Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 02.02.1970, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 02.02.1970, Blaðsíða 8
Orðtök útvarpsins — ,,Birnir“ á Húsavík — Hamlet og Ofelia — Einmana flugfreyjur — Athyglisverður barnaleikari — Hættulegt hús og borgaryfirvöldin VÆRI EKKI tími til kominn, ;að orðtakasérfræðingar og mála- menn þjóðarinnar, svo ekki sé talað um stjórnmálafræðinga okkar endurskoðuðu hugtakafræði fréttastjórnar útvarpsins. Það er skrítið og eflaust matsatriði, að þegar talað er um Austur-Þýzkaland, þá er Ulbricht karlinn ætíð kallaður yfir- maður austurþýzka „lýðræðisins", en þegar talað er um Spán, þá er Franco ýmist kallaður einvaldur, einræðisherra eða annað álíka. Það er nú skiljanlegt að kommaklíkan á frétta- stofunni þekki sitt heimafólk og þjáist af sama hugtakaskiln- ingi og meðbræður þeirra austan tjalds, en einnig ber á það að líta, að þetta er opinber ríkisfréttastofa, sem ætti að hafa einhvern snefil af hlutleysi, jafnvel í fréttaflutningi. ★-------------------------- HÚSVlKINGAR eru gamansamir eins og oft vill verða um Þingeyinga. Á Húsavík er nú svo, að þrír helztu menn staðar- ins heita allir Björn og vilja gárungar gjarna gefa þeim einhver aðgreiningarnöfn í daglegu tali. Málið er leyst. Björn prestur nefnist Guðbjörn, Björn frystihússtjóri kallast ísbjörn, en Björn bæjarstjóri er kallaður Þorbjörn — fyrir það, að hann þorði að vera bæjarstjóri kaupstaðarins. Slyngir menn Húsvíkingar. ★-------------------------- Mánudagur 2. febrúar 1970 Í^KPi ■essa uJHf Fjör í reykvísku pressunni — Tómas Karlsson og Tíminn — Svör og andsvör — Alþýðublaðið — Byssufóður kjaftakerl- inga — Æsipressa Biafra og Björn Thors — Bókaþáttur — Tóbak og samtalsþættir — Léleg hljómsveit — Gott framhaldsleikrit — Eiður og Skattamálin Erlend málefni Ásgeirs Ingólfs- sonar er þáttur, sem beðið er eftir með talsverðri eftirvæntingu. Þætt inum hrakaði talsvert á tímabili, en virðist nú heldur vera að batna. Ásgeir hefur nú tekið upp þann hátt, að hafa meira af tíðindum, sem eni á döfinni en áður, en þar er mikil bót fundin. Þátturinn um Biaframálin var að mörgu leyti allgóður. Björn Thors blaðamaður Morgunblaðsins kom þar fram, og lýsti skoðunum sínum á málum þar. Björn dvaldi um tíma í Bi- afra og birti þaðan all-læsilegar greinar um ástandið hjá hinum Framhald á 6. síðu íslenzka pressan er að breytast. Nú telst það ekki til tíðinda þótt hin „ábyrgu" blöð vippi sér út í æsifréttamennsku, verði sensjónal og fylgi þar reglum heimspressunn- ar. Mánudagsblaðið hóf þessa teg- und fréttamennsku í ádeilutón fyr- ir röskum 20 árum en hafði ekki annað upp úr krafsinu en aðkast sem sorpblað og önnu hressileg orð frá hinum „ábyrgu og siðavöndu". Vísir sat lengi á sér unz hann sprakk á limminu og hleypti fram af sér beizlinu í all-frægu morð- máli. Elti hann hvert atriði, sem vitað var um feril hins ákærða, dagana á undan morðinu — ferð hans á veitingastaði, endur- prentaði jólakort hans og sýndi í einu og öllu merkilegt fréttanef, sem jók sölu blaðsins og bætti fjár- hag þess. Þjóðviljinn og Morgunblaðið hafa farið sér hægt. En deyfð þeirra hefur fyllilega verið bætt með á- kafa og fjöri Tímans og Alþýðu- blaðsins. Tíminn hefur þó farið einna geystast síðustu vikur. Blað- ið hefur nýlega „kapítalserað" á tveim málum. Annarsvegar Brúð- kaupi Fígarós en hinsvegar „auka- störfum dr. Jóhannesar Nordals". Fígaró gaf Tímanum einstakt tæki- færi. Nær daglega heila viku var æsifregnafyrirsögn blaðsins með tilvísun á greinar á innsíðum. „Gagnrýnendur