Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 14.07.1969, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 14.07.1969, Blaðsíða 4
4 Mánudagsblaðið Mánudagur 14. júlí 1969 BlaÁ fynr alla Ritstjóri og ábyrgSarmaSur: Agnar Bogason. Simar ritstjórnar: 13496 og 13975. Auglýsingasími: 13496. PrentsmiSja ÞjóSviljans. Togaraútgerðin styrkist Það er gleðilegt, að útgerðarráð Reykjavíkur hefur nú lagt fram álitsgerð varðandi framtíð togaraútgerðar og mælir ein- dregið með kaupum á a.m.k. sex skuttogurum en af þeim verða fjórir gerðir út frá höfuðstaðnum. Einnig er lögð áherzla á að ekki megi þar nema staðar en festa kaup á enn fleiri slíkum togurum, sem leggja upp afla sinn hér og skapa þannig nóga vinnu í frystihúsunum, auk verðmætasköpunar. Á „síldarárunum11 lá öll togaraútgerð að mestu niðri. Henni var ekki sinnt en öll áherzla lögð á skyndigróða síidveiðanna. Það óeðli er nú um garð gengið og opnast nú tækifæri til að nýta annan afla úr sjó og skapa þannig eðilegt og haldbært ástand í þessum málum. Bæjarútgerðin svonefnda lá í öldudal meðan síldveiðarnar voru sem mestar og var hinn mesti ólestur á öllum rekstri. Á togara réðust að vísu ágætir menn en innan um var hálf- ónýtt rusl, sem beinlínis var dregið um borð meira og minna meðvitundarlaust. Þótt góðir væru skipstjórar vannst öil vinna illa, umgangur á skipunum var öllum hellum neðar og tap og skemmdir eins miklar og verið gátu og oft með ólík- índum. Nú má vænta, að breytingar séu í aðsigi. Sjómenn sjá fram á að síldin er ekki eini nytjafiskurinn í sjónum og vel má lifa á öðrum afla. Nú verður togaraútgerðarmönnum kleift að ráða dugmikinn mannskap á skip sín í stað þess að standa i stað með ónytjunga og úrkastslýð, sem nauðsyn krafði að ráðinn væri, meðan hver almennilegur sjómaður réðst á síldarskipin. Það er sannarlega tími til kominn, að togaraútgerð skipi þann sess sem hún verðskuldar í íslenzka flotanum. Síldin er góð, en eins og sannaðist er hún alls ekki einhlít og þó þakka megi henni góðan skilding, þá má, á vissan hátt kenna henni mikla bölvun og ringulreið í þjóðfélaginu almennt. Væntanlega nota útgerðarmenn sér þau tækifæri, sem nú hafa skapazt og'lengÍffKia'fa BýVnúfWðR-'Bað^r^fehgir***' »*•»«*»* «-»'»* -'■*-* Á rápi með rítstjóranum Bankamenn Framhald af 1. síðu. Gagnrýni og „lenzka“ „Það er „lenzka”, að álíta, að sé einhver gagnrjndur, þá þjði það að gagnrjnandi sé mótfallinn mann inum í heild. Þetta er fjarstæða. Menn þeir, sem flokkarnir ráða í slíkar stöður, eru eflaust ágœtir menn. En bankastjórastaða er ekki sú sama og verkstjórar eða verzlun- arstjórar skipa. Bankastjórar hafa ekki einungis fjárhagslegt líf manna í hendi sér, heldur og stjórna þeir oft miklu af fjármálum þjóðarinnar og þ.á.m. afkomu henn ar á því sviði. Vandi Reynsla og þekking verða ekki keypt. Það tekur áratugi að Ixra og þekkja vefi fjármála. Ábyrgð þeirra er að vega og meta, ekki að- eins aðstceður þeirra, sem und'vr þá þurfa að sœkja, heldur og beitt heildarinnar og banka síns. Þetta er geysilega vandasamt starf í eðli sínu og nauðsyn að kunna þar ött skil, en ekki að vera að fikra sig áfram. Réttlæti Þess vegna finst okkur, að nú sé tœkifœri að sjna eitthvað réttlceti, ekki aðeins gagnvart bankastarfs- mönnum sjálfum, sem þykir súrt í brotið, heldur og gagnvart þeirri ábyrgð, sem stöðum þesum fylgir. Flokkarnir munu eflaust halda á- fram umsömdum rétti til að skipa eigin mönnum í þcer bankastjóra- stöður