Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 14.09.1970, Blaðsíða 7

Mánudagsblaðið - 14.09.1970, Blaðsíða 7
Mánudagur14. september 1970 Mánudagsblaðið 0G HVÍLÍK „KÓRÓNA"! Framhald af 8. síSu. tímis. Undantekningar yrðu þó lík- lega hinir tveir gömlu og tryggu förunautar, rottan og lúsin, sem báðar hafa lifað velferðarlífi á sóðaskap „mannsins' og hugsunar- leysi. Oðrum yrði kórónuleysið tæplega til stórfelldra baga. „Lokaskeið heims, sem ógnað er af áhrifamætti kjarnorku og efnaiðnaðar, er erfðafræðingar og líf- fræðingar líkja við heljar- þröm tortýmingarinnar, ein- kennist framar öllu öðru af samfélagsskipulagi, sem í sífellu eflir meinsemdir sín- ar, þangað til „allt heims- kerfið brotnar niður“ að síðustu — og það einnig þótt komizt verði hjá kjarn- orkustríði.“ Friedricb Wagner, þýzkur rit- höfundur og fræðimaður: „DIE WISSENSCHAFT UND DlE GE- Leiðréttíng Nokkrar meinlegar stafa- Og tölustafavillur hafa komið í ljós í grein J.Þ.Á., sem blaðið telur .sjálfsagt að leiðrétta og kenna má lélegum prófarkalestri. Þau stafavíxl sem víða hafa orðið, en vel má Iesa úr, látum •*®»i«ÍaMÍfe~þótt slíkar villur séu auðvitað óafsakanlegar en stáðreyndavillur leiðréttum við -íérijÉr't . Á 8. síðu féll úr málsgrein, sem átti að hljóða svo „atlaga lýðræðisins gegn lífinu, kröfu- gerð þess um veröld vinstri- , mennsku, hófst fyrir ævalöngu með öskri" o.s.frv. Á sömu síðu í undirfyrirsögn átti að standa „Pantanirnar" í stað „pantanir". í framhaldi á 6. síðu, 1. spalta er sagt 30. greinarkaflar í stað 30 greinarkaflar. í greininni er bæði orðið milljarður og milljón rituð með einu „elli" í stað tveim. Höfundur óskar eftir að máske sé ritað máski svo og kannski í stað kannske, eins og hann vill hafa það. Millifyrirsögn á 6. síðu hljóð- ar á 2,500,000,000 í stað 2,500, 000,000,000 sem er allmikill munur. Á sömu síðu stendur „Fyrsta úthafsskipið árið 1912" en á að yera „úthafsvélskipið". í sama spalta stendur skammstöfunin „ha" í stað hestafla. Á 7. síður misritast eina tal- an þar 400,00 í stað 400,000. . Þá stendur og „223 þ. e. 8.000,000" í stað 223 tveir í 23. veldi). — Sama máli gildir nokkrum línum neðar 246 þ. e. sjötíu milljarðar en á að vera 240 (þ. e. 2 í 46. veldi. Um leið og beðizt er afsök- unar á þessum villum og öðrum smærri vonum við að þær eða aðrar álíka komi ekki fyrir aftur. Ritstj. FÁHRDETE WELT", (C. H. Beck’sche Verlagsbuchhandlung, Múnchen 1969), bls. 331. LÍTILS METINN EIGINLEIKI Ekki orkar neinna tvímæla, að manneskjan er af náttúrunnar hendi gædd einum ákaflega mikils- verðum eiginleika, sem flest, ef ekki Öll önnur dýr, hafa farið á mis við, að minnsta kosti að mestu leyti, að því er bezt er vitað. Henni hefir verið gefin skynsemi, hún get- ur hugsað, enda þótt reyndin hafi orðið sú, allar götur frá því að hún skreið upp úr slýinu og þangað til hún settist niður við skrifborð eða í hægindastól, að bennan eiginleika hefir aðeins örlítið brotabrot mann- kynsins virt svo mikils að bera við að nota. En ægivald mannkynsins á jörðinni hvílir samt sem áður á þeirri staðreynd, og á þeirri stað- reynd eingöngu, að oftast hafa því hlotnazt einstaklingar, er hafa upp- götvað, að hæfileikinn til bess að hugsa skynsamlega, var bæði á- nægjulegur og nytsamlegur. Ef þannig hefði