Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 02.02.1970, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 02.02.1970, Blaðsíða 5
Mánudagur 2. febrúar 1970 Mánudagsblaðið 5 Valur og Rúrik ■ GJALDIÐ Framhald af 3. síðu. fremur en algildum reglum. Ef hann er að leitast við að bæta heim inn, þá finnur hann ekki „symból- in"i,í út'köSfttm og undantekning- um. Orða- og leikritahöfundurinn Miller^ snillingur leikhússins, bæt- ir hvorki veröldina né einstakling- ana með hnitmiðuðum orðaleikj- um um veraldleg hamingjuslit ein- staldinga. Þetta eru áhrifamiklar myndir, sumar jafnvel ógnþrungn- ar, en þær sanna hvorki né benda á heildarástand. Hvorki Walter né Victor eru tákn almenns ástands né hugarfars, þótt persónurnar, sem slíkar, séu raunverulegar. Þetta er bræðrasaga, fjölskyldutradegia, einföld, máske sönn, en aðeins það. Esther og Sólomon eru uppfylling, hvorugt segir frumlega setningu né túlkar frumlega hugsun. Þau eru aðeins tvær lífs-„týpur" — eins al- gengar og hversdagslegar í Ame- ríku og Jónarnir í Reykjavík. Per- sónusköpunin er prýðileg og sönn, en skilur ekkert eftir. Þetta er sér- stætt og oft áhrifamikið verk, en það er hvorki „symbol" né boð- skapur. Og höfundurinn grípur oft til rökvísi barnanna — hinnar al- gengu fullyrðingar sem börn nota — af því bara — en hann orðar það betur. Leikstjórn Gísla Halldórssonar er í senn vönduð og verkmannlega unnin en heldur þung. Hún er eins hefðbundin og bezt verður á kosið, sýnir verkstjórn fremur en leik- stjórn, ímyndunarafl er lítt fyrir hendi, enda er verkið nálega bund- ið öllum upprunalegum hugmynd- um og bindandi fyrirskipunum höf undar. Þess gætir hvergi að leik- stjórinn hafi vogað sér út fyrir rammann. Val Ieikenda er gott. Valur Gísla son er hressilegur Sólomon, nær oft ágætum sprettum ásamt Rúrik Haraldssyni. Leikur Vals er örugg- ur, fágaður og heita má, að hann nái öllu hugsanlegu úr verkefninu. Það er ekki létt verk, að leika New York-júða, þótt vart sé við að búast, að hann nái talsmáta þeirra. Og ekki er mér grunlaust að Valur hafi seilzt til fyrirmynda í túlkun sinni. Rúrik nær einna hæst í hlut- verki sínu, sýnir skapskipti af kunn áttu og leikni, sem ekki bregður oft fyrir á sviðinu. Herdís Þor- valdsdóttir fer mjög þokkalega með sitt hlutverk. Róbert Arn- finnsson nær mörgu góðu úr lækn- inum en hann hefur oft gert mildu betur. Eiginlega bar Róbert öll þreytumerki mikillar vinnu, náði hvergi nærri valdi á geðshræring- um hlutverksins og hafði jafnvel ekki taum á þaulþjálfaðri rödd sinni, sem er afar sjaldgæft. Sýning þessi er góð, mjög svo, og ég held að áhorfandinn geti sjálfur bezt lesið úr henni þá vizku sem honum hentar bezt. Frá mínu sjónarmiði er þetta aðeins gott leik húsverk. Og það nægir mér. A. B. Mánaðabið Fjármálaráðherra talar um sparn- að, auknar kröfur almennings á hendur hins opinbera og aukin út- gjöld. Hann hefur að vísu sýnt sparnaðarviðleitni, en til þessa er mest um að ræða kák og yfir- borðsskap, en enga lausn. Ráðin og nefndirnar hafa engan tíma til að koma saman, ákvarðanir og „niðurstöður" bíða mánuðum sam- an, jafnvel árum. Dýrkeypt skriffinnska Þessi vinnubrögð kosta víst mik- ið í útgjöldum, launum ofl. En hinn raunverulegi kostnaður er gífurlegur. Vitið þið, að við á ís- landi, höfum ennþá starfandi nefndir, sem eru að rannsaka eða athuga kosti og galla á kaupum skuttogara!!! Þessi hneisa er birt í blöðum fiskiþjóðar, sem hefir fiskveiðar af öllum tegundum að aðalstoð lifnaðar síns. Þorpsfélög kaupstaðir og sjálf Reykjavík hafa „starfandi" nefndir til að rann- saka kosti og lesti á útgerð skut- togara. Þarna er skriffinnsku- mennskunni einna bezt lýst, enda fer allt eftir því. Yngri manna hlutverk Það er tími til kominn, að yngri menn flokkanna taki í taum- ana af eldri fauskunum, sem ekki viðurkenna 20. aldar vinnubrögð. Það er tími til kominn að þjóðin losni úr viðjum og myrkri aftur- halds og úrelts hugsunarháttar. Ef stjórnin vill ekki nú þegar taka forustuna, þá er það ekki annað en skylt verkefni heiðarlegrar og framfarasinnaðrar stjórnarandstöðu. Þannig liggja spilin, herrar mínir. AuglýsiS í MánudagsblaSinu IEE5SI ferðaskrifstofa bankastræti 7 símar 16400 12070 PÁSKAFERÐIRNAR VINSÆLU travel Mallorka — Kanaríeyjar — London 17 dagar. — Brottför 25. marz. — Verð frá kr. 16.500.— Vinsælustu páskaferðirnar í meira en áratug. Hægt er að velja um tveggja vikna dvöl á hótelum eða lúxusibúðum á Mallorka — eða á Tenerife, Kanarieyjum. Mallorka er fjölsóttasti ferðamannastaður Evrópu. Þar er sjórinn, sólskinið og veðráttan eins og fólk vill hafa það. Eilíft sumar er á Mallorka, þar falla appelsínur fullþroskaðar af trjánum í janúar. Sumarparadís árið um kring. Fjölbreytt skemmtanalíf. — Kanarieyjar eru viðfrægar fyrir nátíúru- fegurð og milda veðráttu. Þegar er búið að panta um þriðjung af lausum sætum. Pantið strax og notið tæki- færið til að fá ódýran sumarauka meðan páskahretið gengur yfir á islandi. Fararstjórn: Skrifstofa SUNNU í Pálma og Jón Helgason á Kanaríeyjum. Reglulegar Mallorkaferðir hefjast um páskana. Brottför hálfsmánaðarlega. ■ms ferðirnar. sem folkið velur Aukastörf Framhald af 1. síðu úð. Því miður virðist hér á mik- ill misbrestur. Ymsir ráðherrar gætu alls ekki sinnt öllum þeim aukastörfum, sem þeim er ætlað, jafnvel þótt þeir væru ofurmenni til vinnu. Samt láta þeir tilleiðast, jafnvel sækjast eftir þessum veg- tyllum. Bjúrókratí Hér þarf skjótra úrbóta. Þjóðin er að kafna í vonlausri skrif- finnsku, nefndafargi og „athugun- um" um mál, sem ættu að liggja Ijóst fyrir. Þessi sífellda árátta bjúrókratsins á íslandi, að sitja í nefnd og „rabba" er ekki aðeins dýr heldur dregur á langinn knýj- andi framkvæmdir og ákvarðanir, sem taka á skjótt án „fundarhalda" og skriffinnsku. 4 * A

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.