svara Rósenkranz" — „Rósenkranz svarar gagnrýnend- um" — „Söngvarar skrifa Rósin- kranz" — o. s. frv. Var þetta um tíma afarspennandi æfintýri og fylgdust lesendur með af miklum áhuga. Þetta er góð blaðamennska. Jafnvel þótt málefnið væri ekki tiltakanlega merkilegt. Blöðin Framhald á 6. síðu STAÐREYNDIR — SEM EKKI MEGA GLEYMAST: (44) LEIKARAR ræða stundum leikrit sín á milli, þótt fæstir myndu trúa því við fyrstu kynni. Eins og kunnugt er þá færði eitt leik- húsanna upp Hamlet og ræddu menn mjög hið mikla verk öndvegisskáldsins. Einn viðstaddra; varpaði þessari spurn- ingu fram við samleikara sinn. „Telur þú, að Shakespeare gefi það nokkursstaðar í skyn, að Hamlet hafi haft kynferðismök við Ofelíu". Eftir stundarþögn svaraði einn. „Um það er mér allsendis ókunnugt, en satt bezt sagt, þá er ég vanur því.“ ★---------------------------- EINS og kunnugt er þá vinna flugfreyjur erfitt starf og hafa jafnan langan vinnudag. Það er því vel til fundið hjá forráða- mönnum félagsins, ;að leyfa þeim að hvílast um stund í fríum og skemmta sér við músíkk og góðan mat á hóteli sínu á flugvellinum. Eru þessa litlu, sætu stúlkur oft þar í hópum, siðprúðar og hæverskar, en þó hið mesta augnayndi fyrir gesti. Væri ekki þjóðráð að Flugfélag íslands byði sínum stúlkum á Hótel Sögu, þar sem félagið hefur aðalskrifstofur sínar, svo þær gætu hvílt lúin bein í glæsisöium gistihússins. Það væri gott verk og mannúðlegt og myndi eflaust hægt að fá hótelstjórnina til að gefa þessu dúfum einhvern afslátt. ★---------------*------------ SVO ER að sjá, að við séum að ala upp a.m.k. einn leikara, allt frá barnsbeini. Ólafur Flosason, sem mikla og verðskuld- aða athygli vakti í endursýndum söngleik ásamt Svölu Nielsen, um jólin, vekur ekki síður athygli í Dimmalimm, barnasýningu Þjóðleikhússins. Ólafur er allsendis ófeiminn, eins og Flosi faðir hans, og hefur ótvíræða hæfileika, sem eflaust eiga eftir að þroskast þegar tímar líða. ★---------------------------- VANDRÆÐUM borgarinnar og eigenda hússins á mótum Hringbrautar og Framnesvegar ætlar víst ekki að Ijúka fyrr en stórslys verður þarna á gatnamótunum. Húsið skagar langt út í Hringbrautina og er hreinlega stórhættulegt mönn- um sem bifreiðum. Þetta er eitt af þeim fáu dæmum sem gera eignaupptöku réttlætanlega. ★---------------------------- í LÍTILLI gamangrein um nýskipan í hlutverk í Brúðkaupi Figa- ros, slæddist nafn Maríu Markan, óperusöngkonu. Þótt í gam- ansemi hafi verið að ræða, þá var óþarfi að flækja nafni henn- ar í þennan hóp, því María kom þar hvergi nærri, hvorki í skrif- um né öðru. Var því að ástæðulausu blandað nafni hennar í þrasið um „Brúðkaupið11. Um leið og þetta er leiðrétt, þá má nota tækifærið og harðlega ávíta höfund þessa dálks fyrir aulaskap og athugunarleysi, og jafnframt tjá honum, að við ætlumst til annars af honum en að eyða plássi blaðsins í sí- felldar leiðréttingar á asnaspörkum hans og yfirsjónum. Ritstj. Negrabandalag NorSurlánda glefsar / Grikki Kratakækir — Klámsmiðjusjoppur krefjast — Rangt heimilis- fang — Platon og Einar Benediktsson — Ofsóknarákafi — „Vaggan“ — Spaugilegir lærimeistarar. „Sannleikurinn er sá, að herforingjastjórnin hefir kappsamlega lagt sig fram um að ávinna sér hylli al- mennings — og það er fuil ástæða til þess að álíta, að viðleitni hennar hafi borið talsverðan árangur. Skömmu eftir að herfor- ingjarnir tóku völdin, strik- uðu þeir út skuldir grískra bænda að fjárhæð $250 milljónir, en það var ráð- stöfun, sem vakti þegar i stað mikla hrifningu á þeim, í landi, þar sem 60 hundr- aðshlutar íbúanna búa í sveitum. Það, sem meira er um vert, er, að hinar marg- rómuðu áætlanir herforingj- anna um opinberar fram- kvæmdir, og hin þjóðlega afstaða þeirra, hefir sann- fært fjölda varðveizlusinn- aðra Grikkja um að herinn beri dýrmætustu hagsmuni landsins fyrir brjósti.