Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 02.02.1970, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 02.02.1970, Blaðsíða 3
Mánudagur 2. febrúar 1970 3 Ma rfCflía g sB favð iB' Þjóðleikhúsið: GJALDIÐ Höf.: Arthur Miller. — Leikstjóri: Gisli Halldórsson Prýðilegt leikhúsvierk frumsýnt Andstæðurnar eru þrjár: tveir bræður og Solomon fornsali, auka- persónan, kona annars bróðurins. Efnið bræðrahatur, uppgjör bræðra, sem snemma skildust að, annar orðinn auðugur læknir, hinn lög- reglumaður í New York, sem hand tekið hefur innan 20 manns á tæp- um 30 árum, fátækur, kjarklaus, góðmenni í þess orðs venjulegu merkingu, a.m.k. á ytra borði, nær fimmtugur, faðir efnilegs sonar, sem launaður hefur verið til náms í deild í tækniskóla, „sem ætlaður er aðeins þeim, sem beztir eru og efnilegastir". Konan, ein af þessum lægri miðklassa konum Ameríku, áánægð, hefur gripið til þess að „fá sér einn", fölnuð í útliti, en býr enn yfir þeim vonum, að mað- urinn skipti um starf, leiti naðar' auðugs bróðurs, komist í betra og „verði eitthvað". Fornsalinn júðski, einskonar „reikull ballanspunktur kominn á tíræðisaldur og býr þó enn yfir öllum einkennum og hæfi- leikum stéttarbræðra sinna, raun- sær, veraldarvanur, en þó allur enn ósvikinn raunsæismaður á sviði fjár málanna . og gildi hins almáttuga dollars. Sviðið er þakherbergi í gömlum húsræfli, sem á að fara að rífa, umhverfið er gamalt innbú foreldra bræðranna, staflað í hrúg- ur, tilbúið til sölu, fullt af gömlum húsgögnum og dóti þar. Á tveim klukkustundum, sjáum við sögu bræðranna, sem raunverulega hófst þegar „hrunið mikla" þreif marga af æðstu fjármálamönnum, kaup- sýslu-iðnaðar-kauphallarjöfrum og auðmönnum almennt, úr alveldi allsnægtanna niður í aumustu manntegund, sem enn hefur þekkzt í landi hinna nýríku og stórríku. Það er ekki dónalegt baksviðið í leikriti Arthurs Millers, Gjaldið, sem Þjóðleikhúsið frumsýndi s.l. fimmtudagskvöld. Þetta er leikhús- verk í þess orðs beztu merkingu, ekki beinlínis ádeila, heldur mikiu fremur ein af þessum djúpu, áhrifa miklu, en þó fremur hversdagslegu könnunarferðum Millers- í hugat- djúp manna. Hann er sjálfur könn- uðurinn, hann leitar svaranna, en svörin verða, því miður, eins og í fleiri verkum Millers, bæði heppn- uð og misheppnuð, oft of augljós, oft ákaflega vafasöm, oftast há- dramatísk, yfirleitt, hversdagsleg. Svið Millers er og hefur verið „hinn almenni maður" og sál hans, sálarflækjur og andleg leyndarmál ‘inannsins á götunni, miðlúngs- mannsins og hins misheppnaða. Auðsætt er oft hið ytra borð, fá- tækt, skortur, innibyrgð óhamingja eru óhjákvæmilegir förunautar næstum hverrar persónu, sem haft hefur gildi í meiriháttar verkum hans. Kjarninn er óhamingja í ein- hverri mynd, og, oftar en ekki, ó- hamingja í öllum myndum; Algjör- lega heilbrigð persóna er Miller framandi, en þá er það -hitt, að al- gjörlega heilbrigð og hamingjusöm persóna er ekki áhugaverð og því síður en svo, gott leikhúsefni. Eftir „hrunið mikla" þótti það ekki nýstárleg sjón að sjá banka- stjóra voldugustu banka New York borgar standa við ávaxtavagna borg arinnar og selja og bjóða fram epli og epli þeim, sem framhjá gengu. Margir voru í gljáburstuðum skóm, spesial saumuðum, dýrustu. fötum, pípuhatta á höfði, fejtir og pattara- legir en algjörlega eignalausir. Sama máli gilti um þá, sem degin- um áður höfðu verið margfaldir milljónamæringar. Hrunið skall svo skyndilega á, að fjölmargir voru þurrkaðir út „á einni nóttu", áttu ekki „sent" í dag, sem áttu millj- ónir í gær. Tugir vell-auðugra manna stukku út um glugga eða skutu sig í örvæntingu, og innan mánaða sátu Bandaríkjamenn uppi með 14 milljónir fullfrískra mantia atvitmulausra. í þessu andrúmslofti örvænting- arinnar hefst hið raunveruiega verk Millers; því það er nær allt, einsog oft áður, flash-baek til liðins tíma. Þar leitar höfundur rótarinnar bg þáðan hfifur hahn- skrykkjótta ferð sína um hug bræðranna tveggja. Lögregluþjónninn hefur mælt sér mót við fornsala í þakherberg- inu þar sem innbú foreldra hans hefur verið geymt í áratugi. Mein- ingin er að selja það á einu bretti og skipta ágóðanum með bróður sínum, en þeir hafa ekki sézt í sex- tán ár, tilraunir lögreglumannsins, Victors, (Rúrik Haraldsson) að ná til bróður síns, Walters