Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 01.03.1971, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 01.03.1971, Blaðsíða 2
2 Mánudagsblaðið Mánudagur 1. marz 1971 ÚR SÖGU LANDS OG LÝÐS Gullsikillinn Einu sinni var maður nolkkur, er var mjög ágjam og sveifst ekki neins; þar að auki var hann svo nízkiur, að hann gjörði engum manni gott. Prestur hans gjörði honum einatt áminning- ar og leiddi honum oft fyrir sjónir, hvar lenda mundi fyrir honum. Þegar presturinn frétti iát hans, fékk honum það svo mikillar áhyggju, að það stóð honum fyrir svefni, því hann ef- aðist um velferð hans. Um nótt- ina dreymdi prest, að hann sæi í loftinu yfir bæ hins andaða metaskái mikla; voru englar við aðra metaskálina og lögðu á hana góðverk þess, sem látinn var; en hins vegar stóðu árar og lögðu á sína metaskál öll illverk hans. Voru þau bæði mörg og þung; en á móti kom ekki nema brauðbiti, er maura- púkinn hafði eitt sinn gefið fá- tækum og hungruðum manni af meðaumkun. Tóku þá áram- ir að hælast um; en englarnir sögðu: ,3íðum atkvæðis dóm- arans“. Elftir það var kyrrð mikil; sá prestur þá, hvar gull- sikill féll af himni í skálina hjá brauðbitanum, og varð sú stoálin þá miklu þyngri, og snautuðu áramir þá burtu; en englarnir hófu siguróp, og við það vakn- aði prestur. Þóttist hann vita, að gullsikillinn táknaði verð- skuldun Krists, og varð honum rórra eltir. Sagan af Steini Þrúðuvanga Fyrir austan var bær, sem hét á Þrúðuvangi. Þar bjó sá bóndi, sem Steinn hét. Kona hans hét Guðrún, en börn hans IUugi og Sigríður. Steingrímur hét sókn- arprestur hans og bjó á Stein- grímsstöðum. Enginn trúmaður þótti Steinn vera, enda varþetta mjög snemma í kristni hér á landi, og loddi þá mörg fom- eskja við, þó lítið bæri á. Þá voru sungnar tíðir jólaaftan, sem lengi hélzt við síðan. Guð- rún, kona Steins, var guðhrædd kona; hún sótti vel kirkju, en bónda var lítt um það. Einn jólaaftan mæltist hún til, að hann færi með sér til tíða, því þá var veður dimmt, en enginn annar fullorðinn karl- maður til samferðar. Hann tók þvi illa, en sagðist þó mundi fylgja henni á Steingrímsstaði, en ekki verða við tíðimar. Þau fóru þá þrjú saman, Steinn og Guðrún og Illugi sonur þeirra. Þegar þau voru komin að garði á Steingrimsstöðum, skildu þau; sneri Steinn heimleiðis, en þau héldu áfram, mæðginin. Daginn eftir komu þau heim aftur, Guð- rún og Illugi. Bóndi lá þá í rekkju, þegar þau komu. Guð- rún laut ofan að honum, en hann hreyfðist ekki. Aldrei var hann þessu vanur fyrr. Hún spurði, hvort honum væri illt. „Lítið er um það,“ segir hann, „en ekki veit ég, hvort ég hefði svo fljótt aftur horfið í gær- kvöldi, ef ég hefði þá vitað það sem ég veit nú“. Guðrún þótti þetta undarlegt, en fékk þó ekki meira að vita um það í það sinn. Leið nú fram til næstu jóla, svo ekki bar neitt til tíð- inda. Þenna jólaaftan var hart veð- ur og fjúk. Guðrún mælti þá við bónda sinn, að hann mundi fylgja sér til kirkju. Hann gjörði það, en var þó fálátur mjög. Þegar þau voru komin til kirkj- 'tíririar, bað hann * Iliuiga son sinn að fara heim með sér aftur. „Er það að sköpum, að þú lif- ir fleiri jól, en svo er nú, að ég mun ektoi lengi lifa; máttu því hafa gagn af að sjá nokkuð, en ég eigi“. IHugi fór nú heim aftur með föður sínum og var þó hræddur. Þeir komu heim og að skecmmu, sem stóð á hlað- inu. Steinn gekk undir eins inn í skemmuna og Hlugi á eftir honum. Þar biðu þeir litla stund. Þá sýndist Hluga stafninn fara undan skemmunni; sér hann þá út og lítur til austurs. Sér hann þá, hvar koma tveir menn hvít- klæddir og bera kistu eina milli sín. Dútour var yfir kistunni, og sá ei í gegnum hann. Þeir koma nú inn í skemmuna og nema þar staðar; drífa þá að þeim andar margir úr öllum áttum. Spyrja þeir hverjir aðra