Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 02.02.1970, Blaðsíða 7

Mánudagsblaðið - 02.02.1970, Blaðsíða 7
Mánudagur 2. febrúar 1970 Mánudagsblaðið 7 Negrabandakg Noriurlánda glehar / Sríkki Framhald af 8. síðu VAGGA LÝÐRÆÐISINS. Umvöndunum hinna lýðræðis- legu Norðurlanda við Grikki fylgdu að sjálfsögðu ögrandi skír- skotanir til fortíðar grísku þjóðar- innar, sérstaklega blómatíma henn ar, „þegar Grikkland, hið forna Hellas, lagði grundvöllinn að vest- rænni menningu, og var vagga lýðræðisins í heiminum." Rétt er það: framlag Hellena, Forn-Grikkja, til heimsmenningar innar verður sjálfsagt seint ofmet- ið. Annað mál er svo hitt, að hversu miklu leyti atvinnulýðræð- ismönnum nútímans er stætt á að telja sig andlega arftaka þess þjóðrœðis, eða vaxtarbrodds hins kynstofnsbundna stjórnræðis, sem varpað hefir dýrðarljóma um nafn Grikklands allt fram á þennan dag, í meira en 2.000 ár. Þvert á móti því, er þeir í tíma og ótíma stritast við að telja sjálfum sér og öðrum trú um, þá er það eng- um efa undirorpið, að þeir myndu fljótlega reka sig á óteljandi margt af stjórnmálalegum toga spunnið, frá gullöld Grikklands, sem þeir ættu ekki sérlega auðvelt með að fella að geði sínu, ef þeir legðu óhlutdfægan samanburð til grund vallar. Þeir myndu óhjákvæmi- lega sannfærast um það á svip- stundu, að þeir hefðu illilega far- ið húsavillt. T. d. hlyti þá undra- fljótt að velgja við gríska orðinu artistoi og hugtakinu, er það táknar, en „yfirráð hLnna hæfustu" hafa ekki beinlínis verið sérstök áhugamál neinna atvinnulýðræðis- manna. Eigi að síður er það sorglegri staðreynd en tárum taki, að lýð- ræðinu tókst alltof auðveldlega að gegnsýra þjóðlíf Hellena, og þar með leggja höfðingjaveldið, há- tind Evrópumenningarinnar, í æp- andi rústir jafnaðar og frjálslynd- is. Og það er hörmungarsaga, sem enginn þjóðhollur Grikki gleymir um allan aldur. Það er hörmungarsaga, sem ætti að skylda alla hvíta menn til þess að kunna upp á sína tíu fingur. FYRSTU SPORIN. í aðeins örstuttu máli: ÞAÐ VAR LÝÐRÆÐIÐ í AÞENU, sem — dcemdi Sókrates til dauða og myrti eiturdauðanum sökum þess m. a., að hann neitaði að viðurkenna afstœði siðgceðis- legra verðmceta, og að hann hafnaði algildi mcelikvarðans, sem eingöngu lagði hið „fé- lagslega hagnýta" til grundvall- ar allra úrskurða, — rak Platon í útlegð, lokaði Aka- demíu hans og ofsótti hann og lcerisveina hans um árabil, m. a. fyrir það, að Platon reyndi að opna augu manna fyrir þeim sannleika, að til eru lífsverð- mceti, sem eru efnishyggjunni ceðri og göfugri, — ofsótti Aristóteles og rak í út- legð m. a. fyrir að móta kenn- inguna um að aðe'ms fámenn stjórn hcefustu og göfugustu einstaklinganna cetti siðferðileg an rétt á sér; og ekki síður fyr- ir hinn meistaralega, frábcera rökstuðning hans fyrir óhjá- kvœmilegum spillingar- og rotnunaráhrifum lýðrceðisins. — Og ég vona að mig rangminni ekki, að það hafi verið stéttvís, þýborinn vinnustéttars onur, sem myrti Arkimedes á torgi í Syrakus árið 212 f. Kr., þar sem hann var niðursokkinn í vís- indaiðkanir. En hin fornhelga og sífellt lof- sungna „hugsjón" Skandínavíulýð- ræðisins skildi ennfremur efdr sig dýpri og afdrifaríkari spor. Með djúpri hryggð hafa allir siðaðir menn síðari tíma lesið hnignunar- sögu hinna hraustu Grikkja Hóm- ers, sem endur fyrir longu birtust á orrustuvelli mannkynssögunnar undir einkunnarorðunum: „Vertu ævinlega öðrum fremri og einskis mann eftir- bátur!