læknis (Róberts Arnfinnsson), hafa ekki rekizt. Kona hans, Esther (Herdís Þorvaldsdóttir), ,er með honum, en von er á fornsalanum, Solomon, (Valur Gíslason). Fyrri þátturinn er svo hvatning hennar að maður sinn komi sér í aðra stöðu, leiti hjálpar bróður síns, hins auðuga læknis, sem um þetta leyti er að stofnsetja vísindastofu, komist burt frá lögreglustarfinu og verði -„eitt- hvað". Hins vegar er svo einstakt einvígi milli lögreglumannsins og júðans um verðið á innbúinu, lífs- viðhorf gamla mannsins, en á síð- asta augnabliki þáttarins, birtist læknirinn á sviðinu: „Walter" — tjaldið. Annar og síðari þátturinn er í beinu framhaldi og nú hefst hið eiginlega uppgjör, áhrifamikið, oft leikandi vel skrifað og skínandi vel unnið úr efninu. Átökin eru mikil og smátt og smátt skýrist myndin, ástæðurnar fyrir missætti bræðranna. Höfundur dregur upp ófagra, en raunsæja mynd, af ást- lausu heimilislífi á velmektardög- um fjölskyldunnar. Faðirinn missir kjarkinn, eftir hrunið, sezt í stól sinn og starir út í bláinn, algjör- lega bugaður að ytra borði. Konan efTádíII'Walfer feriíéknif,“að-ko'iha’ sér áfram hveru mikið sem það kostar. Vietor, góðir sonurinn, þræl gengur síðan í lögregluna, því þar er öryggi, seinni styrjöldinni er lok ið og hruni spáð að nýju. Victor er enn fátækur, en hefur öryggi fastr ar en illa borgaðrar lögregluvinnu; með sparnaði hafa þau fyrir lífs- nauðsynjum. Allt er þetta nú held- ur hversdagslegt, en Miller er að byggja upp fyrir hin raunverulegu átök. Hann byggir vel upp, þótt langdregið, enda kemur í ljós, að uppgjörið sjálft afsakar fyllilega hið hversdagslega, sem á undan er gengið. Myndin er ekki fögur. Upp kemur m.a., að faðirinn, sem hafði komið í veg fyrir námsferil Vict- ors hafði allan tímann átt fé í sjóði, 4000 dollara, þótt þeir feðgar hefðu lifað á úrgangi úr ruslatunnum og á betli, þ.e. því, sem Victor betlaði unz liann varð lögregluþjónn, og miðlaði síðan föðurnum af launum sínum. Walter hafði hinsvegar sent Róbert Arnfmnsson, Waiter; Valur Gíslason, Solomon; Herdís Þorvald sdóttir, Ester; Gísli Halldórsson, leikstj. og Rúrik Haraldsson, Victor. $ 5 á mánuði til föðurins, ög orð- ið stórefnaður eftir að karlinn dó. En þungamiðjan í þessum deil- um, þessari sálarlífsflækju, er, eins og fyrr hjá Miller, spurningin um hina raunverulegu hamingju. Og, að venju, tekst spyrjandanum Mill- er, ekki að svara eigin spurningu nema að hálfu leyti. Svörin verða ófullkomin, en vitanlega þarf meiri menn en Miller, til að svara þeirri óendanlegu spurningu mannsins. Sumir munu telja þetta ádeilu. Vera má að svo sé. En ádeila á hvað? Græðgina, fjársöfnun, lof- söng um hamingju án peninga, hina sönnu ást? Miller svarar auð- vitað erigú áf þessu almennt, og það sem verra er, hann svarar ekki einu sinni þeim vandamálum, sem hrjá þessar tvær aðalpersónur. Þess má heldur varla krefjast því Miller heldur sig aðeiris við raunveruleik- ann, rekur upp atburði skilmerki- lega, spyr, reynir að analýsera, en hann er þar kominn í þau vand- ræði, sem hann fær ekki bjargað sér út úr nema að fara inn á fuil- yrðingu gegn fullyrðingu, karp án tilgangs. En þar fer líka Miller um meistarahöndum. Sviðið þekkir hann manna bezt og áhrifasköpun hans er einstæð á köflum. Verkið er oft snilldarvel unnið, persónusköpunin heilsteypt og traust. Andstæðurnar glöggar, inn- skot og umbúðir raunsæjar og eðli legar eins og bezt verður á kosið. En sú spurning hlýtur að vakna, þegar öllu er á botninn hvolft. Hversvegna? Hvert er verið ið fara? í lokin rekur júðinn upp tryll ingshlátur, er hann simr einn uppi með allt ruslið og hlustar á gamla grammófónplötu — hlátur — hann hlær tryllingslega með plöt- unni. Er þetta Miller að hlæja að lífinu, af þessum fremur ómerki- legu svipmyndum, sem hann er ný- búinn að sýna úr daglegu lífi nú- tímamannsins? Hver veit. Eg ætla ekki að reyna að svar því. Þett er teater, gott teater, verðug sýning, eitt af betri, ef ekki beztu verkum hans, ef menn á annað borð geta, í dag, talað um afbragðsverk Arth- urs Millers. Margir telja að Miller sé ávalt að ávarpa allan heiminn. Það er ekki Iítið verk og heimur Millers, eins og hann kemur fram í verkum hans byggist á undantekningum Framhald á 5. síðu.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.