Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 03.11.1969, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 03.11.1969, Blaðsíða 4
Mánudagsblaðið Mánudagur 3. nóvember 1969 3laófyrir alla Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason. Sími ritstjórnar: 13496- — Auglýsingasími: 13496. Verð í lausasölu kr. 20.00 — Áskriftir ekki teknar. Prentsmiðja Þjóðviljans. Bændur, óþurrkar og betl Það er nú víða að koma í Ijós, að kvein bænda á óþurrka- svæðinu hefur a.m.k. í sumum tilfellum verið ákaflega orðum aukið. Forustumenn bænda lýsa yfir, að slátrun hafi verið álíka mikil og venjulega og framkvæmdastjóri búvörudeildar SlS telur allt óvíst um að stórgripaslátrun verði venju meiri í ár. I sama viðtali lýsir hann einnig yfir, að sauðfjárslátrun hefði verið minni en búizt var við. Ýmsir forkólfar bænda og fréttaritarar blaða og útvarps á óþurrkasvæðinu hafa fjasað um það í allt sumar, að fella þurfi stóran hluta bústofnsins hér syðra og bætt því við, að sýnilegt sé, að margir bændur muni bregða búi. Það hefur þegar sýnt sig, að þetta er hrein fjarstæða, því þótt áföll hafi orðið vegna óþurrka, þá hafa sumir bændur kveinkað sér úr hófi fram, og ætla sér sýnilega að gera bú sín út á ríkissjóð, þiggja styrki og gjafir með þeirri afsökun, að illa hafi heyjast. Það er orðin almenn sannfæring, að helzti mikið hafi verið hlaðið undir bændur í þessum málum. Þeir hafa, eiginlega frá upphafi velmegunarinnar, haft uppi óheyrilegar kröfur á hend- ur ríkissjóði varðandi búreksturinn, og einskis svifizt í bar- lómi og kvörtun og gráti. Spurningin er sú: hve lengi á þetta kvabb bænda að standa yfir og hve lengi ætlar ríkisjóður og aðrir þeir neyðarsjóðir sem bændur ráða yfir, að ausa fé í búskussa, en stór hópur þessara kvabb-manna falla ekki undir aðra „deild", en bú- skussanna. Á óþurrkasvæðinu eru tugir, ef ekki hundruð bænda, serjru.sýnt.J'iafa einstakan dugnað og útsjónarsemi, þótt óbyrlega hafi blásið á heyjannatímum. Þessir bændur hafa náð inn nær ölum heyjum sínum og eru allvel byrgir fyr- ir veturinn, jafnvel þótt um^miklar innistöður verði að -ræða. Allir réttsýnir menn skilja og þekkja hve mikilsverður hlutur bænda er í þjóðarframleiðslunni. Bændur búa hér við hin ágætustu kjör og ekki stendur á búnaðarmálaráðherra að sjá hag þeirra sem bezt borgið. Bændur eiga allt gott skilið. En það þýðir ekki, að hver skussi geti gengið taumlaust í hverja hirzlu ríkisins og fengið þaðan ótakmarkað fé vegna eigin ódugnaðar og harmagráts, sem ekki hefur stoð í veru- leikanum. SJÓNVARPIÐ Fraimhald aí 8. síðu. þjófnað bréflega- Út af þessu spinnst svo sem efcki neitt, skvald- ur og misskikiingur, ástamál og venjulegt grín, en allt heldur ó- merkilegt- Verkinu fór ekki fram í flutn- ingi. Yfir honum hvíldi þvílíkur losarablær að undrun sætti- I.eik- stjórinn, Flosi ólafsson, reynir á heldur kjánalegan og einkar barna legan hátt, að færa þessa vifcleysu í umgerð stórverka am.lt. byrjun- ina, inngangurinn með skyndi- myndum, kynningum og öðru sem minnir nokkuð á feyrjanir stór- mynda — hvað tilburði sncrtir, en er allt ósköp fátæklegt og rauna- lcgt fyrir augað- Ýmsir lausir end- ar eru í verkinu t.d- hvað varð af Hrólfi í lokin, reið hann aðeins eins og ven julegur cowboy út í sól arlagið? Eða bíður hans „æðri" hefnd fyrir álygamar En það skiptir raunar enn minna máli- Það er ekki nýtt, að okkar menn taki að sér lítilræði eins og stjórn sjónvarpskvikm., enda