Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 20.07.1970, Side 1

Mánudagsblaðið - 20.07.1970, Side 1
\ Blaófyrir alla %laSiS 22. árgangur Mánudagur 20. júií 1970 28. tölublað Hvað gerir dr. Gunnar Thor ? Ýmsar hugmyndir á lofti - í hlutveirki de Gaulles — Hvað gerist í málum Sjálfstæðisflokksins? er sú spurning, sem nú er á flestra vörum. Menn leita í huganum að eftir- manni dr. Bjarna Benediktssonar, en verður næsta fátt um svör. Ýmsir eru þó tilnefndir, en fáir útvaldir. Það er mjög títt, að talað sé um Gunnar Thoroddsen, dómara, sem til- vonandi „stóra“ mann flokksins, þótt fullyrða megi, að Gunn- ar hreyfi sig lítt eða ekki pólitiskt að svo stöddu máli. í þessu sambandi benda menn á það, að Gunnar hafi enn miklum vinsældum að fagna, og hafði, á sínum tíma, flest atkvæði að baki sér, í borgarstjórnarkosningu, ef frá er dreginn kosningasigur dr. Kristjáns Eldjárns. Þá er og bent á, að Gunnar hafi ýmsa leiðtogahæfileika til að bera, samningslipurð, reynslu, glæsimennsku og skarpar gáf- ur. AÐ BÍÐA Aðrir telja að ekki þýði fyrir Gunnar að hafa afskipti af stjórnmálum enn sem komið er, en bíða heldur fram á haust ið, er séð verður hversu leikar fara með þeim, sem nú eru taldir líklegastir til leiðtoga. Myndi hann þannig vita vel hvernig vindar blésu og haga sér í samræmi við það. ÚRSLIT Það ertalið líklegt, að innan skamms muni draga til úrslita innan flokksins og eru sagðir all-margir sem ætla sér hinar æðstu vegtyllur. Talið er að kosningar séu í vændum, enda líklegt, að Alþýðuflokkurinn vilji kenna sig við aðra stefnu, en þá sem Sjálfstæðisflokkur- inn er kenndur við. TIL AFREKA Vinir Gunnars segjast sjá hann í hlutverki de Gaulles, hins franska, sem beið um árabil eftir kalli þjóðarinnar og, reyndar, náði landi og þjóð upp úr feni algerrar nið- urlægingar, stjórnarskipta og fallandi gengis frankans. Segja þeir Gunnar nú drjúgum súpa af brunni gamallar reynslu og að hann muni ekki rísa úr eldstó fyrr en til afreka komi. EKKERT VITAÐ Gunnarí hlutverki de Gaulles er vafasamt. svo ekki sé sagt í BLAÐINU í DAG: meira. Kosti hans metur al- menningur að vísu, en margir telja að hann sé þreyttur og slitinn og kjósi helzt að sitja á friðarstóli. Þetta mun langt frá því að vera satt. Gunnar er enn á bezta starfsaldri og hef- ur marga kosti framyfir þá er nú munu seilasttil valda. Hann er því nú, eins og kallað er í erlendum stjórnmálum „black horse“, sá svarti jór, sem eng- inn veit neitt um. Michelsen eða Axminster Það hefur vakið furðu margra, einkum kaupsýslu- manna, að í umferð eru svo- nefndar ,,bóka“-eldspýtur, i með auglýsingum á hlið stokksins, sem auðveldlega verða rifnar af. Ytri auglýs- ingin er frá Franch Michel- sen, sem auglýsir Ginsbo- úr, en þegar hún er rifin af kemur í Ijós „Axminster — Annað ekki“, sem er kunn auglýsing frá fyrirtækinu. Þetta kemur mönnum spanskt fyrir sjónir, því sýni legt er að Axminster aug- lýsingin er sú upprunalega. Eldspltur þessar má fá víða, en mönnum er ekki al- veg Ijóst hverskonar ,,trikk“ er hér um að ræða, enda kynleg athöfn af hálfu fyrir- tækjanna. MISTÖKIN VERBA ENÐURTEKIN Nýja „Hekla" óbreytt — Enginn sjómaður í ráðum Ceir ráðherra — Hvar eru loforð? Ingólfur Jónsson álitinn heppilegur forsvarsmaður Telja má líklegt, að Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, taki nú sæti á þingi sem fyrsti varamaður dr. Bjarna. Þetta hefur gefið tilefni til nokkurra þanka í sambandi við göngu Geirs upp mannvirðingastigann. Opinbert loforð