tíðinda, og gekk það alla nóttina. IUugi heyrði, að þeir töluðu um góða menn og vonda og einkum börn. Þá nefndu þeir Stein föður hans, Það fann IUugi á tali þeirra, að þeim geðjaðist bezt að illum mönnum og óguðræknum, en undu illa góðum siðum og guð- legum. Sögðust þeir á næstu jólum mundu bera Stein bónda burtu í kistu sinni. Illuga þótti standa kaldur gustur af gestum þessum, og þótti honum ill sýn- in. En þegar minnst varði, varð gnýr mikill, og brast þá á níða- myrkur, en áður hafði verið bjart vel. Þá varð Illuga bilt við, og féll hann í óvit. Þegar hann raknaði við aftur, var hann í rúmi sínu, því faðir hans hafði borið hann þangað. Steinn dó litlu síðar, og þótti mönnum ek'ki allt skapfellilegt um hann Illugi sagði frá þessum atburði öllum og því, sem hann hafði heyrt og séð í skemmunni. Könn- uðust menn þá við anda þessa, að það eru verur þær. sem kallaðar eru jóiasveinar. Ganga þeir um þyggðina um jól öll og eru þá illir viðfangs, ránsamir og hrekkjóttir, einkum við börn. Eru þeir því oft hafðir til að hræða börn með, eins og Grýla. — Illugi lét sér sýnina að góðu verða, eins og faðir hans hafði ætlað til. Vaxð hann gamall maður, kirkjurækinn og hélt vel trú sína. Aldrei sá hann jóla- sveina, hvorki fyrr né síðar, og aldrei gjörðu þeir honum mein né móður hans. Enda birtast þeir sjaldan og eigi nema óguð- legum mönnum, og illt er að komast í kistu jólasveina. Einnar mínútu getraun: Hve slyngur ramsóknarí ertu? Fyrirboði og morð „Ég kom í veiðikofann ekki nema tíu mínútum á eftir Alice“ sagði Harold Sherrod hálfkjökrandi, „en ég varð of seinn — of seinn. Hún var þegar látin". „Vertu rólegur, ungi maður. Ég veit að þetta er erfitt, en þú verður að herða þig upp“ sagði Fordney prófessor — „svona nú — þetta er betra". „Við vorum á skyttiríi saman, vestan við vatnið" hélt Sherrod áfram, „allt í einu virtist konan mín orðin þreytt og sagðist vilja fara aftur i kofann. Þar sem ég vissi, að hún rataði vel, þá hikaði ég ekki við að leyfa henni að fara einni. Ég sagði henni að ég myndi koma innan tveggja stunda, en stuttu eftir að hún var lögð af stað, þá duttu mér í hug sjálfsmorðshótanir hennar. Ég reyndi að eyða þeim, því hún hafði verið svo glað- sinna síðasta mánuð. En það var útilokað, ég fór að hafa áhyggjur og ókyrrast. Þú getur kallað það fyrir- boða, ef þú villt, en samt var það svona — einhver grunur um að eitthvað alvarlegt væri að. Ég missti allan áhuga á veiðunum, hélt rakleitt að veiðikofanum og fann hana þar — kúla gegnum gagn- / augað — skammbyssan mín við hliðina á henni. Hún * hafði þá látið verða af því“, sagði Sherrod kjökrandi. „Sástu nokkurn frá þvi að þú snérir aftur til kofans og þar til þú kallaðir á lögregluna?" „Nei, ekki sálu. Þetta er einmanalegur staður". „Hve langt varstu frá kofanum?“ „Á að gizka eina til tvær mílur“. „Það er skrítið, að þú skyldir ekki ná konunni. þinni. Myndirðu vera því mótfallinn að taka lygapróf á vélina, sem sker úr um hvort þú segir satt eða ekki, Sherrod?" „Nei, af hverju ætti ég að vera því mótfallinn?“ „Vegna þess, að ég veit að þú ert að Ijúga, en ég get varað þig við því, að vélin sannar það“, svaraði Fordney. Af hverju vissi Fordney, að Sherrod var sekur um dauða konu sinnar? Svar á 6. síðu. ALLAR LEIÐIR I LITAVER Munstruð teppi • Keramik veggflísar • Allar tegundir af ERTU gólfdúkum • Veggfóður 10001 litir • Málning frá öllum AÐ BYGGJA? framleiðendum • Kynnið ýður söluskilmála vora og VILTU staðgreiðsluafslátt • Það skal tekið fram, að það er kjörverð BREYTA? Litavers á öllum ofangreindum vörum • Aðeins úrvalsvörur Ráðleggingar á staðnum ÞARFTU AÐ BÆTA? LITAVER s.f. Grensásvegi 22-24 Símar 30280 og 32262 _______________________L_______________ _______|

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.