“ Beinlínis átakanlegt er að fylgj- ast með því, hvernig þeir slitu sér upp í átöknnum við hinn að- flutta, asíatiska lýðræðisanda, sem þó svo raunalega fljótt náði tökum á þeim, eða eins og Theognis frá Megara harmar svo þunglega, hvernig blóð hinna göfugu meng- ast blóði hinna óæðri kynþátta fyr- ir áhrif þrælahyggju peningasýk- innar, og að kyngöfgin, sem sé þó í heiðri höfð að því er asna- og hrossarækt varði, sé fótum troðin, þegar mennirnir sjálfir eigi í hlut. Ógleymanlega ætti okkur ekki síð- ur að vera áminning Platons í „Gorgias", þar sem hann lætur Kalligles árangurslaust boða sam- tíð og framtíð einhver þau skyn- samlegustu og rétdátustu lífssann- indi, sem nokkru sinni hafa verið skráð: „Lögmál náttúrunnar mælir svo fyrir, að hinn mikilhæfasti skuli drottna yfir hinum minna megandi.14 Á annan veg sé þessu farið, segir Platon, samkvæmt „okkar lögum" (þ. e. samkvæmt Iögum aþenska lýðræðisins. Ath. mín. JÞÁ), þar sem öflugi og dugmeiri sé tekinn ungur og þvingaður með „töfra- þulum og trúðleikum" út á refils- sdgu jafnræðisprédikana, — en ef aðeins einhver einn mikilhæfur standi upp og gereyddi þessum blekkjandi galdrabrellum, þá myndi hann rísa eins og leiftrandi blys fyrir hugskotssjónum fjöldans og verða hylltur sem „rétdæti nátt- úrunnar". Samhengisins vegna ætti það ekki að koma að stórfelldri sök þó að ég skjóti því hér inn í, að svip- aða hugsun orðar hið ástsæla þjóð- skáld íslendinga, Einar Benedikts- son, þannig í hinu gullfallega kvæði sínu „Aldamót": „Með vísindum alþjóð eflist til dáða, það ceðra því lcegra skal ráða. — SÁNINGIN. Þessi þrá Platons eftir hinu hetjulega, kynþáttarstolta drottin- menni reynist ekki annað en ná- kvæmlega það: bara þrá. Peninga- hyggjan hafði fyrir Iöngu spillt blóðinu, gullið hafði þegar borið sigurorð af ærunni. Hellenar tóku stefnulaust að helga sig kaupsýslu- og stjórnmálabraski, fordæmdu í dag, það sem þeir höfðu hafið til himna í gær, þrælar úr öllum heims hornum hrópuðu „frelsi", jafnrétt- ið varð boðorð dagsins, og í krafti þessa lýðræðis hrintu asnar og hest- ar — eins og Platon segir hæðnis- lega — þeim mönnum, sem ekki viku góðfúslega úr vegi fyrir þeim, þjösnalega út af brautinni. Endalausar illdeilur innanlands og utan gengu sífellt nær og nær kyn- stofninum, stöðugt fengu fleiri og fleiri aðskotadýr borgararéttindi. „Vegna skorts á mönnum" verður hlutfall Asíuættaðra „Aþeninga" hærra og hærra. Jafnrétti kynþátt- arspillingarinnar holgrefur þjóðar- líkamann, enda segir Isokrates andvarpandi eftir herförina til Egyptalands (árið 458 f. Kr.), að göfugustu höfðingjaættirnar, sem höfðu staðizt Persastríðin, séu út- dauðar. „En þá borg", segir hann, „sem safnar hugsunarlaust að sér borgurum úr öllum áttum, ber ekki að telja hamingjusama, heldur þá, er bezt varðveitir kynþátt frum- byggja sinna frá upphafi." Aþena var orðin alþýðuborg. M. a. þess vegna verða hin trega- blöndnu ályktunarorð svissneska menningar- og listsögusagnfræð- ingsins Jakob Burckhardts (1818 —1897) sérhverjum hugsandi manni ákaflega ljós og lifandi, þeg ar hann kemst svo að orði (í „Griechische Kulturgeschichte", 4. bindi bls. 503): „Allt frá því að lýðræðið rudd- um ist yfir þá (þ. e. Grikki. Innsk. mitt. JÞÁ), ríkti með þeim óaflátanleg- ur ofsóknarákafi gegn öllum þeim einstaklingum, er eitthvað gceti kveðið að . . . .! Ennfremur misk- unnarleysi