hafa þeir Keflavíkurkrílið til eftirmyndar. Spaugilegast er þó, að áhríf vall- arsjónvarpsins gætir éinna mest h já Flosa, þegar hann cndar þátt- inn á einskonar ef tiröpun Beverly Hillbillies-þáttanna syðra, en þar eru ólík gæði- Það eina, sem græða má, en fáir taika þó eftir, á þessu verki Sigurðar Péturssonar, er, að á- hrifa hans gætir mjög glöggt í verkum seinni höfunda bæði Skugga-Sveini og jafnvel hjá Jóni Thöroddsen í Manni og konu, en báðir höfundar hafa sýnilega haft pata af verki Sigurðar í heild var ekkert tileíni til uppfærzlu þessa verks, þvi það var upprunalega lélegt en græddi ekkert i „umgjörð og umbótum" Flosa, sem enn foýr yfir litlu nema þessairri hiimmesku blöndiu leik- skrýdds bœimisma og algjöns kæruleysis- Tómas Guðmundisson sfcáld sagði einu sinni í skopi, að Njála hefði aldrei verið rrbuð, ef hesburinn hefði efcki hnotið með Gunnar á Markarflljótsaur- um. Hrólfur hefur þá veiku af- sökun, að blesótti klárinn í rnynd- inni, var eini Ijósi punkturinn i klufckustundarleiðindum. P-s- sagt er að foörn hafi skemimt sér vel, og ekki úr vegi, að sýna þetta óvitum- Viggó Oddsson skrifar frá Rhodesíu Island ennþá stérglæsilegt — en þó er margt að Flóttinn frá Islandi I örstuttri skyndiheiinsókn til Islands í ár, komst ég að þeirri niðurstöðu að Island væri betra og glæsilegra en nokkru sinni fyrr, en helfði nokkur vandamól við að stríða sem tækju manns- aldur að laga. Islendingar ættu að veia kyrrir í sínu landi Á Islandi er einhver heiftarleg- asta rits'koðun og sikoðamakúgun í víðri veröld, saimt eru 2-3 blöð sem halda uppi heiðri lýðræðisins en það skiptir litlu máli þótt veik rödd heyrist stöfcu sinnum sem er ósammála stjórnrnálaflokkunum til hægri eða vinstri, fólk virðist vera orðið dofið, framtakslaust og sljótt, það gerir ekkert í neinu- Dýrtíðin vex skattarnir eru farán- legir og allir þegja eða muldra í hlýðni- Surnir tautandi „nú fer ég til útlanda." Meinsemdin Arið 1965 gerði ég nokkurt uppistand með dreifibréfi til Is- lands þar sem ég benti á að Is- lendingar gæfu bændum og milli- liðum þeirra andvirði 6-7 Kefla- víkurvega á ári í styrki af öllum gerðum, auk þess sem framleiðsla landbúnaðarins væri almennt 2-5 sinnum dýrari en erlendis, þessa fjár var aflað með söluskatti og 2/s af innfiutningstollunuim og om helimingi hærri sköttum en er- lendis, lawn eru almennt mun lægri á Islandi en í öðrum löndum- Þdtta ðfremdar ástand bætti fólk sér upp með að vinna til mið- nættis, svfkja undan sikatti eða flytjast til útlanda- Flóttinn Ég benti á það, 1965. að ef eng- in breyting yrði á, myndi fólk hrekjast í útlegð í þúsundatali, þetta virðist því miður hafa kom- ið fram, fjöldi af ungu og dug- miklu fólki hefur dreifzt út um allar heimsálfur, og hafa flestir dafnað vel og getið sér gott orð svo ég viti til. Ég er þó fremur andvígur þvi að Islendmgarséuað þvælast til útlanda til langdvala, einkum fjölskyldumenn, það er nóg til af meðal-mönnum í heim- inum en það er slegizt um þá beztu, það er oft örðugt fyrir meðal-menn með takmarkaða málakunináttu að brjóta sér leið í ókunnu landi- Að vera heima er einna bezt, a.mk fyrir þá sem eru í lögvernduðum fjöl- mennum atvinnuigreinum, þótt kaupið sé lágt, þá er samt lög- verndað öryggi um lágmarks af- komurnöguleika í elli og sjúk- dómum sem er óhjálwæmileg af- leiðing af verðhruni krónunnar, verðhruni sem á sér fáar hlið- stæður erlendis, þar sem stöðugt verðlag gerir