Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 04.08.1969, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 04.08.1969, Blaðsíða 1
BlaSjyrir alla 21. árgangur Mánudagur 4. ágúst 1969 9. tölublað Klámbla&ainnflutningurinn stóreykst Extrablaðið birtir „ofsa"-myndir af ífiróttahetju — Islenzka bannið athlægi „Bönn" — þetta aðalsmerki okkar hafa oft þann hátt á, að gera þá sem þau skapa að athlægi. „Klámmynda"-bannið i islenzkum blöðum er gott dæmi. Blöð mega birta venjulegar nektarmyndir tiltölulega átölulítið. Oðru máli gegnir um sam- faramyndir og enn síður um óeðlismyndir í þessum efnum. En hvað þá um innflutning og sölu blaða sem slíkar mynd ir birta. Fjórða júlí birti Extra- blaðið í Höfn heila opnu af slík um myndum í sínu stóra broti. Ein myndin var af einni aðal- kempu Dana í íþróttum. Sú mynd var tekin að neðan, lins- unni beint í bert klof hans. Er það satt, að ýmsir heild- salar séu undir smásjá vegna gjaldeyrisvið- skipta? Sýnilegt er að þessi þjóðhetja er vel vaxin niður og, máske eykur það stolt Dansksins. önnur mynd sýnir ,,hóp"-sam- farir og er þar ekkert ,,klipið" af smjörinu. Enn ein sýnir „munnlegar" athafnir og enn má \engi telja. Hvar eru lögin? Allt er þetta góð og gild vara í bókasölum hér og selja bók- salar hana, sem og aðra verzl- unarvöru. Spurningin er sú: hvar er framkvæmd laganna? Nú erum við ekki siðferðisríkari en aðrir, nema síður sé. Hins- vegar er okkur ómögulegt að sjá hvaða tilgangi þessi innflutning ur þjónar, ekki sízt þegar ís- lenzkum blöðum, ef þau vildu, er bannað að birta slíkt. Söluaukning Dönsku blöðin eru að verða „heimsfræg" fyrir slíkar mynd- ir, einkum ofangreint blað og B.T., og er þá ekki minnzt á „bækur" þær um þessi efni sem seldar eru í virðulegustu bóka- búðum Hafnar. Er þetta vissu- lega mikil söluaukning fyrir þessi blöð, sem og myndi vera fyrir íslenzk blöð af'sama tagi, ef til væru. Gildir þar sama lög- mál og aðsókn að klámkvik- myndum sænskum sem hér blómstra í bíóunum. Áhrifin komin í Ijós En hvar er íslenzka eftirlit- ið? SjáJfsagt er að flytja þennan „litteratúr" til landsins ef þörf þykir. En hví má aldrei koma heiðarle'ga fram og annað hvort afnema þetta bann, hreinlega leyfa innflutninginn, eða þá fylgja eftir og stöðva söluna. Áhrifin eru augljós: Ofangreind ar myndir voru teknar á svokall- aðri „happening" skemmtun — „þar sem allt getur skeð" — kallað uppákoma í Mbl. og Þjóðv. — og „happening" hefur nú þegar fest litla rót á íslandi, þótt aðstandendur 'hennar hér l.hafi ekki ENN þorað; .að ganga eins langt og Danir. Bönn til bölvunar Það er algjör óþarfi að reyna að ala þjóðina upp eins og van- Nýr Gullf oss i ,uppsiglingu 1 *? Mikil leynd hjá E.í. — Stór nauðsyn á nýju skipi Mjög sterkur orðrómur er á lofti meðal þeirra er telja sig til þekkja, að Eimskipafélag islands, hafi gert ALLAR ráð'stafan- ir'til að byggja 8—10 þúsund tonna farþega og flutningaskip, sem koma eigi í stað Gullfoss. Hafa verið til kallaðir sérfræð- ingar á nær öllum sviðum, jafnvel hversu fjölmennt starfs- lið þurfi í eldhúsi, veitingasölum o. s. frv. Mikil leynd linnti einn af fulltrúum féiagsins Mikil og óskiljanleg leynd hvílir eftir þessu, þá brást hann ókunn- þó yfir öllu þessu, og er blaðið j uglega við og vildi ekkert segja. • • ff •. JM Olvinir numjog athafnasamir Undirskriftalistar tii alþingismanna Undanfarna viku hafa „ölvinir" þingað mjög, en þeir stefna að leyfi fyrir bruggun áfengs öls og næt- • urklúbba-,,menningu". Skrifstofa félagsins er við Laugaveg, en einn aðalfyrirsvarsmaður er Ásgeir Hannes Eiríksson. Félagið hefur sent frá sér greinar- gerð um nauðsyn ölsins, sem er allmerkileg. Þá var blaðamönnum og framámönnum í klúbbamálum boðið . á fund ölvina. Þar var ekki veit kaffi. Nú ganga undir- skriftarlistar