í ýmsa flokka varð- andi þörf þessara stofnana, en ekki er mikið gert í þessum málum til að hindra rekstur pútnahúsa. Það er t'd. fært í frásögur, að þegar íbúarnir í Well-þorpinu, fundu út að ferðamenn áttu í smáum vand- ræðum með að finna „rauðu Ijósa" hverfin, aðalaðsetursstað vændis- kvenna, þá brugðu þeir skjótt við og settu upp götuspjöld, sem vís- uðu villtum gleðimönnum á þessa þarfastaði. Þegar gamaldags aftur- haldssamir íbúar, einnar borgarinn- ar mótmæltu því, að leigt yrði pútnahús við hliðina á skóla stað- arins, þá hrópaði aðalblað borgar- innar í leiðara sínum: „Flytjið ekki pútnahúsið, en flytjið þið skólann". „Eini atvinnuvegurinn“ Svo er að sjá, sem vændishúsa- reksturinn sé alltaf að færast í auk- ana. Samkvæmt „Los Angeles Tim- es" er „vændi orðið að einni stærstu iðngrein í smáborgum fylk- isins". Einn af frægari slíkum stöð- um er við svokallaða Lida Junction, milli Reno og Las Vegas. Ekki er hægt að finna Lida Junction á flest um vegakortum, því þar er ekki annað að finna en smá lendingar- völl og hjólabíl (trailer), sem merkt ur er „Cotton tail Ranch". Satt bezt sagt, þá er þetta eini atvinnuveg- urinn í því bæjarfélagi. „Halló piltar“! „Halló piltar, hvað segið þið um einn gráann" segir „húsmóðirin ', Beverly Richards, við hóp af ó- kunnum mönnum, sem þangað rek- ast. Meðan hún hellir í glösin birtast fjórar léttklæddar stúlkur. „Veljið ýkkur félagá" þrumar Beverly. Þetta er sem sagt, aðeins ný aðferð í elztu atvinnugreininni. Stáðúnnn (ránch''þýíSÍr raunar sveitabýli, stórbú), hefur jafnvel eigin flugþjónustu. Tvær Cessna- flugvélar, í eign varalögregluþjóns, fljúga milli Las Vegas og Tono- pah, stoppa sjö sinnum á leiðinni í álíka hóruhúsum og Cottontail Ranch. Auk þess, að fljúga kyn- þurfandi mönnum á milli, þá er vændiskonum flogið til læknisskoð- unar einu sinni í viku. Auk þess tekur hann fingraför kvennanna til geymslu í skjölum lögregluyfir- valdanna. „Þetta er viðbjóðslegur og rotinn business" segir hann glaðlega. „Það er ekki til neinn siðferðisgrundvöll ur til að verja þetta. Við erum ekki að reyna að auglýsa þetta, að- eins halda því í skefjum". 20 dollara „skrens“ Það kostar, að meðaltali, 20 doll ara, að skreppa í Cottontail Ranch. Mellurnar eru á aldrinum 22—24 ára, og eru á vakt 12 klukkustundir á dag, og deila launum sínum með Beverley. „Þegar lítið er að gera lesum við mikið, eða spilum" segir ein þeirra. „Og á hverjum degi ger um við Iíkamsæfingar undir stjórn Beverleys". En oftast er mikið að gera samkvæmt sögn ríkisskatta- yfirvaldanna, sem fjalla um bók- hald fyrir starfsmenn okkar, segir skattayfirvaldið í Las Vegas. „Hús- in taka aðeins staðgreiðslu og verð- lagið er ekki neitt ákveðið. Eg veit heldur ekki til að þar sé skrifað, og þær taka ekki við greiðslukortum". (Time, stytt og endursagt). Auglýsið I Mánudagsblaðinu Eg var að ganga yfir Miklatúnið I frá Lönguhlíðinni niður á Rauðar-; árstíg. Það var komið kvöld og orðið skuggsýnt. Og ég sá hvergi neina lifandi manneskju, ég held, að ég hafi verið aleinn á öllu túr.