í garð hæfíleikamanna ARFURINN. Það var fleira í rústum. Hysía, Tiryns, Usina, Ornea, voru haugar einir eða gapandi gjár, Zeushofið við Nemea var fallið, jafnvel höfn- in í Nauplía var æpandi kyrrð, í „hundrað borga" héraðinu Lace- doníu stóðu þrjátíu smáþorp eftir, á Messínasvæðinu telur Pásanias rústafeikn Dorion og Andaníu ein, ekkert eftir af Pylos nema veggja- brot, í Letrinoi örfáar íbúðir, „borgin mikla" (Megalopolis) var orðin að „hinum mikla einmana- leika", af Mantineu, Orkomenes, Hereu, Menalos, Kyneþe o. s. frv. má'tti greina nokkur merki um mannabústaði. Af Lykosurí höfðu borgarmúrarnir einir varðveitzt, hofsúlur blöstu við himni yfir auðn Oreasthasion, Akropolis við Asea var gjöreydd, að nokkrum stein- veggjum undanskildum, og Dap- hnus, Augeia, Kalliaros, er Hómer hafði eitt sinn rómað, og Oleanos voru aðeins endurminningar, dauð nöfn; Kaledon og Pleuron, perlur Hellas, sokknar í skaut jarðar; og Delos var svo heillum horfin, að þegar Aþena sendi þangað varð- menn til þess að gæta hofsins þar, þá urðu þeir einu íbúar borgarinn- ar. SPORIN HRÆÐA. Og úr „vöggu lýðræðisins" komu Grikkir svo úrkynjaðir og umkomu lausir, bljúgir og metnaðarsnauðir. að þegar Nero Rómverjakeisari gerði þeim heimsókn sína á árun- 66—67 e. Kr., lagði hann hverja byggðina og það, sem enn stóð uppi af bæjum og borgum, undir sig með söng og hljóðfæra- slætti eingöngu. „Hrifning var af- skapleg. Grikkir tóku Neró þegar í guðatölu og nefndu hann „Sevs, lausnari vor". Þeir reistu líkneski af honum og kölluðu hann „hina nýju sól, sem lýsti Hellenum". Þetta eru orð Arthur Weigall, sem ritað hefir afar skilmerkilega og skemmtilega ævisögu Nerós. Að Iönd og lýðir væru yfirunn- ir með liljóðfæraslætti einum sam- an átti eftir að verða einsdæmi í stríðsmenningarsögunni þangað til 1.873 árum síðar — þangað til árið 1940 —, en það ár tóku herskarar Adolf Hitlers tvær lýðræðislegar höfuðborgir með sama hætti, án þess að draga sverð úr slíðrum eða að hleypa skoti af byssu — — Oslo og Kaupmannahöfn voru herteknar með hljóðfæraslætti þýzkra hermanna sama daginn, hinn 9. Apríl 1940. Og Stockholm nötraði af ótta fimm næstu ár. Oll þau ár voru Svíar aðframkomnir af áreynzlu við að gæta „hlutleysis" síns, sem þeir gerðu m. a. á þann hátt, að vera stimamjúkir við hernaðaraðila á víxl, allt eftir því, hvernig víg- gæfan brosti við þeim í þann og þann svipinn. Síðan telja stjórnarvöld Dana, Norðmanna og Svía sjálf sig vera sérlega hæf til þess að kenna öðr- um þjóðum, hvernig frelsi og sjálf- stæði verði tryggt þannig að ekk- er fái grandað. Gapuxar! ]. Þ. Á. Ný og þörfþjénusta Er það annars nokkur furða þótt Iýðræðispostular Skandínavíu og andlegir albræður þeirra í grennd við Miðbaug sakni slíkra viðhorfa í Grikklandi nútímans? UPPSKERAN. En hinn lýðræðislegi Asíuandi lék Forn-Grikki og föðurland þeirra miklu verr en nú hefir Iaus- lega verið drepið á. Förin eftir „vöggu lýðræðisins" eru miklu dýpri í sögu Grikklands. Borgríki Hellas gengu sér til húðar í endalausum, blóðugum styrjöldum út af peningum, eða lögðust í eyði sökum óstöðvandi landflótta, sem aukin „borgararétt- indi" höfðu að mesm leyti í för með sér. Þar sem áður höfðu stað- ið blómlegar borgir og akrar iðandi af lífi og starfi, þar sem glæsileg ungmenni háðu íþróttamót á veg- legum leikvöllum og agaður vinnu lýður frjálsborinna höfðingja safn- aði þeim arði í kornhlöður, þar sem