se mhver flokkur fœr hverju sinni. En því ekki að leita innan vebanda sinna til þeirra manna, sem reynsluna hafa, starfsmanna er sýnt hafa hæfni og skilning á þess- um málum? Þetta er ekki aðeins réttmæt krafa bankamanna sjálfra, heldur er það krafa alls almennings, að skipan i þessu veigamiklu störf, sé gerð af skynsamiskröfum, en ekki til þess eins að hygla dyggum flokksmanni, eða háttsettum emb- acttismanni, sem ekki má Jcckka í tignarstöðu" í þjóðfélaginu. Virðin Ef þessi aðferð yrði nú upp tek- in myndi það skapa viðkomandi flokki virðingu, sýna, að hann vceri þess megnugur að horfast í augu við verkefnið, eins og það er í rauninni. en ekki glœsiembœtti skip að gceðingi, sem er settur í lceri hjá þeim, um langan tíma, sem hann á að stjórna. Það er engri rýrð kast að á nokkurn mann, og sízt núver- andi bankastjóra, þótt yfirmenn bankanna okkar, séu valdb úr röð- um ,professional" bankamanna, sem til þessa hafa, fremur en ekki, verið algjörlega hunzaðir í þessum efnum. Lélegt og Ijótt, bæði að innan og utan — Síldardósir und- antekning — Þörf á miklum umbótum — Svik og kæru- leysi? — Pappaumbúðir til fyrirmyndar — Hestamanna- mótið á Skógarhólum — Mikil framför — Leiðindablettur — Ágætt lögreglustarf — Snyrtimennska í Valhöll — Mikið er nú rætt um iðn- þróun, útflutning og aukina fjölbreyttni i íslenzkum iðn- aði og er það vel. Er mikið um það rætt, að innan skamms verði nálega hver framleiðslu- varningur á íslandi hæfur til útflutnings og samkeppnis- hæfur á mörkuðum þar. Vera má, að svo sé um suma vöru. en ekki tel ég mikla von um það í sambandi við niðursuðu- vaminginn okkar þ.e. kjöt- vöru ýmsa. Fer þar tvennt saman, oftast óvandað inni- hald dósanma, hráslagalegur frágangur og beinlínis vöru- svik, og svo hitt, hinn frá- munalega ósmekklegi umbúða pappír, sem „skreytir“ dósirn- ar. Hrein undantekning er leiðlsan og má vera ein eða lenðslan og má vera ein eða tvær aðrar tegundir. Ég kom í matvörubúð um daginn. Þar voru ýmsar niður- suðuvörur bæði erlendar og innlendar. Þar er mikill mun- ur og mestj hryllingur að sjá sumar íslenzku niðursuðudós- irnar. Vera má, að íslenzku framleiðendumir ætla sér að segja eins og biblían, að það sé innihaldið em ekki útlitið sem máli skipti. Biblían átti að visu ekki við inmmatinn, en meiningin er sú sama. En gallinn er bara sá, að hvort- tveggja er svikið, svo og hitt, að guð og aðrar himnaverur gátu séð innihaldið en það get- um við dauðlegir menn ekki nema bregða dósahnífnum okkar. Litavalið er í senn illa val- ið, dauft og óaðlaðandi, illa prentað og ósköp fátæklega gefið til kynna um innihaldið- Minnir „textinn" oftast nær á matseðil á sveitahótelum. þar sem einfaldiega er sagt t. d. „kjötkássa“, „súpa“, en gesturinn síðan Iátinn bíða i ofvæni þess sem fram er reitt. Á einni dósinni stóð ekki ann- að orð en ,,GuIas“, annarri „búðingur" osfrv. en samt er það útlitiði sjálft, sem er eink- ar fráhrindandi, borið saman við erlenda vöm. 1 öllum löndum, sem fást við slíka framleiðslu, hvort heldur í pökkum eða dósum, er keppst við að gera varning- inn, ekki aðeins gæði hans, heldur útlit sem bezt úr garði- Hér er gamli þumbaraháttur- inn enn of mikils ráðandi í þessum efnum. Þó má taka fram, að öðm máli skiptir um pappaumbúðavörana, sem pökkuð er hér. Er mér for- talið, að Kassagerð Reykjavík- ur sjái um gerð og framleiðslu slíkra pakka enda er þar um frábæra vinnu að ræða og sam bærilega við það bezta erlendis