ekki farið, myndi múgkynið aldrei hafa komizt á legg. Þessa staðreynd gerir múgver- an sér vitaskuld ekki ljósa: hún þreytist aldrei á að gorta af „skyn- semi" sinni og „dómgreind". Það hvarflar ekki að henni að hún hef- ir fyrir Iöngu misst vitið af ein- tómri „skynsemi" og „dómgreind", að svo miklu leyti sem eitthvað var að missa í þeim efnum. Lýðræðismanneskjan hatar fátt ■meira en „að Iáta aðra hafa vit fyr- ir sér" — og flýtir sér' að kjósa! Kosningar eru því uþpskeruhá- tíð atvinnulýðræðismanna. Upp- skera er hins vegar óhugsandi án undangenginnar sáningar Einnig þar ræður algildi lögmálsins um or- sök og afleiðingu. Útsæði atvinnu- lýðræðismanna hefir ávallt verið hið sama: loforð um fyrirhafnarlít- ið og misbrestalaust sælulíf. Það hefír gefið ríkulega uppskeru. Á- stæðan er sú, að almenningur velur undantekningarlaust alltaf og alls staðar það eitt, sem hann heldur að sér sé hagkvæmast í svipinn. Af- leiðingarnar mega bíða. Þeim er að vísu oft hægt að slá á frest — um- flúnar verða þær aldrei. VIRKJUM OG VERUM GLÖÐ Atkvæðasælustu loforð lýðræðis- Íns hafa jafnan gengið út á „kjara- bætur", „aukna framleiðni" og „stóraukinn hagvöxt". Þess vegna m.a. eru fljót og stórár virkjaðar í algeru hugsunarleysi. Það er ekkert hugsað um, hvort margra þúsund ferkílómetra nærliggjandi, frjósamt Iandbúnaðarland megi við að hið flókna æðakerfi þess sé þurrkað upp með því að veita rennsli þver- áa í tugatali og lækja í hundraða- tali í einn allsherjarfarveg. Því síð- ur um það, hvort ofvöxtur hlaupi ekki í hið mikla kjarabótafljót við Og við í úrkomutíð, þannig að það valdi ennþá meiri landsspjöllum auk stórfellds tjóns á mönnum og mannvirkjum. Nei, það verður að rjúka úr milljónum reykháfa verk- smiðjanna, sem framleiða nótt og dag; allt, er nöfnum tjáir að nefna — og tryggt getur „velferðina" og hið „mannsæmandi líf". Af smá- munum eins og þeim, að engin manneskja, ekki einu sinni benzín- borgari velferðarríkisins, getur lif- að án súrefnis, hefir ekki nokkur peningaplebeji eða atvinnulýðræð- ismaður hinnar minnstu áhyggjur. Náttúran sjálf hefir hins vegar hagað því þannig til, að súrefni sitt verður manneskjan að fá úr and- rúmsloftinu. Allt fram á síðustu ár hefir það alls staðar fengizt ókeyp- is. Nú er sú tíð sums staðar af. SÚREFNI FYRIR 25 CENT Nú kostar súrefni víða peninga. í mörgum stórborgum þurfa götu- lögregluliðar að bregða sér í næstu varðstöð á fjögurra stunda fresti til þess að lífga kolsýringsspillt blóð sitt við á ný með súrefnisskammti af flöskum. í flestum betri gisti- húsum, og einnig á mörgum fjöl- förnum gatnamótum, í New York og víðar, geta aðframkomnir veg- farendur keypt sér súrefnishylki með því að stinga smámynt í sjálf- sala — og síðan ekið leiðar sinnar. Að vísu ekki mjög langt, ef þeir eru staddir á Manhattan, New York, því að, eftir því sem banda- ríski mellubókaskrifarinn Norman Mailer segir (í grein í („FRANK- FURTER ALLGEMEINE ZEIT- UNG"; Frankfurt, 22. f. m.), þá er bílavelferðin komin á það stig þar, þegar frá hádegi, að það tek- ur klukkutíma að komast heila 9 km. En það er þó bót í máli, að það er skammt að fara í næsTa sur- efnissjálfsala. „REDDING" Allt kosningagráðugt lýðræðis- fólk huggar sig við, að þó að Vest- ur-Þjóðverjar spúi 20 millj. smá- lesta