- inu. Og allt í einu setti að mér ein- hvern óljósan geig. Eg var að hugsa um að snúa við ag fara aftur upp í birtuna og umferðina í Lönguhlíð- inni. Eg nam staðar og var eins og á báðum áttum. Þá sá ég allt í einu mann koma upp að hliðinni á mér, það var rétt eins og hann hefði sprottið upp úr jörðinni. Hann hlau’t að hafa verið í felum einhvers staðar á bak við runnana. Og þetta var ískyggilegur maður, það sá ég strax. Hann var dökkur á brún og brá, skítugur og órakaður. Og i!I- mennskan skein út úr öllum svipn- um. Mér brá í brún, þegar ég sá þennan skuggalega mann þarna lijá mér. Og enn meir brá mér, þegar ég sá, að hann hélt á skammbyssu í hendinni. „Upp með hendurnat" hvæsti hann út úr sér og glotti illmannlega. Nú var ég orðinn dauðskelkaður og þorði ekki annað en hlýða hon- um algerlega. Svo fór hann í vasa minn og tók úr honum veskið, en í því voru á fimmta þúsund krón- ur. Hann stakk þvx með vinsrri hendinni í rassvasa sinn, en hætti aldrei að miða byssunni á mig. Svo fór gamla úrið mitt, sem ég hafði átt svo lengi og þótti svo vænt um. En auðvitað þorði ég ekki annað en að gera eins og hann sagði. Eg hugsaði um það eitt, að sleppa lif- andi úr þessari eldraun. Og nú var hann búinn að ræna mig öllum þeim verðmætum, sem ég hafði á mér. Upp úr mér var ekkert meira að hafa, nú hlaut hann að fara sína leið og lofa mér að komast burtu. En það var ekkert fararsnið á hon- um. Hann miðaði enn á mig byss- unni og virti mig fyrir sér, íbygg- inn og illmannlegur. Það var eins og hann væri að íhuga eitthvert mál eða taka einhverja ákvörðun. Svo var allt í einu eins og hann væri búin að gera þetta upp við sig. Hann sagði: ,.Eg þori ekki að treysta þér, helvítis hundurinn þinn. Þú ert alltaf að stara á andlit- ið á mér til þess að geta þekkt mig aftur og komið mér í klærnar á lög- reglunni. Nei, ég tek enga sjansa. Dauðir menn segja engar sögur". Og nú vissi ég, að hann ætlaði að skjóta mig eftir allt saman. Það greip mig óstjórnleg hræðsla. Eg skimaði í örvæntingu allt í kring- um mig, en hvergi var neina lifandi sálu að sjá. Og í sama bili skaut hann mig. Skotið kom ofarlega í magann og ég fann, að það fór þvert í gegnum mig. Eg hneig til jarðar og ég fann það glö^glega, að nú var ég að deyja. Þar sem ég lá þarna deyjandi á jörðunni sá ég enn einu sinni andlitið á illmenn- inu glottandi út að eyrum. Svo hvarf hann í burtu, öruggur um sinn hag. Og nú fann ég, að ég var að gefa upp öndina. í angist minni rak ég upp óp, ógurlegt angistaróp. — Eg hrökk upp við ópið. Eg lá í einu svitabaði og var með mikinn hjartslátt. En ég var heima í rúm- inu mínu, og mikið var ég feginn. Svona er að vera að éta mikinn humar. Mér þykir hann svo góður, og í gærkvöldi hámaði ég hann í mig. En mér hefur svo oft verið sagt, að menn geti fengið hroða- lega martröð af því að éta mikinn humar. Og nú fer ég að trúa þessu. Mysticus. Sommerliche Frísuren zum Selbermachen Luftig, ; beschwíngt und farbenfroh: : ideaie Made j fiirden i Hochsommer Kosmetik: Urlaub ohne Sonnenhrand 7 JUti tm gssjsMa'gzx Hraði, þœgindi í sumar annast hinar hraðfleygu Friend- ship skrúfuþotur allt áætlunarflug milli Reykjavíkur og annarra landshluta. Farþegar njóta þægilegrar ferðar með þessum vinsælu flugvélum og komast skjótt á leiðarenda. 68 ferðir í viku hverri frá Reykjavík — áætlunarferðir bifreiða, í tengslum við flugið, milli flestra flugvalla og nærliggj- andi byggðarlaga. FLUCFÉLAG ÍSLANDS FORYSTA í ÍSLENZKUM FLUGMÁLUM

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.