Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 02.02.1970, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 02.02.1970, Blaðsíða 1
litnte Blaé fyrir alla 22. árgangur Mánudagur 2. febrúar 1970 4. tölublað Veria „aukastörf" þingmanna, ráð- herra og bankstjóra rannsökuð? ■ Illur kurr í ýms- — Utilokað að umsvifamenn anni þessum aukaverkum um stéttum vegua f jarveru og afkastaleysis* — Miklar umræður eru nú á æðri stöðum um það, hvort ekki sé tímabært að rannsökuð séu aukastörf æðri umsvifamanna hins opinbera. Tíminn (sjá Pressan, 8. síðu) hefur nú síðustu daga gert tvö slík mál að miklu umtalsefni, en víðar mun pott- ur brotinn en í þessum tilfellum. Það hefur verið vitað mál, að útilokað hefur verið fyrir önnumkafna embættismenn, að sinna öllum þeim mikilvægu störfum í nefndum og ráðum, utan aðalstarfs. Er svo langt gengið, að fullyrt er, að fjöldi embættismanna hvorki sinni né komist yfir aukastörf, en mæti aðeins til að sækja laun sín. Dr. Bjarni og yngri menn Nokkux vakning er nú meðal æðri manna á þessum vanda. Forsætisráðherra drap á þetta á flokksfundi með þeim uggvasnlegu afleiðingum, að einn af bankastjór- um okkar hótaði að segja af sér þingmennsku og líkur benda til þess, að hann ætli sér að. efna það. Þá hafa þessi mál valdið nokkru rumski meðal yngri manna í stjórn- málum og leiðandi mönnum í kaupsýslu og ýmsum iðnaði hefur blöskrað svo þessi „aukavinna" að þeir hafa látið í Ijós megna óá- nægju. Óstarfhæfir Pankastjórar hafa orðið fyrir miklu — og máske oft óréttlátu — aðkasti í þessum efnum. Hefur tímaleysi þeirra við bankastörfin, fjarvera og óstundvísi verði mjög og almennt gagnrýntj Segja má að þeir hafi bar oft réttmætt óá- nægjuefni. Bankastjórar hafa verið skipaðir í samninganefndir, alls- konar • eftirlitsráð, jafnvel verið langdvölum á erlendum • kjafta- þingum í Evrópu og Ameríku. Sjá allir, að' þessi aukastörf eru lítt samrýmanleg tímafrekum banka- störfum. Dæmin eru þess a. m. k. utan af landi, að bankar hafa verið nær óstarfhæfir vegna fjar- veru bankastjóra um langan tíma. Þingmenn Þingmenn hafa oft þótt bitlinga- frekir og svo ■ er ennþá. Frægt er, að um-tíma sátii ,nær jafn-margir Ef menn vilja hlusta á laglega söngkonu íslenzka, sem þess utan hefur rödd, þá er að vinda sér „á Röð- ul" en þar syngur Þuríður Sigurðardóttir, kvöld hvert með Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar. Þuríður er auk þess ein af fáum, ef ekki sú eina, sem nú syngur, sem kann að koma fram 'á hljómsveitarpalli og er laus við þann eindæma dauðyflishátt, sem einkennir flestar okkar ungu söngdömur. Þuríður er dótt- ir Sigurðar Ólafssonar, svo ekki er langt að scekja sönginn, en Röðull má þakka sínum scela fyrir að hún starfar þar. Það er ekki oft að við mcelum með, að menn geri sér ferð og hlusti sérstaklega á hljómsveit- arsöngkonu, en við mcelnm eindregið með þessari frískn, líflegn stúlkn sem þar er. varaþingmenn á þingi og kjörnir menn, en hinir voru þá á ýmsu óþarfa flakki utanlands eða við bú- störf heima. Þetta er óhæft ástand. Ef menn hafa ekki tíma til þing- starfa eiga þeir ekki rétt til setu á þingi. Ráðherrar Ráðherrar ættu að vera önnum kafnir, ræktu þeir starf sitt af al- Framhald á 5. síðu. Pfeiffer þjálfar Vest- mannaeyinga? Til mála hefur komið, að hinn kunni Waiter