Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 17.11.1969, Síða 3

Mánudagsblaðið - 17.11.1969, Síða 3
Mánudagur 17. nóvember 1969 Mármdagsblaðfð 3 Tvísteig, sveik og aflaði óvinsælda Tvískinnungur tlr- Gylfa Þ. Gíslasonar innan Alþýðu- flokksins hefur löngum verið annálaður, enda er það sögn flokksmanna, er til þekkja, að heita megi, að ráðherrann hagi seglum eftir vindi, hlaupi frá fyrri skoðunum fyrirvaralaust ef svo ber við að horfa- Allir muna „uppnámið" í sambandi við bankastj.stöðuna í Lands- bankanum er losnaði er Pétur Benediktsson féll frá. Er þátt- ur Gylfa þar mönnum eftir- minnilegur, ekki sízt ráða- mönnum í Alþýðuflokknum, sem þar áttu lilut að máli, og skal hann ekki endurtekinn hér- Þegar Björgvin varð aðal- bankastjóri, taldi Alþýðuflokk- urinn sig „eiga“ varabanka- stjóraembættið, sem þá Iosn- aði. Var embættinu „slegið upp“ og sóttu um það 17 manns, allt bankastarfsmenn nema Björgvin Guðmunds- son, formaður Alþýðuflokks Reykjavíkur og borgarfulltrúi flokksins. Veitti dr. Gylfi til þess fullt samþykki sitt og kvaðst mundu styðja flokks- bróður sinn af ráðum og dáð- Eins og gera mátti ráð fyrir löngu áður, ókyrrðust banka- menn, og töldu að ekki kæmu aðrir til mála i embættið en bankamenn. Dr. Gylfa brá all- mjög við þessa afstöðu, sem raunar lá beint fyrir, tvisteig en cftir mikla þanka ákvað n. fjt* -»>*. PEUKAN Það er enginn betri hann að leggja málið fyrir mið- stjórn flokksins. Upphófust þá þegar miklir flokkadrættir milli dr- Gylfa og Björgvins- manna og var ósýnt hvorir vinna myndu. Dr. Gylfi sá sitt óvænna enn einu sinni, enda hafði hann látið það boð út ganga, að óskað væri að Björg- vin drægi sig til baka, en úr því varð ekki, enda Iið Björg- vins einart mjög. En dr- Gylfi var ekki enn af baki dottinn- Á miðstjórnarfundi krafðist hann þess, að málinu yrði vís- að til framkvæmdastjórnar flokksins og þingflokksins og þar, eftir miklar stympingar, marði hann í gegn samstöðu mjög naums meirihluta, að styðja ekki Björgvin og mátti heita, að nær engu munaði í atkvæðagreiðslunni, en dr- Gylfi taldi sjálfur atkvæðin og lýsti yfir niðurstöðunni. Þetta eru fáheyrð vinnubrögð og urðu ráðamenn flokksins nær ókvæða yfir hegðun ráðherr- ans- En hráskinnaleikur Gylfa á eftir að draga alvarlegan dilk á eftir sér. Nú er svo komið, að tvær stcrkustu klikur flokksins, þær fylgja Baldvini Jóns- syni, lögfræðingi, sem sótti fast aðalbankastjóra- embættið og fylgismenn Björgvins Guðmundssonar, hyggja nú á grimmilegar hcfndir í garð Gylfa og bíða aðeins þess, að ná sér grimmilega niðri á ráðherr- anum. Þykja þcim vinnu- brögð Gylfa svo svívirðileg og ósamboðin flokksfor- manni, að telja verður að Gylfi eigi í náinni framtíð undir stór og hættuleg högg að sækja cf þessi atvik, á- samt mörgum öðrum verða honum ekki að pólitísku fjörtjóni innan flokksins- Tekið skal fram, að hér er hvorki verið að ræða þá menn, Björgvin Vilmundarson, banka- stjóra, né hinn nýsikipaða að- stoðarbadkastjóra, sem báðir hljóta ahnenningslof fyrir mannkosti og dyggð í starfi. Á þetta er aðeins bent til að sýna, að hinn almenni orðrómiur um dr. Gylfa er miklu sannari en flestar sögur þess efnis gefa tilefni til að ætla- EM- — Með litprentuðu sniðörkinni og hárnákvæmu sniðunum! — Útbreiddasta tízku- og handavinnubiað Evrópu! — Með notkun „Burda-moden“ er leikur að sníða og sauma sjálfar! Er heimili yðar nógu hátt tryggt? Hvað er langt síBan þér kynntuð yður verðmæti innbús yðar? Síðan hafið þér ef til vill keypt ný húsgögn, teppi eða þvotta- vél. Innbúið er kannske tugþúsundum verðmætara nú en “““ fyrir nokkrum árum. — Háfið þér munað eftir að hækka heimilistrygginguna? — Athugið, að fullar bætur krefjast fullrar tryggingar. Kannið verðmæti innbús yðar nú. Hafið samband við aðalskrifstofuna eða næsta umboðsmann. — Allt-í-eitt heimilistrygging Ábyrgðar er ein bezta tryggingar- verndin, sem völ er á fyrir heimili yðar. ABYRGDP TRYGGINGAFÉLAG FYRIR BINDINDISMENN Skúlagötu 63 - Reykjavík - Símar: 17455 - 17947 BYSSUR OG SKOTFIMI Fram til þessa hefur nær ekkert verið ritað um skotfimi og meðferð skot- vopna á íslenzka tungu, enda þótt veiðar og skotfimi séu mikið stundaðar hér á landi bæði í atvinnuskyni og sem íþrótt og fjöldi sportveiðimanna se hlutfallslega hærri en í flestum löndum Evrópu. Þessi bók er því brautryðj- endastarf á sínu sviði. Höfundur hennar er Egill Jónasson Stardal. í þessari bók BYSSUR OG SKOTFIMI fjallar hann meðal annars um sögu- lega þróun skotvopnanna, skotfimi sem íþrótt, hirðingu og meðferð skot- vopna, varúðarreglur, veiðar og náttúruvernd. ÞETTA ER ÓMISSANDI HANDBÓK ÞEIRRA VEIÐIMANNA ER STUNDA SKOTFIMI. FÆST í BÓKAVERZLUNUM OG BEINT FRÁ ÚTGEFANDA. BÓKAÚTGÁFA GUÐJÓNS Ó. GUÐJÓNSSONAR Hallveigarstíg 6—8 — Sími 15434.

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.