um borgina en síðan á að biðla um á- heyrn þingmanna. Það er þó vitað að mál þetta hefur verið ýtarlega rætt, enda mjög að- kallandi fyrir félagið að nýtt skip og stórt sé fengið til að gegna hlut- verki Gullfoss. Ærin verkefni Þá er og augljóst, að þessi nýja áætlun og framkvæmd lilýtur að vera bein afleiðing í sambandi við hina nýju ferðaskrifstofu sem fé- lagið stofnaði á dögunum. Þarf ekki að fjölyrða um það, að Gull- foss er algjörlega ófullnægjandi nú, og að ærin verkefni bíða hins nýja skips. Gert er ráð fyrir, að skipið geti vel þjónað í t.d. Miðjarðarhafinu á vissum tímum árs bæði íslenzk- um og erlendum farþegum, einkum þó, að þangað er aðeins nokkurra stunda flug í þotum héðan. Góður fjárhagur Ef dæma á eftir yfirlýsingum að- aífunda, þá er nú fjárhagur félags- ins allgóður, arðsútborgun aukizt, og því ætlandi," að eittlivert fé sé handbært til kaupa á nýju skipi. Sannleikurinn er sá, að farþega- skipafloti landsins hefur dregizt gífurlega aftur úr og yrði E.í. þakk- að ef það hæfist handa og bætti úr, eins og orðrómur- vill hafa það. þroska hvítvoðunga, sem ekkert má sjá eða heyra. Reynslan hef- ur afsannað allar slíkar kenn- ingar og tilraunir. Bönn — ef þeim er ekki framfylgt— gera aðeins bölvun, — samanber ald- urstakmörk, vínbönn o. s. frv. Æskan hlær Hér er eitt verkefni sem kven félögin og siðprýðiskvennasam- tök. gætu gert gagn ef alvara lægi að baki hjá hinu opinbera. En þar sem fyrr — hjá báðum aðilum — er ekkert ánnað ríkj- andi en skinhelgi, hræsni og yfir drepsskapur. Og æskan hlær og fyrirlítur þessi samtök, hið opin- bera og fer sínu fram viss um það, að ekkert vald reynir að hindra „eðlilegan" framgang. Lögregluyfirvöldin sofa og sum- uf þykir nú bezt, að sá svefn væri sem lengstur. Reiðir frídögum hins opinbera Mikil reiði rikir meðal kaup- manna og annarra er þurfa að sækja undir hið öpinbera að skrifstofufólki er gefið 1 —2 daga frí til skemmtiferða. Er þá skrifstofum lokað. Þessi háttur hins opinbera er óþol- andi og vafasamur. Hvaða leyfi hefur opinber skrifstofa til að læsa dyrum sínum og gefa fólkinu almennt frí? Allt fær það sumarleyfi og ekkert vit í að gefa því frí í miðri viku, eða á föstudegi svo þessir hópar — á fullum launum — geti flækzt út á land í sekmmti ferðir. Þessi siður er eftiröpun ein- staklingsfyrirtækja, sem þetta gerðu á góðærisdögunum. En hér skiptir alit öðru máli. Einka fyrirtæki ráða sjálf hvort þau vilja missa dags „business", en sú regla gildir alls ekki f sambandi við opinber fyrir- tæki eða stofnanir. Ef fólkið á þessum skrifstof um vill skemmta sér og ferð- ast saman, þá er þvi ekki neín vorkunn að fara um helgar eins og aðrir. Áð leggja niður alla starfsemi, þótt ekki sé nema um dagstund að ræða, er helber ósvífni, sem alls ekki á að liðast. Opinber fyrirgreiðsla er ekki svo góð, að hún hafi nokk ur efni á að leggja niður þjón- ustu daglangt. . Leilcfang Mánudagsblaðsins Raunir dr. Gylfa hlaðast upp Heita má, að hvert einasta mál, sem Gylfi Þ. Gíslason, ráðherra, hefur komið nærri síðustu mánuði hafi orkað tvímælis enda hafa blöð- in óspart hamrað á óförum hans. Háskólamálið og afstaða Gylfa hafa verið gagnrýnd harðlega, fógeta- innsetning nemanda í skólann var þögguð niður í ofboði, skipan ráð- herra í nýja stöðu hefur sætt á- sökunum sem herfileg misnotkun valds í sambandi við-sína nánustu, og byggingamál menntaskólans hafa nú enn verið til umræðu. Rétti lega eða ranglega hefur ráðherra orðið fyrir miklu aðkasti, og ekki gert eins hreint fyrir sínum dyr- um og kref jast má. Það er því ekki ofsögum sagt, að raunir dr. Gylfa eru ærnar, en benda má líka á, að hann og flokkur haiís hafa Iengi sloppið, en íhaldið hjotið allar á- kúrur.Má vera að nú hreytist. o

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.