Pfeiffer, fyrrv. þjálfari KR og landsliðs- ins, sem Albert Guðmundsson, réttilega, kærði fyrir FIFA, al- þjóðaknattspyrnusambandinu vegna ólöglegra starfsaðferða í sambandi við ráðningu Her- manns Gunnarssonar til Austur- ríkis, verði nú þjálfari Vest- mannaeyinga, IBV. Pfeiffer hef ur átt erfitt uppdráttar vegna kærunnar og mun hafa haft í hyggju að „hreinsa" sig hér heima, en fordæming FIFA, varð honum erfið í starfi. Heyrzt hefur að ÍBV hafi hug á að ná í Pfeiffer til þjálf- unar liðsins, vegna brottfarar Hreiðars Ársælssonar. Það sem stendur í vegi fyrir ráðningunni er þó, að Pfeiffer krefst óheyri- lega hárra launa, sem verður Eyjaskeggjum ofviða. Ekki er þó enn útséð um málið, en svo skoplega getur viljað til, að þeir Hermann og Pfeiffer verði báð- ir þjálfarar 1. deildar liða. „BOMBr í SEMENTINU! HVER KVEIKIR í? Allar líkur benda til þess, að Sementsverksmiðjumálið svo- kallaða, verði ein hin mesta bomba, sem springur í andlit nú- verandi rikisstjórnar, ef nokkur fæst til að bera eld að kveikj- unni. Mál þetta er orðið all-umfangsmikið, fyrrverandi forstjóri dreginn fyrir dómstóla og sífelldar ákærur á hendur stjórn verksmiðjunnar. Ekki hefur það bætt úr tor- tryggni manna, að baukað er nú með ráðagerðir um að breyta lög- um um menntunarkröfur þær, sem gerðar eru á hendur forstjóranum. Er hjalað um, að fellt verði niður ákvæði um að forstjóri Sements- verksmiðjunnar skuli hafa verk- fræðimenntun, og grunar ýmsa hvað bak við býr. Verkfræðingur Svavar Pálsson, endurskoðandi, sem settur hefur verið forstjóri verksmiðjunnar, síðan dr. Jón Vest- dal fór frá, er ekki verkfræðingur, en hann var endurskoðandi fyrir- tækisins þegar upp komst um meint brot í fjármálum Sements- ins. Hafa menn að jafnaði haft ill- an bifur á öllu því leynimakki, á- sökunum og afsökunum, sem orðið hafa milli ráðamanna í verksmiðj- unni, og þótt næsta undarlegt, að ekki skuli enn hafa verið gert hreint fyrir dyrttm þar. Lítilfjörlegt Raunverulega er brot dr. Vest- dals, ef satt reynist, næsta lítilfjör- legt og hreint smábrot borið sam- an við önnur brot, sem hér eru al- geng. Alkunna er að yfirborganir hafa verið nauðsynlegar til að tryggja lærða starfskraíta, sem aðr- ar verksmiðjur, ekki í ríkisrekstri, hafa greitt fyrir slíka krafta, Þetta hefur verið neyðarráðstöfun ein- faldlega vegna þess, að seinagangur og óraunsæi hins opinbera hefur ætíð verið þar Þrándur í Götu. Hvað veldur? Hitt verður að játa, að hafi þetta brot verið frarnið, þá er það refsi- vert og ber að fylgja Iögum í þeim efnum. Það skrýtna, og það sem almenningur ekki skilur er, hvers vegna er nú verið að breyta lögmn verksmiðjunnar varðandi menntun forstjórans og hvers vegna stjórn- ar Svavar Pálsson verksmiðjunni verr nú, eftir þennan tíma, en hann hefur gert síðan hann tók við — án verkfræðimenntunar? Hvað er falið? Hér liggur vissulega fiskur und- ir steini og vera má, að hér sé verið að fela eitthvað það, sem ekki hef- ur verið látið uppskátt enn og gæti valdið talsverðri sprengingu ef út spyrðist. Hvers vegna gerir stjórn verksmiðjunnar ekki málið opinbert og hreinsar til? Það er þessi eilífa þögn, pukur og felumennska, sem fær alrnenn- ing til þess, að venju, að trúa fáu ef nokkru, sem hið opinbera eða ráðamenn fullyrða.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.