Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 08.09.1969, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 08.09.1969, Blaðsíða 5
Mánudagur 8. september 1969 Mánudagsblaðið 5 Flugið og ríkisvaldið Framhald af 1. síðu. meira fé til íslenzkra flugmála, en þeim boðum verið hafnað. Ef ís- lendingar hefðu ekki með heimsku- legu stœrilœti sagt „nei" gceti verið hér á landi alþjóðlegrtr varaflug- völlur, ný flugstöðvarbygging á Keflavíkurflugvelli og jafnvel fleira er tryggt hefði allt flttg til og frá íslandi, og innanlands, og þannig flýtt enn meir fyrir þróun flugmálanna. — En íslendingar hafa því miður misst af strœtis- vagninum. Bandaríkjamenn halda nú betm um peningana sína en þeir gerðu fyrir nokkrum árum. Aldrei styrki fslenzku flugfélögin hafa aldrei notið ríkisstyrkja, eins og algengt er víða um heim; þau hafa ekki gert annað en að mala gull í ríkis- kassann. — Á Alþingi íslendinga ríkir algjört skilningsleysi á mikil- vægi flugsins, og það er spurning hvort allir þingmenn og ráðherrar hafi gert sér grein fyrir að þotu- öld er gengin í garð. Að minnsta kosti breyta þeir ekki samkvæmt því. Þeir geta því lx'tt þakkað sér þá þróun, sem hér hefur orðið í flugmálum síðustu fimmtíu árin, enda hljóðir á 50 ára afmælinu. Hins vegar geta nokkrir framsýn- ir einstaklingar staðið keikir, og með fullum rétti fengið þá eink- unn,að það sem flugið á íslandi er í dag, er þeim að þakka. Vegamót fslendingar .standa nó kannski fremur en nokkru sinni fyrr á þeim tímamótum, að þeir verða að gera það upp við sig, hvort þeir eiga að verja milljónum, eða mill- jörðum króna í vegi, sem eru ó- færir mestan hluta ársins, eða hvort þeir eiga að reyna að byggja upp öruggar og góðar flugsamgöngur um land sitt, og veita farþegum, sem með flugvélum fara, nauðsyn- legt öryggi. Ummæli flugmálastjóra Agnar Kofoed-Hansen, flug- málastjóri, gat þess í viðtali fyrir nokkrum dögum, að ef flugmála- stjórnin fengi aðeins örlítinn hluta af þeim peningum, sem veitt hefur verið í tvo vegarspotta í nágrenni Reykjavíkur, gæti hún látið ljúka við nokkra flugvelli úti á lands- byggðinni, sem eftir fimmtíu ára þróunarsögu flugsins, eru aðeins ómerkilegar malarbrautir. Á sama tíma og flugmálastjóri segir þetta er vitað, að mennirnir, sem gegna einhverjum mestu ábyrgðarstöðum í fluginu, íslenzku flugumferðar- stjórarnir, hafa sömu laun og mat- Bókamarkaðurinn Framhald af 1. síðu. nægtatímunum, verða að draga saman seglin um Ieið og fólkið kaupir ekki. Dagblöðin flest hafa barizt í bökkum og verður nú þröngt fyrir dyrum á þeim vett- vangi. Verður víst að teljast helvíti hart, að fyrirsvarsmenn þessara stétta prentara og bókagerðar- manna, skuli, á sinn hátt, óbein- línis hafa samið vinnu undan fé- Iögum sínum, þótt kauphækkunin hafi verið ærin. ráðskonur á sjúkrahúsum. Og það er íslenzka ríkið, sem skammtar þessum mönnum Iaunin, enda þótt greiðslurnar komi frá Alþjóðaflug- málastofnuninni og íslenzka ríkið þurfi ekki að verða gjaldþrota þess vegna. Skammarleg framkoma Þannig mætti lengi telja