Geirs er að sinna, næstu fjögur árin, starfi borgarstjóra. Að vísu gat hvorki hann né aðrir séð fyrir hinn voðalega eldsvoða eystra. En þjóðfélag- ið verður ekki stöðvað og hvað gerir Geir? Margir ætla að Birgir Ísleifur muni taka við stöðu Geirs í borgarstjórn, en Geir lyftist til a. m. k. tíma- bundinna virðingastarfa í rikisstjórn. Þetta má telja óliklegt. Ýmsar raddir telja, að aðrir verði til þess að fylla embætti dómsmálaráðherra, því nú er Jóhann Hafstein forsætisráðherra. Vitað er, að leitað muni til lögfræðimenntaðra manna innan þingmannaliðsins. Jónas Rafnar er talinn útilokaður, en sumir telja að Friðjón Þórðarson, sýslu- og þingmaður, hafi nokkra möguleika, en Mathías Matthiesen, þingmaður, er einnig nefndur, en hann hyggur mjög á frama. Gömlu hlunkarnir koma fæstir, ef nokkrir, til greina. Ingólfur Jónsson, landbúnaðarráðherra, er nú títt taiinn eitt heiliavænlegasta efni formanns flokksins a.m.k. meðan óvissa ríkir. Ingólfur hefur það sér til ágætis sem sjaldgæft er, að hann er i senn traustur og áreiðanlegur, vinsæll og starfssamur. Þykir mönnum að ekki væri úr vegi, að Ingólfur héldi um stjórnvöl- inn, þartil mál skipast. Ingólfi treysta allir menn, og vonandi tekst svo til að flokknum hljótist sú gæfa að hafa öruggan og far- sælan, óumdeildan mann í fararbroddi, meðan öldur innan flokksins eru óværar. Flokkur án leiðtoga KAKALI Síðu 4. Bréf frá lesendum Síðu 5. Playboy fær keppinaut Biskupinn og nektarmeyjan Síðu 3. Leiðari Síðu 4. Úr sögu lands og lýðs Síðu 2. Stríðsglæpir Bandamanna Síðu 8 og 6. O. m. fl. Ekki er að sjá, að skipabygginganefnd Ríkisskips hafi nokk- uð lært af þeim mistökum, sem áttu sér stað við byggingu Hekiu, aðal strandferðaskips okkar. Hér er ekki aðeins átt við þá vélargalla og annað, sem fram kom er Hekla hafði verið í siglingum nokkrar vikur, heldur innréttingar allar og aðbún- að. Nú er annað skip í smíðum nyrðra og hefur nefndin engar tillögur um breytingar lagt fram, né heldur haft í ráðum starf- andi sjómenn. Nýja skipið verður nákvæm eftirlíking af Heklu. ENGIN SKÝRING öll aðstaða til þjónustu er erfiðasta. Matsalir á tveimur hæðum, þrengsli til athafna hjá starfsliði í eldhúsi og ná- lega allt gert til að íþyngja starfsfólki. Eins og fram kom í blöðum var mikil óánægja hjá farþegum, véla- mönnum og áhöfn almennt. Slipp- urinn gaf enga skýringu á mistök- um, utan þeirra er fréttaritari Mbl. birti eftir framkvæmdastjóra. Síð- an hefur ekkert heyrzt, nema að smíði hins nýja skips seinki. Það er undarlegt, að ekki skulu lögð drög að því, að breyta og lag- færa þá galla sem fram hafa kom- ið. Vel má afsaka og skilja, að mis- tök hafi orðið. En hversvegna er ekki leitað til sjómanna og ann- arra starfsmanna skipsins. Nefnd- ina skipa þeir Brynjólfur Ingvars- son, Ólafur S. Valdimarsson, Garð- ar Ingvarsson, Hjálmar Bárðarson, Örn Marinsson og Guðjón Teitss. Þessum mönnum hljóta að vera kunnir gallar skipsins og ætti að vera í lófa lagið að fá þá lagfærða. Margir bœndur mundu telja stúlkuna ad tarna notalega kaupakonu. ENN TÆKIFÆRI En því er ekki að heilsa. Þótt áherzla hafi verið lögð á lest- arrými, þá ber líka að gæta hagsmuna starfsfólks og far- þega. Þessu er engu sinnt. Ennþá hefur skipið 3 sjónvörp, en ekkert útvarp! Ferðalög matreiðslufólks með diska og föt milli hæða er hláleg og ekki annað en óþörf fyrirhöfn. Skipaútgerð ríkisins ætti að sjá að sér í þessum efnum ái- ur en það er um seinan.

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.