frá. Islenzkir iðnrekendur hafa nú mikinn viðbúnað á öllum sviðum; það, sem oftast hefur vakið ugg almennings í sam- bandi við útflutningsiðnað em hversu óvandaðar sumar vör- umar em, og hið algjöra kæm- leysi framléiðenda. Kemur þetta einna bezt fram í kjöt- niðursuðunni, sem engan á sinn líkan í þessum efnum. Svik við erlenda viðskiptavini f þessum efnum gætu eyði- lagt með öllu vonir þær, sem vera mætti, að annars rætt- ust. □ Hestamenn héldu mót mikið að Skógarhólum á Þingvöllum austur um síðustu helgi. Mót- ið var bæði þeim og hestunum til sóma. Jafnvel veðrið hljóp undir bagga. Ég reið austur á boðshestum, aðfaranótt laug- ardags, í tveggja stiga hita og norðanbáli, hafði reyndar ekki annað uppúr krafsinu en kvef og harðspermr. Mótið sjálft var með kurteisari mótum sem þama hafa verið haldin. Ýms- ir vom hýrir af víni, eins og gerist, en það vom ekki hesta- metnn, heldur aðkomufólk, þó mest unglingamir, þessi pest allra útisamkoma- Keppnirnar fóra víst allar vel fram, en smekkleysa af hálfu „þuls“ eins, sem hafði microfón í fór- um sér, kom óþægilega við gesti. Tveir eða þrír hesta- menn, ríðandi, slæddust inn á keppnisbraut, em þá hrópaði „þulurinn" eitthvað á þessa leið: „Þið erað fullir, burt með ykkur af brautinni". Fjar lægja hefði mátt menn þessa á annan og smekklegri hátt, þótt fullir væm, enda heyra svona siðir til „réttamennsk- unni“ i gamla daga. I Valhöll var mikið um dýrðir, bílaumferð einhver sú mesta, sem ég hefl séð, og var ekki annað hægt en dást að. hve lipurlega lögreglunni tókst að greiða úr þeirri flækju. sem þar var að skapast. Lög- reglan eystra, sem er héðan úr Reykjavík, á lof eitt skflið fyrir framkomu sína, ákveðni og aga, sem kom í öllu í veg fyrir skrílmennsku, sem þama og á mótinu sjálfu hefði auð- veldlega geta orðið. Umgengni á Valhallarsvæðinu var von- um betri þótt fjölmenni væri og pylsur seldar í þúsundatab Strax á sunmudagsmorgun er menn sátu við morgunkaffi. vom starfsmenn þegar byrjað- ir að hreinsa hlaðið af bréf- snepplum, svo að það var „tandurhreint" þegar nýja gestahópa bar að garði. Skóg- arhólamótinu fer fram með ári hverju, hestamannafélögumum sem að því standa tfl verðugs sóma en öðmm til eftirbreytni. □ Lítt hefur skipazt í hrein- lætismálum í næsta nágrenni. Reykjavíkur, þótt vel hafi ver- ið gert í sjálfri höfuðborginni. Éf ekið er um nágrennlð, hvort- - heldur í austur eða „suðn’ hraun", þá blasa enn við braggarústir, gamlir arinar, steingólf úr hermannabúðum og önnur merki vem hersins hér á stríðsámnum. Þetta er óhæft sleifarlag og borgar- skömm. íslendingar em orðnir miklu hreinlátari nú en var, bæði með sjálfa sig og um- hverfi. Það ætti því ekki að standa á borgaryfirvöldunum. að ganga á undan og láta mola þessar rústir niður og færa í urð. Þetta yrði tiltölulega létt og fljótt verketfni, en að því yrði mikil prýði. Jafnvel við auisturlandsveg- inn þegar komið er upp undir Korpúlfsstaði, blasa við, á hægri hönd þegar austur er ekið, skammarlega hálfgrotnir kofar, hurða og gluggalaust hreysi, eins og í verstu „slummum" stórborga. Þessa kofa á að rífa eða brenna, en fyrir alla muni, fjarlægja þessa þjóðarskömm. frá auigsýn, þeirra se mferðast um einn fjölfamasta þjóðveg landsins. — Með litprentuSu sniðörkinni og hárnákvæmu sniðunum! — Utbreiddasta tízku- og handavinnublað Evrópul — Með notkun „Burda-moden“ er leikur að sníða og sauma sjálfar!

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.