leiftrandi hofin báru snilli- gáfu sköpunargleðinnar órækan vitnisburð, fundu síðari tíma ferða- Iangar rústir einar, yfirgefið Iand, fallnar súlur og uppblásna akra. Aðeins auðir sökklarnir minntu á hetju- og goðalíkneski, er einu sinni höfðu á þeim staðið, þangað til lýðræðið komst á legg. Á dög- um Plutarks (um 46—125 e. Kr.) var varla hægt að trommla saman nema 3.000 Holitum (þungvopn- uðum hermönnum), og Dios Kryso stomos lætur þess getið, að ímynd liins forna Grikkja sé orðin fjarska lega sjaldgæf. „Rennur Peneios ekki um yfirgefna Þessalíu og Lad- on um eydda Arkadíu? . . Hvaða borgir eru nú eyðilegri en Kraton, Metapont og Tarent?" .... Og Norðurlandakratar gerast svo djarfir að rifja sögu Grikkja upp fyrir Grikkjum! Ráðleggja þeim lýðræði! Ha-ha! Algjör nýjung í almennri afgreiðslu Eftir áratuga reynslu af skipa- afgreiðslu (Afgr. Sameinaða) er okkur ljóst að á íslandi hefur lengi vantað almenna fyrirgreiðslu (spedition, forwarding agency) í sambandi við hverskonar vörusend ingar, sem fyrirtæki eða einstakling ar, þurfa að senda frá sér, eða fá aðsent og á þetta bæði við um flutning milli landa og innanlands flutninga. Við höfum nú breytt starfsemi okkar og bjóðum þessa þjónustu eftir því sem við verður komið og þá í sambandi við flutninga loft- leiðis, landleiðis eða sjóleiðis og hvort heldur sem er í frakt eða pósti. 1. Útflutningur. Finnum sem hagkvæmasta leið og önnumst frágang útflutnings- pappíra. Sækjum það, sem senda skal til sendanda, ef þess er óskað og komum því til flutningaaðila. Getum látið taka á móti vörum erlendis og séð um afhendingu þeirra, eða framhaldsflutning. 2. lnnflutningur. Önnumst frágang aðflutnings- skjala til tolhneðferðar og fram- vísun vöru til skoðunar og ef þess er óskað, alla nauðsynlega vinnu við innlausn innflutningspappíra í tolli og hjá flutningsaðila, svo og heimsendingu á vörum. 3. lnnanlands. í Reykjavík og nágrenni tökum við að okkur að koma vörum frá einum flutningsaðila til annars, frá sendanda til flutningsaðila, eða flutningsaðila til móttakanda. 4. Vörugeymsla. Tökum til geymslu vörur, bú- slóðir, farangur, pakka og fl., hvort heldur sem er í smá stund eða fleiri mánuði til síðari sendingar eða afhendingar. Ofangreind „spedition" þjónusta er mjög hagkvæm fyrir fyrirtæki, sem ekki hafa á að skipa sérstök- um starfskröftum til þess að ann- ast umrædda þjónustu. Þá er þetta ekki síður til þæg- inda fyrir félög og einstaklinga sem þurfa að senda eitt eða annað til útlanda eða út á land og enn- fremur fyrir þá sem fá vörusending ar, t.d. utanlands frá og hafa ekki tíma eða aðstöðu til þess að annast um þessa hluti. Pakka og farangursgeymslan get ur komið sér mjög vel fyrir þá sem staddir eru í bænum og þurfa að fá eitt eða annað geymt á meðan þeir sinna erlndum, svo og fyrir þá sem þurfa að korna einhverju í geymslu vegna tímabundinna þrengsla, flutninga eða fjarveru. Afgreiðslan er til húsa í mið- borginni, nánar til tekið að Sjávar- braut 2 við Batteríisgarðinn (Ing- ólfsgarð! austast við höfnina, þar sem varðskipin leggja þegar þau eru ekki að störfum). Það er ekkert efamál að íslend- ingar munu kunna að meta þá þjón ustu sem hér er boðin fyrir sinn- .gjarna greiðslu og, sem erlendis er talin ómissandi. Skrifstofa fyrirtækisins gefur allar nánari upplýsingar um starf- semina á staðnum eða í símum 13025—14025.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.