og Bandaríkjamenn 140 millj. smálesta af eitri árlega út í and- rúmsloftið og ástandið sé þess vegna orðið „athyglisvert", þá hafi það lítil áhrif annars staðar en hjá þeim sjálfum, og auk þess sé næg- ur tími til að finna úrræði, þetta „reddast einhvern veginn". En þetta er glæpsamleg blekking af Iýðræðislegasta tagi. Atkvæða- veiðiskapur, kjarabótageggjun fer vaxandi í heiminum, en ekki minnk andi. Eftir þjóðvegum og strætum Vestur-Þýzkalands brunuðu 14 millj. fjórhjóluð eiturbræluker (auk þess 4 millj. vörubifreiðar, dráttar- vagnar, strætisvagnar, langferðabíl- ar) og í Bandaríkjunum 83 millj. í sumar. Og í betlilýðveldinu seld- ust sams konar gripir á fyrstu 5 mánuðum þ. á. fyrir jafnvirði 6 nýtízku skuttogara, en þar hafa kaup á skuttogurum verið á dag- skrá í 15 ár. Síðan upp úr árinu 1955 hafa orðið uggvænlegar Ioftslagsbreyt- ingar (og mikil framleiðsluaukn- ing) í heiminum. Sífellt hefir með- alhitinn farið lækkandi. Kólnandi vetrum hafa æ oftar fylgt votviðra- samari og hryssingslegri sumur (en „kjararannsóknum" fleygt fram). Einliver nafntogaðasti og Iærð- asti vísindamaður heims á sviði Iangtímaveðurfarsbreytinga, H. H. Lamb hjá brezku veðurathugana- stofnuninni, hefir birt niðurstöður af rannsóknum sínum, sem m.a. leiða í Ijós, að gróðrartími jurta í Englandi hefir styzt um 2 vikur síðan árið 1950, og að snjór þekur jörð á stórum svæðum miðlendisins tvisvar sinnum lengri tíma en fyrir 20 árum. Veturinn 1968/69 var ó- venjulega kaldur í Bandaríkjunum og í Englandi varð hann kaldasti vetur síðan árið 1909. RANNSÓKNIR HALDA ÁFRAM Mikill fjöldi veðurfræðinga fæst nú stöðugt við að rannsaka, hvað valdi raunverulega hinum geigvæn- Iegu veðurfarsbreytingum. Einn þeirra fremstu er talinn vera próf- essor Reid Bryson, forstjóri veður- vísindadeildar Wisconsinháskólans. Hann hefir varpað þeirri spurningu opinberlega fram, hvort það geti verið, að austur eitur- og úrgangs- efna út í gufuhvolftið sé orðinn það geigvænlega mikill, að lofthit- inn um gervalla jörðina hljóti að lækka af þeim sökum. Hingað til hafa athuganir á of- sóknum „mannsins" gegn andrúms- loftinu aðeins farið fram á fáum stöðum. En þar sem þær hafa farið fram hefir alls staðar komið í Ijós vaxandi og verulegur „árangur", einkum síðan á fjórða tug aldar- innar. + í Washington hefir mælzt 57% aukning óhreininda í and- rúmsloftinu á tímabilinu 1900 —1964. + í svissneska bænum De- von, sem á undanförnum ára- tugum hefir verið athvarf fjölda lungnasjúkdómasjúk- linga, hefir óhreinindaaukning- in mælzt 80% á árunum 1927 —1966. + Á eynni Mauna Loa í Ha- waiieyjaklasanum hófust rann- sóknir andrúmsloftsins árið 1957. Árið 1967 hafði óhrein- indahlutfallið aukizt um 30%. Þessi niðurstaða er sérstak- lega umhugsunarverð, því að ekki er kunnugt um nein iðn- aðarhéruð í grennd við Mauna Loa. Bandaríkjamaðurinn Gordon R. Taylor, er hefir getið sér heims- frægð fyrir ritstörf í þágu lífs- verndar, hefir eftir Bryson (í grein í „WELT AM SONNTAG"; Ham- burg 23. f. m.): „Þess sjást engin merki, að þess- ari þróun muni verða snúið við; en það eru ýmsar ástceður til þess að cetla, að óhreinkun andrúmslofts ins af manna völdum muni hafa cnnþá sterkari áhrif í framtíðinni." VIÐ VITUM LÍTIÐ Ég tel víst, að Bryson viti meira