“ — „NEWSWEEK", New York: 19. Janúar 1970. VIÐ, EPLIN. Á síðustu áratugum hefir það ómögulega getað farið fram hjá neinum, að frændþjóðirnar á Norðurlöndum, Svíar, Norðmenn og Danir, eru haldnar framúr- skarandi sterkri og heitri trúar- sannfæringu um sitt eigið ágæti. Hið tröllaukna, skandinaviska sjálfsálit, sem varla á sér hlið- stæðu nema á meðal nýfrjálsra Afríkunegra, hefir óhjákvæmilega bitnað með ofurþunga á ýmsum saklausum og óviðbúnum þjóðum. Oft með þeim hætti, að erfitt hefir verið að afbera. Einkum hefir þessi hvimleiða og næsta óskiljanlega árátta brotizt út í heimtufrekju og tilæthuiarsemi gagnvart öðmm þjóðum um að skipa innanríkismálum sínum á þann veg, sem Norðurlönd ímynda sér að þau myndu sjálf hafa gert, ef þau hefðu átt við svipuð vanda- mál að glíma. Þau ríki, utan hins kommúnistka heims, sem hingað til hafa verið laus við siðabóta- sókn Skandinavíukrata, eru að lík indum ekki miklu fleiri en hin. Þjóðir Spánar, Portúgals, Suður- Afríku, Rhódesíu, Bandaríkjanna, Frakklands, o. fl. hafa allar átt kost á tilsögn þeirra við úrlausn ýmsra þátta stjórnmála sinna eða menningarmála. Þeim hefir öllum margsinnis staðið til boða að koma málefnum sínum í þóknan- legt horf. Hins vegar háfa Norðurlönd verið fremur hlédræg að því er þjóðarfjölskyldu kommúnismans varðar. Sumir álíta, að sú lofs- verða hæverska muni stafa af því, að þau sjái fátt aðfinnsluvert á því heimili, tel-ji mál- og ritfrelsi, kosningarétt og kjörgengi þeim megin vera í bærilegu samræmi við þroskastig þeirra þjóða, sem þar búa. Aðrir aðhyllast þá skoð- un, að Skandinavíukrötum finnist Rússland vera óþægilega nálægt, það sé svo stórt og voldugt, au'k. þess sem Rússar séu uppstökkir og þekktir fyrir að kunna illa gelti, jafnvel þótt aðeins sé um smá- hvolpa að ræða (sbr. Tékka). Svo sé þess einnig að gæta, að Rússar kynnu e.t.v. að draga úr vöru- kaupum sínum í velferðarríkjun- um — og hvers konár frjálslyndi væri það eiginlega, að fórna hags- munum fyrir hugsjónir? _ í hópi þeirra þjóða, er nefndar eru hér að framan og notið hafa yls og birtu af heimsljósum Norð- úrlanda, er þó ein ótalin, sem undanfarin tæp þrjú ár hefir átt þess kost að færa sér í nyt sið- gæði og speki af norðurslóðum, en ekki sýrit minni þrjózku og vanþækklæti heldur en þær. Það eru Grikkir. „Atburðimir hinn 21. Apríl 1967 hafa ruglað alþjóða- hreyfingu vinstrimanna í ríminu og gjörsamlega hindráð framgang fyrirætl- ana kommúnista. Eins og nú er komið málum, þá stendur Grikkland hins veg ar við upphaf nýrrar veg- ferðar. Alveg sérstaklega með tilliti til hinnar þýðing- armiklu hernaðarlegu að- stöðu landsins, verður það í hæsta máta óskiljanlegt, hvers vegna krafan um brottrekstur Grikklands var sett á oddinn af hálfu vissra ríkja. Þannig urðu klámiðjusjoppur Evrópu, skandinavísku löndin, fyrst til þess að krefjast brott- vísunar Grikklands úr Evr- ópuráðinu um stundarsak- ir, Sýnilega eru vissir að- ilar gramir yfir því, að í Grikklandi skuli ríkja lög og reala, samtímis því, að hið evrópska Hánorður drukknar smátt og smátt í brimlöðri spillingarinnar.“ — „DEUTSCHE WOCHEN- ZEITUNG". Hannover: 26. Desember 1969. Framhald á 7. síðu

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.