almenningi kleift að lifa ábyrgu liferni án ríkis-að- stoðar- Á Islandi er almenningur orðinn svo háður Ríkinu að hann er orðinn eins og eiturlyfjaneyt- andi sem er orðinn ólæknandi sjúklingur og eiturlyfjaþræll- Þetta er því kallað velferðarríki- Undantekningarnar En af hverju er fólk að flytj- ast úr landi? Mér hefur lengi verið það ráðgáta, þar til ég varð sjállfur að taka mína ákvörðun. Ég varð að hætta í niínu sérfagi eða fara úr landi. Ef fólk getur ekki lifað mannsæmandi lífi (ungt, einhleypt og reglusamt) af 7-8 tíma vinnu, þá er eitthvað al- varlega að, að þræla fram á nótt og svíkja undan skatti, ef hægt er, er ekki neitt líf, bara til að gefa einni stétt manna 6-7 Keflavíkur- vegi á ári fyrir ekkert (þ.ea-s- landbúnaðinum). Það eru margir sem hafa rætt við mig um þetta og sagt að það sé ekki hægt að lifa heiðarlegu lífi á Islandi. Ég get nefnt dærni þar sem skattstotf- an hefur gert heiðarlega fram- teljendur að svörnum óvinum, ekki bætir úr þegar fréttist er- lendis frá að Islendingar með 75-000 kr. mánaðarlaun borgi af 750 kr- í skatta (5-manna fjöl- skylda). Að hætta eða fara Að verða að hætta í sínu sér- námi eða fara úr landi, það er stóra spurningin. Islendingar hafa oft gabbað ungt fólk útí sérném með ættjarðar væli, „að gera landið sjálfbjarga" á þessu sviði eða hinu, í þessari nýju tækni, þegar til kemur getur maður ekki lifað af starfinu útaf einokunar- aðstöðu atvinnuveitandans, og ekkert Ifyrirtæki annað í landinu sem getur nýtt þekkinguna sem maður býr yfir, oft eru gömlu sér- f ræðingannir seni stöðnuðu í sinni tæfcni, andvígir þeim yngri og af- kastameiri og hefur öfund og ill- girni þeirra oft hrakið færustu tæknimenn íslands til annarra landa. AJf stjórnmálaástæðum fá margir ungir menn óbeit á Is- landi og kjósa fremur að búa í „alræmdasta lögregluríki heims" og una sér þar vel- Þótt ég sé fremur mótfallinn brottför fólks frá Islandi, er ég eindregið fylgjandi að sem flestir ungir menn og konur reyni að setjast að erlendis í lengri eða skemmri tíma, til náms og full- komnunar í sínu fagi, til að kynn- ast ókuninurn þjóðum, svo dæmi séu nefnd- Við heimfcomuna síast örlítið af heilbrigðri skynsemi úti afganginn af landsmönnum svo á einum manriisaldri asttu Islend- ingar að hafa yfirstigið flesta af sínum stærstu göllum, einn mannsaldur er ekki lan-gur tími í æfi einnar þjóðar, en það get- ur verið þreytandi að taka þátt í þeim mannsaldri og fá litlu eða engu áorkað, nema skæðadrifu af fúkyrðum yfir sig, frá þeim sem eru óánægðir með að vera vaktir upp og bent á að það sé leki kom- inn að skipinu . Ég er þó ósmeykur um að Is- lendingar klári sig^akki^, ég„. þefcki margt af ungu fólki á Is- landi, það verður að vera ágeng- ara, í álhrifastöður til ag ýta frá þeim ráðamönnum sem hafa staðnað í sinni trúnaðarstöðu sem þjóðin fól þeim, kannske er „lýð- ræðið" komið út í öfgar. Hvaða gagn er að stjórn sem er hrædd, við að gera það sem rétt er? Held- ur uppi fjölmennum óarðbærum atvininugreinum og hrifsar um helming tekna fólks í skatta og hrekur þvi margt atf sánu bezta fólki til útlegðar eins og í upphafl landnáms, á dögum Haralds hár- fagra- V-O- NYJAR BÆKUR! Ut eru komnar nýjar bækur í öllum unglingabóka-flokkum LEIFTURS. Allir unglingar þekkja LEIFTUR-bækurnar, þeir vita líka að þær eru ódýrastar og skemmtilegastar. FÁST I ÖLLUM BOKABÚÐUM. LEIFTUR HF. HÖFÐATÚNI 12

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.