um eitrun andrúmsloftsins en allir atvinnulýðræðismenn samanlagt. Ég ímynda mér ennfremur, að honum myndi ekki þykja þar sérlega Iangt til jafnað. Við hin, sem hvorki höf- um þekkingu á þessu viðfangsefni, eins og Bryson hefir, né sjáum okk ur farborða með svikum og þjófn- aði eins og atvinnulýðræðismenn gera, vitum alltof lítið um áhrif lýðræðis á andrúmsloftið. Við vit- um ekki heldur, hvenær áhrifin munu dynja á okkur með óhjá- kvæmilegum afleiðingum. Við get- um ekki vitað það að svo komnu, fremur en þjóðhetja allra heimsins heimdellinga, John F. Kennedy, gat vitað, hversu mörgum milljónum dollara ástkæra eiginkonan hans, hún Jackie (síðan 20. október 1963: frú Onassis), eyddi utan á kroppinn á sér. En hvar væri lýðræðið líka statt, ef fólk gerði sér far um að vita og hugsa, í stað þess að borga og kjósa? J.Þ.Á. í sumarbústaðnum Framlhald a£ 3. saðu gerzt sumarið áður. Og sé líka strax, að eldurinn var orðinn svo magnað- ur, að ógerlegt var að slökkva hann. Húsið stóð þegar í björtu báli öðr- um megin, og eldurinn var að læsa sig í hinn endann. Kannski hefur eldingu slegið þarna niður, en ann- ars veit ég ekkert um upptök elds- ins. Eg stóð þarna einn hjá brun- anum, allir hinir sumarbústaðirnir voru yfirgefnir um þetta leyti árs. Mér datt fyrst í hug að aka í snatri í bæinn og gera slökkviliðinu að- vart, en svo sá ég, að það var allt um seinan. Á þessu augnabliki var húsið orðið alelda og við það var bjart sem um hádegi. Það var þá sem ég sá einhverja hreyfingu á einum bitanum í hinu brennandi húsi. Þarna var einhver Iifandi vera á ferðinni til að reyna að bjarga sér úr eldinum. Og þegar ég sá, hvað þetta var, ætlaði ég í fyrsta skipti á ævinni alls ekki að trúa mínum eigin augum Þetta var risa- vaxin kónguló, hún var á stærð við kött og ÖII þakin löngu biksvörtu hári. Framan á hausnum sá ég greinilega risavaxna bitkrókana, og einhvern veginn var ég sannfærður um, að þetta kvikindi mundi vera baneitrað. Hún hékk þarna á bit- anum með öllum löppunum átta, en eldurinn var nú alveg kominn að henni, Iogarnir sleiktu loðinh skrokkinn og hún féll f bálið. Eg hef ekki fyrr sagt neinum frá þessu, en ég var sá, sem uppgötvaði leynd ardóm sumarbústaðarins við Rauða- vatn. Mysticus. KAKALI Framhald af 4. síðu. þot eða næturrölt, eins og al- gengt er þegar húsin sjálf eða íþróttafélögin halda sín böll. Það er sjálfsagt að gagnrýna, reýndar nauðsynlegt Gagnrýni blaðanna einkanlega Vísis, er skiljanleg. Blaðið telur það alls ekki frétt að almúgamaður eða íslenzk pop-hljómsveit geri ein- hvern skandala, sem í þessu til- felli var eins smávægilegur og hann var ómerkilegur. En hann var „frétt", uppsláttarfrétt, sem í þessu tilfelli stóð jafnfætis söluverði Stjarna frá Svigtia- skarði og þrekprófi Tóns Ás- geirssonar á Eggerti Þorsteins- syn, sem allt var forsíðufrétt blaðsins. Frá blaðamennsku sjón armiði er hér ekkert við að at- huga. Okkur finnst t.d. þetta ósköp jafn-mikill fréttamatur, bumbuslagarinn í Kinks. sölu- verð Stjarna og þrekprófun Egg- erts ráðherra. En ef myndin af bumbuslagar anum, Sigmari og úrkastara hans er skoðuð á forsíðu Vísis. þá er engu Iíkara en báðir bessir menn horfi með athygli og aðdáun á Ieikni hans. 6. J. P.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.