atriði, sem sýna „skilning” íslenzkra ráða- manna á flugmálum okkar. Við ættum að minnsta kosti ekki að þurfa að klappa saman höndunum og þakka „framtakssemina". Hins vegar getum við hneigt okkur fyr- ir þeim mönnum, lifandi og Iiðn- um, sem höfðu gáfur, hugrekki og bjartsýni til að koma auga á og nýta þá tækni og möguleika, sem flugið lagði mönnum upp í hend- urnar. Við þyrftum að fá nokkra slíka til viðbótar og leyfa þeim að stjórna, þó ekki væri nema ein- hverju „agga, agga pínulitlu" eins og Iitlu og stóru börnin segja. Hasar á pop-hljómleikum Framhald af 1. síðu. ekki yrði „poppað“ þegar í stað. Stóð nú þóf hið mesta, en Einar illa settur. Lögfræðingar eru góðir menn og skilningsríkir þótt illgjarnir segi hið gagn- stæða. Hjartaprúðir lögmenn Fundu þeir drjúgt til með unglingunum enda eflaust feður sjálfir. Tókst þeim með einskærri lipurð að semja við hljómsveitirnar, gegn nokkurri umbun, (áætlað kr. 11 þús. per hljómsveit) og lofuðu „poppar“ þá að vinna verk sitt. Það er álitið að hver hljómsveit hefði uppruna- lega samið fyrir kr. 25 þús- und nema Trúbrot, hin vin- sæla, 40 þúsund. Þref þetta hafði nú staðið í klukkustund og áhorfend ur orðnir nær óðir og ýms- ar ungu stúlkurnar tóku að ærslast, en lögreglumenn slegnir ótta. Tókust hljóm- leikar í lokin með ágætum. Eftirleikur Eftirleikurinn varð þó öllu ithyglisverðari. Spurning kvöldsins var sú: hversu má, að manni sem tekizt hefur jafn ófimlega á fjármálasviðinu og ekki á fyrir ýmsum kröfum eignir né annað, fái að undir- rita og halda skemmtun sem eflaust hefur „tekið inn“ á 2. milljón? Þótt lögmenn séu barngóðir Fróðleiksmolar Haunhæfar skýringar Vodfoa: Drykkur, sem er bragð- laus .litlaus og lyktarlaus, og ef þú drekkuir einum of mikið af honum verðurðu vitlaus. Eyðsla: Hvernig állir aðrir en þú eyða penimgum. Biairtsýnismíaður: Háskólastúd- ent, siem opnar veskið sitt og býst við að finnia peninga í því. hafa þeir þó sitt starf að vinna. Á föstudag, var oss hermt, að hinn káti hljómleikahaldari væri kominn í allskyns vanda, jafnvel svo mikinn, að hætta væri á að hann yrði ekki frjáls ferða sinna. 1 rauninni er hér um glæfralegt ævintýri að ræða. Ef ekki hefði verið fyrir hendi skilningur lögmanna og lipurð hljómsveitanna hefðu börnin eflaust orðið af skemmtun sinni og kr. 250.00 per nef í aðgangseyri, sem er töluvert fé fyrir þann aldurs- flokk. Þótt ekki sé deilt á hinn hrjáða hljómleikahaldara, þá er hér um svo ,,Mafíu“-istískt atferli að ræða að skylt er að benda viðkomandi leyfisveit- ingamönnum, að ófært er, að slíkt endurtaki sig. En, því miður, þetta eru ekki einsdæmi hér á landi. Mikið urvai af enskusn ullar- 09 „teryline“-frökkum hattifrrHAko HERBAD E I LD RAFGEYMAR Framleiösla: POLAR H.F. Hinir viðurkendu Chloride-rafgeymar fást í öllum kaupfélögum og bifreiðavöruverzlunum — Með litprentuðu sniðörkinni og hárnákvæmu sniðunum! - Útbreiddasta tízku- og handavinnublað Evrópu! — Með notkun „Burda-moden“ er leikur að sníða og sauma sjálfar! t

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.